Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR ÓHÆTT er að segja að Hlín Agnarsdóttir fari af stað með látum í sinni fyrstu skáldsögu Hátt uppi við Norðurbrún. Í fjörlegri frásögn af „þerripíunni“ Öddu Ísabellu Ing- varz ægir saman sundurleitum per- sónum, fjarstæðukenndum plottum og fjölbreytilegum frásagnarháttum í frásögn sem rambar á brúninni í margs konar skilningi. Hlín hefur áður getið sér gott orð sem leik- skáld og leikrit hennar Konur skelfa og Láttu ekki deigan síga, Guðmundur (samið í samvinnu við Eddu Björgvinsdóttur) teljast án efa með fyndnustu íslensku gam- anleikritum sem á svið hafa farið hérlendis á síðustu áratugum. Af þeim má glöggt merkja að Hlín hef- ur gott auga fyrir spaugilegum hlið- um samtímans og lætur vel að draga fram í dagsljósið neyðarlegar aðstæður í mannlegum samskipt- um. Tilgangur Hlínar virðist vera svipaður í þessari skáldsögu; hér er ætlunin að gera látlaust grín af samtímanum („rasskella íslensku þjóðina,“ segir víst í tilkynningu út- gefenda) og draga íslenskan sam- tímaveruleika sundur og saman í háði og spéi. Að vissu marki tekst þetta ágætlega en frásögnin er þó afar „köflótt“ og skopið nær ekki alls staðar tilætluðu flugi og víkur reyndar á köflum fyrir uppskrúf- aðri dramatík og aulabröndurum. En þegar best tekst til er frásögnin leiftrandi fyndin og háðið hittir víða í mark. Ekki myndi ég þó skrifa undir að sú skopmynd sem Hlín dregur upp í bókinni lýsti þjóðinni allri – eða þjóðinni í hnot- skurn, þvert á móti að það sé fremur afmark- aður menningarkimi sem helst verður fyrir barðinu á penna höf- undar. Adda Ísabella, hin glæsilega, sjálf- hverfa söguhetja sem er í forgrunni frásagn- arinnar lifir og hrærist í heimi sem er hann- aður af fjölmiðlum og tískutímaritum og þótt kunningjar hennar og nágrannar séu af ýmsu tagi (ís- lenskt/taílenskt hommapar, upp- gjafa austfirskur bóndi og pólsk snyrtidama) þá er það fyrst og fremst þessi tilbúni fjölmiðlaheimur sem skapar sögusvið og ádeil- uramma frásagnarinnar. Að þessu leyti minnir sagan mjög á skáld- sögu Hallgríms Helgasonar frá 1994: Þetta er allt að koma. Sögu- hetja Hallgríms, Ragnheiður Birna, og Adda Ísabella eiga margt sam- eiginlegt. Óheft frásagnarflæðið minnir líka á sögu Hallgríms þótt stíll þessa tveggja höfunda sé mjög ólíkur. Á meðan Hallgrímur er sjálfum sér mjög samkvæmur í stíl í öllum sínum verkum væri hægt að líkja stíl Hlínar við kamelljón því hún skiptir sífellt um ham; framan af er um hreinræktaða skopsögu að ræða; síðan tekur við lágstemmdari og alvarlegri tónn; undir lok fyrsta hluta notar hún upphafið ljóðform með góðum árangri; þá bregður fyrir kostulegri paródíu á hnignandi form hinnar íslensku minningar- greinar og í kafla sem nefnist „Myrkviðurinn“ notar Hlín svokall- að „hugflæði“ á frábæran hátt. Þannig mætti í raun áfram telja mismunandi stílbrögð höfundar, sem oft tengjast breyttu sjón- arhorni, og er þessi sundurgerð í stíl reyndar með skemmti- legri hliðum bókarinn- ar, að mínu mati. Hlín Agnarsdóttur er ekki hægt að skamma fyrir skort á hugmyndaflugi. Sund- urgerð stílsins sem lýst var hér að framan á ekki síður við sögu- efnið sjálft. En á með- an stíltilbrigðin ljá sögunni skemmtilega fjölbreytta tóntegund grafa hinar ótal mörgu aðal- og hliðarfléttur frásagnarinnar verulega undan nauðsynlegri tilfinningu fyrir sögu- heild