Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 5
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 B 5
FRIEDHELM Funkel þjálfara
þýska úrvalsdeildarliðsins Hansa
Rostock var vikið úr starfi eftir 2:1
ósigur liðsins á móti Wolfsburg um
helgina. Rostock hefur gengið illa og
hefur aðeins innbyrt 13 stig í fimm-
tán leikjum.
MARCO Bode sló markametið hjá
þýska úrvalsdeildarliðinu Werder
Bremen þegar hann skoraði annað
af tveimur mörkum sinna manna er
þeir lögðu Leverkusen, 2:1. Þar með
hefur Bode skoraði 98 mörk fyrir
Bremen, einu meira en Rudi Völler,
landsliðsþjálfari Þjóðverja, sem lék
á árum áður með liðinu.
STEFAN Wessels fékk að spreyta
sig í marki Bayern München í leikn-
um við Herthu Berlin þar sem Ol-
iver Kahn var látinn hvíla vegna
meiðsla. Wessels gat ekki komið í
veg fyrir ósigur Bæjara annan leik-
inn í röð. Þá var Stefan Effenberg
ekki með Bæjurum en hann á við
meiðsl að stríða í hné. Effenberg
verður ekki með á móti Nantes í
Meistaradeildinni og líklega verður
Kahn einnig fjarri góðu gamni.
BAYER Leverkusen heldur topp-
sætinu í Þýskalandi þrátt fyrir tap á
móti Werder Bremen. Leverkusen
lék manni undir síðustu 20 mínút-
urnar þegar varnarmanninum Jens
Novotny var vikið af velli fyrir brot á
leikmanni sem var að sleppa einn
innfyrir vörn Leverkusen.
BRÆÐRAKÆRLEIKNUM er
fleygt út um gluggann þegar knatt-
spyrnustjórarnir og bræðurnir Uli
Höness, hjá Bayern München, og
Dieter Höness hjá Herthu Berlín,
berjast um góða knattspyrnumenn. Í
tvígang hefur kastast í kekki á milli
þeirra bræðra þar sem þeir reyndu
báðir að fá hinn efnilega 21 árs
gamla Sebastian Deisler til að skrifa
undir samning. Uli hafði betur og
sakaði Dieter eldri bróðir sinn um að
hafa beitt lymskulegum brögðum í
því samhengi.
„ÉG vissi að Dieter væri fúll út í
mig þegar hann hætti við að taka
þátt í árlegu golfmóti Bayern
München,“ segir Uli.
Bayern München er sakað um að
hafa „stolið“ Deisler frá Herthu
Berlín þar sem Uli hafði lagt tæp-
lega einn milljarð ísl. kr. inn á banka-
reikning leikmannsins sl. sumar til
þess að sannfæra hann um að Bay-
ern væri rétta liðið. Deisler var þá
samningsbundinn Herthu Berlín og
hafði umboðsmaður hans fullyrt að
hann myndi semja á ný við Berlínar-
liðið.
INTER skaust á toppinn í ítölsku
1. deildinni. Inter skellti Atalanta á
útivelli, 4:2, þar sem Christian Vieri
skoraði tvö af mörkum Inter. Forseti
Atlanta var mjög ósáttur við dóm-
gæslu Stefano Braschi og hann von-
aðist til að sjá hann aldrei aftur í
Bergamo.
BAKARALIÐIÐ Chievo féll af
toppnum eftir 3:2 ósigur á móti AC
Milan á San Síró leikvangnum í Míl-
anó. Heimamenn þurftu að hafa mik-
ið fyrir sigrinum og það var Úkr-
aínumaðurinn Andrei Shevchenko
sem reyndist hetja heimamanna.
Hann jafnaði metin í 2:2 með um-
deildri vítaspyrnu og skoraði sigur-
markið 20 mínútum fyrir leikslok.
Sigurinn reyndist Mílanóliðinu dýr-
keyptur því Filippo Inzaghi varð
fyrir meiðslum og verður frá keppni í
nokkrar vikur.
MEISTARAR Roma höfðu meist-
araheppnina með sér því rétt í þann
mund sem leiktíminn var að renna út
í leik liðsins á móti Venezia skoraði
Diego Fuser eina mark leiksins.
