Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 24
24 B SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ DAGANA 9. til 15. mars var kvik- myndin Kanadiana sýnd í kvikmynda- húsi í Winnipeg í Kanada en áður hafði hún verið sýnd á fimm kvikmyndahá- tíðum; í Montreal, Puerto Rico, Tor- onto, Teheran í Íran og Winnipeg, og verður næst á kvikmyndahátíðinni í Dublin í apríl. Jón Einarsson Gústafs- son er einn þriggja höfunda og fjög- urra framleiðenda en hann er jafn- framt leikstjóri myndarinnar. Gagnrýnin lofar góðu Myndin hefur fengið góða dóma, fékk m.a. þrjár og hálfa stjörnu af fimm mögulegum í útbreiddasta dag- blaði Manitoba, Winnipeg Free Press, og er Jón bjartsýnn á góða dreifingu. „Gagnrýnin lofar góðu,“ segir hann. Þetta er spennumynd sem fjallar um tvo bræður frá Winnipeg. Annar er að losna út úr fangelsi eftir þriggja ára vist og hinn, sem hefur skipulagt síðasta rán þeirra, sækir hann. Hug- myndin er að láta sig hverfa eftir rán á demantasendingu. Ung kona er á leiðinni í sumarbústað við Winnipeg- vatn til að skrifa sögu og leiðir hennar og bræðranna mætast á bensínstöð. Þegar lögreglan birtist verður yngri bróðirinn hræddur og felur pakkann með demöntunum í bíl stúlkunnar en horfir síðan á eftir henni aka í burtu á meðan lögreglan leitar í bíl þeirra. Næsta skref er að finna stúlkuna og pakkann og eitt leiðir af öðru í vetr- arkuldanum og snjónum á sléttunni. Að sögn Jóns var framleiðslukostn- aður vegna Kanadiana aðeins 270.000 kanadískir dollarar eða um 12,5 millj- ónir króna. Kanadíski kvikmynda- sjóðurinn lagði fram 50% kostnaðar, Kvikmyndasjóður Manitoba 20%, Listasjóður Manitoba 5%, aðrir styrkir voru 10% kostnaðar- og skattaívilnanir námu 15% kostnaðar. Stutt heimsókn kveikti áhugann Þetta er fyrsta kvikmynd Jóns en áður hefur hann gert ellefu heimild- armyndir, nokkur tónlistarmynd- bönd og sett upp hátt í tíu leiksýn- ingar á Íslandi og í Kanada. Hann var í námi í kvikmyndafræðum á Bret- landi 1988 til 1990 og fór þaðan með BA-gráðu til Los Angeles þar sem hann var í þrjú ár og lauk meistara- námi. Að því loknu flutti hann til Ís- lands en sumarið 1996 fór hann til Manitoba í leiguflugi og skrifaði greinar fyrir Morgunblaðið frá ferð- inni. „Í þessari tveggja vikna heim- sókn kviknaði áhugi minn á Vestur- Íslendingum og ég fékk hugmynd að efni í heimildarmynd. Það sem vakti áhuga minn var að hér voru 5. og 6. kynslóðir Kanadamanna sem gengu um götur Gimli og sögðust vera Ís- lendingar, og ég greindi kanadíska ríkissjónvarpinu, CBC, frá hugmynd minni. Henni var vel tekið og því þurfti ég að koma hingað til að gera myndina. Þarna gafst gott tækifæri til að vinna fyrir 30 milljóna manna markað og kærkomin tilbreyting frá því að gera heimildarmyndir heima þar sem aldrei er nægur peningur til að gera hlutina. Til að geta orðið leik- stjóri á umræddri mynd og fengið viðurkenningu fyrir hana varð ég að sækja um landvistarleyfi í Kanada. Framleiðslufyrirtækið, sem tók að sér að framleiða myndina, sótti um það fyrir mína hönd á þeim grunni að fengi ég ekki leyfið yrði myndin ekki gerð. Það tók tíu mánuði að fá tilskilin réttindi, grænt ljós kom í ársbyrjun 1998, en á meðan kynntist ég fólki og við byrjuðum að skrifa handritið.