Morgunblaðið - 27.04.2002, Blaðsíða 4
Leikmenn Magdeburgar, sem léku fyrri
Evrópuleikinn gegn Veszprém – númer,
nöfn, þjóðlönd, mörk:
1. Sune Duevang Agerschou,Danmörku
16. Christian Gaudin, Frakklandi
3. Bennet Wiegert, Þýskalandi
5. Robert Lux, Þýskalandi
7. Christian Schöne, Þýskalandi
8. Ólafur Stefánsson, Íslandi .....................9
9. Gueric Kervadec, Frakklandi ...............1
10. Nenad Perunicic, Júgóslavíu.................8
13. Sven Liesegang, Þýskaland
14. Steffan Stiebler, Þýskalandi
19. Joel Abati, Frakklandi
20. Oleg Kolechow, Rússlandi
23. Uwe Mäuer, Þýskalandi ........................1
73. Stefan Kretzschmar, Þýskalandi ..........2
Magdeburg
Leikmenn ungverska meistaraliðsins Fot-
ex KC Veszprém, sem léku fyrri leikinn –
númer, nöfn, þjóðlönd og mörk:
1. Arpad Sterbik, Júgóslavíu
12. Nandor Fazekas, Ungverjalandi
4. Gergö Ivancsik, Ungverjalandi.............3
5. Alqazabal Ivo Luis Diaz, Kúbu .............1
6. József Eles, Ungverjalandi
8. Gyula Gal, Ungverjalandi
9. Mirza Dzomba, Króatíu .........................1
10. Enruque R. Carlos Oerez, Kúbu...........5
11. Istvan Csoknyai, Ungverjalandi...........1
14. Gyorgy Zsigmond, Ungverjalandi........1
15. Istvan Pasztor, Ungverjalandi..............2
18. Zlatko Saracevic, Króatíu......................7
19. József Tóth, Ungverjalandi
20. Bozidar Jovic, Króatíu ...........................2
Veszprém
Alfreð sagði undirbúningi liðsinsfyrir leikinn háttað með hefð-
bundnum hætti. „Við breytum ekk-
ert út af venjunni,
heldur höldum okk-
ur við það sem við
höfum gert í öllum
heimaleikjum okk-
ar,“ segir Alfreð og slær síðan á létta
strengi: „Undirbúningurinn er frá-
bær eins og venjulega, enda stjórna
ég honum, þetta er svona undirbún-
ingur að hætti Alla.“
Um tveimur klukkustundum fyrir
leik koma leikmenn í höllina. „Menn
hita upp eins og þeir eru vanir og síð-
an er ég með ræðu skömmu fyrir leik
og það er alltaf eitthvað nýtt hjá mér
í þeim ræðum,“ segir Alfreð.
Spiluðum ekki nógu
vel í Ungverjalandi
Hann sagðist ekki hafa verið
ánægður með leikinn í Ungverja-
landi þar sem liðið tapaði með tveim-
ur mörkum, 23:21. „Bakkararnir hjá
mér voru að spila vel, Ólafur og Per-
unicic, en á flestum öðrum sviðum
ættum við að geta bætt leik okkar
verulega. Sjálfsagt eiga hinir eitt-
hvað inni líka en ég vona að það sé
minna en það sem við teljum okkur
geta gert. Ef vörnin hjá okkur nær
að spila eins og hún gerir best eiga
þeir ekkert inni,“ sagði Alfreð.
Þetta er þá bara formsatriði hjá
ykkur, eða hvað?
„Nei, nei, alls ekki. Við verðum að
spila mjög vel ætlum við að ná að
vinna með meira en tveimur mörk-
um. Ungverska liðið er mjög reynt
og gott enda væri það ekki komið
þetta langt í keppninni nema að það
gæti eitthvað.
Það er mikil stemmning í hópnum
hjá okkur og menn eru ákveðnir í að
fara alla leið. Stemmningin í borg-
inni er einnig mikil og góð og löngu
uppselt á leikinn og vonandi hjálpa
áhorfendur okkur við að ljúka ætl-
unarverki okkar.“
Setur sjálfan sig í
fjölmiðlabann
Nú setur þú þig sjálfan í fjölmiðla-
bann í tvo sólarhringa fyrir leik, ertu
vanur því?
