Morgunblaðið - 03.08.2001, Side 2

Morgunblaðið - 03.08.2001, Side 2
DAGLEGT LÍF 2 B FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Meistarar tímans GÖMUL gáta hljóðar eitthvað á þessa leið: Hvað er það sem gengur og gengur en færist ekki úr stað? Svarið er auðvitað klukkan. Tímanum er stundum jafnað við peninga og eitt er víst að hverjum manni er nauðsyn- legt að vita hvað tímanum líður og klukkan slær. Úrsmíðafagið er bæði gamalt og virðulegt, en Axel Eiríksson, úrsmið- ur í Gullúrinu í Reykjavík, er einn þeirra sem stunda þessa göfugu iðn hér á landi. Forseti norrænna úrsmiðasamtaka Nú á sumarmánuðum var Axel fyrstur Íslendinga kjörinn forseti Nordisk Urmakareförbund, en það er samband úrsmiða á Norðurlöndum. Axel var áður formaður Úrsmiða- félags Íslands um 14 ára skeið. Hann var spurður nánar út í úrsmíðafagið og samstarf úrsmiða á norrænum vettvangi. „Nordisk Urmakareförbund var stofnað fyrir hartnær 100 árum, þannig að samtökin hafa nú náð virðulegum aldri. Íslendingar gerðust aðilar fyrir hálfri öld, og við höfum alltaf átt okkar fulltrúa í stjórninni. Samstarfið snýst mest um að skiptast á upplýsingum og svo eru menntunar- málin alltaf mjög á döfinni. Til þessa hefur verið lítið um að unnið væri að samnorrænum verkefnum, ef undan er skilin teiknikeppni skólabarna sem skilaði á sínum tíma um 80 þúsund teikningum. Einhvern veginn hefur okkur ekki tekist að finna flöt þar sem við gætum unnið saman – en nú kann að verða breyting þar á,“ segir Axel. Hann segist hafa mikinn áhuga á að nor- rænu samtökin taki upp skiptinemakerfi – þannig gæti til dæmis ís- lenskur úrsmíðanemi dvalið á verkstæði hjá meistara á ein- hverju hinna Norðurlandanna, bæði til þess að kynnast landi og þjóð og starfsháttum stétt- arinnar í viðkomandi landi. Hann ákvað að fylgja hugmynd sinni eftir, setti sig í samband við Finnska úrsmiðaskólann og bauðst til þess að taka til sín efnilegan nema sem hefði áhuga á að koma til Íslands. Þetta vakti strax mikinn áhuga í finnska nemahópnum, og það varð síðan að ráði að finnsk stúlka kom til starfa hjá Axel í byrjun sumars og dvaldi í góðu yfirlæti á heimili hans. „Það hefur verið ákaflega ánægjulegt að hafa hana hjá okkur þessar vikur, og ég á ekki von á öðru en að það verði framhald á svona nemaskiptum,“ seg- ir hann. Námið tekur fjögur ár Axel segir að hér áður fyrr hafi menn menntað sig til úrsmiðs með því að gerast nemar hjá meistara, með- fram námi í iðnskólunum víðsvegar um landið. „Fyrir um það bil tuttugu árum breyttist þetta fyrirkomulag þegar hætt var að kenna úrsmíði á Ís- landi. Í dag fara flestir Íslendingar sem læra þetta fag í Danska úrsmiða- skólann. Auðvitað geta menn lært úr- smíði í fleiri skólum á Norðurlöndun- um og sumir fara til Sviss, en það er hefð fyrir því að Íslendingar fari til Danmerkur. Eftir sem áður er meist- arakerfið enn við lýði hjá okkur og það virðist gefast best – Danir ætluðu að leggja meistarakerfið niður og kenna fagið alfarið í skólanum, en það gekk ekki upp hjá þeim,“ segir Axel. Hann segir frá því að í dag sé kerfið þannig í Danmörku að meistarinn fái greitt fyrir að kenna nemanum – þetta sé nýbreytni frá því sem áður var þegar neminn greiddi fyrir kennsluna með vinnuframlagi sínu. „Það var auðvitað ekkert réttlæti í því og nýja fyrirkomulagið er veruleg bót á réttindum fyrir nemana að því er varðar kennsluna og samskiptin við meistarann,“ segir Axel og bætir við að svipaða útfærslu þyrfti að taka upp hér á landi. Íslenskir úrsmíðanemar vinna á verkstæði hjá meistara í 4 ár og fara á því tímabili í Danska úr- smiðaskólann í bóklegt og verklegt nám sem er tekið með hléum en nær samanlagt yfir eitt og hálft ár. Fáar konur í stéttinni Axel segir fáa Íslendinga nú stunda nám í úrsmíðum. „Þetta er ekki fjöl- menn stétt – ætli við séum ekki um þrjátíu starfandi úrsmiðir um allt land. Ég efast um að það séu fleiri en tveir sem eru í námi um þessar mundir,“ segir hann. Þetta vekur furðu og jafnframt vakna spurning- ar um hvort ekki sé æskilegt að fleiri fari í úrsmíðanámið. „Reyndar verða menn ótrúlega gamlir í þessu fagi – tveir starfsbræður mínir eru komnir yfir áttrætt, reka sín fyrir- tæki og vinna fullan vinnudag – en það er alveg á mörkunum að núver- andi nemafjöldi mæti þörfinni fyrir nýliðun í stéttinni.