“ Hörð viðbrögð Heiti myndarinnar, The Import- ance of Being Icelandic, er tilvísun í The Importance of Being Earnest eftir Oscar Wilde og það vakti strax hörð viðbrögð vestra. „Sama kvöld og myndin var sýnd fékk ég símtöl frá gömlum konum sem kölluðu mig öll- um illum nöfnum og hótuðu mér að ég hlyti verra af. Mér hafði verið boðið í mat komandi helgi en daginn eftir frumsýninguna var hringt í mig og mér sagt að því miður yrði að aftur- kalla boðið því húsfreyjan vildi ekki hafa mig undir sínu þaki. Ég fór með Vestur-Íslendingi á samkomu í Sel- kirk, þar sem hann kynnti Íslendinga sem voru í heimsókn. Þegar kom að því að kynna mig kipptu fullorðin hjón að sér hendinni, sneru sér við og gengu í burtu. Í næsta tölublaði Lög- bergs-Heimskringlu var mjög harð- orð grein þar sem höfundurinn sagði að ég væri ekki lengur velkominn gestur á meðal þeirra. Ég fékk fyrst og fremst hörð viðbrögð frá fólki á Nýja-Íslandi og allt í einu var ég tal- inn svo hættulegur maður að vinir mínir í íslenska samfélaginu hérna voru margir í miklum vafa um hvort þeir ættu að láta sjá sig með mér meðan þetta gekk yfir. Hins vegar voru vissir menn eins og Neil Bardal, kjörræðismaður Íslands í Manitoba, sem stóðu alltaf með mér. CBC þótti umræðan hið besta mál og myndin var endursýnd mun fyrr en eðlilegt er en hún var sýnd tólf sinnum á þeim tveimur árum sem sjónvarpið átti réttindin.“ Misskilningur Jón segir að misskilningur hafi valdið þessum viðbrögðum. „Ein- hverjir höfðu á tilfinningunni að ég væri að gera grín að þeim, sem var alls ekki ætlunin. Myndin er gerð frá sjónarhóli Íslendings sem kemur beint frá Íslandi, í gegnum mín augu. Ég fylgist með þessu fólki sem leggur óhemjuáherslu á að vera Íslendingar þrátt fyrir að margir umræddra hafi aldrei komið til Íslands og tali ekki orð í íslensku. Í myndinni er innslag tekið á Íslandi þar sem Davíð Þór Jónsson grínisti segir brandara um Vestur-Íslendinga. Ég hélt að allir skildu að grínista á sviði er ekkert heilagt. Það er hans hlutverk að rífa allt niður og gera grín að öllu en ég áttaði mig ekki á að hjá mörgum hérna eru arfleifðin og Íslendingur- inn í þeim algerlega heilög. Það má ekkert segja sem varpar nokkrum skugga á upprunann og hjá mörgum hérna eru forfeðurnir í minningunni nánast ofurmenni. Í sjálfu sér hljóta þetta að hafa verið ofurmenni til að lifa af þessar hörmungar sem þeir fóru í gegnum. Það sem sameinar þetta samfélag mjög mikið eru fórn- irnar sem landnemarnir lögðu á sig. En allt þetta varð mér til framdráttar og stökkpallur til annarra verka. Kvikmyndafyrirtæki tóku eftir hvað þessi mynd var umdeild og allt í einu opnuðust dyr sem höfðu verið lokað- ar, en frá minni hálfu var þetta alger- lega heiðarleg mynd.