Morgunblaðið - 25.10.2002, Síða 4

Morgunblaðið - 25.10.2002, Síða 4
FÓLK  JÚGÓSLAVINN Mirko Virijevic sem lék körfuknattleik með Breiða- bliki á síðustu leiktíð er á leið aftur til Blikanna en samkomulag hefur náðst milli hans og stjórnar um að hann leiki með Kópavogsliðinu út leiktíðina. Virijevic er væntanlegur til landsins um helgina.  VIRIJEVIC verður 21 árs í desem- ber. Hann skoraði að meðaltali 13,4 stig í leikjum Blikanna á síðustu leik- tíð og tók rúmlega 10 fráköst.  THEODÓR Óskarsson sóknar- maður í bikarmeistaraliði Fylkis er farinn til Noregs en honum var boðið að dvelja til reynslu hjá norska úr- valsdeildarliðinu Odd Grenland. Theodór, sem lék mjög vel með Ár- bæjarliðinu í sumar, er samnings- bundinn Fylki til loka ársins 2003.  BERTI Vogts, landsliðsþjálfari Skotlands í knattspyrnu, var meðal áhorfenda á leik WBA og Birming- ham um sl. helgi. Hann var mættur til að fylgjast með Phil Gilchrist, varnarmanni WBA. Gilchrist á skoskan afa, þannig að hann gæti leikið með landsliði Skotlands ef hann hefði áhuga á því. Vogts var ánægður með Gilchrist.  PORTSMOUTH hefur fengið miðjuleikmanninn Steve Stone, 31 árs, að láni frá Aston Villa. Graham Taylor, knattspyrnustjóri Aston Villa, var búinn að segja við Stone að hann ætti litla framtíð hjá liðinu.  BARCELONA hefur hug á að styrkja sóknarlínu sína og hafa for- ráðamenn liðsins augastað á sænska landsliðsmanninum Zlatan Ibra- himovic, leikmanni Ajax. Einnig Harry Kewell, Leeds, og Argentínu- manninum Andres D’Alessandro, sem leikur með River Plate.  LEEDS United er á höttunum eftir Brasilíumanninum Kleberson og er það ekki í fyrsta sinn sem forráða- menn Leeds sýna þessum 23 ára gamla miðjumanni áhuga en hann varð heimsmeistari með Brasilíu- mönnum í sumar.  TERRY Venables, stjóri Leeds, hfeur hug á að taka til í herbúðum liðsins þegar opnað verður fyrir fé- lagaskiptin að nýju í janúar. Kleber- son er efstur á óskalista Venables og þá þykir líklegt að Frakkinn Oliver Dacourt og Ástralinn Mark Viduka rói á önnur mið en hvorugur þeirra hefur átt fast sæti í liði Leeds síðan Venables tók við því.  LÁRUS Orri Sigurðsson gæti átt í vændum meiri samkeppni um sæti í byrjunarliði WBA því stjóri liðsins, Gary Megson, er sagður vera að und- irbúa kauptilboð í belgíska varnar- manninn Peter van der Heyden sem leikur með Club Brügge.  STEFAN Lövgren fyrirliði sænska landsliðsins í handknattleik meiddist á olnboga í leik með liði sínu, Kiel, þegar liðið sigraði Minden í þýsku úrvalsdeildinni í handknatt- leik. Talið er að Lövgren, sem aftur var kominn á ferðina eftir bak- meiðsli, verði frá næstu 4–6 vikurnar.  BENGT Johannsson landsliðs- þjálfari Svía var búinn að taka ákvörðun um að tefla Lövgren ekki fram á heimsbikarmótinu, sem hefst í næstu viku, vegna bakmeiðslanna en Lövgren ætlar að koma til móts við félaga sína og vera Johannsson til trausts og halds á bekknum.  LEMGO setti met í þýsku úrvals- deildinni í handknattleik í fyrrakvöld þegar liðið burstaði Eisenach, 41:25. Þetta var níundi sigurleikur Lemgo í jafnmörgum leikjum sem er besta byrjun liðs frá upphafi í þessari sterkustu handboltadeild heims.  