Morgunblaðið - 04.11.2001, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 04.11.2001, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2001 B 9 Láttu mig þekkja þetta, ég hef nú verið þarna. Langflestir tengja mig óþekkum poppara í gúmmíbuxum, sem er vissulega hluti af sjálfum mér. En gúmmíbuxur eru ekki upp- hafið og endirinn á lífi mínu. Málið er að ég elska leikhús, búninga, dans, hreyfilist og fatahönnun auk þess að elska tónlist. Ef manni tekst að blanda þessu öllu saman gerast lítil kraftaverk. Þegar mað- ur skapar er nauðsynlegt að stilla sjálfum sér upp við vegg og ná réttri tengingu. Ég kýs að sækja tónlistina mína í mitt nánasta um- hverfi og það sem ég er að upplifa þá stundina. Einn vinur minn kom í heimsókn um daginn og heyrði nýju plötuna. Það sést varla í veggina í íbúðinni minni fyrir myndum, bók- um, vídeóspólum, plötum og drasli sem ég hef safnað alla ævina. Hann sagði að vistarverur mínar minntu hann á mjög svo leitandi mann en sá sem syngi hljómaði eins og náungi sem hefði fundið eitthvað. Þetta var mjög fallega sagt og sýn- ir enn og aftur hvernig ég nærist á andstæðum.“ Þau Páll Óskar og Monika kynnt- ust fyrir aðeins hálfu öðru ári á af- mælistónleikum sem haldnir voru í Fríkirkjunni til heiðurs Hreiðari Inga Þorsteinssyni tónskáldi, sem þá fagnaði 22 ára afmæli sínu. Hreiðar Ingi útskrifaðist úr tón- menntakennaradeild Tónlistarskóla Reykjavíkur í vor og kennir nú við Tónlistarskóla Garðabæjar. Diskur- inn markar frumflutning á tónsmíð- um hans. „Það má segja að hann hafi beint eða óbeint kynnt okkur og sparkað boltanum af stað. Þrátt fyrir ungan aldur Hreiðars Inga er hann algjört „séní“ og á orðið heil- mikið lagasafn í sarpinum. Sjálfur er ég þess fullviss að hann verður okkar næsti Þorkell Sigurbjörns- son. Hann er það flottur og á mjög auðvelt með að semja tónverk út frá ljóðum sem höfða sérstaklega til hans.“ Á diskinum, sem er tólf laga, er að finna lagasmíðar eftir Hreiðar Inga við ljóð Davíðs Stefánssonar, sonnettu eftir Shakespeare og ensk þýdd ljóð en auk þess eru á disk- inum írsk þjóðlög, amerískir negra- sálmar og svo segist Páll Óskar hafa af harðfylgi getað troðið inn einu Burt Bacharach-lagi fyrir sig. Karl Olgeir Olgeirsson á líka lag á plötunni, auk þess sem hann stjórn- aði upptökum. „Kalli lifir fyrir tónlist og hefur þetta algjörlega í blóðinu,“ segir Páll Óskar. „Hann er ótrúlegur tal- ent, frábær lagasmiður og góð manneskja. Svo er líka svo gott að vinna með honum, en það krefst mikillar þolinmæði að vinna með mér sökum fullkomnunaráráttu.“ Auk samvinnunnar við gerð disksins hafa þau Páll Óskar og Monika spilað og sungið við ýmis tækifæri, m.a. í útvarpsþætti um síðustu jól, í brúðkaupum og á sól- stöðutónleikum í Grasagarðinum í Laugardal 21. júní í sumar, auk þess sem þau hituðu upp fyrir Sig- ur Rós á Airwaves-hátíðinni. „Það er dásamleg upplifun að fá að syngja þetta prógramm, það er eins og að stíga út úr líkamanum. Viðbrögð áhorfenda fullvissuðu okkur um að við værum á réttri leið.“ Þarf líka ótroðnar slóðir Monika segir að vinnan við gerð disksins með Páli Óskari hafi veitt sér mikla gleði og ánægju. „Allir sem unnu að diskinum gerðu það af fullri einlægni og það kostaði líka blóð, svita og tár. En einlægnin skín í gegn og það heyrist á plöt- unni. Eins og Páll Óskar þarf ég líka að fara ótroðnar slóðir og get ekki fundið mig í einhverju einu til lengri tíma – enda er það ég sem er í tvíburamerkinu. Þegar þessi samvinna okkar var viðruð kolféll ég fyrir henni eins og skot án þess að hugsa rökrétt. Það var bara tekin ákvörðun um að gera þetta og ég sé ekki eftir einni mín- útu af þeim tíma sem farið hefur í þetta,“ segir Monika. „Við komum úr svo ólíkum áttum að við þurfum að fara inn í framandi heima hvort annars sem, þegar upp er staðið, verður mjög gjöfult. Popp mætir klassík og það er svo spennandi og skemmtilegt. Rödd Páls Óskars er yndisleg og að heyra hann til dæm- is syngja Ave María og Sofðu unga ástin mín er hrein unun að hlusta á. Hann er svo einlægur í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Ég hef trú á að nám í klassískum söng myndi ekkert gera fyrir hann ann- að en að skemma þá sérstöðu sem hann hefur meðal söngvara.