Morgunblaðið - 14.03.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.03.2001, Blaðsíða 2
dagskrá þessa nóttina eins og margar millj- ónir manna víða um heim munu gera, en útsendingin hefst kl. eitt eft- ir miðnætti. Umslög í neyð Shrine Auditorium tekur sex þús- und manns í sæti og einungis boðs- gestir eru velkomnir á þessa stór- merkilegu athöfn. Óskarinn var fyrst veittur 16. maí 1929 rétt eftir að kvikmyndirnar hófu að tala. Þá komu 250 manns í sal á Hollywood Roosevelt-hótelinu og borguðu sig tíu dollara inn. En spenningurinn var ekki meiri en svo að hægt var að lesa í kvöldútgáfu L.A. Times hverjir vinningshafarnir voru áður en þeir voru tilkynntir á há- tíðinni. Þá voru umslögin frægu fund- in upp og hefur það kerfi haldið sér síðan. En þau og sniðið á athöfninni í heild eru fyrirmynd flestra kvik- mynda- og sjónvarpshátíða um allan heim, eins og sjá má m.a. á Edduhá- tíð okkar Íslendinga. Þriðja árið var fólk þegar orðið spennt og afhend- ingunni var útvarpað í heila klukku- stund og árvisst eftir það, þar til sjónvarpið tók við árið 1953. Hátíðin hefur aldrei fallið niður en þrisvar verið frestað í nokkra daga. Árið 1938 var henni frestað um tvær vikur þegar flóð fór um Englaborgina. Næst í tvo daga í virðingu við Martin Luther King sem var jarðsettur upp- haflegan dag hátíðarinnar, 8. apríl 1968, og árið 1981 var henni frest- að í sólarhring vegna banatilræðis við þáverandi forseta Bandaríkjanna, Ronald Reagan. Óskar úr gifsi Á fyrstu afhendingunni voru fimm- tán styttur afhentar, árið eftir sjö styttur en síðan hefur Óskarinn smám saman fjölgað sér og áhorf- endum sínum. Stytturnar verða 23 í ár, en nú þeg- ar hafa 2.365 styttur verið afhentar. Gripurinn vegur tæp fjögur kíló og er 35 sentimetrar á hæð. Það tekur tólf manns tuttugu klukkustundir að búa til hverja styttu. Í seinni heimsstyrj- öldinni voru Óskarsstytturnar úr gifsi en vinningshafarnir fengu þeim skipt út fyrir gullstyttur eftir að stríðinu lauk. Margir hafa heyrt söguna af því hvernig styttan fékk nafn sitt en það er ekki víst hvort hún er sönn. Sagan segir að bókasafnverði akademíunnar, sem seinna varð framkvæmdastjóri hennar, Margaret Herrick, fannst styttan líkjast Óskari frænda sínum og sagði svo. Blaða- maður sem þar var staddur heyrði ummælin og brennimerkti þar með gullgaurinn. Alla vegana notaði blaðamaður Óskarsnafnið árið 1934 þegar Katharine Hepburn vann í fyrsta sinn sem besta leikkonan. Akademían notaði þetta nafn hins vegar ekki opinberlega fyrr en árið 1939. Walt Disney á Óskarsmet. Hann hefur 64 sinnum verið tilnefndur og unnið 26 styttur í sínu nafni. Næst- flestar tilnefningar, eða 38, hefur tónskáldið John Williams fengið. Já, það hefur margur sigurveg- arinn úthellt sínum innstu tilfinn- ingum og jafnvel brynnt óteljandi músum við það að fá gullgaurinn Óskar frænda í hendur. Og það er vel viðeigandi að að minnast orða Sally Field að lokum þegar hún tók við Óskarnum sínum árið 1985 fyrir að- alhlutverkið í Places in the Heart. „En ég vil þakka ykkur. Ferillinn minn hefur ekki verið hefðbundinn. Og ég vildi framar öllu njóta virðingar ykkar. Í fyrsta skiptið [sem ég vann Ósk- arinn] fann ég ekki fyrir því, en núna finn ég það og get ekki neitað þeirri staðreynd að ykkur líkar við mig. Ein- mitt núna ... ykkur líkar við mig ... takk fyrir.