Morgunblaðið - 21.04.2001, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.04.2001, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2001 B 3 FÓLK  GUÐMUNDUR E. Stephensen, Adam Harðarson og Markús Árna- son taka þátt í heimsmeistara- mótinu í borðtennis, sem hefst á mánudaginn í Osaka í Japan. Með liðinu í för verður þjálfarinn Hu Dao Ben og formaður Borðtennissam- bandsins, Sigurður Valur Sverris- son, en hann sækir jafnframt árs- þing Alþjóðaborðtennissambands- ins.  MARGRÉT Ólafsdóttir verður í sextán manna hópi Philadelphia Charge, sem mætir San Diego Spir- it í bandarísku deildarkeppni kvenna í knattspyrnu á morgun. Rakel Ögmundsdóttir er aftur á móti ekki í hópnum.  TEDDY Sheringham, framherji Manchester United, var í gær út- nefndur knattspyrnumaður ársins í Englandi af íþróttafréttamönnum þar í landi. Sheringham fékk tveim- ur atkvæðum fleira en félagi hans hjá United, David Beckham. Pat- rick Vieira, Arsenal, varð í þriðja sæti í kjörinu og Roy Keane, fyrirliði Manchester United, í fjórða sæti.  SHERINGHAM, sem skorað hefur 20 mörk fyrir United á leiktíðinni, er fyrsti Englendingurinn sem hlýtur þennan titil síðan Alan Shearer, framherji Newcastle, varð fyrir val- inu árið 1994.  LEIKMAÐUR ársins, valinn af leikmönnum sjálfum, verður valinn síðar í þessum mánuði en nöfn þeirra sem koma til greina hafa ver- ið kunngerð. Þeir eru Teddy Sher- ingham, Roy Keane og Ryan Giggs, allir frá Man.Utd., Emile Heskey, Liverpool, Thierry Henry, Arsenal, og Marcus Stewart, Ipswich.  FIMM leikmenn koma til greina sem besti ungi leikmaðurinn. Það eru Emile Heskey og Steven Gerr- ard, Liverpool, Michael Carrick, West Ham, Wes Brown, Manchester United, og Alan Smith, Leeds.  PETER Hillwood, forseti Ars- enal, hefur komið þeim skilaboðum til Arsene Wengers, knattspyrnu- stjóra liðsins, að hann fái 50 millj- ónir punda eða sem svarar 6,7 millj- örðum króna til að fjárfesta í nýjum leikmönnum fyrir næsta tímabil. Patrick Vieira er einn þeirra leik- manna sem eru á förum frá Arsenal eftir tímabilið og ljóst þykir að skarð hans verður vandfyllt.  CHRISTIAN Karembeu, franski landsliðsmaðurinn sem leikur með Middlesbrough, mun að öllum lík- indum ganga til liðs við franska félagið Paris SG í sumar. Karembeu hefur ekki líkað vistin í Englandi og segist mjög spenntur fyrir því að komast til Paris SG sem hefur geng- ið illa á leiktíðinni.  JENS Jerimas og Giovane Elber, leikmenn Bayern München, þurfa báðir að gangast undir aðgerðir á hné og nokkuð ljóst að þeir verða ekki með þegar Bayern mætir Real Madrid í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum meistaradeildarinn- ar hinn 1. maí.  EIÐUR Smári Guðjohnsen tekur væntanlega sæti í byrjunarliði Chelsea þegar liðið mætir Charlton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Eiður Smári hefur leikið 32 leiki í vetur og skorað 13 mörk.  DERBY verður með óbreytt byrj- unarlið í leiknum við Bradford sem þýðir að Þórður Guðjónsson mun hefja leikinn á varamannabekknum.  HERMANN Hreiðarsson verður líklega settur til höfuðs John Hart- son þegar Ipswich leikur við Cov- entry. Hartson hefur farið mikinn að undanförnu og hefur gert varn- armönnum lífið leitt enda geysi- sterkur í loftinu.  