Morgunblaðið - 03.08.2001, Page 6

Morgunblaðið - 03.08.2001, Page 6
SALVÖR Gissurardóttir viðskiptafræðingur starfar hjáforsætisráðuneytinu sem sérfræðingur í málefnumupplýsingasamfélagsins, hún er formaður í stjórn Menningarnets Íslands og hefur umsjón með námskeiðinu Nám og kennsla á Netinu hjá Kennaraháskólanum: „Ég er að reyna að finna einhver verkfæri til náms- og glósutækni. Vefleiðararnir eru auðveldasta verkfæri sem ég veit um, enn þá.“ Salvör bloggar. Ný tegund af fjölmiðlum „Af hverju blogga ég? Aðalskýringin er að ég gat það. Fyrsta mars fékk ég sítengingu heima hjá mér, ég er líka sítengd í vinnunni og þannig í sambandi við Netið nánast allan sólarhringinn. Þá verður bloggið mjög þægilegt og fjölnota tæki. En þetta er svo nýstárlegt að maður þarf eig- inlega að vaða blint í sjóinn og vaða í nokkra mánuði til að sjá hvernig það getur gagnast.“ Salvör hefur vaðið víða: „Ég safna til dæmis viðurnefnum og hef einn leiðara und- ir þau. Þegar ég heyri nýtt viðurnefni færi ég það inn en þar líður oft langt á milli. Ég er forvitin að sjá hvort manneskja getur notað blogg til að hafa yfirsýn yfir nám sitt, haldið dagbók yfir eigin lærdóm og talast á við sjálfa sig. En almennt heillar bloggið mig líka sem ný tegund af fjölmiðlum – fjölradda fjölmiðill. Ég hef séð tilraunir til hópvinnu í bloggi en mér hafa ekki þótt þær sannfærandi. Hins vegar kallast oft höfundar hver á við annan, hver gegnum sinn leiðara, og þar er kannski kominn vísir að nýju fyrirkomulagi hópastarfs.“ Þeir sem hafa ekkert að segja „Ég byrjaði að prófa þetta í desember en svo hef ég bloggað tiltölulega sleitulaust frá því í apríl. Ég held áreiðanlega tuttugu aðskilin blogg. Ég er ekki að skrifa fyrir neinn hóp og pæli ekkert í lesanda. Einhverjir leggja kapp á að fá sem flestar heimsóknir og trekkja til dæmis að með klámmyndum. Raunar hafa sumir engin mörk fyrir hversu langt þeir eiga að ganga til að ná athygli og margir textarnir eru nauðaómerkilegir. En það eiga ekki bara þeir sem hafa eitthvað að segja að einangra orðræð- una.“ Er ekki tímafrekt að blogga? „Jú, þetta kostar mig ofboðslegan tíma. Það er alltaf tímafrekt að skrifa og orða hugsun sína og þar sem ég er ekki að vinna að bók eða þess háttar myndi ég ekki skrifa þessa texta ef ekki væri fyrir bloggið. Ef ég hins vegar væri að safna efni í bók eða annað stórt verkefni held ég að bloggið gæti sparað mér tíma, því ég gæti haft allt á ákveðnum stað – og það safnast allt sjálfkrafa í tímaröð. En trúlega er það vegna þess hvað þetta er tímafrekt sem fólk endist stutt – flestir vefleiðarar gefa upp öndina nokkrum mánuðum eftir stofnun. Þú lifir hluta af félagslífi þínu þarna, kunningjahópar myndast og fara síðan hver í sína áttina.“ Ekki eilíft Helsti gallinn við bloggið virðist samofinn stærsta kost- inum – textarnir eru geymdir í nettengdum tölvum sem not- andinn hvorki sér né veit hvar eru. Þeir eru ekki til á prenti, ekki nema höfundurinn sjálfur sé svo forsjáll að prenta út eintak af hverri færslu. „Maður getur ekki treyst því að þjónustan sé eilíf. Í dag veita margir vefir bloggþjónustu endurgjaldslaust en slík þjónusta er eiginlega dæmd til að heimta gjöld fyrr eða síðar, nú eða leggja upp laupana.“ Leifur dó ungur. Ég held áfram að rannsaka ættarsöguna og safna frásögnum og minnisatriðum um ættingja. Ég er að klára niðjatalið fyrir ættarmótið sem á að vera á morgun. Um einn frænda minn segir: Leifur, dó ungur. Í gærkvöldi heimsótti ég eina frænku mína og hún sagði mér söguna af örlögum Leifs. Hann þótti afar efnilegur og var í sjóliðsforingjanámi í Kaupmannahöfn. Mun hafa verið að búa sig und- ir að koma heim til Íslands og taka við skóla- stjórn í Stýrimannaskólanum í Reykjavík að námi loknu. Einn daginn fór hann í æfingaflug með öðrum nemanda yfir Kaupmannahöfn. Flug- vélin var lítil og opin og þeir eru lausir í sæt- unum. Flugvélin flýgur yfir