Vísir - 21.01.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 21.01.1980, Blaðsíða 1
Mánudagur 21. janúar 1980. íþróttir helgarirmar ReyKiavfkurmól (lyfllngum: ÞRÍR NAÐU í FARSEÐLA TIL MOSKVU Þrir lyftingamenn úr KR tryggðu sér um helgina farseðl- ana á ólympiuleikana i Moskvu — ef þeir þá verða haldnir þar — þegar þeir náðu allir lágmörkum þeim, sem Alþjóöa lyftingasam- bandiö hefur sett fyrir keppendur á leikunum. Þetta voru þeir Guö- geir Jónsson, Birgir Þór Borg- þórsson og Gústaf Agnarsson, sem unnu allir sigra I sínum þyngdarflokkum á Reykjavfkur- mótinu, sem haldiö var i anddyri Laugardalshallarinnar á föstu- dagskvöldið. Guðgeir Jónsson varö fyrstur Pétur skorar enn „Þetta var slappur leikur hjá okkur, en við unnum samt sigur gegn Nijmegen á heimavelli okk- ar 2:1", sagði Pétur Pétursson knattspyrnumaður hjá Feye- noord, er Visir ræddi viö hann I gærkvöldi, en 19. umferðin I holl- ensku deildarkeppninni var leik- in um helgina. „Völlurinn var gaddfreðinn og afar erfitt aö fóta s ig á honum, og leikurinn bar öll merki þess," sagðiPétur, sem skoraðisjálfur sigurmark Feyenoord úr vita- spyrnu. Eftir leiki helgarinnar er Ajax i efsta sæti með 32 stig eftir 1:0 útisigur gegn Breda. 1 öðru sæti er Feyenoord með 27 stig og leik til góða, þá kemur Alkmaar með 26 stig, PSV Eindhoven og Ut- recht 22 stig. Það þarf ekki að taka það fram, að Pétur Pétursson er langmarkhæstur i hollensku deildarkeppninni með 19 mörk. -gk- Þrðslur f 3. sætinu Sigurður Jónsson varö I 21. sæti af fjölmörgum keppendum á FlS-móti I stórsvigi i Charmey I Sviss á föstudaginn, og var eini Islenski keppandinn I þv'I móti, sem komst klakklaust I mark. Engar fréttir höfum við af árangri þeirra I heimsbikar- keppninni i Wengen I Sviss I gær og heldur ekki af árangri kvennalíðsins i alpagreinum á mótum um helgina I Sviss og á ítaliu. Skfðagöngulandsliðið keppti á stórmóti I Norberg i Svlþjóð um helgina. Þröstur Jóhannesson, Isafirði varð þar 13. sæti I 25 km göngu I gær og hann varð einnig framarlega I 11 km göngu á föstudaginn. Ingólfur Jónasson var i 6. sæti á mótinu i gær, Islandsmeistar- inn Haukur Sigurðsson I 14. sæti og Jón Konráðsson I 23. sæti... — klp — þeirra þremenninga til að ná tak- markinu, hann keppir I 90 kg flokki og lyfti samtals 310 kg.sem er jafnt blympíulágmarkinu. Hann snaraöi 140 kg og jafnhatt- aði 170 kg. Næst kom röðin aö Birgi Borgþórssyni.sem keppir i 100 kg flokki. Hann geröi sér Htið fyrir og snaraði 150 kg, jafnhattaði 180 kg. Samtals 330 kgsem er vel yfir lágmarkinu. 1 þessum sama þyngdarflokki keppti einnig Guðmundur Sig- urösson úr Armanni, sem á að fara létt með að ná lágmarkinu hvenær sem er. En Guðmundi mistókst i öllum slnum tilraunum við byrjunarþyngdina I snörun og var þar með úr leik að þessu sinni, en hann á eftir að fá tæki- færi til að krækja sér I farseðilinn á Ölympiuleikana. Loks var svo komið að „tröll- inu" Gústaf Agnarssyni, sem keppir nú I yfirþungavigt. Hann snaraði 160 kg I loftið, jafnhattaði slðan 200 kg eða samtals 360 kg, sem er langt yfir lágmarkinu og Gústaf sem mistókst naumlega við nýtt Islandsmet I jafnhöttun — 212,5 kg — getur greinilega enn betur. Þetta