“ Björk flytur „I’ve Seen It All“ á hátíðinni. Ætli hún sleiki út um að kvöldi loknu? Hillary Swank hlaut Óskarinn í fyrra fyrir leik sinn í myndinni Boys Don’t Cry. Reuters Ástralinn Russell Crowe er tilnefndur sem besti leikarinn fyrir aðalhlutverkið í Gladiator. MATREIÐSLUMAÐURINN knái Sig- urður L. Hall, betur þekktur sem Siggi Hall, hefur nú í heil níu ár bogr- að yfir pottum og pönnum á Stöð 2, og með því kynnt Íslendinga fyrir kostum og kynjum eldamennsk- unnar á lifandi en umfram allt skemmtilegan hátt. Um þessar mundir stýrir Siggi fimm þátta röð sem er á dagskrá téðrar stöðvar á miðvikudögum kl. 20.50. Hún ber yfirskriftina Að hætti Sigga Hall í Frakklandi en þar kynnir Siggi áhorfendur fyrir þarlendri mat- armenningu sem er eins og margir vita rómuð um heim allan. Þáttaröð- inni lýkur 21. mars og Dagskrár- blaðinu þótti því tilvalið að slá á þráðinn til meistarans. Aldrei af skjánum „Nei, nei, nei, nei, ég er aldrei far- inn af skjánum,“ svarar Sigurður þegar hann er inntur eftir því hvort hann muni ekki ráðast í frekari dag- skrárgerð að þáttaröðinni lokinni. „Það er ýmislegt í gangi en ég get ekki alveg tjáð mig um það á þessu stigi málsins.“ Siggi horfir yfir farinn veg og rifjar upp snið þáttanna. „Þetta hafa verið tvenns konar þættir; beinir mat- reiðsluþættir í myndverum með upp- skriftum og kennslu jafnframt sem tekið er á móti gestum. Síðan eru það þessir ferðaþættir þar sem ég reyni svona að opna bakdyrnar að einhverju sem viðkemur matargerð- arlist – heimsæki fólk og fer á staði. Það mætti segja að þar sé um að ræða 1⁄3 fólk, 1⁄3 umhverfi og 1⁄3 mat- argerð.“ Matargerð er skemmtileg Það er óhætt að segja að tilkoma Sigga á skjáinn hafi verið viss bylt- ing. Hér var kominn maður sem kom til dyranna eins og hann var klæddur og æringjahátturinn og sprellið aldr- ei langt undan. „Ég hef fengið mikil viðbrögð frá fólki á öllum aldri,“ seg- ir Siggi. „Sérstaklega þykir mér vænt um hvað ég fæ mikil viðbrögð frá ungu kynslóðinni. Krakkarnir virðast sjá mig sem einskonar jólasvein. Ég veit það ekki (hlær). Þau hafa gam- an af þessu, ætli það sé ekki út af því að það er alltaf eitthvað um að vera, það er verið að gera eitthvað, verið að búa eitthvað til.“ Sigurður segist gera sér fulla grein fyrir áhrifum fjölmiðilsins sem slíks. „Þú ert nú ekki bara að gera eitt- hvert einkaflipp heldur ertu að koma einhverju á framfæri sem er hollt og gott. Maður er líka að efla trú Íslend- inga á íslenskri matarframleiðslu sem er í hæsta gæðaflokki. Mat- argerð er nefnilega hið skemmtileg- asta viðfangsefni. Til dæmis hugsa allir um mat a.m.k. þrisvar á dag,“ segir Sigurður að lokum og kímir. Fjölmiðlamatur? „Matargerð er ... hið skemmtilegasta viðfangsefni,“ segir hinn síkáti Siggi Hall. Að hætti Sigga Hall á Stöð 2 FJÖLMIÐLAFYRIRTÆKIÐ Norðurljós hefur opnað þrjár nýjar útvarpsstöðvar og hafið útsendingar frá BBC World Service á tíðn- inni FM 90,9. Stöðvarnar íslensku eru á 97,7 þar sem verður leikinn djass, 102,2 sem verður barna- rás og á 87,7 verður send út róleg og góð tónlist, en sú stöð ber hið lýsandi nafn Vitund. Dagskrár- blaðið setti sig í samband við Ívar Guðmundsson, kynningar- og markaðs- stjóra útvarpssviðs Norð- urljósa, vegna þessa. „Hugmyndin með þessu er náttúr- lega sú að auka þjónustu okkar. Við lokuðum nokkrum stöðvum, m.a. vegna þess að þær voru of líkar öðr- um stöðvum sem við vorum með í loftinu.