og traustri uppbyggingu sögu- þráðar. Hlín hefði gjarnan mátt geyma sér nokkuð af þeim fjöl- mörgu hliðarsögum sem hér fljóta með, til að mynda hefðu þær getað verið henni efniviður í skemmtilegt smásagnasafn síðar. Hér er ekki bara sögð sagan af Öddu Ísabellu og hennar rústuðu stórfjölskyldu; eða sagan af þerapíu-starfi hennar í rúminu heima á Norðurbrún; eða sagan af leigumeðgöngu hennar fyrir hommaparið; heldur líka sag- an af Janínu hinni pólsku; sagan af hinum frelsaða Páli og kærustunni hans, Elínu lögfræðingi, og sagan af gospel-hljómsveitinni hans Páls; sagan af Huldu Benediktsdóttur grunnskólakennara, manni hennar Karli Jóhanni og syni þeirra Jonna; sagan af samdrætti Ara Ferdinands (bróður Öddu Ísabellu) og flug- freyjunnar Auðar; sagan af Huldu, fréttakonu á Skjá beinum; sagan af austfirska bóndanum Eiríki; sagan af garðyrkjubóndanum Önnu í Hveragerði – og svo mætti lengi telja. Vissulega tengjast allar þess- ar sögur á einn eða annan hátt en hér hefði mátt skera burt og þétta – í þágu betri sögubyggingar og heildar. Sú saga sem mér þótti einna best lukkuð á mælistiku skopsins er frá- sögnin af Suðurlandsskjálftanum mikla og hvarfi Hreins, fyrrverandi eiginmanns Öddu Ísabellu, í kjölfar- ið. Hér nýtur húmor Hlínar sín einna best í kostulegri sögufléttu sem ber hugmyndaflugi hennar gott vitni. Það er líka í þessari frá- sögn (í sínum kolsvarta absúr- disma) sem Hlín fer á kostum í mis- munandi stíltilbrigðum: ljóðið, hugflæðið, minningargreinin o.fl. Sagan af hvarfi Hreins og nýju lífi þeirra Öddu Ísabellu sitt í hvoru lagi eftir „dauða“ hans, ásamt þeim tveimur barnsfæðingum sem sigla í kjölfarið, hefði í sjálfu sér verið nægt söguefni í góða skáldsögu. Inn í þá sögu hefði fléttast á eðlilegan hátt saga Thorsteinssonhjónanna (hommanna) og saga Hveragerðis- Önnu. Hér hefðu ritstjórar mátt sýna nýjum höfundi sínum meiri grimmd og niðurskurð, öllum til heilla! Titillinn Hátt uppi við Norður- brún er margræður. Hann vísar til heimilis Öddu Ísabellu um leið og hann vísar til landsins alls sem kúr- ir hátt uppi við norðurbrún jarð- arinnar. Þá má einnig skilja á hon- um að söguhetjan sé „hátt uppi,“ sem eru orð að sönnu. Með þessari frumraun sinni á skáldsagnasviðinu sýnir Hlín svo ekki verður um villst að hún er afar ritfær, með hug- myndaflug á við marga og hefur glöggt auga fyrir skoplegum hliðum samtímans. En hún þarf að beita sjálfa sig meiri aga, læra að skera niður og hemja flæðið. BÆKUR Skáldsaga Eftir Hlín Agnarsdóttur, Salka 2001, 305 blaðsíður. HÁTT UPPI VIÐ NORÐURBRÚN Hlín Agnarsdóttir Soffía Auður Birgisdóttir Rambað á brúninni MEÐ alnetinu varð til nýr les- háttur. Kannski hinn sanni póst- móderníski lesháttur því þekking- arrýmið býður upp á gagnvirka texta sem taka breytingum í takt við viðbrögð lesenda; textatengslin eru orðin bókstafleg, hægt er að skauta heimshorna á milli á and- artaki með því að fylgja tenglum textans þangað sem þeir leiða; í þessu tölvubúna rými er framboð texta og textabrota líka enda- laust, og í rauninni er það stærsta vanda- málið við nýju upp- finninguna því að í augum leitarvélarinn- ar eru allir textar jafn- ir. Nútíminn einkenn- ist líka af jafnrétti lifaðrar reynslu; ein- staklingurinn hefur um langt skeið setið í öndvegi og fátt getur skyggt á mikilvægi hans; menning er að þessu leyti sjálfsprottin, hún finnst í