Morgunblaðið - 14.03.2001, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 14.03.2001, Qupperneq 1
dagskrá 14. - 27. mars a UMRÆÐU-, dægur- og þjóðmálaþátt- urinn Kastljósið er á dagskrá Sjón- varpsins alla daga kl. 19.35, að und- anskildum sunnudögum. Þetta fornfræga nafn var endurvakið fyrir rúmu ári er þátturinn var settur á stofn og voru það þau Gísli Marteinn Baldursson og Ragna Sara Jóns- dóttir sem voru umsjónarmenn fyrst um sinn. Nú eru það hins vegar þau Gísli Marteinn, Kristján Kristjánsson og Eva María Jónsdóttir sem stýra Kastljósinu en Eva leysti systur sína af hólmi sem hleypti heimdraganum og lagðist í ferðalög til fjarlægra heimsálfa. Dagskrárblaðið hafði samband við Gísla og forvitnaðist um háttu þeirra sem að þættinum standa. Mikið stuð „Kastljós (í upprunalegri mynd) var búið að liggja niðri í einhvern tíma þegar Sjónvarpið ákvað að fylla tím- ann milli sjö og átta af fréttum og fréttatengdu efni,“ segir Gísli. „Þetta gerðist er fréttatíminn var færður til sjö í stað átta.“ Gísli segir að form þáttarins sé hugsað fyrir fólk sem vilji horfa á eitthvað sem sé tengt málefnum dagsins án þess þó að vera harðar fréttir. Efni þáttarins er svo ákveðið á morgun- fundum. „Við byrjum á því að hittast á formlegum fundi með fréttastjóra og dag- skrárstjóra. Þar reynum við að sjá út hvaða fréttaefni gæti verið skemmtilegt spjallefni um kvöldið. Það má í raun skipta við- fangsefnunum í þrennt: Það er í fyrsta lagi málefni, í öðru lagi kappræður um stjórn- mál og í þriðja lagi viðtöl; djúp viðtöl.“ Gísli segir að mikið stuð sé í kringum þáttinn. „Um leið og menn sjá að svona þáttur er að gera sig sæmi- lega þá vilja margir koma sín- um málum að. Við fáum svona 20 rafbréf á dag með frábærum hug- myndum um efni. Þannig að maður verður að passa sig á því að verða ekki of værukær og velja bara úr skástu rafbréfin heldur vera sjálfur á tánum og fylgjast með því í blöðum og annars staðar hvað sé að gerast.“ Aðspurður um gildi þáttarins sagði Gísli: „Við fengum frá upphafi rosa- lega góðar viðtökur frá almenningi og erum búin að vera með 30% áhorf al- veg frá upphafi eða þar um bil. Ég vona að hann nýtist til þess að koma réttum upplýsingum á framfæri og líka að ýmiss konar misskilningur verði leiðréttur. Það er mjög skemmtilegt – það hefur komið fyrir að það koma einhverjir tveir aðilar og eru að deila um eitthvert mál – að málið einfaldlega leysist í þáttunum. Þannig að ég vona að þátturinn geri umræðunni í þjóðfélaginu gott, að við náum að koma sönnum við- horfum til skila þannig að almenn- ingur sé í betri aðstöðu til að draga eigin ályktanir.“ Ljósinu er kastað Ó SKARINN sjálfur, stærsta og bjart- asta verðlaunastyttan sem kvik- myndagerðarmenn um heim allir teygja hendur sínar eftir, verður afhent í 73. skipti þann 25. mars í Shrine Auditorium í Los Angel- es. Líkt og vanalega verður af- hendingarhátíðin viðhafnarmikil og mun Stöð 2 sjá til þess að við á Fróni getum fylgst með dramadrottningum trítla inn rauða dregilinn í sínu fínasta fína með bros á vör. Þá getum við hlegið og grátið með kampakátum og jafnvel hágrátandi sig- urvegurunum sem hampa gullna gripnum. Eða bara fengið okkur bjór, sett fæturna upp á stofuborðið og keppt við náungann um hver getur giskað á hverjir hljóta náð fyrir fyrirsjánlegum augum bandarísku kvik- myndaakademíunnar. Það þykir mikil upphefð að vera tilnefndur til Ósk- arsverðlaunanna og skiptir það oftast sköp- um í ferli listamannsins. Þann heiður hafa tveir Íslendingarnir hlotið. Það eru Friðrik Þór Friðriksson, en kvikmynd hans Börn náttúr- unnar var tilnefnd sem besta erlenda kvik- myndin árið 1992. Nú í ár er Björk tilnefnd fyrir besta lagið, „Íve seen it All“, úr kvik- myndinni Dancer in the Dark eftir Lars von Trier, og það er aldrei að vita nema hún bæti einni styttunni enn í safnið sitt. En eins og fleiri tilnefnd tónskáld mun Björk koma fram á Óskarsafhendingunni og flytja lagið sitt. Ætlaði Thom Yorke, söngvari Radioheads, sem syngur lagið með henni á plötunni Selmasongs, að koma fram með Björk en þar sem þurfti að stytta lagið um helming til að það passaði inn í stífa dag- skrána verður Björk ein á sviðinu. Það er þó góð og gild ástæða fyrir alla Íslendinga til að kíkja á imbann ÓSKARINN Í 73. SINN Steve Martin, kynnir Óskarshátíðarinnar, með gullgaurinn eftirsótta ÓSKARSVERÐLAUNAHÁTÍÐIN VERÐUR Í BEINNI ÚTSENDINGU Á STÖÐ 2 ÞANN 25. MARS KL. 1 EFTIR MIÐNÆTTI Umsjónarmenn Kastljóssins, þau Kristján Kristjánsson, Gísli Marteinn Baldursson og Eva María Jónsdóttir. Kastljósið í Ríkissjónvarpinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.