Morgunblaðið - 17.08.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 17.08.2001, Blaðsíða 52
FÓLK Í FRÉTTUM 52 FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ        6  4!#>*    "6 !!>*   86  4!>* /6 !*>* 76 !*>*                  9  /##  9 ,  %%* !* !!   !?## !;?## WAKE ME UP e. Hallgrím Helgason Stórsöngleikur Leikfélagsins WMU VEGNA FJÖLDA ÁSKORANA - AUKASÝNINGAR Fö 17. ágúst kl. 20.00 - ÖRFÁ SÆTI LAUS Su 19. ágúst kl. 20.00 - ÖRFÁ SÆTI LAUS SÍÐUSTU SÝNINGAR MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney SÝNINGAR HEFJAST AÐ NÝJU Laugardaginn 25. ágúst kl. 20.00 Laugardaginn 1. september kl. 20.00 Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Stóra svið HEDWIG, Lofkastalinn, KL. 20.30 fös 17/8 nokkur sæti laus, lau 25/8 RÚM FYRIR EINN, Iðnó, KL. 12 fös 24/8, fös 31/8, súpa og brauð innifalið Miðsala kl. 11—16, sími 552 3000 ÞAÐ eru góðir danskir gestir komnir til landsins, danska djass- tríóið KAK sem skipað er feðg- unum Anders og Benjamin Kopp- el, en þeir leika á Hammond-orgel og saxófón, ásamt slagverksleik- aranum Jakob Andersen. Tríóið var stofnað fyrir tíu árum að undirlagi Copenhagen Jazz Festival sem endilega vildi fá að heyra eitthvað frá feðgunum sam- an. Í kvöld leika þeir á Hótel Höfða í Ólafsvík og í tilefni menning- arnætur leika þeir á laugardaginn í Norræna húsinu kl. 16 og síðan á miðnæturtónleikum í Hlaðvarpan- um. Frjáls og lagræn tónlist Feðgarnir eru mættir morgun- hressir á kaffistofu Norræna húss- ins. Þeir segjast aðallega ætla að leika eigin tónlist af eina disknum sem þeir hafa gefið út sem nefnist Kakophonia. Hann er einnig fyrsti diskurinn sem þeir gefa sjálfir út undir merkinu Cowbell Music en þeir hafa í huga að gefa út fleiri diska með tónlistarmönnum sem vilja njóta frjálsræðis frá mark- aðslögmálum stóru hljómplötuút- gefendanna. Fyrir áhugasama er veffangið þeirra www.cowbellmus- ic.dk „Þessi tónlist er sambland af öllu sem við höfum gert hingað til,“ útskýrir Benjamin en þeir þremenningar hafa allir spilað inn- an margra og mismunandi sveita í gegnum árin. „Við semjum lögin okkar og bindum saman með spuna,“ segir Anders. „Þetta er ansi frjáls tón- list en samt mjög lagræn.“ Ólíkir úr sömu fjölskyldunni Þeir eru báðir vel kunnugir Ís- landi og Anders hefur tvisvar farið hringveginn með sveit sinni Baz- aar en hann semur annars aðallega klassísk verk og hefur einnig sam- ið tónlist fyrir fleiri en 200 kvik- myndir. „Ég gæti ekki lifað án þess að spila opinberlega og ekki heldur án þess að semja þannig að þetta eru tvær hliðar á sömu manneskj- unni,“ segir hann brosandi. Benjamin hefur síðan tekið upp báðar tónlistartegundirnar frá föð- ur sínum. „Ég kom með djasskvartettinum mínum hingað til Íslands fyrir svona mánuði. Ég er með band sem heitir Mad Cow Sing sem spil- ar sambland af klassískri og hryn- fastri tónlist. Svo spila ég með dú- ett með píanóleikara og er líka í popphljómsveit. Þannig að ég hef tekist á við marga ólíka stíla.