ARNAR Gunnlaugsson og hans menn í Leicester glíma við Middl- esbrough en Leicester hefur tapað síðustu sjö leikjum sínum. Dean Sturridge kemur að nýju inn í lið Leicester sem gæti þýtt að Arnar verði að gefa eftir sæti sitt í byrj- unarliðinu. Gamla brýnið Gary McAllister varhetja Liverpool annan leikinn í röð. Á öðrum degi páska tryggði hann Liverpool sigur á erkifjendun- um í Everton með glæsilegu marki úr aukaspyrnu á síðustu sekúndum leiksins og í viðureigninni við Barce- lona á Anfield í fyrrakvöld skoraði hann markið sem réð úrslitum. Liv- erpool fékk vítaspyrnu á lokamínútu fyrri hálfleiks eftir að Hollendingur- inn Patrick Kluivert hafði gert sig sekan um hreint ótrúleg mistök. McAllister framkvæmdi hornspyrnu og á óskiljanlegan hátt stökk Kluivert upp í loftið með uppréttar hendur og rak aðra höndina í knöttinn. Urs Maier, dómari, dæmdi réttmæta víta- spyrnu, sem McAllister skoraði úr af miklu öryggi. „Þegar taugaspennan er mikil er gott að geta haft mann á borð við McAllister. Hann heldur allt- af ró sinni og þess vegna fengum við hann til okkar fyrir tímabilið. Hann þolir svona álag og þrátt fyrir að vera orðinn 36 ára gamall er hann enn frá- bær leikmaður, sem hefur gert mikið fyrir liðið á tímabilinu,“ sagði Gerard Houllier, stjóri Liverpool. Börsungar reyndu allt hvað þeir gátu til að jafna metin í síðari hálfleik, sem hefði fleytt þeim áfram, en frá- bær vörn Liverpool stóðst öll áhlaup Börsunga. Fögnuðurinn var því gríð- arlegur á Anfield þegar flautað var til leiksloka enda biðin eftir úrslitaleik í Evrópukeppni orðin ansi löng, eða 16 ár. Liverpool á því enn möguleika á þrenunni. Liðið tryggði sér fyrr á leiktíðinni sigur í deildabikarkeppn- inni með því að leggja Birmingham í úrslitaleik og fram undan eru tveir úrslitaleikir hjá „rauða hernum“ í næsta mánuði. Laugardaginn 12. maí mætast Liverpool og Arsenal í úr- slitaleik ensku bikarkeppninnar á þú- saldarvellinum í Cardiff og fjórum dögum síðar er úrslitaleikurinn í UEFA-keppninni við Alaves. Starf Frakkans Gerards Houlliers hjá Liverpool er greinilega farið að bera ávöxt og hann gat ekki leynt gleði sinni þegar úrslitin lágu ljós fyr- ir. „Þetta var hreint frábært kvöld og ég get ekki annað en hrósað liði mín- ufyrir frábæra frammistöðu enda var það að slá út eitt besta lið í Evrópu í dag. Leikmenn gáfu sig alla í leikinn og leikskipulagið sem við höfðum sett upp fyrir viðureignina gekk fullkom- lega eftir. Það er engin tilviljun að við séum komnir alla leið í úrslitaleikinn. Við höfum leikið tólf leiki í keppninni og aðeins tapað einum og á vegi okk- ar hafa ekki verið neinir aukvissar en þar get ég nefnt lið á borð við Roma, Porto, Olympiakos og nú Barcelona,“ sagði Houllier. Alaves í 4. deild fyrir 11 árum Spænska liðið Alaves er ekki árennilegur mótherji fyrir Liverpool í úrslitaleiknum í ljósi þess að liðið tók Kaiserslautern í kennslustund í tveimur leikjum og burstaði einvígið samanlagt, 9:2. Alaves kemur frá smábænum Vitoria, sem er höfuð- staður Baskalands, og óhætt er að segja að þátttaka liðsins í Evrópu- keppni í fyrsta sinn í sögu félagsins hafi verið ævintýri líkust. „Það er ekki svona stór munur á milli liðanna en liðsmenn mínir voru mjög beittir í þessum tveimur leikj- um og refsuðu Þjóðverjunum illa fyr- ir þeirra mistök í varnarleiknum,“ sagði Jose Manuel Esnal þjálfari Alaves. Fyrir 11 árum var Alaves í 4. deild- inni á Spáni en uppgangur liðsins á undanförnum árum hefur verið með ólíkindum. Undir stjórn Esnal komst liðið í 1. deildina árið 1998 og tryggði sér Evrópusæti á síðustu leiktíð með því að hafna í sjötta sætinu en það er sama sæti og Alaves er í í spænsku 1. deildinni í dag. Sextán ára bið Liverpool á enda ÞAÐ verða Liverpool og Alaves sem leika til úrslita í UEFA-keppn- inni í knattspyrnu á Westfalenstadion í Dortmund í Þýskalandi mið- vikudaginn 