TÉKKNESKI landsliðsmaðurinn
Pavel Nedved opnaði markareikn-
ing sinn hjá Juventus þegar hann
skoraði fyrra mark sinna manna í 2:0
sigri á Perugia. Fyrra markið skor-
aði franski landsliðsmaðurinn David
Trezeguet en bæði mörk Juventus
komu eftir að þeir voru orðnir einum
leikmanni fleiri inni á vellinum.
FÓLK
Jackson er venjulega svartsýnn íyfirlýsingum sínum, en sagði eft-
ir auðveldan sigur á Minnesota á
laugardag: „Ég spái
alltaf erfiðri byrjun
en við erum að sjálf-
sögðu ánægðir með
árangurinn. Ég er
ekki vanur slíkri byrjun hjá liðum
mínum, en leikmenn okkar komu með
góðu hugarfari í deildarleikina og
virtust vel skilja hvernig við þjálfar-
arnir vildum að nýir leikmenn okkar
féllu inn í sóknarleikinn.“
Árangur Lakers er að venju að
þakka stórleikjum Kobe Bryants og
Shaquille O’Neals. Sá síðarnefndi
hefur leikið vel þrátt fyrir að hafa
komið inn í deildarkeppnina beint úr
sjúkraþjálfun eftir uppskurð á litlu
tá. O’Neal var gagnrýndur hér í Los
Angeles af körfuboltaspekúlöntum
borgarinnar fyrir að vera ekki í þjálf-
un (og of feitur), en hann lætur slíkt
sem vind um eyrun þjóta og gerir
bara grín að öllu saman.
„Hallux Rigidus er það kallað.
Hallux fyrir tána og Rigidus fyrir að
vera stíf,“ sagði hann þegar hann var
spurður hvernig táin hefðist við. Þess
má geta að O’Neal hefur verið í þjálf-
un hjá lögreglunni í Los Angeles-
sýslu og mun sennilega taka próf á
næstunni. Hann hefur sagt að hann
vilji verða lögreglustjóri í Louisiana
(þar sem hann var í háskóla) eða í
Orlando (þar sem hann býr á sumrin)
þegar keppnisferlinum lýkur. „Ef ég
sæi hann á eftir mér myndi ég flýja
hið snarasta,“ sagði Jackson þegar
hann var spurður um nýjasta auka-
starf O’Neals.
Árangur Lakers hefur skyggt á
allt annað í deildarkeppninni það sem
af er. Yfirburðir þeirra eru algerir í
Vesturdeildinni og ekkert lið í aust-
urdeildinni virðist afgerandi. Sacra-
mento, San Antonio, Minnesota og
Dallas hafa öll byrjað vel í Vestur-
deildinni og ætti fyrstnefnda liðið að
taka kipp þegar Chris Webber hefur
leik að nýju.
Í Austurdeildinni hafa flestra augu
beinst að endurkomu Michaels Jord-
ans hjá Washington. Hann hefur átt
þokkalega leiki og hefur leikið mun
fleiri mínútur en Doug Collins, þjálf-
ari Wizards, hafði ráðgert.
Jordan fór til læknis í Chicago í
gær, en hann finnur til í hægra hné.
Vonandi eru meiðsl hans ekki alvar-
leg, því gaman hefur verið að fylgjast
með honum að nýju.
Ekkert lið hefur tekið afgerandi
forystu í Austurdeildinni. New Jers-
ey og Detroit hafa komið á óvart, en
Orlando hefur ekki náð sér á strik.
Grant Hill er enn og aftur meiddur.
Nú á ökkla og verður hann að hvíla
sig um nokkurn tíma áður en að hann
hefur leik að nýju. Sömu sögu er að
segja af Milwaukee og Philadelphia,
en á næstu vikum kemur í ljós hvaða
lið er hungraðast í Austurdeildinni.
Í Vitoria, höfuðborg Baskalands,ríkir mikil ánægja með fram-
göngu knattspyrnuliðsins Alaves en
þetta litla lið hefur látið til sín taka á
síðustu þremur árum eftir að hafa
verið í 40 ár í neðri deildunum á
Spáni. Barcelona sá aldrei til sólar á
móti baráttuglöðum liðsmönnum
Alaves og Börsungar urðu að sætta
sig annan tapleikinn í röð.
Deportivo gengur illa þessa dag-
ana og tapleikurinn á móti Espanyol
var sá þriðji í síðustu fjórum leikjum.