“ Hann segir að þrjár konur séu í stétt úrsmiða á Ís- landi, og tvær af þeim séu starfandi. „Annars staðar á Norðurlöndunum er algengara að konur séu úrsmiðir – ég held að mér sé óhætt að segja að þar sé kynjaskiptingin jafnari en hér hjá okkur,“ segir Axel að lokum. Morgunblaðið/Jim Smart Axel Eiríksson úrsmiður. Hvað er klukkan? Margir hafa borið upp þessa spurningu og stund- um hefur svarið verið örlagaríkt fyrir spyrjandann. Ragnheiður Harðardóttir hitti að máli úrsmíðameist- ara og úrsmíðanema, sem kom inn í fagið eftir óhefðbundnum leiðum. NEI, ég er ekkert skyld forseta Finnlands“, segir Anu Halonen skellihlæjandi þegar hún er spurð út í eftirnafnið. Anu er 28 ára gömul, lífsglöð og broshýr stúlka frá Finnlandi sem hefur dvalið hér á landi undanfarnar sex vikur við störf á úrsmíðaverkstæði Axels Eiríkssonar. Hún er frá smábæ sem heitir Koria, um 120 km norð- an við Helsinki, en stundar nú nám í finnska úrsmiðaskólanum sem er í Espoo. Úr trésmíðum í úrsmíðar Anu segir það algengt að fólk sé komið hátt á þrítugsaldurinn þeg- ar það byrjar nám í skólanum. „Meðalaldur nemenda er frekar hár, eða 25 ár,“ segir hún. Áður en hún sneri sér að úr- smíðinni hafði hún starfað í nokk- ur ár sem trésmiður, en hún er með menntun í því fagi. „Eftir nokkurra ára starf í trésmíðinni fór ég að velta því fyrir mér hvort þetta væri í rauninni það sem ég vildi fást við í lífinu. Ég ákvað að þreyta inntökupróf í úrsmiðaskól- ann í Espoo, þetta er mjög stremb- ið próf sem tekur tvo daga. Þar er verið að kanna ýmsa hæfileika, svo sem rökhugsun, samhæfingu hugar og handar og margt fleira. Ég náði prófinu og komst inn, námstíminn hefur verið af- skaplega ánægjulegur og ég veit að nú er ég komin á rétta hillu,“ segir hún. Hún fæst ekkert við trésmíð- arnar lengur, ekki einu sinni fyrir sjálfa sig. „Kannski fer ég að smíða aftur þegar ég er komin á eftirlaun,“ segir hún og hlær. Anu segir að misjafnt sé hversu margir eru teknir inn í skólann ár hvert – í fyrra þreyttu 140 inn- tökuprófið og 30 fengu skólavist. „Þegar ég fór í prófið var aðsókn- in mjög mikil – tvö hundruð sóttu um en aðeins þrettán voru teknir inn í námið,“ segir Anu og bætir við að það ár hafi verið mjög sér- stakt. Það verður að teljast afrek hjá Anu að komast inn í skólann, en af þeim þrettán sem hófu nám- ið þetta ár voru aðeins þrjár kon- ur. Hún segir að trésmíðanámið og starfsreynslan þaðan hafi kom- ið sér vel í úrsmíðinni. „Ég var með góða þjálfun í að vinna með höndunum – auðvitað eru stærð- arhlutföllin allt önnur – en þetta gaf mér vissulega forskot,“ segir Anu. Konur oft þolinmóðari Hún segir konum fara fjölgandi í stétt úrsmiða í Finnlandi. „Þetta er að aukast – við vorum þrjár sem komumst inn þegar ég byrjaði í skólanum og við erum auðvitað ennþá í minnihluta, en konur eru duglegar að sækja um skólavist og það finnst mér já- kvæð þróun. Konur eru oft þolinmóðari en karlar og það er góður eiginleiki þegar úrsmíðin er ann- ars vegar,“ segir hún. Það tekur þrjú ár að verða fullnuma í úrsmiðafaginu í Finnlandi, og Anu upplýsir að þar sé ekki við lýði sams konar meist- arakerfi og hér á Íslandi. „Fólk getur komið með úrin sín og klukkurnar í skól- ann og við nemarnir gerum síðan við undir leiðsögn kennaranna. Við erum alltaf að fást við raunveruleg verkefni og mörg þeirra geta verið býsna snúin – þessi vinna er í rauninni ekkert frábrugðin því sem gerist á verk- stæði hjá úrsmið,“ segir Anu. Að hennar sögn er það eingöngu úr- smiðaskólinn sem notar þetta kerfi. Hún bætir við að það sé tals- vert ódýrara að láta gera við úrið sitt hjá úrsmiðanemunum en hjá útlærðum úrsmið. Úrsmíði er lífsstíll Anu vinnur á verkstæðinu hjá Axel í fjóra daga og síðan á hún frí í þrjá daga, þannig að hún hefur fengið ágætis tækifæri til þess að að skoða landið og kynnast Íslend- ingum. „Ég hef átt mjög góða og notalega daga hér á Íslandi – fjöl- skylda Axels hefur verið mér af- skaplega góð,“ seg- ir Anu. Hún segist hafa farið til Ísa- fjarðar og einnig að Skógafossi það- an sem hún fór í göngu. „Svo er ég auð- vitað búin að fara í Bláa lónið, eins og allir ferðamenn sem hingað koma,“ segir hún bros- andi. Hún seg- ist hafa gam- an af því að búa til mat, og í ljós kemur að hún hefur Gott starf fyrir konur Morgunblaðið/Ásdís Anu gerir við gamla skipsklukku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.