“ „Við tilheyrum sömu fjölskyldu, en erum auðvitað ólíkir því við er- um tvær ólíkar manneskjur,“ segir Anders aðspurður hvort þeir feðg- ar séu lík tónskáld. „Við höfum báðir áhuga á tónlist frá öllum heimshornum; Suður- Ameríku, Tyrklandi, klassískri tónlist, og fáum innblástur hvaðan- æva. Það má ekki aðeins búast við suðrænum áhrifum í tónlistinni okkar heldur einnig frá rokki og gospel-tónlist en auðvitað er hún flutt á okkar eigin máta.“ Hvert sem er Þeir feðgar segja Íslendinga stórkostlega áheyrendur. „Ef fólk er virkilega að hlusta er hægt að leiða það hvert sem er og það finnst okkur frábært.“ Við getum átt von á að sjá þá oftar á Íslandi á komandi árum því að þeir hafa mikinn áhuga á sam- spili með íslenskum djassleikurum. „Það er svo gaman að leika með hljóðfæraleikurum frá öðrum lönd- um, því tónlistin er alþjóðlegt tungumál en öll tölum við okkar mállýsku,“ segir Benjamin. Einnig segjast þeir hafa áhuga á íslenskum lögum og Anders sann- ar það með því að draga upp nótnaskrift af „Sofðu unga ástin mín“ sem þeir segjast munu spila á komandi tónleikum. – Eitthvað að lokum? „Já,“ segir Anders hugsi, „mér þykja þessar gæsir á túninu frá- bærar,“ og lítur út um gluggann á kaffistofu Norræna hússins þar sem hamingjusamar gæsir vagga í sólinni. Danska djasstríóið KAK á Íslandi Innblástur hvaðanæva Morgunblaðið/Jim Smart Fjölhæfir feðgar á ferð: Benjam- in og Anders Koppel. hilo@mbl.is EITT AF því sem rokktónlistar- menn hefur skort sáran undanfarin ár eða áratug er hugdirfska. Ekki sökum óttans við að skapa eitthvað nýtt, heldur miklu frekar óttans við að verða talinn hallærislegir. Þegar Matt Bellamy aðallagahöfundur og félagar hans tveir í Muse stigu fram á sjónarsviðið fyrir tveim árum féllu rokkhundar allra landa kylliflatir fyrir geimrokkinu þeirra. En þó einhverra hluta vegna bara leikmennirnir. Gagnrýnendur fundu þeim flest til foráttu, helst það að vera tilgerðarlegar Radio- head-eftirhermur. Þrátt fyrir að ég hafi um margt verið sammála þeim síðarnefndu hreifst ég af smáskífulögunum fyrstu, en batt þó engar sérstakar vonir við að sveitin ætti eftir að dafna. En hafði minn rangt fyrir sér! Nýja platan er u.þ.b. þúsundfalt betri en forverinn Showbiz. Hún inniheldur gegnheila heild laga eftir tónlistarmann sem er að taka stór- stígum framförum og virðist vera um það bil að ná fullkomnum tökum á forminu. Og dirfskan! Að ráðast út í gerð slíkrar geimsimfóníu í kjölfar allrar gagnrýninnar sem dunið hafði á honum. Þetta lýsir óbilandi sjálfs- trausti sem Bellamy á fyllilega inni fyrir og honum er skítsama um hvort hann þykir lummó fyrir vikið. Tvímælalaust einn af hátindum rokkársins 2001.  Tónlist Kammerrokk í geim-dúr MUSE Origin of Symmetry Taste Media/Skífan 2001 Önnur plata bresku rokksveitarinnar frá Devon sem sló í gegn með laginu „Muscle Museum“ og fékk á sig þraut- seigt Radiohead-slyðruorð. Skarphéðinn Guðmundsson FYRRI plata Manu Chao, Cland- estino, var fersk og hressileg nýjung inn á annars litlaust tónlistarlands- lag þess tíma. Með þeirri plötu opn- aði Manu flóðgáttina fyrir tónlistar- stefnur og áhrifavalda sem „svala liðið“ hefði líkleg- ast frekar látið höggva af sér fing- ur og annan en láta sjá sig dilla lendun- um í takt við slíkt. En það er fáir sval- ari en Manu. Tónlistin er blanda af flestum tónlistarstefnum sem upp hafa komið í heimshornunum síðustu áratugina, sungin