„Já, núna upp á síðkastið þegar
komið er í svona mikilvæga leiki. Ég
brenndi mig á þessu fyrst hérna úti
því það er svo mikill ágangur frétta-
manna á lokasprettinum að menn fá
ekki vinnufrið. Sérstaklega var þetta
erfitt varðandi sjónvarpsfólkið, það
komu þrjú og fjögur myndatökulið
frá sjónvarpsstöðvunum á síðustu
æfingarnar og það var ekki hægt að
æfa neitt af viti. Tökuliðið stillti sér
jafnvel upp inni í vörninni þegar við
vorum að fara yfir varnaraðferðir
okkar. Svo skildi fólkið ekkert í því
þegar maður henti því út. Ég tel mig
hafa allt annað að gera á síðustu æf-
ingunum en að standa í deilum við
sjónvarpsfólk. Ég nenni ekki að eyða
tíma í að henda sjónvarpsfólki út af
æfingum.“
Magdeburg hefur gengið mjög vel
á heimavelli í Evrópukeppninni und-
anfarin ár og hefur aðeins tapað ein-
um leik þar. „Við töpuðum síðari
leiknum fyrir Lemgo í fyrra í EHF
bikarnum, en við vorum yfir allan
leikinn og unnum stórt í Lemgo í
fyrri leiknum þannig að við hættum í
rauninni undir lok leiksins og töp-
uðum þá, en annars hefur liðinu
gengið mjög vel á heimavelli. Við er-
um með frábæra áhorfendur og það
er ekkert hlaupið að því að koma
hingað og sigra.
Ég á mjög erfitt með að ímynda
mér að við töpum fyrir Veszprém á
heimavelli, en spurningin er hvort
okkur tekst að vinna nægilega stór-
an sigur til að verða Evrópumeist-
arar,“ segir Alfreð.
Hann segist ekki búast við mikl-
um breytingum í leikaðferðum lið-
anna. „Við leikum eins og við erum
vanir, ég hef gert nokkrar breyting-
ar þegar illa gengur í sókninni, set til
dæmis Kretzschmar á miðjuna til að
fá meiri hraða í sóknina, boltinn
gengur betur hjá honum en hjá Kul-
eschov, enda er hann ekki kominn í
fulla æfingu eftir erfið meiðsl.
Vörnin var
skelfilega sofandi
Hvað vörnina varðar var hún
skelfilega sofandi í byrjun leiksins í
Ungverjalandi, sérstaklega fyrstu
tíu mínúturnar eða svo. Í raun var
vörnin frekar slök hjá okkur allan
leikinn, hún var ef til vill í lagi í síðari
hálfleik, en ekkert meira og alls ekki
eins og hún gerist best hjá okkur.
Það er einmitt í vörninni sem ég geri
mér vonir um að við eigum mikið inni
og ef það gengur eftir koma hraða-
upphlaupin.
Það er heldur ekki eðlilegt að tveir
leikmenn skori lungann af mörkum
okkar eins og þeir Óli og Perunicic
gerðu í Ungerjalandi. Það kom ekk-
ert út úr hornunum hjá okkur í þeim
leik. Miðjumaðurinn hjá okkur vann
mikið fyrir skytturnar og línumenn-
irnir fengu fullt af færum sem þeir
náðu ekki að nýta, en sum þeirra
nýtti Óli af vítalínunni,“ segir Alfreð.
Hann segist ekki leiða hugann að
því hvað gerist takist liðinu að
tryggja sér Evrópumeistaratitilinn.
„Ég er svo hjátrúarfullur að ég vil
helst ekki hugsa um það, en sjálfsagt
verður mikið um að vera í bænum ef
við sigrum enda á ég von á að stjórn-
armenn séu búnir að skipuleggja
eitthvað,“ segir Alfreð.
