Morgunblaðið - 31.05.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.05.2002, Blaðsíða 1
2002  FÖSTUDAGUR 31. MAÍ BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A FELLUR MET BRASILÍU Í HM Í KNATTSPYRNU? / C3 THOMAS Rutter, 25 ára gamall enskur knatt- spyrnumaður, gekk í gær til liðs við úrvals- deildarlið Fram. Rutter lék með enska utan- deildarliðinu Gloucester áður en hann hélt til náms í Bandaríkjunum þar sem hann hefur spil- að með sama skólaliði og Framararnir Baldur Knútsson og Haukur Snær Hauksson síðustu árin. „Rutter er vinstrifótar miðjumaður og okkur líst vel á hann. Hann styrkir hópinn hjá okkur, það er engin spurning,“ sagði Brynjar Jóhann- esson, framkvæmdastjóri hlutafélagsins Fram Fótboltafélag Reykjavíkur, við Morgunblaðið í gær. Framarar eru með tvö stig eftir þrjár fyrstu umferðarnar og mæta Fylki í 4. umferð- inni í Árbæ á mánudaginn. Framarar fá Englending Við vissum að spænska liðið værimeð fljóta framherja svo ég lagði upp með sömu fimm manna varnarlínuna og í Moskvu, því hún stóð sig frábærlega þar,“ sagði Jör- undur Áki Sveinsson þjálfari ís- lenska kvennalandsliðsins eftir frækinn 3:0 sigur á Spáni í undan- keppni HM á Laugardalsvelli í gær- kvöldi. Með sigrinum eygir íslenska liðið möguleika að komast í loka- keppni HM en það á einn leik eftir, gegn Ítalíu ytra um aðra helgi. Þar þarf íslenska liðið helst a.m.k. eitt stig til þess að komast í aukaleiki um HM sæti. „Vörnin steig varla feilspor í kvöld, var hreyfanleg og góð. Sókn- arleikurinn kom síðan jafnt og þétt með. Við ætluðum að halda Spán- verjum inni á eigin vallarhelmingi, reyna að loka sendingarleiðinni inná framherjana og gæta þess að hleypa þeim ekki aftur fyrir vörnina okkar og það gekk upp. Nú er bara að ná sér niður á jörð- ina, sýna skynsemi og byggja ekki skýjaborgir. Það er mitt hlutverk að ná liðinu niður á jörðina og gera því grein fyrir að verkinu er ekki lokið. Almenningur sýndi í dag að hann styður kvennalandsliðið, áhorfenda- fjöldinn var ótrúlegur. Það væri hroki að samþykkja ekki að þetta hafi verið einn besti sigur kvenna- landsliðsins,“ sagði Jörundur Áki. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Íslenska kvennalandsliðið hafði ástæðu til að fagna á Laug- ardalsvellinum í gær eftir 3:0-sigur á Spáni í undankeppni HM. Sigurinn lyfti liðinu upp í 2. sæti riðilsins. Þarf það jafntefli við Ítali, ytra um aðra helgi, til að komast í aukaleiki um sæti á HM. Einn okkar besti sigur ■ Skynsemi / C2 BIRGIR Leifur Hafþórsson, at- vinnukylfingur frá GL, lék Steier- märkischer-völlinn á pari, 72, í gær á fyrsta keppnisdegi á áskorenda- móti sem fram fer í Austurríki. Þetta var fyrsti keppnisdagur af fjórum. Birgir fékk níu pör, fimm fugla (-1), þrjá skolla (+1) og einn tvöfald- an skolla (+2). Farangur Birgis Leifs skilaði sér ekki til Austurríkis eftir flug frá Heathrow-flugvelli í Lundúnum með millilendingu í Frankfurt í Þýskalandi. „Ég fékk ekki golfsettið mitt eða golfskóna í tæka tíð fyrir mótið. Það varð því úr að ég skrapaði saman í sett héðan og þaðan, m.a. frá golfkennara klúbbs- ins og öðrum keppendum. Ég sló upphafshöggið á 10. með kylfu sem ég hafði aldrei notað áður og á spariskónum. Það vildi til að það var þurrt og þetta gekk í heild sinni ágætlega. Ég spilaði því af ör- yggi enda með lánskylfur og ég á von á að geta gert mun betur á morgun (í dag), “ sagði Birgir Leifur í gær er hann var að sækja farangur sinn sem hafði komið í leitirnar á Gatwick-flugvellinum í Lundúnum. „Ég hef ekki hugmynd um hvernig stendur á því, enda fór ég í gegnum Heathrow.“ Á pari með lánskylfur og á spari- skóm Íslendingar léku eins og þeir gerðuá Evrópumótinu í Svíþjóð í jan- úar, en ég er búinn að sjá leiki þeirra þaðan af myndböndum. Okkar möguleiki felst í því að koma Íslend- ingum á óvart. Þeir eru með sterkt lið en ég hef undirbúið lið mitt vel og við munum beita leikaðferð sem kemur Íslendingum á óvart,“ sagði Zdravkovski. Í máli hans kom enn fremur fram að það væri galli á undirbúningi liðs Makedóníu að það hefði ekki spilað nógu marga leiki gegn sterkum lið- um. Íslenska liðið mjög gott „En leikmenn okkar eru í góðri þjálfun. Ég reikna með sigri okkar, en það verður að koma í ljós hvort hann verður nægilega stór til að duga í seinni leiknum,“ sagði þjálf- arinn. Línumaðurinn Orde Ilioski sagði að það væri draumur sinn að spila í lokakeppni HM og leggja síðan skóna á hilluna. „Íslenska liðið er mjög gott og það verður erfitt að leika gegn því. Það er með góðar skyttur á borð við Ólaf Stefánsson,“ sagði Ilioski. „Þetta verður 120 mínútna barátta og vonandi komum við Íslendingum á óvart og komumst í lokakeppnina í Portúgal. Takist okkur það, eigum við eftir að koma á óvart,“ sagði markvörður Makedóníu, Danilo Brestovac. „Munum koma Ís- lendingum á óvart“ DRAGAN Zdravkovski, landsliðsþjálfari Makedóníu í handknattleik, var á meðal áhorfenda í fyrrakvöld þegar Ísland sigraði Grikkland í vináttulandsleik í Kolindros, 28:25. Hann sagði á blaðamannafundi í Skopje í gær að það hefði verið mjög fróðlegt fyrir sig að fylgjast með íslenska liðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.