á allra þjóða tungum en þó aðallega spænsku og frönsku, tungumálunum sem kapp- inn er fæddur og uppalinn við. Þrjú ár eru liðin síðan frumburð- inn leit dagsins ljós og eftirvænting- in töluverð. Þessi önnur plata er bráðskemmtileg en það hlýtur að teljast galli að það er eins og kappinn hafi hreinlega einræktað þá fyrri. Undarleg aðgerð þar sem framkoma kappans á tónleikum er afar frá- brugðin og líflegri en sá einliti stíll sem hann hefur valið á plötur sínar. Tónleikaplata hefði verið eigulegri, þessi er of lík fyrri disknum og á allt- af eftir að standa í skugga hans.  Einrækt- að stuð Manu Chao Proxima Estacion: Esperanza Virgin 2001 Önnur sjálfstæða breiðskífa fyrrverandi söngvara Mano Negra. Heimstónlist- arkokteill með reggí-undirsveiflu. Birgir Örn Steinarsson LEIKARINN sem ber augnaráð dauðans af náttúrunnar hendi, Christopher Walken, er víst í skýj- unum þessa dagana. Tónlistar- myndband þar sem hinn 58 ára gamli leikari lék í fyrir Fatboy Slim við lagið „Weapon of Choice“ hefur nefnilega fengið hvorki meira né minna en 9 tilnefningar til MTV verðlauna. Hátíðin fer fram í næsta mánuði og ætlar leik- arinn svo sannarlega ekki að láta sig vanta. Í myndbandinu sést hann dansa af sér hælana, um gólf og veggi jafnt sem í lausu lofti. Það er auð- séð að maðurinn kann sitt fag, þar sem hann steppdansar ofan á borði og dansar við farangurskerru með svipaðri færni og Gene Kelly gerði við regnhlíf sína í söngvamyndinni Singing In The Rain. „Á mínum aldri,“ er haft eftir leikaranum í International Herald Tribune, „að vera tilnefndur fyrir dansmyndband er, ég meina í al- vöru, frábært. Þeir gera ekki nægi- lega margar söngva- og danskvik- myndir lengur. Ég vildi óska að þeir gerðu það. Ég elska söng- leiki.“ Walken hóf leiklistarferil sinn sem barn en hans fyrsta hlutverk var í sjónvarpsþáttunum The Ernie Kovacs show. Hann varð fyrst þekkur fyrir hlutverk sitt í Óskarsverðlaunamynd Woodys All- ens, Annie Hall, þar sem hann lék bróður aðalpersónunnar sem hald- in var sjálfseyðingarhvöt. Þekktastur er hann þó líklega í dag fyrir hlutverk sitt í myndum á borð við The Deer Hunter, True Romance, Batman Returns, Pulp Fiction og A View To A Kill. Yfirleitt er hann fenginn í hlut- verk illmenna, furðufugla eða brjálæðinga en einnig hefur hann sannað sig á sviði, jafnt sem í gam- anhlutverkum. En hvaða ástæður telur Walken vera fyrir því að hann sé alltaf valinn í þessi hlut- verk? „Það er viss óreiða í gangi varð- andi leikara og þau hlutverk sem þeir enda í,“ útskýrir hann í viðtal- inu. „Ég leik oft vonda manninn af sömu ástæðu og þeir sem leika oft elskhugann, fyndna kallinn eða hetjuna. Það er vegna þess að ég hef leikið þá áður og þá virkaði það. Kvikmyndir eru mjög dýrar í framleiðslu og fólkið sem gerir þær er kannski að taka mikla áhættu. Þetta er svipað því þegar eitthvað er að nýranu; þá er leitar til nýrna- sérfræðings. Ef það væri eitthvað að auganu er farið til augnlæknis.“ Semsagt, viljir þú ekta illmenni er leitað til Christophers Walkens. Christopher Walken og MTV Dansandi illmenni Walken hefur gaman af því að draga fram dansskóna. Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.