Morgunblaðið - 03.08.2001, Page 7
DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2001 B 7
HA, nei ... við erum ekki að flytja til Rómar,“ segir Stellasvolítið vandræðaleg. Svo líta þau hvort framan í annaðog Kristján útskýrir: „Við erum að fara í brúðkaups-
ferð.“ Hann tekur upp blað og réttir blaðamanni. Það er ekki
um að villast – hann er með hjónavígsluvottorð í höndunum ...
gefið út 25. júlí. „– Hvaða dagur er í dag?“
Halda sambandi milli landa
Kristján Rúnar Kristjánsson og Stella Soffía Jóhannesdóttir
búa saman á stúdentagörðum. Kristján lauk í vor BS prófi í eðl-
isfræði og stærðfræði en Stella er nýstúdent frá Menntaskól-
anum í Reykjavík. Þau blogga.
„Jaa, ég veit ekki alveg hvort þetta er blogg,“ þau ljúka hvort
við annars setningar og örðugt að segja hvort þeirra hefur orð-
ið. „Bloggarar eru yfirleitt að segja skoðanir sínar á pólitík, ríf-
ast og skammast. Við höldum frekar persónulega dagbók á Net-
inu. Segjum bara frá atburðum í daglega lífinu.“
Þau hafa haldið dagbókina á slóðinni froskur.net í tæpt ár.
„Hann gaf mér tölvuna í jólagjöf,“ segir Stella. „Já, og svo hóf-
um við að skrifa dagbókina í ágúst,“ bætir hann við. „Mamma
hans bjó í Noregi og foreldrar mínir í Frakklandi, síðan fóru
margir vinir okkar til náms í útlöndum eftir stúdentspróf. Okk-
ur þótti þetta skemmtileg leið til að halda sambandi.“
Myndavélaúr
Daglega færa Kristján og Stella nokkurn texta og tugi ljós-
mynda á dagbókina sína. Hvað tekur þetta mikinn tíma?
„Ekkert mikinn. Kannski kortér á dag. Ég er alltaf með
myndavélina á mér ...“ Kristján brettir upp ermina og sýnir
myndavélaúrið sitt. Úrið hefur hann átt í rúmlega hálft ár, tekur
með því svart/hvítar myndir hvert sem hann fer og hleður
myndunum í tölvuna sína „ ... þannig að myndatökurnar taka
engan tíma.“ Kristján viðurkennir að hann hafi smíðað lítið for-
rit, sem setur upp myndasíðurnar fyrir hann.
„Já, þetta er ekkert tímafrekt, ekki tímafrekara en hver önn-
ur dagbók,“ bætir Stella við. „En okkur finnst gaman að svona
tæknidóti og við erum svolítið mikið á Netinu, skoðum annarra
dagbækur og svoleiðis.“
Stella og Kristján nota sér þjónustu fyrirtækisins Blogger-
.com, sem geymir síðurnar þeirra og gerir dagbókarfærslur
auðveldar og þægilegar. „Þeir senda okkur afrit af hverri færslu
og svo lofa þeir að passa upp á síðurnar okkar.“
Misskemmtilegt efni
Kristjáni þykir trúlegt að íslenskir bloggarar séu um 70 tals-
ins. „Það eru alltaf einhverjir að bætast við,“ segir Stella „en fá-
ir sem halda út svona lengi.“
„Efnið á dagbókunum er auðvitað misskemmtilegt,“ sam-
þykkir Kristján. „Mér finnst svona dagbækur eins og okkar
skemmtilegri en pólitískt blaður. Það er eins og margir vilji
bara segja álit sitt á öllu, kannski án þess að hafa neitt merkilegt
fram að færa. Innihaldið er náttúrulega aðalatriði.“
„Farin til Rómar“
Það er 25. júlí í dag, Kristján og Stella voru að gifta sig fyrir
tveimur tímum og fljúga á morgun til Rómar í brúðkaupsferð.
„Pabbar okkar voru svaramenn. Annars vita vinir og ættingjar
þetta ekkert ennþá, við ákváðum eiginlega bara að gifta okkur í
fyrradag. Við ætlum að láta alla vita á Netinu, skrifum í dagbók-
ina: „Við erum farin til Rómar, í brúðkaupsferð.“
Fiseindin virðist hafa massa!
Samkvæmt þessari frétt í NYtimes benda nýjustu
mælingar til þess að fiseindir hafi massa. Þær eru
samt fisléttar því massinn er í allra mesta lagi einn
sextíuþúsundasti af massa rafeindar.