Eina mark leiksins skoraði Raul
Tamudo í upphafi síðari hálfleiks.
Deportivo sótti stíft það sem eftir
lifði leiks en án árangurs.
Real Madrid á skriði
Fernando Morientes, framherji
Real Madrid, er greinilega búinn að
finna markaskóna. Hann kom sínum
mönnum yfir á móti Osasuna á 12.
mínútu og var þetta sjöunda mark
kappans í síðustu fjórum leikjum.
Morientes skallaði fyrirgjöf Roberto
Carlos í netið og fimm mínútum síð-
ari bætti Raúl við öðru marki, hans
sjöunda á tímabilinu. Sigur Real
Madrid var sá fimmti í síðustu sex
leikjum og eftir slaka byrjun er
Madridarliðið aðeins tveimur stigum
frá toppliðunum.
Jóhannes Karl Guðjónsson lék síð-
ustu 20 mín. fyrir Real Betis sem
lagði Tenerife á heimavelli, 1:0. Jó-
hannes lét strax til sín taka en hann
hafði ekki verið inni á vellinum nema
í tvær mínútur þegar hann fékk að
líta gula spjaldið fyrir brot. Með
sigrinum komst Real Betis upp að
hlið Alaves að stigum en markatala
síðar nefnda liðsins er aðeins betri.
70 ára bið
Alaves
á enda
BASKALIÐIÐ Alaves skaust á topp spænsku 1. deildarinnar í knatt-
spyrnu í fyrsta sinn í 70 ára sögu félagsins þegar liðið bar sigurorð
af Barcelona á heimavelli, 2:0. Deportivo La Coruna missti topp-
sætið þegar liðið lá fyrir Espanyol en Real Madrid er heldur betur
farið að sauma að efstu liðunum eftir gott gengi á undanförnum vik-
um.
Eiður Smári
orðaður við Inter
BRESKA blaðið Sunday Mirror greinir frá því um helgina að Eiður
Smári Guðjohnsen sé einn af nokkrum leikmönnum sem Hector
Cuper, þjálfari Inter, hafi á óskalista sínum. Blaðið greinir frá því
að áströlsku landsliðsmennirnir Harry Kewell og Mark Viduka,
sem báðir leika með Leeds United, séu efstir á óskalistanum en nöfn
Eiðs Smára og Paul Scholes, Manchester United, eru einnig ofar-
lega á listanum hjá ítalska toppliðinu að sögn blaðsins.
Í fréttinni kemur fram að Eiður Smári sé metinn á 10 milljónir
punda sem jafngildir 1,6 milljörðum króna. Þetta er ekki í fyrsta
sinn á leiktíðinni sem Eiður Smári er orðaður við stórlið í Evrópu
því fyrr á þessu ári birtist frétt í Sunday Mirror um að spænska lið-
ið Barcelona væri á höttunum eftir honum. Á meðan vangaveltur
bresku blaðanna birtast reglulega um Eið Smára og fleiri góða
knattspyrnumenn fer hann mikinn í búningi Chelsea og því kannski
ekkert skrýtið að hann sé orðaður við bestu lið Evrópu.
Arnar Þór
lagði upp
mark
LOKEREN og Antwerpen
gerðu jafntefli á laugardag-
inn í Belgíu, 1:1. Arnar Grét-
arsson og Arnar Þór Við-
arsson léku allan leikinn,
Auðun Helgason lék síðustu
20 mín. og Rúnar Kristinsson
lék síðustu sjö mín.
Bangoura skoraði mark
Lokeran með skalla eftir
góða fyrirgjöf Arnars Við-
arssonar.
Minnstu munaði að Arnari
Grétarssyni tækist að skora
sigurmarkið undir lokin, skot
hans small í stönginni.
AP
Shaquille O’Neal, leikmaðurinn sterki hjá Los Angeles Lakers,
er búinn að troða knettinum í körfuna.
Shaq O’Neal
í lögregluna?
FYRIR keppnistímabilið varaði Phil Jackson, þjálfari Los Angeles
Lakers, við of mikilli bjartsýni á byrjun liðsins í deildarkeppninni.
Svar leikmanna Los Angeles var að vinna 15 af fyrstu 16 leikjunum,
sem er besta byrjunin hjá félaginu frá upphafi.
Gunnar
Valgeirsson
skrifar frá
Bandaríkjunum