“ Útgáfutónleikar í Laugarneskirkju Upptökur fóru fram í Salnum í Kópavogi að undanskildum strengjaþættinum, sem tekinn var upp í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði. Strengjasveitinni stýrir Sigrún Eð- valdsdóttir. Útgáfutónleikar verða haldnir í Laugarneskirkju í dag, sunnudag. Þeir verða tvennir; þeir fyrri hefjast kl. 17.00 og hinir seinni kl. 20.30. „Það verður örugglega mögnuð upplifun að fá að flytja þessa tónlist í kirkju,“ segir Páll Óskar að lokum. „Þar er ekkert pláss fyrir neina stæla. Ég fæ að vera minni poppstjarna en meiri söngvari.“ um grænum. Hún svaraði strax aftur til baka og þá kom í ljós að íslenska konan sem hún spurði um var móðir hennar. Í framhaldi af þessu komst stúlkan í samband við hana og aðra ættingja sína hér. Varð viðskila við foreldra sína Stúlkan hafði sem ungt barn verið sett í tímabundið fóstur hjá barn- lausum hjónum í Bretlandi en varð í kjölfar þess viðskila við foreldra sína og hún fannst ekki þrátt fyrir eft- irgrennslan. Fósturforeldrarnir höfðu flutt með hana og skilið síðar og þannig týndist slóðin, enda gerðu þeir ekkert til þess að koma barninu til foreldranna – nema síður væri. Þeir sögðu stúlkunni ekki að hún væri fósturbarn en hún fékk snemma grunsemdir um að þannig væri málinu háttað því hún var ljós á brún og brá en fósturforeldrarnir af- ar dökkhærðir og dökkeygir. Hún komst ekki að hinu sanna fyrr en hún var orðin fullorðin og þá fór hún að leita uppruna síns. En hún hafði svo takmarkaðar upplýsingar vegna laumuspils fósturforeldranna að hún fann ekki neitt til að styðjast við fyrst í stað. Fann konu með sama föðurnafn og móðirin Loks fann hún fæðingarvottorð sitt og þar voru nöfn foreldra hennar en hún áttaði sig ekki á að nafn móð- ur hennar væri íslenskt, enda hafði hún enga vitneskju sem beint gat leit hennar til Íslands. Það var ótrúleg tilviljun sem réð því að hún fann móður sína. Hún fann sem fyrr sagði nafn konu í Skot- landi á Netinu sem bar sama eftir- nafn og móðir hennar og freistaði þess að skrifa henni í þeirri von að hún væri skyld móðurinni. Hún vissi auðvitað ekkert um að þetta karl- mannsnafn, sem umræddar tvær konur eru kenndar við, er eitt af al- gengustu nöfnunum á Íslandi en ekki ættarnafn eins og tíðkast í Bret- landi. Það var svo enn ótrúlegri til- viljun að ég skyldi kannast við nafn móðurinnar og geta þannig komið henni í samband við ættingja sína. Í framhaldi af því gat hún skipulagt ferð hingað ásamt eiginmanni og barni. Þessi stúlka á móður á lífi og mannmarga fjölskyldu hér á landi sem fagnaði henni innilega en í Bret- landi hafði hún alist upp í fámennri fjölskyldu. Það var öllum sem hlut eiga að máli óblandin gleði að stúlk- an skyldi finna fjölskyldu sína og þetta atvik sýnir hverju tölvutæknin og Netið geta komið til leiðar í dag. Þetta breytir lífi stúlkunnar allveru- lega – hún hafði leitað uppruna síns lengi og með ýmsum hætti, þetta var síðasta vonin og hún brást sem betur fór ekki. Ég fékk að hitta þess stúlku og fjölskyldu hennar er hún var hér á landi. Hún notaði þá tækifærið til þess að spyrja mig um hvernig þetta hafði allt atvikast í smáatriðum og sagði mér að henni væri mjög létt að vita nú um uppruna sinn og glöð yfir að hafa með aðstoð tækninnar fengið tækifæri til þess að sameinast fólk- inu sínu, sem hún fyrir undarlega at- burðarás hafði orðið viðskila við fyrir svo löngu.“ Calsium Cidrate FRÁ Fyrir bein og tennur Einnig talið gott fyrir maga og ristil meðGMPgæðaöryggi Apótekin FRÍHÖFNIN H á g æ ð a fra m le ið sla Erum að innrita í löggiltar iðngreinar: Bakaraiðn, framreiðslu, kjötiðn og matreiðslu Nánari upplýsingar veitir kennslustjóri hótel- og matvælagreina á skrifstofutíma milli kl. 9.00 og 15.00. Kennsla hefst 14. janúar. Metnaður í fyrirrúmi! HÓTEL- OG MATVÆLASKÓLINN MENNTASKÓLINN Í KÓPAVOGI v/Digranesveg  200 Kópavogi. Símar 594 4030/594 4080  Fax 594 4001  Netfang mk@ismennt.is Nám í grunndeild matvælagreina Innritun stendur yfir Nánari upplýsingar veitir kennslustjóri hótel- og matvælagreina á skrifstofutíma milli kl. 9.00 og 15.00. Kennsla hefst 14. janúar. Tækifæri til að kynnast spennandi atvinnugreinum! HÓTEL- OG MATVÆLASKÓLINN MENNTASKÓLINN Í KÓPAVOGI v/Digranesveg  200 Kópavogi. Símar 594 4030/594 4080  Fax 594 4001  Netfang mk@ismennt.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.