Þetta er stórfrétt fyrir öreindafræðinema eins og
mig. Nú skora ég á einhvern að spyrja Vísindavef-
inn nánar um fiseindir og massa þeirra.
Annað sem mér finnst skemmtilegt við þessa grein
sem ég vísaði í: Það er talað við tvo virta eðlisfræð-
inga, annan frá Princeton og hinn frá Santa Bar-
bara. Eftir að ég ákvað að fara til Santa Barbara fæ
ég engan frið fyrir þessum stað. Ég er alltaf að
heyra um einhverja fræga karla frá Santa Barbara
eða einhver fræg rauðvín frá Santa Barbara-sýslu.
Kristján.
Ég er með stíbblað neb
Í dag var stuttur vinnudagur hjá mér. Ég mætti
klukkan níu og var til tvö en var samt dauðþreytt.
Ég er nefnilega búin að vera með rosalegt kvef og
hálsbólgu síðan á Rammstein. Mér hefur orðið kalt
án þess að taka eftir því þegar við komum út úr hit-
anum.
Annars hef ég nóg að gera í dag við að þvo þvott og
vaska upp. Það er heldur ekkert til að borða svo ég
verð víst að fara í Bónus. Mér finnst ekkert leið-
inlegra en að fara út að versla.
Stella.
http://www.froskur.net/
Til að halda
sambandi Morgunblaðið/ÁsdísHjónavígsluvottorð, kampavín og sítengd tölva.
Kristján og Stella með 20. öldina að baki.
fáfengileikans
dreifa bæklingum um fundinn.“
Sjónvarpstíminn nýtist
„Bloggið skrifa ég tiltölulega hratt, les einu sinni yfir það og
birti svo. Þetta tekur mig hér um bil hálftíma á dag. Ég horfi
ekki á sjónvarp, í sjónvarpinu er ekkert sem kemur mér við.
Þegar aðrir horfa á sjónvarp les ég og skrifa, labba um fjöll og
firnindi, sæki tónleika ... tíminn nýtist mér.“
Á auglýsingu frá Hjálparstofnun kirkjunnar stendur
eitthvað á þessa leið: „Gefðu okkur og þér líður
betur.“
Þó að hjálparstarf kirkjunnar sé afskaplega já-
kvætt og eitt af því fáa sem kirkjan er að gera sem
mér finnst vera að gagni þá er það sorgleg stað-
reynd að þessi auglýsing þeirra geymir allt of mik-
inn sannleik.
Maður getur gefið þeim og létt á samviskunni.
Stofnunin mun ábyggilega geta notað peningana
til að hjálpa einhverjum. En í grundvallaratriðum þá
er fátækt þeirra sem stofnunin er að hjálpa til-
komin vegna starfsemi vestrænna fjármála- og
bankastofnana. Fátæku ríkjunum er haldið fátæk-
um með skuldafeni og afborgunum. Afborganirnar
eru það miklar að ríkin rétt ná að halda þeim niðri
og taka ný lán í viðleitni til að rétta við eigin efna-
hag svo að skuldastaða þeirra getur ekki annað en
versnað.
Stofnanir eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og
the World Bank hafa veitt lán með þeim fyrirvara
að þau stýri efnahagslegum rekstri ríkjanna tíma-
bundið og þær ráðgjafir eru frægar fyrir að gera
ekki sérstaklega ráð fyrir því að í landinu búi fólk.
Fólkið heldur áfram að svelta að minnsta kosti svo
lengi sem löndum þeirra er meinað um að bera sig
eftir björginni.
Almenningi í ríku löndunum er ætlað að hafa sam-
viskubitið.
http://www.helviti.com/punknurse
Morgunblaðið/Billi
„Þetta tekur mig hér um bil hálftíma á dag. Þegar aðrir
horfa á sjónvarp les ég og skrifa ...“
Morgunblaðið/Ásdís
„Í gær gerðum við smá prakkarastrik og gengum í
hjónaband.“ Vandamenn fá fréttir á froskur.net.
19. júní 200120. júní 2001
IR SVO TIL DAGLEGA PISTLA UM HVAÐ SEM VERA SKAL, EIGIÐ EINKA-
ÞAÐ SAMA, DREGIÐ AF ENSKA ORÐINU „WEBLOG“. AÐ BLOGGA: AÐ
INNI WWW. NAGPORTAL.COM FÆST LISTI YFIR ÍSLENSKA VEFLEIÐARA.