Morgunblaðið - 26.08.2001, Page 20

Morgunblaðið - 26.08.2001, Page 20
20 B SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ bílar LAND Rover hefur ekki selt Free- lander í Bandaríkjunum eða Kanada, en nú þegar bíllinn er orðinn fáan- legur með V6 vél og með sjálfskipt- ingu hefur fyrirtækið trú á því að markaður opnist vestanhafs. Bíllinn verður settur á markað þar í sept- ember og gera áætlanir Land Rover ráð fyrir sölu á 20 þúsund bílum á ári. „Við fengum hingað til Íslands nokkra af áhrifamestu bandarísku blaðamönnunum á þessu sviði. Hér eru blaðamenn sem skrifa fyrir Auto- mobile, Car and Driver, Road & Track en efni þeirra berst einnig til stórra dagblaða eins og New York Times, Washington Post og fleiri. Við gerðum lista yfir helstu blaðamenn- ina á þessu sviði og við fengum þá alla til landsins, sem er fremur fátítt að gerist við kynningar sem þessar. Við sýnum þeim markverða staði á Íslandi, sem þeir standa flestir agn- dofa frammi fyrir, enda fæstir áður komið hingað, og leyfum þeim að prófa Freelander á svæðum sem henta fullkomlega til þess,“ segir Dover. Samtals komu hingað um 50 blaða- menn og var farið í tveimur hópum í lengri og styttri reynsluakstursferð- ir. Ein leiðin lá um Hvalfjörðinn vest- ur í Reykholt og þaðan í Kaldadal og upp á Langjökul. Kuldalegt og gróð- ursnautt landslagið hafði greinilega áhrif á menn, og varð Glenn Hutch- inson, lausráðnum ljósmyndara frá New York á orði, að ef það væri markaður fyrir grjót gæti maður orðið vellauðugur á þessum slóðum. Það var greinilegt að blaðamönnum þótti einnig mikið til um að aka á jökli og ekki varð undrunin minni þegar þeirra beið veisluborð úti undir ber- um himni á miðjum Langjökli sem svignaði undan kræsingum. Staðurinn hæfir merkinu vel Aðspurður hvort til standi að efna til fleiri bílakynninga hér á landi seg- ir Dover að erfitt verði hér eftir að halda Land Rover fjarri landinu. „Staðurinn hæfir mjög vel Land Rover-merkinu. Eini ókosturinn er dýrtíðin hér á landi. En Ísland er til- valið til kynninga fyrir Norður-Am- eríkumarkað því landfræðileg lega þess hentar einstaklega vel; mitt á milli Evrópu og Bandaríkjanna og tímamunur er lítill. Landsvæðið er afar fallegt og maturinn gómsætur. Það er aðeins kostnaðurinn sem mælir gegn því að efna til kynninga hér. En persónulega er ég afar hlynntur frekari kynningum hér- lendis,“ segir Dover. Á síðasta ári seldi Land Rover 27 þúsund bíla í Norður-Ameríku. Dov- er bendir á að Freelander sé fyrsti bíll Land Rover í Norður-Ameríku sem er innan kaupgetu alls almenn- ings. Fram til þessa hefur salan nán- ast einvörðungu verið í Range Rover og Land Rover Discovery. Íslandsblámi Á leiðinni ofan af jökli og til Reykjavíkur þáði blaðamaður Morg- unblaðsins far með William E. Bak- er, yfirmanni almannatengsla hjá Land Rover í Norður-Ameríku. Far- kosturinn var að sjálfsögðu Free- lander V6 og liturinn var blár, Ice- landic Blue, eins og hann heitir. Baker sagði að Land Rover væri lúx- usmerki og því eðlilegt að bíllinn væri lítið eitt dýrari en bílar í svip- uðum flokki. Mikil áhersla er lögð á að rækta samband Land Rover eig- enda við merkið og í þeim tilgangi efnir Land Rover á hverju ári til svo- kallaðs Land Rover Adventure, sem haldið er víða um heim. Baker sagði að til stæði að njóta gestrisni Íslend- inga og koma með hóp hingað, enda væri hér margt að sækja sem ekki væri annars staðar að finna. Mönnum þótti talsvert mikið til þess koma að fara yfir ár. Bob Dover, stjórnarformaður og aðalframkvæmdastjóri Land Rover, í viðtali við bandaríska sjónvarpsstöð. Við upphaf ferðar við Hótel Óðinsvé. F.v. William E. Baker, yfirmaður almanna- tengsla Land Rover í Norður-Ameríku, Gísli Guðmundsson, forstjóri B&L, og Bob Dover, stjórnarformaður og aðalframkvæmdastjóri Land Rover í Englandi. Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Langjökull var mjög skorinn og snjóléttur og ýmsir farartálmar voru á leiðinni. Bandaríska bílapressan á Langjökli Land Rover stóð fyrir fjöl- miðlakynningu og reynslu- akstri á Land Rover Free- lander V6 hérlendis fyrr í vikunni fyrir bandaríska og kanadíska blaðamenn. Guðjón Guðmundsson slóst með í för og ræddi við Bob Dover, stjórnarformann Land Rover.  ARCTIC Trucks hefur nú hafið innflutn- ing á dekkjum frá hjólbarða- framleiðand- anum Cooper- Avon. Fyr- irtækið ætlar að leggja áherslu á vetr- arlínuna frá Cooper-Avon en einnig stendur til að bjóða í framtíðinni sérsmíðuð keppn- isdekk sem Avon-fyrirtækið er þekkt fyrir. Arctic Trucks leggur áherslu á að þjóna viðskiptavinum Toyota, P. Samúelssonar hf. Fyrirtækið hefur í þessu skyni komið sér upp fullkom- inni dekkjaaðstöðu í tengslum við standsetningu nýrra bíla. Avon-dekkjafyrirtækið var stofnað árið 1885 og var fyrst skráð á enska hlutabréfamarkaðinn árið 1933. Sama ár hóf fyrirtækið samstarf við Rolls-Royce bílaframleiðandann sem stendur enn. Avon var fyrsti dekkja- framleiðandinn í heiminum til að öðl- ast breska gæðastaðalinn BS5750 og hinn þekkta gæðastaðal ISO 9001 fyrir vörur sínar og þjónustu. Árið 1997 keypti bandaríski dekkj- arisinn Cooper Tire & Rubber Comp- any Avon fyrirtækið og í framhaldi var Cooper-Avon Tyres Limited stofnað. Stofnun hins nýja fyrirtækis markaði tímamót í þjónustu og framleiðsluháttum Avon. Arctic Trucks með nýja gerð af vetrardekkjum fyrir fólksbíla CITROËN bindur miklar vonir við C3 smábílinn sem verður frumsýnd- ur á bílasýningunni í Frankfurt í næsta mánuði. Bíllinn verður í fyrstu framleiddur til hliðar við Saxo en seinna meir verður framleiðslu á Saxo hætt. C3 á að veita nýjum Ford Fiesta og nýjum VW Polo sam- keppni. Bíllinn er að miklu leyti byggður á Lumiere hugmyndabíln- um sem var frumkynntur fyrir þremur árum og er djarfasta útspil Citroën í mörg ár. Eins og margir aðrir framleiðendur hefur Citroën ákveðið að C3 verði hábyggður bíll með þaki sem myndar hálfhring. Á dýrari útfærslum verður sóllúga sem myndar þaklínu bílsins staðalbúnað- ur. C3 er 3,85 metrar á lengd og 1,67 metrar á breidd og því nokkru stærri en Saxo. Hann er byggður á sama undirvagn og Peugeot 206. Vélar- kosturinn verður 1,1 l, ,4 l og 1,6 l bensínvélar og tvær nýjar 1,4 l dísil- vélar, 70 og 92 hestafla. 92bhp. Mikils vænst af Citroën C3  C3 leysir Saxo af hólmi.  C3 verður kynntur á bíla- sýningunni í Frankfurt.  SPÆNSKI bílaframleiðandinn Seat frumsýnir hugmyndabílinn Tango á næstunni, en þetta er tveggja sæta sportbíll af minni gerðinni. Bíllinn er 3,68 m á lengd og er því lítið eitt stærri en Ford Ka en minni en Ford Fiesta. Tango er einmitt ætlað að keppa við Ford StreetKa og Smart Roadster, sem verða frumsýndir innan tíðar. Tango er með 1,8 lítra, fjögurra strokka vél sem skilar 180 hestöflum og á að ná 100 km hraða á sjö sek- úndum. Í Bretlandi á bíllinn að kosta frá 10 þúsund pundum, sem jafngildir tæplega 1,5 milljón ÍSK. Seat Tango. Seat Tango  BERNHARD ehf., umboðsaðili Honda og Peugeot, frumsýnir nýjan Peugeot 307 í nýjum og glæsilegum sýningarsal að Vatnagörðum 24 um helgina. Peugeot 307 hefur fengið mikið lof gagnrýnenda í Evrópu sem og á Íslandi. Útlit bílsins þykir marka tímamót í hönnun bíla í þessum stærðarflokki og tækni- og örygg- isbúnaður bílsins hefur hingað til einungis sést í dýrustu bílum sem völ er á. Boðið verður upp á reynslu- akstur. Peugeot 307 frumsýndur Morgunblaðið/Jim Smart Bíllinn er hár og framendinn minnir dálítið á 206. Grunngerð bílsins kostar 1.649.000 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.