KIEL vill losa sig við norska lands- liðsmarkvörðinn Steinar Ege en hann er samningsbundinn þýska meistaraliðinu til ársins 2005. Hjá Kiel eru einnig Henning Fritz lands- liðsmarkvörður Þjóðverja og Svíinn Mathias Andersson. Á dögunum hélt undirbúnings-nefnd Austurríkis og Sviss ráð- stefnu fyrir fjölmiðla þar sem farið var í gegnum ýmsa þætti varðandi um- sóknir þeirra sjö að- ila sem sækjast eftir úrslitakeppni EM ár- ið 2008. Á þeim fundum var bersýni- legt að umsókn Austurríkis og Sviss er vel ígrunduð og hvert smáatriði þaulskipulagt frá upphafi. Blaðamenn sem sátu ráðstefnuna komu víðsvegar frá Evrópu og að mati flestra þeirra mun umsókn Austurríkis og Sviss standa á sama grundvelli og sameig- inleg umsókn Íra og Skota og Norð- urlandaþjóðanna fjögurra, Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands. Breskir blaðamenn sögðu reyndar á ráðstefnunni að Skotar hefðu ekki unnið sína heimavinnu vel í upphafi og hefðu ekki áttað sig á því að átta keppnisvellir með að lágmarki 30 þús- und sætum undir þaki væri krafa frá UEFA en Skotar höfðu fengið upp- lýsingar um að sex slíkir vellir væri nóg. Á síðustu stundu var því haft samband við Íra sem síðar sam- þykktu að standa að umsókninni ásamt Skotum. Hins vegar hefur lítið gerst á Írlandi undanfarið ár og hafa stuðningsmenn svokallaðs „gelísks fótbolta“ þar sem knetti er leikið ým- ist með fæti eða kylfu, sett sig gegn hugmyndum um að breyta leikvelli þeirra á Írlandi á þann veg að hann falli undir reglugerðir UEFA. Gríðarlegur kostnaður Að mörgu þarf að hyggja í slíkum undirbúningi og þarf að taka flesta þætti samfélagsins með í heildar- ímynd hverrar umsóknar fyrir sig. Það kom reyndar mjög á óvart að sjö umsækjendur skyldu sækjast eftir hnossinu að þessu sinni. Um 1,2 milljónir sæta verða að vera í boði, en þá er lagt saman sætafram- boð átta keppnisvalla í riðlakeppni, sem og úrslitakeppni. Gert er ráð fyr- ir að um 300 þúsund ferðamenn leggi land undir fót til að fylgja sínum lið- um, keppninni er sjónvarpað að auki til 200 landa og um 10 þúsund fjöl- miðlamenn verða á keppnisstöðunum átta. Uppsafnað sjónvarpsáhorf er mikið á EM og verður um 10 millj- arðar sé tekið mið af síðustu keppni sem fram fór í Belgíu og Hollandi árið 2000. Að flestra mati eru möguleikar Ungverja sem sækja einir um að þessu sinni líkt og Rússar, afar litlir þar sem ráðast þarf í gríðarlegar framkvæmdir hvað varðar sam- göngur, gistingu og keppnisvellina sem verða að vera átta alls. Sömu sögu má segja af sameiginlegri um- sókn Bosníumanna og Króata, Tyrk- lands og Grikklands, þar sem mikil og kostnaðarsöm uppbygging þarf að eiga sér stað. Sjö af fimmtán í stjórn UEFA sitja hjá Í stórn UEFA eru alls sjö af fimm- tán stjórnarmönnum vanhæfir til þess að greiða atkvæði í desember þar sem þeirra þjóðir eru á meðal um- sækjenda. Atkvæði fimm einstak- linga í stjórn UEFA ráða því úrslitum þegar uppi er staðið. Eggert Magn- ússon mun því sitja hjá í atkvæða- greiðslu UEFA ef Norðurlandaþjóð- irnar komast alla leið í „úrslit“ en líklegast mun stjórn UEFA aðeins velja á milli tveggja umsókna þegar uppi er staðið 12. desember nk. Thomas Helbling annar tveggja formanna undirbúningsnefndar Austurríkis og Sviss sagði við Morg- unblaðið að styrkur þeirra væri sá að almenningur þyrfti ekki að hafa áhyggjur af miklum og dýrum fram- kvæmdum á vegum þess opinbera, fái þeir keppnina í sínar hendur. „Sviss og Austurríki standa vel að vígi hvað varðar grunnskipulag þjóðanna og skattgreiðendur myndu ekki leggja til gríðarlega fjármuni í uppbyggingu af ýmsum toga. Hlutafélög munu sjá um að standa straum að kostnaði við framkvæmdum við þá keppnisvelli sem verða byggðir,“ sagði Helbling og bætti við að sú stefna hefði verið tekin hjá