Spurður um hvort hann viti til að
margir Íslendingar komi til að fylgj-
ast með leiknum segir Alfreð: „Nei,
ég veit ekki til þess og ef einhverjir
hafa skellt sér og ætla að fá miða á
síðustu stundu þá held ég þeir verði
bara að horfa á leikinn í sjónvarpi
því það kemst ekki einn einasti mað-
ur til viðbótar í höllina, hún er alveg
kjaftfull og langir biðlistar eftir mið-
um.“
Alfreð Gíslason þjálfari Magdeburgar
í tveggja sólarhringa fjölmiðlabanni
Morgunblaðið/Jens Wolf
Alfreð Gíslason, þjálfari ársins í Þýskalandi, ætlar sér ekkert
annað en Evrópubikarinn og leggja Veszprém að velli.
„Undirbún-
ingur að
hætti Alla“
ALFREÐ Gíslason stjórnar liði í annað sinn í úrslitum Evrópukeppn-
innar í handknattleik, að þessu sinni í Meistaradeildinni, en hann
stýrði Magdeburg til sigurs í EHF-bikarnum í fyrra. Liðinu hefur
gengið einstaklega vel á heimavelli í Evrópukeppni og hefur aðeins
tapað einum leik þar á undanförnum árum, „og það stendur alls
ekki til að fara að taka upp á því núna,“ sagði Alfreð í samtali við
Morgunblaðið. Magdeburg mætir ungverska liðinu Fotex Veszprém
í dag kl. 12.30 og verður leikurinn sýndur beint á RÚV.
Skúli Unnar
Sveinsson
skrifar frá
Magdeburg
)
*+,
,
"(
-( .%///.
.////////0. !" *(
/1/ ( (
2 '/"
'3
$
-(/1/*
'
# '
/ &.%///%.
.////////0.
.%///%.& %
.////////0. !" 4
/"(
/1/5 $63/# .%///%. &
.////////0. !" # 7/1/(
/"8
9/:; /:< . '(
0
.
$
/1/5
#=
/#=
2 '/!/:< %.% )%
0
.
> (/1/
%.%///%.% ))
.////////0.
)
/1/?"$#/*8
# '
/ .///.%*%%
.////////0. !" *(
/1/*
8,/:
2 '/"
'39/# '
/ 9/@63 '
AA.AA///%.*%%*
.////////0.
*(
/1/
=/
7 B
2 '/"
'39/# '
/ 9/@63 '
*(
"8
FÓLK
LÖNGU er uppselt á leikinn í
Magdeburg – heimamenn segja að
8.000 manns verði í höllinni og að
hægur vandi hefði verið að selja
20.000 miða. Samkvæmt upplýsing-
um umsjónarmanns hallarinnar
verða 7.760 áhorfendur og segir
hann það „ríflega“ fullt hús.
ÞAÐ fer ekki mikið fyrir auglýs-
ingum um leikinn í borginni enda
sjálfsagt engin ástæða til þar sem
löngu er uppselt á leikinn. Á ráfi
sínu um miðborgina í gær sá blaða-
maður Morgunblaðsins aðeins eina
auglýsingu, plakat út í glugga
íþróttavöruverslunar.
86 blaða- og fréttamenn frá sex
löndum hafa boðað komu sína á
leikinn og segja forráðamenn
Magdeburgar að sjaldan hafi svo
margir ókunnir fjölmiðlungar verið
í borginni á sama tíma.
ALFREÐ Gíslason og lærisvein-
ar gátu ekki æft í aðalsal Börder-
landhallen á fimmtudaginn því um
kvöldið hélt James Last tónleika í
höllinni og starfsmenn þurftu lung-
að úr deginum til að gera salinn
klárann fyrir þá. Þess í stað æfði
liðið í hliðarsal hallarinnar.
DÓMARAR leiksins koma frá
Frakklandi, Jean-Pierre Moreno
og Jean Francois Gracia. Þess má
geta að þrír Frakkar leika með
Magdeburg, Joel Abati, Christian
Gaudin og Gueric Kervadec.
GABOR Varszegi, 51 árs gamall
Ungverji og aðalstyrktaraðili Fotex
Veszprém, hyggst gerast styrktar-
aðili þýska knattspyrnuliðsins Eint-
racht Frankfurt á næstu leiktíð.
Frá þessu er sagt í einu þýsku
blaðanna í gær og þar segir að auð-
jöfurinn ætli að leggja mikla pen-
inga í félagið þannig að það geti á
ný unnið sig upp í efstu deild.