því sem við gerum og allt sem við gerum er á sinn hátt menningarlegt og því mikilvægt, allt er það reynsla. Sum- ir telja hlutverk bókmenntanna ein- mitt að miðla lifaðri reynslu en það verður þá sífelllt erfiðara því of- gnótt endurminninganna, ofgnótt þess sem er menningarlegt og þarf að miðla hefur aldrei verið meiri, allt er jafnt og hvar á að byrja? Netið er ríkur hluti sögusviðsins í nýjustu skáldsögu Þórunnar Vald- irmarsdóttur, Hvíta skugganum. Segir þar frá þeim Sólveigu, Krist- rúnu og Jóhannesi en leiðir þeirra liggja saman á textasíðum Hljóm- skálasamtakanna, en samtök þessi eru eins konar hópeflisgrúppa að bandarískri fyrirmynd þar sem áhersla er lögð á lækningamátt op- inskárrar og óheftrar tjáningar. Meðlimur fær rými á heimasíðu samtakanna þar sem honum gefst færi á að birta sýnar leyndustu hugsanir, viðurkenna syndir fortíð- ar í ritgerðar- eða bréfaformi og fá síðan athugasemdir annarra með- lima við uppljóstrunum sínum. All- ar bera persónurnar ákveðinn fortíðarkross á bakinu enda lífs- reyndar, feilspor hafa verið stigin sem ekki er lengur hægt að leið- rétta og því er það með nokkrum harmi og trega sem aðalsögu- hetjur bókarinnar líta um öxl. Jóhannes er þó sá sem þyngstar byrgðar ber, varð konu sinni að bana nokkrum árum fyrr og sat í fangelsi í sex ár (ef skáldsagan verður þýdd mun þessi ára- fjöldi eflaust líta einkennilega út í augum erlendra lesenda). Jóhannes er læknir sem ekki hefur getað tek- ið upp þráðinn þaðan sem frá var horfið í starfsferlinum, virðist nokk- uð týndur en er myndarlegur og ákaflega aðlaðandi. Það finnst þeim Sólveigu og Kristrúnu minnsta kosti og þótt báðar séu giftar fer hinn klassíski ástarþríhyrningur að taka á sig mynd. Harmur Krist- rúnar er að geta ekki eignast barn og sú tilfinning að hjónaband henn- ar sé að renna út í sandinn, kannski einmitt af þeirri ástæðu. Sólveig glímir kannski við hversdagslegasta vandamálið; hún er ekki lengur ýkja hrifinn af manni sínum, hefur haldið fram hjá honum og gerir aft- ur í framrás sögunnar en fær sig ekki alveg til að yfirgefa hann. Á sama tíma glímir Sólrún reyndar við vandamál sem engan veginn er hversdagslegt, og má reyndar deila um hvort hægt sé að skilgreina sem vandamál. Hún telur sig feiga sök- um spádóms úr æsku. Þórunn vinnur markvisst með samskiptamögulega alnetsins, heimasíða samtakanna og tölvu- póstar hljóta sífellt meira vægi í lífi persónanna og verða því meira áberandi í textanum. Áhrifin eru skemmtileg; í þessum köflum breytist sagan í fyrstu persónu frá- sögn og sem slík talar hún beint til lesenda og hefur því persónulegri blæ en ella. Sá mikilvægi munur er þó á milli hefðbundinna fyrstu per- sónu frásagna og fyrstu persónu samskipta persónanna hér að þær eru aðallega að tjá sig við aðrar sögupersónur en ekki lesendur. Það þýðir að þótt yfirbragð hreinskilni sé yfir textanum er um ákveðinn grímuleik að ræða í þessum köflum, nokkuð sem kannski vegur þyngst í tilfelli Jóhannesar, dulúðlegustu persónu þríeykisins. Baksaga persónanna er ósköp trúverðug, og Hljómskálasamtökin frábær aðferð höfundar til að stefna þeim saman og rækta vinskapinn. Samtökin eru í rauninni langfrum- legasta og sterkasta útspil höfund- ar í byggingu sögunnar. Þórunn skrifar líka fallegan stíl og hún ger- ir hugsanagang og innri mann per- sónanna áhugaverðan með skemmtilegum