mót var þvl svo sannar- lega mót KR, og hirtu lyftinga- menn félagsins öll verðlaunin, sem keppt var um. ----------------------------------------^ KR-ingurinn, Birgir Þór Borgþórsson stekkur hátt I loft upp og fagnar þvl að hafa náð lág- markinu fyrir ólympíuleikana I Moskvu. Vlsismynd Friöþjófur. ENN „STÁLU" IR-INGAR STIGUM I „GRYFJUNNI" - Jðn indrlðason skoraðl slgurkðrfu ÍR-Inga á slðuslu sekúndu lefkslns gegn Niarðvlk ettlr að Niarðvik hafði leitt allan lelkinn „Þegar ég sá að Kristinn Jörundsson átti möguleika á að komast inn I sendingu Njarðvlk- inga, hugsaði ég aðeins um það aö koma mér fram á völlinn eins fljtítt og ég gæti. Hann náði svo boltanum og gaf á mig, og ég skoraöi sigurkörfuna með Ted Bee á bakinu", sagði Jón Indriða- son, IR-ingur I körfuknattleik, eftirað 1R hafði „stolið" tveimur stigum af liði UMFN I Ljóna- gryfjunni i Njaðvík á laugardag- inn, er liðin léku þar I úrvals- deildinni i körfuknattleik, urslitin 80:79. „Það gekk allt upp hjá mér lokamlnútur leiksins, ég hitti mjög vel og á slðustu sekúndun- um — það voru 5 sekúndur eftir, þegar Kristinn náði boltanum af Njarðvlkingunum — hugsaði ég bara umað koma boltanum I körf- una. Húsið beinlinis nötraöi af öskrum áhorfenda, en eftir aö ég hafði skorað datt allt I dúnalogn, það var eins og við jaröarför" sagði Jón Indriðason, sem svo sannarlega var hetja IR-inga i „Ljónagryfjunni" á laugardag- inn. Ef hægt er að tala um aö eitt lið steli stigum frá öðru I íþróttum, þá gerðu ÍR-ingar það að þessii sinni. Allan leikinn höfðu þeir átt' I vök að verjast og verið undir, staðan {leikhléi 40:33 fyrir UMFN og forskot Njarðvikinganna var mest 13stig. En nákvæmlega eins og I fyrri leik liðanna I Njarðvlk hirtu IR-ingar stigin á siðustu sekúndunum, og hafa þeir svo sannarlega átt erindi I þessa leiki I Njarövlk. Þessi sigur gerir það aö verk- um, aö enn eygja IR-ingarnir von um íslandsmeistaratitilinn. útlit- ið versnar að sama skapi með hverjum leik hjá UMFN, sem hefur nú tapaö þremur leikjum I röð, en þó er liðið á bólakafi I toppbaráttunni ennþá. En ef liðið tapar fleiri stigum á heimavelli sinum, þá hafnar fslands- meistaratitillinn sennilega ekki I Njarðvlk I vor. Sem fyrr voru það Gunnar Þor- varðarson, Ted Bee og Guðsteinn Ingimarsson, sem voru bestu menn UMFN, en hjá IR voru þaö Kristinn Jórundsson og Jón Indriðason sem voru menn dags- ins. Stigahæstu menn 1R voru Kristinn með 24, Mark Christen- sen meö 19 og Jón Indriðason 12, en hjá UMFN Gunnar Þorvaröar- son 19, Ted Bee 16 og Guösteinn Ingimarsson 14. gk — LOKSINS flSIGUR HJÁ ÁRMENNINGUM Armann tapaði sfnjum fyrsta leik I 1. deild Islandsmótsins I körfuknattleik um helgina, er lið UMFG haföi betur I viðureign lið- anna I Njarðvfk. Reyndar stóö það tæpt, staöan að venjulegum leiktíma var jöfn 103:103, en I framlengingunni tryggði UMFG sér sigur 118:117. Mark Holmes skoraði 67 stig fyrir UMFG, en Danny Shouse 76 fyrir Armann. IBK, liðið sem keppir hvað harðast viö Armann um sæti I 1. deild að ári, tapaði fyrir Þór á Akureyri um helgina, úrslitin 75:72. Hinsvegar sigraði IBK lið Tindastóls örugglega 101:61. -gk.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.