Morgunblaðið - 29.12.2001, Page 4
MAGDEBURG vann nauman
heimasigur í nágrannaslag
gegn Eisenach, 27:26, í þýsku
1. deildinni í handknattleik í
gærkvöld. Stanislaw Kulits-
chenko skoraði sigurmarkið
fimm sekúndum fyrir leikslok
en þetta var kveðjuleikur hans
með Magdeburg. Ólafur Stef-
ánsson skoraði 5 mörk fyrir
Magdeburg, öll í síðari hálf-
leiknum.
Sigurður Bjarnason og fé-
lagar í Wetzlar töpuðu á
heimavelli fyrir Nordhorn,
25:21. Sigurður skoraði 4
mörk í leiknum.
Naumt hjá
Magde-
burg
STOKE hefur fengið liðstyrk frá
Las Palmas á Spáni en framherjinn
Souleymane Oulare frá Gíneu mun
leika með enska liðinu næstu 18 mán-
uði. Stoke hyggst leigja hinn 29 ára
gamla landsliðsmann. Oulare lék við
hlið Þórðar og Bjarna Guðjónssona
hjá Genk í Belgíu á sínum tíma en
hann hefur einnig leikið í Tyrklandi
með Fenerbahce. „Oulare er leik-
maður sem ég hef leitað að í langan
tíma. Hann er markaskorari og
sterkur skallamaður,“ segir Guðjón
Þórðarson á vefmiðlinum Teamtalk.
PAPA Assane N’Daw, markvörð-
ur 3. deildarliðs KFS í Vestmanna-
eyjum, er í heimalandi sínu, Senegal,
þessa dagana og freistar þess að
komast í landsliðshóp þar fyrir HM í
Suður-Kóreu og Japan. Samkvæmt
Fréttum í Vestmannaeyjum er hann
einn fjögurra markvarða sem koma
til greina en N’Daw er 25 ára og lék á
sínum tíma með 21-árs landsliði
Senegals.
JÓN Arnar Stefánsson, körfu-
knattleiksmaðurinn öflugi í KR, hef-
ur ákveðið að leika með liðinu út
þetta tímabil, samkvæmt frétt á
heimasíðu félagsins. Jón Arnór hafði
hug á að leika erlendis eftir áramótin
en hefur lagt þau áform á hilluna.
LILlIAN Kummer frá Sviss sigraði
í stórsvigsmóti heimsbikars kvenna á
skíðum sem fram fór í Lienz í Aust-
urríki í gær. Þetta var fyrsti heims-
bikarsigur hennar. Karen Putzer frá
Ítalíu varð önnur en jafnar í þriðja
sæti urðu sænsku stúlkurnar Ylva
Nowen og Anja Pärson.
VOLKER Zerbe, örvhenti risinn
hjá Lemgo, hefur tilkynnt að hann sé
tilbúinn til að leika með Þjóðverjum í
úrslitum EM í handknattleik í Sví-
þjóð í janúar. Zerbe, sem er 2,11
metrar á hæð, var hættur með lands-
liðinu en hart hefur lagt að honum
undanfarna mánuði að gefa kost á sér
á ný.
TOTTENHAM reynir allt til að
kaupa Jamie Redknapp, miðvallar-
leikmann Liverpool. Lundúnaliðið er
tilbúið að greiða þrjár millj. punda
fyrir Redknapp, sem er laus samn-
inga við Liverpool eftir þetta keppn-
istímabil.
MICHAEL Duberry, 26 ára varn-
arleikmaður hjá Leeds, skrifaði í gær
undir nýjan fimm ára samning við
Leeds.
ENSKA blaðið The Sun segir frá
því í gær að Manchester United hafi
gert Juventus tilboð í króatíska
varnarmanninn Igor Tudor. Króat-
inn, sem er 23 ára gamall, segir í við-
tali við blaðið að hann gæti vel hugs-
að sér að leika með Manchester
United enda hafi það verið draumur
hjá sér lengi að leika með liðinu.
FÓLK
Knattspyrnustjórinn er kominn áþann aldur þegar starfsfélagar
hans flestir væru farnir að huga að
hægindastólnum, að halla sér aftur á
bak, láta fara vel um sig og hugsa um
liðna tíð og unnin afrek. En Robson,
sem verður 69 ára 18. febrúar, er alls
ekki á þeim buxunum. Hann hefur
verið í knattspyrnu í 53 ár og segist
alls ekki hafa hugsað sér að hætta á
næstunni.
Robson er fæddur í Newcastle, en
hann lék þó aldrei með Newcastle,
heldur var hann leikmaður með Ful-
ham og WBA. Hann lék 20 landsleiki
fyrir Englendinga og var leikmaður
með enska liðinu á HM í Svíþjóð
1958.
Þessi rólegi og yfirvegaði maður
hefur fagnað mörgum sætum sigrum
á glæsilegum ferli. Einn sá glæsileg-
asti kom í London á dögunum – er
hans menn lögðu Arsenal að velli á
Highbury í sögulegum leik, 3:1.
Newcastle hafði fram að leiknum
gengið vægast sagt illa gegn Lund-
únaliðum – leikið 29 leiki í röð án sig-
urs fyrir leikinn gegn Arsenal. Þar
með var einni hindruninni ýtt úr vegi
og í kjölfarið kom frækinn sigur á
Leeds á Elland Road, 4:3, eftir að
Leeds var yfir 3:1.
