Vísir - 25.06.1979, Blaðsíða 1

Vísir - 25.06.1979, Blaðsíða 1
Samkomulag í Frihafnardeilunni í nótt: AFLEYSINGAMENNIRNIR RAÐNIR f HALFT STARF Deilunni um ráðningarkjör sumarafleysinga- manna Frihafnarinnar á Keflavikurflugvelli lauk með samkomulagi i nótt og var það undirritað á skrifstofu BSRB klukkan þrjú. Starfsmenn Fri- hafnarinnar hófu þegar störf að nýju og er starf- semin þvi með eðlilegum hætti i dag. Höskuldur Jónsson ráöuneyt- isstjóri f jármálaráðuneytis sagði i samtali við Visi i morgun að niðurstaðan hefði orðið sú að ráðningarformi þessara sumar- afleysingamanna hefði verið lit- illega breytt. „Þeir verða ráðnir I hálft starf I stað þess að áður stóð til að ráða þá i 70% starf”, sagði Höskuldur. „Þetta hálfa starf er sem sagt hluti af föstum mánaðarlaunum, en áður var þetta byggt á timakaupsút- reikningum.” Höskuldur var inntur eftir þvi hvort hann væri ánægður með þessa niðurstööu og svaraði hann þvi til að þetta væri ráðn- ingarforni sem þeir hefðu boðið fram til lausnar deilunni og væru „algjörlega ánægðir með það”. Baldur Kristjánsson á skrifstofu BSRB i morgun sagði að sarhtökin væru „eftir atvik- um” ánægð með samkomulag- ið. Stöðugir fundir voru frá kl. 15 i gærdag með fulltrúum fjár- málaráðuneytis og BSRB. Sam- komulagiö var borið undir at- kvæði starfsmanna Frihafnar- innar i nótt og samþykkt með 32 atkvæðum gegn 3. Að sögn Höskuldar Jónssonar komu inn i samkomulagið atriði sem snertu hina starfsmennina og voru aldrei kynnt sem hluti deilunnar. Atta menn vildu t.d. fá ótimabundna ráðningu, sem höfðu áður verið ráönir til sex mánaða i einu. Skörun á vakta- timabilunum var hætt og sam- kvæmt samkomulaginu vinna báðar vaktirnar frá 7 til 7 en önnur hafði unniö frá 6 til 6. „Lausnin virtist snúast miklu meira um þá sem ekkert virtist vera deilt um heldur en hina” sagði Höskuldur Jónsson. Samkomulag varð um að að- ilar féllu frá viöurlögum eða skaðabótum vegna deilunnar. — Gsal Þorsteinn Stefánsson létháan aldur ekki aftra sér frá þvf að taka þátt f hátföahöldum 1 Borgarfirði um helgina er minnst var 90 ára afmælis bændaskólans á Hvanneyri. Þorsteinn, sem er 96 ára gamall, iauk prófi úr skólanum árið 1903 og var elsti nemandinn sem heiðraði skóla sinn I gær. Hátfðahöldin fóru fram utandyra i besta veðri og voru fiuttar ræð- ur og ávörp, helgistund og kórsöngur. Stóð hátiðin um tvo tfma og lauk meö þviaö gestum var boðið upp á kaffiveitingar. Vfsismynd: Gsai FÆRA NORÐMENN FISKVEIÐI-I LÖGSÖGU OT VIB JAN MAYEN? Norsk stjórnvöld hafa I hyggju að færa út fiskveiöilögsögu við Jan Mayen þegar i byrjun næsta mánaðar að þvi norska blaðið Nordlys segir i frétt s.l. föstudag. Blaðið hefur ekki fengið stað- festingu á þessari frétt sinni en segir að þessa ályktun megi draga eftir fund Knuts Fryden- lund utanrikisráðherra og Eivinds Bolle sjávarútvegs- ráðherra með ráðamönnum I Norge Fiskerlag á fimmtudaginn siöustu viku. „Nordlys segir að hugmyndin um fiskveiðilögsögu viö Jan May- en sé málamiðlun milli norskra fiskimanna, sem segjast ekki geta tekið þátt i stjórnun loðnu- veiða við Jan Mayen án norskrar lögsögu, og Islendinga sem vilja ekki viðurkenna norska efna- hagslögsögu þar. 1 Bergens Tidende á laugardag- inn er sagt að ekki séu miklar lik- ur á þvi að norskir fiskimenn vilji fallast á fiskveiðilögsögu. Blaöið hefur þó eftir Martin Dahle fram- kvæmdastjóra Norges Fiskerlag aö það skipti ekki öllu máli hvaða nafni útfærslan nefnist ef þar verður norsk lögsaga. Dahle sagöi að það yrði annar viðræðufundur milli Norges Fiskerlag og norska ráöamanna um málið i byrjun júli en hann geröi ekki ráö fyrir þvi að norsk stjórnvöld tækju neinar ákvarð- anir fyrir þann fund. Hvorki tókst að ná tali af Bene- dikt Gröndal utanrikisráöherra né Kjartani Jóhannssyni sjávar- útvegsráðherra i morgun til að spyrja þá hver yröi afstaða is- lenskra stjórnvalda til norskrar fiskveiöilögsögu viö Jan Mayen. K S Vinnuveitendur: Slefna I flag - ng hefla vlðræð- ur vlð ASÍ um 3% Vinnuveitendasamband Islands og Vinnumálasamband Sam- vinnufélaganna stefna i dag Far- manna- og fiskimannasamband- inu vegna yfirvinnubanns yfir- manna á farskipum I höfnum viö Faxaflóa og i heimahöfnum skipa. Þá munu i dag hefjst viðræður milli Vinnuveitenda og Alþyðu- sambands Islands um 3% grunn- kaupshækkun og hefst sá fundur klukkan fjórtán. _ jm Sðl áfram! Likur eru á þvi aö ibúar á suö- vesturhorni landsins veröi áfram i sól og sumaryl, ailavega næstu tvo daga eftir þvi sem Markús Einarsson, veðurfræðingur tjáöi Visi i morgun. Annars staðar á landinu er þvi miöur ekki sömu sögu að segja. A norðan-og austanverðu landinu er búist við hægri norölægri átt, frekar svölu veðri og sólarlausu. A Austurlandi veröur ekki alveg laust við úrkomu. Markús sagði að i kringum landið væri frekar rólegt og erfitt að greina neinar breytingar næstu tvo daga. Kellið l Búðardal Landshlaup Frjálsiþróttasam- bands tslands gengur að sögn starfsmanna skrifstofu FR ofsa vel og eru hlauparar heldur á undan áætiun en hitt. Klukkan 10.45 átti boðhlaupskeflið að vera komið i Búðardal og fer þaö siðan út á Snæfellsnes. Búist er viö aö keflið komi I bæinn ki. 8.20 I fyrra- málið. —SS—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.