flestum umsækjendum að tjá sig ekki um umsóknir keppinaut- anna. Óttast ekki spillingu „Það er von okkar og trú að þrátt fyrir fjölda þeirra sem sækja um að þessu sinni verði aðeins horft á gæði þegar uppi er staðið. Knattspyrnu- hreyfingin vill ekki fá á sig sama orð- spor og gerðist fyrir valið á vetrar- leikum ÓL í Salt Lake City, þar sem umsækjendur voru sakaðir um að hafa rangt við er þeir voru heimsóttir af meðlimum IOC, Alþjóða Ólympíu- nefndarinnar. Ég get fullyrt að stjórn UEFA kemur með hreina samvisku þegar þeir kveða upp dóm sinn í des- ember,“ bætti Helbling við. Nú þegar standa yfir framkvæmdir við velli í Bern, Genf og Zürich í Sviss og aðeins völlur Meistaradeildarliðs- ins Basel er þegar í notkun. Í Aust- urríki mun Ernst Happel-leikvangur- inn verða vettfangur úrslitaleiksins komi til þess að keppin fari fram í Austurríki og Sviss. Í Salzburg verð- ur endurbótum lokið á næsta ári en lengri tíma tekur að ljúka endurbót- um á vellinum í Innsbruck. Fjórði keppnisvöllurinn í Austurríki verður í Klagenfurt en það er eini völlurinn sem verður byggður upp frá grunni en framkvæmdir eru ekki enn hafnar á þeim velli. Stór óvissuþáttur í umsókn Norðurlandanna Lítið hefur farið fyrir umræðu um umsókn Norðurlandanna fjögurra og þar sem fjórar þjóðir standa að um- sókninni eru viss vandkvæði tengd því hvernig best sé að framkvæma undankeppnina fyrir EM 2008. Arild Sandven, norskur blaðamað- ur á Aftenposten, sagði í gær að enn væri nokkur óvissa um hvaða leiðir væru færar í þessum efnum. „Það gæti farið svo að umsókn Norður- landaþjóðanna yrði hafnað, einfald- lega vegna þess að undankeppnin yrði of flókin í kjölfarið,“ sagði Sand- ven en játti því að mikil spenna væri í herbúðum knattspyrnusamböndum Norðurlanda þessa stundina. „UEFA mun gefa bestu jólagjöfina sem menn geta hugsað sér í desember. Það færi allt á annan endann hér í Noregi, líkt og hjá hinum þjóðunum þremur fengjum við riðlakeppni árið 2008 og skiptir engu hvort Norðmenn, Svíar, Danir eða Finnar yrðu ekki á meðal þátttökuliða. Það yrði uppselt á alla leiki,“ sagði Sandven. Hvaða þjóðir fá sæti í úrslitakeppn- inni sem gestgjafar og hvaða þjóðir verða að fara í gegnum riðlakeppni líkt og aðrar þjóðir, að undanskildu Evrópumeistaraliði síðustu keppni þar á undan sem fram fer í Portúgal. Eftir 49 daga mun UEFA taka ákvörðun um hverjir hreppa úrslitakeppni EM 2008 Sviss og Austurríki standa vel að vígi EFTIR 49 daga, eða 12. des- ember nk., mun stjórn knatt- spyrnusambands Evrópu, UEFA, taka ákvörðun um hvaða umsækjendur fá þann heiður að vera gestgjafar úr- slitakeppni 16 bestu karla- landsliða í Evrópu, árið 2008. Það eru ekki margir sem eru með hugann við keppni í knattspyrnu sem fram fer eftir sex ár, því í millitíðinni fer fram úrslitakeppni EM í Portú- gal árið 2004 og tveimur árum síðar úrslitakeppni HM í Þýskalandi. Öðru máli gegnir hins vegar um þá aðila sem standa að umsókn um þriðja stærsta íþróttaviðburð heims, á þeim vígstöðvum er hver dagur í undirbúningnum lík- astur því að um úrslitaleik sé að ræða. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson Reuters Hvar sem Evrópukeppni landsliða 2008 fer fram, þá koma áhorfendur til með að setja mikinn svip á allt þjóðlíf í þeim löndum sem keppnin fer fram í. Hér á myndinni má sjá danska stuðningsmenn slá á létta strengi á HM, sem fór fram í Suður-Kóreu og Japan sl. sumar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.