Morgunblaðið - 03.08.2001, Side 3

Morgunblaðið - 03.08.2001, Side 3
verið liðtæk í eldhúsinu heima hjá Axel. „Já, ég hef reynt að kynna fyrir þeim finnska matargerð – ég bjó meðal annars til finnska hvít- kálssúpu og þau borðuðu hana án þess að verða meint af,“ segir hún og skellir upp úr. Anu segist vera þannig gerð að hún hafi unun af að vinna með höndunum og sjá eitthvað áþreif- anlegt liggja eftir sig. „Mér finnst bæði leiðinlegt og í rauninni und- arlegt að þess háttar vinna skuli ekki njóta meiri virðingar í sam- félaginu – úrsmiðir vinna til dæm- is með örsmáar einingar og það þarf mikla færni og þjálfun áður en maður nær fullum tökum á við- fangsefninu.“ Hún segir að flestum úrsmiðum þyki vænt um starfið sitt, fyrir þeim sé úrsmíðin lífsstíll og miklu meira en bara venjuleg vinna. Undir lok samtalsins kveðst Anu örugglega ætla að koma aftur til Íslands. „Það er bara tímaspurs- mál,“ segir hún og brosir. Hún segist hafa kynnst mörgum hér á landi og hún er búin að skoða næt- urlífið í Reykjavík, sem henni leist mjög vel á. Að hennar mati er ölv- un meira áberandi í næturlífinu í Helsinki en hér í Reykjavík. „Mér finnst Ísland einstakt og það sama á við um fólkið sem hér býr. Kannski er ég svona óskaplega heppin, en allir sem ég hef kynnst eru svo elskulegir og vingjarn- legir,“ segir Anu Halonen, úr- smíðanemi frá Koria í Finnlandi. DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2001 B 3 YFIR 2100 bifreiðar á landinu voru skráðar með einkanúmer við síð- ustu talningu hjá Skráningarstof- unni. Þjóðin hefur því varið yfir 60 milljónum króna í að sérmerkja bifreiðar sínar með mannanöfnum, gömlum bílnúmerum, vörumerkj- um og frösum á við frelsi, fríður, ljónin, shecar, nei hæ, góður, frúin, skytta og 26y4u („too sexy for you“). Af hverju greiðir fólk tæpar 30 þúsund krónur fyrir sérsamið bílnúmer? Framleiðsla merkjanna kostar aðeins 3.750 krónur, en 25.000 króna gjald af hverri merktri bifreið rennur til Umferð- arráðs. Er almenningi svona annt um bætta umferðarmenningu eða liggur eitthvað annað að baki? Framlenging á líkamanum Sveinn Eggertsson, lektor í mannfræði við HÍ, segir skýringar á þessari áráttu sjálfsagt marg- þættar. „Þetta er nýtilkomið fyrirbæri og órannsakað, svo það er erfitt að segja nákvæmlega hvaða tilgangi merkingarnar þjóna. En það má velta þeim fyrir sér á ýmsa kanta, með eldri rannsóknir til hliðsjónar. Ein nálgunarleið er að líta á bíl- inn sem framlengingu á líkama manns, þann útlim sem við notum til ferðalaga. Þá verða einkanúm- erin hliðstæð við húðflúr, og rann- sóknir á þeim geta varpað ein- hverju ljósi á einkanúmerin.“ Húðflúr þjóna margvíslegum til- gangi. Egyptunum sem húðflúruðu sig fyrir 5.000 árum gekk eitthvað annað til en sjómönnunum sem gerðu það fyrir hundrað árum og húsmæðurnar sem fá sér tattú árið 2001 hafa enn annan ásetning. Sama segir Sveinn um bílnúmerin, þau séu notuð á misjafnan máta: „Þeir sem setja nöfnin sín á bílana eru ef til vill að staðfesta bílinn sem framlengingu á sjálfum sér. Áletranir á við ég, ego og okkar virðast líka af þeim toga.“ En hvað með psycho, sprell, sex 69, lognið, takk og Maó? „Brandarar eru náttúrulega bara brandarar. Það er svolítið erfitt að ráða í Maó, Kastró og KGB í dag, slíkar áletranir virðast nú vera hálfgert grín eða ögranir. Mér finnst svolítið merkilegt þegar kynferðishugmyndir gera vart við sig – shecar og frúin, til dæmis. Manneskja sem merkir bíl- inn sinn með sextoy er ekki sú sama og á númeraplötuna 19júní.“ Hjátrúarfullir bílaeigendur „Ef ég ætti að rannsaka efnið,“ heldur Sveinn áfram, „þykja mér áhugaverðust tilfellin þar sem fólk letrar gömul landshlutanúmer á nýju plöturnar. Margir virðast vera svolítið nostalgískir eða hjá- trúarfullir með bílnúmerin sín. Sjómannastéttin hefur löngum verið talin hjátrúarfull. Gerð var rannsókn á hjátrú sjó- manna og niðurstaðan var að hjátrúin færði þeim sjálfstraust í starfi. Ef þeir sniðgengu reglurnar sínar stóðu þeir sig verr og slysum fjölgaði. Gömul bílnúmer gætu verið af sama meiði og það er for- vitnilegt hversu margir vilja halda í þau,“ segir Sveinn og bætir íbygginn við: „Það er reyndar sérlega for- vitnilegt hversu margir Akureyr- ingar vilja halda í þau.“ Tískubylgjur Nýskráningu einkanúmera hef- ur fjölgað jafnt og þétt frá því fyrsta einkaplatan var slegin 1996, merkt Ísland. Árið 1997 voru 174 ný númer skráð, en árið 2000 bætt- ust ein 720 við. „Þetta gengur sjálfsagt í tísku- bylgjum,“ segir Sveinn, og gott ef ekki má greina slíkar bylgjur í skjölum Skráningarstofunnar. Í janúar 1999 var eitt gamalt P- númer, svæðisnúmer Snæfellsness, skráð sem einkanúmer. Svo eru engin P-númer skráð í tvo mánuði en sex í apríl. Eftir það spurðist varla frekar til P-númera á Skrán- ingarstofunni.“ Kemur þér eitthvað á óvart í tískubylgjunni? „Mér finnst undarlega fátt um vísanir til hesta sem fararskjóta – Þytur er sú eina sem ég hef séð. Og á heildina litið finnst mér þetta allt svolítið amerískt. Kannski er auð- veldara að finna sex stafa frasa á ensku en íslensku.“ Húðflúr á hjólum Morgunblaðið/Ásdís 5 690691 200008 30. tbl. 63. árg. 31. júlí, 2001. VERÐ 599 kr. M/VSK. Lífsreynslusaga * Heilsa * Ferðamál * Matur * Krossgátur Sveitastelpan varð forstjóri í Aþenu Í góðum gír í brekkusöng Birgitta Haukdal söngkona og Árni Johnsen Barnið mitt lenti í höndunum á villidýri Gerður Berndsen í sláandi viðtali Bíkiniið orðið 55 ára Í hjólastól eftir alvarlegt umferðarslys Förðun fyrir hádegis- boðið Að láta sér líða vel í vinnunni Eðalkettir til útflutnings

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.