Kaupmannahöfn og hún hvolfist eða hlekkist þannig á að þeir detta úr sætum sínum og hrapa til jarðar og látast samstundis. Flugvélin flýgur áfram mannlaus. http://www.ismennt.is/not/salvor/meinhorn/ Þarf að vaða blint í sjóinn Morgunblaðið/Billi Salvör Gissurardóttir er sítengd, heima og heiman. DAGLEGT LÍF 6 B FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Himnaríki Sálfræðingar segja að persónulegar dagbækur vinni bæði gegn þunglyndi og kvefi. En af hverju skyldi fólk halda dagbækur á Netinu – leyfa al- þjóð að fylgjast með hversdagslífi sínu og hugrenningum? Einmitt það gera tugir Íslendinga. Haukur Már Helga- son skoðaði hina nýju annála sem virð- ast greiða leiðina frá fjölmiðlun til „al- miðlunar“ – þegar öllu er miðlað. – EÐA FRAMTÍÐ FJÖLMIÐLUNAR? HANN er trúlega nafntogaðasti hjúkrunarfræðingurlandsins og þó er erfitt að hafa uppi á fullu nafni hans –anarkistinn, mannvinurinn og pönkarinn Sigurður Harðarson hefur bloggað á slóðinni helviti.com/punknurse, síð- an í maí. Hann er söngvari í elstu starfandi pönkhljómsveit landsins, Forgarði helvítis. „Hljómsveitin keypti slóðina helviti.com. Það eru tveir tölvu- kallar í hljómsveitinni og þeir bentu mér á möguleikann að blogga. Ég er ánægður með það, ég skylda mig til að pæla og skrifa eitthvað á hverjum degi og það hvetur mann til að hugsa.“ Sigurði virðist þó sem margir bloggarar skrifi texta sína svo til hugsunarlaust. „Ég er löngu hættur að lesa annarra blogg. Það eru undarlega margir sem láta frá sér innihaldslaust þvað- ur.“ Sænskir pönkarar sukka Siggi birtir hugleiðingar sínar víðar en á Pönkhjúkkunni. „Ég skrifa vikulega dálka á harðkjarnavefinn dordingull.com og ég skrifa í sænskt pönkblað um hvernig fari saman að vera pönkari og að vera edrú. Það er mikið sukk á sænsku pönkurunum. Síð- an skrifa ég stundum greinar um hjúkrun í Moggann.“ Siggi segir fleira vera á döfinni. Vefurinn andspyrna.net er í vinnslu, upplýsingavefur um anarkisma. „Þarna verða grund- vallaratriði anarkisma tíunduð, meðal annars til að leiðrétta al- gengar ranghugmyndir. En ég held það verði engin sífelld um- ræða á vefnum, það er ekki virkur anarkismi að hanga á Netinu.“ Góðir og vondir netmiðlar „Múrinn, Kreml og Madaman, mikið til leiðast mér þessir vef- ir. Fólkið á bak við þá er það sem heitir kurteisir uppreisn- arseggir. Ég er náttúrulega pönkari finnst gott og gaman að ganga fram af fólki. Á mínum eigin vef get ég haldið úti mínum eigin skoðunum. Og ef maður gerir það almennilega spyrst það út. Ég heyri frá fólki sem les það sem ég skrifa, og það verður frekari hvatning.“ Siggi segist fylgjast vel með atburðum á indymedia.net, fréttavef sem mótmælahópar víða um heiminn halda úti. „Þetta eru fréttir frá fólkinu sem hefur mótmælt hernaði, skuldum þriðja heimsins, umhverfisspjöllum og fleiru á fundum alþjóð- legra valdhafa. Í stóru fjölmiðlunum fær maður oft þá mynd að þessir mótmælendur séu bara óeirðaseggir, krakkar sem leiðist og ákveða að vera með læti. Til allrar hamingju fær maður þó stundum að heyra af málstað mótmælenda. – Í Lesbókinni var til dæmis þýdd grein um daginn sem hét „Lýðræðið lyktar af táragasi,“ – hún fjallaði um ofbeldi lögreglunnar gegn mótmæl- endum í Quebec, atburði sem fjölmiðlar þögðu nánast í hel. En á indymedia er maður öruggur um að heyra hlið mótmælend- anna.“ Siggi minnist á fundinn sem Atlantshafsbandalagið mun halda hér á Íslandi á næsta ári. „Þá er von á mótmælum. Ég hef verið í sambandi við einhverja með tölvupósti og er að fara að Skylda mig til að skrifa Morgunblaðið/Billi Merki anarkisma flúrað á húð Sigurðar Harðarsonar. Sigurður bloggar til að brýna hugsun sína. 22. júní 2001 „Bloggi ð heillar mig sem ný tegu nd af fjö lmiðlum .“ VEFLEIÐARI: VEFSÍÐA ÞAR SEM NOTANDI BIRT- LÍF, ÞJÓÐMÁL EÐA KÖKUUPPSKRIFTIR. BLOGG: SKRIFA PISTIL Á VEFLEIÐARANN SINN. Á SLÓÐ-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.