Meistarabarátta
Baráttan heldur áfram í dag, en þá
taka Robson og lærisveinar hans á
móti Eiði Smára Guðjohnsen og fé-
lögum í Chelsea. 2. janúar heldur
Robson með strákana sína til Old
Trafford, þar sem mótherjarnir
verða leikmenn Manchester United.
Það verður því svo sannarlega erfið
dagskrá hjá þeim gráhærða um há-
tíðirnar.
Hann væri örugglega ekki búinn
að endast í knattspyrnunni allan
þennan tíma nema vegna þess að
hann hefur óendanlegan áhuga á
íþróttinni og þeirri spennu sem
henni fylgir enda segir hann sjálfur
að knattspyrna sé „mesta og besta
íþrótt í heimi“.
Robson hefur komið víða við og
alls staðar þar sem hann hefur farið
hefur hann gert góða hluti. Hann
hefur haldið um stjórnvölin hjá Van-
couver Whitecaps í bandarísku
deildinni, Fulham, Ipswich, PSV
Eindhoven í Hollandi, Porto og
Sporting Lissabon í Portúgal, Barce-
lona á Spáni og nú Newcastle auk
þess að vera um tíma landsliðsein-
valdur Englendinga með mjög góð-
um árangri.
Undir hans stjórn komust Eng-
lendingar í átta liða úrslit á HM í
Mexíkó 1986, þar sem Maradona
varð Englendingum að falli með
„hendi guðs“. Heppnin var ekki
heldur með Englendingum undir
stjórn Robsons í HM á Ítalíu 1990.
Þar máttu þeir sætta sig við ósigur
fyrir Þjóðverjum í undanúrslitum – í
vítaspyrnukeppni.
Undir stjórn Robsons lék England
95 landsleiki, fagnaði sigri í 47, gerði
30 jafntefli og tapaði 18 leikjum.
Það voru ekki margir sem bjugg-
ust við einhverjum umtalsverðum
árangri hjá Ipswich á sínum tíma, er
Robson tók við liðinu 1969, en hann
gerði liðið að bikarmeisturum 1978
og 1981 hampaði Ipswich UEFA-
bikarnum. Liðið var í öðru til fjórða
sæti í meistarabaráttu á árunum
1973–1982.
Hann gerði PSV Eindhoven tví-
vegis að hollenskum meisturum,
1991 og 1992, og þann tíma sem hann
var hjá PSV var þar ungur og efni-
legur Brasilíumaður sem Ronaldo
hét.
Porto varð bikarmeistari í Portú-
gal undir hans stjórn 1994 og Portú-
galsmeistari 1995.
Robson hampaði Evrópubikar
bikarhafa 1997 þegar hann var hjá
Barcelona og þar, eins og víðast ann-
ars staðar, nýtur hann mikillar virð-
ingar. Barcelona varð bikarmeistari
á Spáni undir hans stjórn sama ár.
Svaraði kalli frá Newcastle
Robson tók við Newcastle í sept-
ember 1999. Ruud Gullit hafði verið
við stjórnvölinn og allt var í niður-
níðslu hjá félaginu, sem var í næst-
neðsta sæti deildarinnar. Eins og
Robson er svo lagið tókst honum að
reisa félagið úr öskustónni og er nú
um stundir með það í efsta sæti
deildarinnar. Þetta hefur ekki verið
auðvelt verk en með sínu lagi hefur
Robson tekist það sem margir töldu
ógjörning. Mannlegi þátturinn er
ríkur í aðferðum Robsons, hann seg-
ir mönnum ekki að gera eitthvað sem
hann veit að þeir eru ekki færir um,
heldur hvetur alla til dáða á því sviði
sem þeir eru bestir.
Peter Beardsley, fyrrum leikmað-
ur Newcastle, Liverpool og Everton,
starfar hjá Newcastle og hefur lagt
til að Robson verði aðlaður, enda séu
fáir menn sem hafi gefið knattspyrn-
unni eins mikið. „Bobby hefur gert
kraftaverk hérna og ef hann kemur
okkur í Meistaradeildina þá á að aðla
hann, það er ekki nokkur spurning.
Hann hefur gert mjög mikið fyrir
knattspyrnuna í mörgum löndum og
það eru fáir sem fá eins vinalegar
móttökur á leikvöllum mótherja og
hann. Það er sama hvort hann kemur
með liðið á Highbury, Portman
Road, Old Trafford, Anfield, Elland
Road eða Nou Camp. Alls staðar
standa áhorfendur á fætur og klappa
fyrir honum,“ segir Beardsley.
Newcastle hefur komið skemmtilega á óvart á Englandi
Gráhærði
galdra-
maðurinn
BOBBY Robson, sem stundum
er kallaður gráhærði galdra-
maðurinn, hefur átt mikilli vel-
gengni að fagna sem knatt-
spyrnustjóri ýmissa félaga víða
um Evrópu. Hann situr nú í efsta
sæti ensku úrvalsdeildarinnar
með lið sitt Newcastle og kann
því vel þó svo hann sé harður á
því að liðið verði ekki meistari í
ár. Robson hefur marga fjöruna
sopið á löngum ferli og veit hvað
hann syngur enda hefur hann
verið lengi að.
Reuters
Bobby Robson hefur gert kraftaverk í Newcastle.
„Bobby hefur
gert kraftaverk
hérna. Ef hann
kemur okkur í
Meistaradeild
Evrópu þá á
að aðla hann“
AP
Bobby Robson ræðir hér við Silvio Maric, leikmann Newcastle,
og Steve Clarke, aðstoðarmann sinn.
Peter Beardsley