“ Verðlaun fyrir tónlistarmyndband Jón segir að alla tíð hafi verið stefnt að því að halda kostnaði vegna fram- leiðslu Kanadiana í lágmarki. Hug- myndin hafi verið að fá lag í myndina frá frægustu hljómsveit Winnipeg um þessar mundir, The Watchmen, sem sé í hópi tíu vinsælustu hljómsveita í Kanada og Ástralíu, og það hafi tek- ist. „Ég hitti forsprakkann, sýndi honum myndir sem ég hafði tekið vegna myndarinnar og eftir að hann hafði skoðað þær var hann tilbúinn að slá til ef við gerðum tónlistarmynd- band með hljómsveitinni í staðinn, sem yrði tilbúið eftir tíu daga. Til að geta gert bæði myndbandið og kvikmyndina innan þess fjárhags- ramma sem við vorum bundnir af ákváðum við að ráða forsprakkann sem leikara í myndinni því með þeim hætti gátum við notað skotin bæði í myndinni og á tónlistarmyndbandinu. Við lukum myndbandinu á tilsettum tíma, það var sent til stórs tónlistar- fyrirtækis í Toronto, sem sendi það áfram á Much Music, sem er kanad- íska útgáfan af MTV. Þar var það strax sýnt töluvert oft, sem gerist sjaldan með tónlistarmyndbönd frá Winnipeg, en í kjölfarið fékk ég upphringingu frá Kvikmyndasjóði Manitoba, sem vildi leggja peninga í kvikmyndina.“ Samtök kvikmyndaframleiðenda í Manitoba, The Manitoba Motion Picture Industries Association, veita annað hvert ár svonefnd Blizzard- verðlaun fyrir kvikmyndir og það sem þeim viðkemur. Kanadiana fékk fimm tilnefningar að þessu sinni, m.a. sem besta kvikmyndin sem kostaði undir milljón dollara í framleiðslu, og tón- listarmyndbandið eina, og svo fór að það var útnefnt besta myndbandið á hátíðinni nú í mars. „Þetta er góð við- urkenning,“ segir Jón. Með tvær myndir í takinu Að sögn Jóns er hann kominn með þróunarfjármagn frá Kvikmynda- sjóði Manitoba í aðra mynd, nútíma- sögu, auk þess sem hann er að skrifa kvikmyndahandrit sem gerist á tím- um íslenska landnámsins í Manitoba. „Sögu sem byrjar á Íslandi og lýkur hér. Nálgunin felst í aðstoð indíán- anna, en hefðu þeir ekki hjálpað Ís- lendingum hefði landnámið farið út um þúfur.“ Ennfremur segist hann hafa hug á að breyta til og jafnvel láta heimþrána taka völdin og taka að sér skammtímaverkefni hjá áhugaleik- húsum á Íslandi sem hafi verið með fyrirspurnir í þá veru, en hugsanlega flytur hann til Toronto í sumar. Jón segir að landnemamyndin verði mjög dýr og um langtímaverk- efni sé að ræða, en það góða við starf- ið sé að hann hafi tækifæri til að fara víða og kynnast nýju fólki. „Ég hef ekki komist heim í eitt og hálft ár vegna anna en það er kominn tími til að fara heim vegna ákveðinna verk- efna. Ég hef aldrei ætlað mér að vera til frambúðar í Winnipeg. Hér hefur mér gengið mjög vel í fjögur ár en Toronto og Ísland toga í mig.“ Morgunblaðið/Kristinn Jón Einarsson Gústafsson með Blizzard-verðlaunin sem hann fékk fyrir tónlistarmyndbandið með kanadísku hljómsveitinni The Watchmen. Fyrsta kvikmyndin sem Jón Einarsson Gústafsson leikstýrir var frumsýnd í Winnipeg í Kanada á dögunum. Steinþór Guðbjartsson hitti Jón í Winnipeg og ræddi við hann um myndina og fleira, en ekki er ofsögum sagt að hann hefur verið umdeildur leikstjóri í Manitoba. Fyrsta kvikmynd Jóns Einarssonar Gústafssonar, Kanadiana, var frumsýnd í Winnipeg í Kanada fyrir skömmu og fékk góða dóma í útbreiddasta dagblaði Manitobafylkis, Winnipeg Free Press. Umdeildur leikstjóri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.