útúrdúrum, hug- myndum og athugasemdum um lífið og tilveruna. Hins vegar get ég ekki varist þeirri hugsun að sagan rísi ekkert sérstaklega hátt utan þess að vera snyrtilega skrifuð með skemmtilegum innskotum. Frá- sagnaraðferðin, í notkun höfundar á netinu, er áhugaverð og vel heppn- uð – frásagnarmynstrið er hins veg- ar dálítið staðlað, það er fátt sem kemur á óvart og dramatíkin til- tölulega lágreist. Í rauninni get ég hvergi séð þá ráðandi hugmynd eða ástríðu sem olli því að höfundur varð að skrifa þessa bók og enga aðra. Bréfaskáldsaga á tækniöld BÆKUR Skáldsaga Þórunn Valdimarsdóttir JPV Útgáfa 160 blaðsíður. HVÍTI SKUGGINN Þórunn Valdimarsdóttir Björn Thor Vilhjálmsson svo einmana að lítil mús fangar hug hans og hann eyðir miklum tíma í að sinna henni en umfram allt á hann óuppgerðar sakir við sjálfan sig. En vangavelturnar sem birtast í bréfunum sem hann skrifar Elísa- betu konu sinni eru þungamiðja sögunnar, uppgjörið, hvörfin. Það er þessi þáttur umfram allt annað, umfram veru hans í framandi húsakynnum eða sögu hans í Bandaríkjunum sem halda lesanda föngnum. Spurningar leita á hann jafnt og lesendur. Hvers vegna yf- irgefur maður konu sína, fjöl- skyldu og blómstrandi fyrirtæki, að því er virðist hamingjuríkt líf? Í sögunni segir svo um veröld hans áður en hann fer: ,,Allt er eins og það á að vera. Lífið er gjöfult og blítt, dagar þess fullir athafna, næturnar hljóðar í djúpum svefni.“ Svör Ólafs Jóhanns eru ekki ein- föld og án þess að upplýsa of mikið um efnisatriði sögunnar er hægt að benda á að þau hvíla að hluta til á hans eigin blekkingarvef og að hluta til á mismunandi stéttarstöðu þeirra hjóna í upphafi. Elísabet er dregin upp sem fínleg kona og fág- uð, kannski ekki beinlínis köld, en fjarræn. Kristján líkir henni við líkneski sem brosir ,,fjarrænu brosi og hlýju, og horfðir á mig augum sem mér þóttu ýmist blíð- leg eða full meðaumkunar. Ekki lítilsvirðing, heldur meðaumkun. Hún er verst.“ Yfir hana er dregin rómantísk slikja, yfirborðsfáguð og andleg. Hún leikur Mozart með kunningjum sínum og Kristján sem er sjómannssonur vestan af fjörð- um nær engum tengslum við tón- listina og fólkið. Honum er ofaukið. Hann segist hafa verið „sem gest- ur á mínu eigin heimili“. Í Ameríku bíður hans hins vegar ástkona sem er holdlegt tákn frels- isins þótt það reynist viðkvæmt og brothætt. Hún er í senn nálæg og dauðleg. En sá þáttur í lífi hans er stuttur. Þegar upp er staðið vakna spurningar verksins síst í tengslum við hana. Þær beinast allar að hvörfunum, að brottförinni. Hvers virði er frelsi án ábyrgðar? Eigum við rétt á fyrirgefningu syndanna? Getur fyrirgefningin jafnvel verið óbærileg? Getur verið að sá sem áttar sig á samhengi ábyrgðar og frelsis sé dæmdur til sektarkennd- ar og einsemdar? Ef um sögu- hneigð er að ræða virðist mér hún vera siðferðisleg og eitthvað í þessa veru. Annars prédikar Ólaf- ur ekki heldur vakna spurningarn- ar við innri átök persónanna. Stíll Ólafs er í anda frásagn- arinnar. Það er dálítið ljóðrænn blær og tregablandinn yfir öllu verkinu og einkum og sér í lagi er höfundurinn laginn við að lauma táknum og fyrirboðum inn í það. Höll minninganna er skáldsaga sem byggist á stórbrotnu söguefni og kallar lesandann til umhugs- unar. Hún er líkleg til að verða sí- gild. Skafti Þ. Halldórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.