16. maí. Liverpool hafði betur á móti Barcelona, 1:0, á heimavelli sínum og vann því einvígið samanlagt 1:0 og Alaves vann stórsigur á Kaiserslautern í Þýskalandi, 4:1, og samanlagt 9:2. Reuters Gary McAllister fagnar eftir að ljóst var að mark hans dugði Liverpool til sigurs á Barcelona. ÍÞRÓTTIR Strákarnir keppa á Gozo SIGURÐUR Grétarsson, þjálfari ungmennaliðsins í knattspyrnu, hefur valið lansliðshóp sinn sem heldur til Möltu í dag. Strákarnir mæta Möltumönnum í Evrópukeppninni á þriðjudaginn og fer leik- urinn fram á eyjunni Gozo. Hópurinn er þannig skipaður: Ómar Jóhannsson, Keflavík og Stefán Logi Magnússon, Farum, markverðir. Reynir Leósson, Bald- ur Aðalsteinsson og Grétar Rafn Steinsson, ÍA, Indriði Sigurðsson, Lilleström, Jóhannes Karl Guðjónsson, Waalwijk, Árni Kristinn Gunnarsson, Breiðabliki, Guðmundur Steinarsson og Þórarinn Brynjar Kristjánsson, Keflavík, Helgi Valur Daníelsson, Pet- ersborough, Veigar Páll Gunnarsson, Strömsgodset, Guðmundur Viðar Mate, Malmö FF, Páll Almarsson og Bjarni Geir Viðarsson, ÍBV og Marel Jóhann Baldvinsson, Stabæk. uka í sókn, og skyttur liðsins u varla skoti að marki. að er ekki útilokað að leikurinn ærkvöldi gefi Valsliðinu aukið fstraust í oddaleiknum. Ungu mennirnir sem leika fyrir utan u réttar ákvarðanir í skotvali u. Markús Máni Michaelsson og níel Ragnarsson virðast oft á m ekki átta sig á hve mikla ileika þeir hafa í sóknarleik og ar þeir taka sig til er Valsliðið gt. Sigfús Sigurðsson steig a feilspor á línunni og má ja að hann hafi skorað í hvert n sem hann fékk boltann frá mherjum sínum. Valdimar msson var einbeittur á upp- smínútunum og öryggið upp- að í vítaköstunum, en horna- nn Hauka náðu nokkuð oft að eygja sér framhjá honum á hin- enda vallarins. norri Guðjónsson átti fínan leik var í raun potturinn og pannan lum sóknarleik liðsins. Snorri raði mörk úr langskotum og ð gegnumbrotum auk þess sem n átti skemmtilegar stoðsend- ar á félaga sína. oland Eradze átti einnig góðan í marki Valsmanna og brosti vel annað veifið þegar líða tók ikinn og úrslitin nánast ráðin. nn lás Morgunblaðið/Golli Ormsson, leikmenn ársins í SYSTKININ og ÍR-ingarnir Sveinn og Martha Ernstsbörn komu fyrst í mark í karla- og kvennaflokki í Víðavangshlaupi ÍR sem þreytt var í 86. sinn á sumardaginn fyrsta. Sveinn kom í mark á 16,35 mínútum og annar varð Árni Már Jónsson úr FH á 16,47. Þriðja sætið kom í hlut Skagfirðingsins Ólafs Margeirs- sonar sem hljóp á 16,56 mínútum. Martha, sem er óðum að ná sér á strik eftir uppskurð í kringum síð- ustu áramót, kom í mark á 17,22 mínútum, 18 sekúndum á undan Fríðu Þórðardóttur, ÍR. Það var jafnframt sjötti besti tími í hlaupinu þegar litið er til allra flokka. Fríða var á tímanum 17,40 mín. og Rann- veig Oddsdóttir, Langhlaup- arafélagi Reykjavíkur, kom þriðja í mark á tímanum 18,51. Alls tóku 272 hlauparar þátt að þessu sinni. Systkinin fyrst í mark SIGURÐUR Ragnar Eyjólfsson, leik- maður Harelbeke í Belgíu, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gærkvöld að hann hefði áhuga á að leika á Íslandi í sumar ef hann fengi grænt ljós frá belgíska félaginu. „Málið er allt á frum- stigi en bæði Valur og ÍBV hafa haft samband við mig. Það lítur út fyrir að ég sé ekki inni í myndinni hjá fram- kvæmdastjóra Harelbeke og ég hef ekki leikið með liðinu síðan í desember. Mig langar til að fá tækifæri annars staðar og það væri gaman að geta leik- ið á Íslandi í sumar,“ sagði Sigurður Ragnar. Sigurður á heimleið?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.