“ Ívar segir að til að byrja með verði ekki lagður mikill peningur í dagskrár- gerð og farið verði hægt af stað. Undanfarið hafa heyrst gagnrýnis- raddir í þjóðfélaginu um að Norðurljós séu að ganga af útvarpsmenningunni dauðri. Aðspurður segir Ívar að þess- ar nýju stöðvar séu ekkert endilega viðbrögð við því. „Við eigum ekki að skila neinu sérstöku menningarverð- gildi í þjóðfélagið,“ segir hann. „Við náttúrlega erum bara auglýsingaút- varp og þurfum að lifa. Það sem við höfum verið að gera undanfarið er að reyna að svara markaðinum til að geta selt fleiri auglýsingar. Okkar breytingar hafa ein- göngu snúist um að reyna að búa til einingu sem skilar peningum. Útvarps- svið hefur verið rekið með tapi í mörg og skilaboðin voru mjög skýr frá Norður- ljósum. „Annaðhvort farið þið að standa ykkur eða við förum bara að gera eitthvað annað en að setja upp útvarpsstöðv- ar.“ Ívar segir að þegar Jón Axel Ólafsson hafi komið inn í þetta sem framkvæmdastjóri út- varpssviðs hafi verið sett stefna á að búa til rekstrareiningu sem væri skynsamleg. Samkeppnin hafi verið mikil frá Fínum miðli á þessum tíma þannig að áhersla var lögð á aukna hagræðingu. Hvað menningarlegar skyldur varð- ar hafði Ívar þetta að segja. „Við höf- um engar menningarlegar skyldur sem slíkar en við vitum alveg að við erum hluti af menningu og við rekum hérna tónlistarstöðvar að mestu leyti. Tónlist er auðvitað hluti af nútímamenningu. Við vildum að við gætum rekið fleiri stöðvar, t.d. talrás og slíkt er á teikniborðinu. Við erum núna farnir að sjá fyrir endann á þess- ari niðursveiflu sem útvarp er búið að vera í. Núna getum við kannski farið að reka þetta með hagnaði og ef það gerist lítur þetta betur út fyrir útvarps- menninguna í heild sinni.“ Norðurljós opna þrjár nýjar útvarpsstöðvar Af útvarpsmenningu Ívar Guðmundsson, kynningar- og mark- aðsstjóri útvarps- sviðs Norðurljósa. SKOTSILFUR á Skjá einum er í umsjón þeirra Helga Eysteins- sonar og Björgvins Inga Ólafs- sonar. „Skotsilfur er frumkvöðull viðskiptaþátta í íslensku sjón- varpi,“ segir Björgvin. „Þar er fjallað um ólgusjó viðskiptalífs- ins, fólkið í forsvari, strauma og stefnur frá fjölbreyttu sjón- arhorni. Umfjöllunarefni þáttarins er margþætt, allt frá stress- meðferð til stjórnunar og frá upp- gjörum stórfyrirtækja til drauma framsækinna frumkvöðla.“ Hann bætir við. „Frá því þátt- urinn hóf göngu sína hefur hann þróast mikið. Fyrsti veturinn ein- kenndist af miklum uppgangi á verðbréfamarkaði og var því áhugi á slíkri umfjöllun mjög mik- il. Í vetur höfum við breytt áherslum og fjallað um viðskiptin á breiðari grundvelli. Sem fyrr leggjum við þó áherslu á vandaða umfjöllun, lausa við alla æsi- fréttamennsku og gífuryrði. Það eina sem vinnst með æsifrétta- mennskunni er að rétta fólkið vill ekki koma í viðtal og er það eitt- hvað sem við höfum ekki lent í og ætlum okkur ekki að lenda í.“ Skotsilfur er á dagskrá á sunnudögum kl. 12 og er endur- sýndur sama kvöld kl. 20.30. Skotsilfur á Skjá einum Björgvin Ingi Ólafsson og Helgi Eysteinsson, umsjónarmenn Skotsilfurs. Viðskipti – vítt og breitt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.