Morgunblaðið - 20.11.2002, Side 1

Morgunblaðið - 20.11.2002, Side 1
2002  MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A HAUKAR FARA TIL SPÁNAR EN GRÓTTA/KR TIL DANMERKUR / B3 Atli sagði að hann treysti öllumleikmönnum sínum, sem eru í hópnum í Tallinn, fullkomlega í slaginn, en hann hafi valið að gera breytingar á lands- liðinu og það yrði mjög skemmtilegt að sjá hvernig þær virkuðu. „Árni Gautur Arason verður í markinu og miðverðir fyrir framan hann Hermann Hreiðarsson og Ív- ar Ingimarsson. Bjarni Þorsteins- son verður vinstri bakvörður og Gylfi Einarsson verður hægri bak- vörður. Fyrir framan miðverðina verða tveir miðjumenn – Pétur Mar- teinsson og Ólafur Stígsson. Þórð- ur Guðjónsson verður hægra meg- in á miðjunni og Arnar Gunnlaugsson vinstra megin. Tryggvi Guðmundsson verður á miðjunni og Helgi Sigurðsson í fremstu víglínu,“ sagði Atli um uppstillingu liðsins. Gaman að sjá Arnar á ný með landsliðinu „Það verður gaman að sjá Arnar leika með okkur á ný en hann hef- ur mikla hæfileika – kemur með hraða og knatttækni. Ef hann nær sér á strik yrði það frábært fyrir okkur. Sama má segja um Þórð, sem hefur góðar spyrnur og hraða. Tryggvi gæti hentað í því hlut- verki sem Eiður Smári Guðjohn- sen hefur leikið. Það er að skjóta sér inn á milli varnarmanna, sem hann er þekktur fyrir. Fyrir fram- an hann er Helgi, sem er mikill gegnumbrotsmaður. Maður veit aldrei hverju hann tekur uppá og það gerir andstæðingurinn heldur ekki. Helgi getur verið óútreiknanleg- ur og þegar hann dettur inn á góð- an dag getur hann sett mörk sem duga til sigurs,“ sagði Atli, sem reiknar fastlega með miklum bar- áttuleik. Líkamlega sterkir og hættulegir sóknarmenn „Eistlendingar eru líkamlega sterkir og leika agaðan varnarleik. Þá eru þeir með hættulega sókn- arleikmenn, sem við verðum að hafa góðar gætur á. Þá eru þeir með leikna miðjumenn, sem við verðum að stöðva. Eistlendingar beita mikið skyndisóknum, sem eru hættulegar.“ Þegar Atli var spurður hvort bræðurnir Þórður, Jóhannes Karl og Bjarni Guðjónssynir komi til með að vera inná vellinum allir í einu, sagði hann: „Já, ég vona það. Það fer eftir því hvernig leikurinn þróast. Það yrði gaman að sjá þá saman inni á vellinum. Jóhannes Karl og Bjarni léku vel gegn Litháen á dögunum, en nú fá aðrir tækifæri í byrjunarliðinu,“ sagði Atli. Landsleikur Eistlands og Ís- lands verður leikinn á nýjum heimavelli Flora Tallinn og hefst hann kl. 18 eða kl. 16 að íslenskum tíma. Honum verður sjónvarpað beint á RÚV. Atli Eðvaldsson teflir fram breyttu landsliði gegn Eistlandi í Tallinn „Arnar, Þórð- ur og Tryggvi koma með meiri hraða“ „ÉG hef valið að nýta leikinn gegn Eistlendingum hér í Tallinn til að gefa leikmönnum sem hafa ekki leikið með landsliðinu að undanförnu tækifæri,“ sagði Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, þegar hann var búinn að tilkynna byrjunarlið sitt á æfingu í gær. Þórður Guðjónsson, Pétur Hafliði Marteinsson, Arnar Gunnlaugsson leika sinn fyrsta landsleik í ár og Tryggvi Guðmundsson er kominn í byrjunarliðið á ný, en hann hefur að- eins leikið einn leik á árinu – kom inná sem varamaður rétt fyrir leikslok í leik gegn Noregi í Bodö, 1:1. Sigmundur Ó. Steinarsson skrifar frá Tallinn ■ Mikil spenna /B4 HJÁLMUR Dór Hjálmsson, knatt- spyrnumaður frá Akranesi, dvelur þessa dagana til reynslu hjá þýska 2. deildarfélaginu Rot-Weiss Oberhau- sen. Hann fór þangað í síðustu viku og er væntanlegur heim nú fyrir helgina. Framkvæmdastjóri Ober- hausen er enginn annar en Klaus Hilpert, sem þjálfaði Skagamenn á árum áður og var lengi fram- kvæmdastjóri Bochum. Hilpert sá til Hjálms í leikjum 21-árs landsliðsins í haust og bauð honum til Þýskalands í framhaldi af því. Oberhausen er í 5. sæti 2. deildar, næstefstu deildar, og er tveimur stigum á eftir Frankfurt, sem er í þriðja sætinu, en þrjú lið vinna sig upp í 1. deild. Þetta er fimmta tíma- bilið sem Oberhausen leikur í 2. deild eftir að hafa unnið sig upp úr þeirri þriðju árið 1998, og hefur best náð sjötta sætinu til þessa. Hjálmur er tvítugur og átti fast sæti í liði Skagamanna sem hægri bakvörður í úrvalsdeildinni í sumar, lék 17 leiki og skoraði eitt mark. Þá lék hann þrjá leiki með 21-árs lands- liðinu og hefur áður spilað með yngri landsliðunum. Hjálmur er hjá Hilpert Morgunblaðið/Jim Smart Keflavík vann yfirburðasigur á Val, 114:61, í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gærkvöld. Hér reynir Gylfi Már Geirsson í Val að verjast Damon Johnson. Nánar um leikina á B2. MÓTANEFND HSÍ ákvað í gær að fresta leik Fram og Hauka í 1. deild karla í handknattleik sem fram átti að fara í gærkvöldi. Framarar fóru fram á frestunina þar sem flensa herjar á leik- menn liðs þeirra en sjö liggja rúmfastir. Þetta eru; Magnús G. Erlendsson, Valdimar Þórsson, Gunnar Jónsson, Haraldur Þorvarðarson, Guð- laugur Arnarsson, Hjálmar Vilhjálmsson og Þór- ir Sigmundsson. Leikurinn hefur verið settur á að nýju á miðvikudaginn í næstu viku. „Það er fordæmi fyrir frestun vegna veikinda leikmanna frá 1998 þegar fresta varð leik Aftur- eldingar og Vals þegar sex leikmenn Vals voru veikir og þá eins og nú voru lögð læknisvottorð því til staðfestingar,“ sagði Óskar Bjarni Ósk- arsson, starfsmaður HSÍ í gær. „Auðvitað er slæmt að þurfa að fresta leik á leikdegi en þegar læknisvottorð lágu fyrir kom ekkert annað til greina en að fresta,“ sagði Óskar. Sjö Framarar rúmliggjandi XUHONG Yang, knatt- spyrnukona frá Kína, er gengin til liðs við úrvals- deildarlið Stjörnunnar og hefur skrifað undir tveggja ára samning við Garðabæj- arfélagið. Xuhong er 24 ára og lék með liði í Peking í úr- valsdeildinni í Kína í sex ár og varð meistari með því árið 1999, en auk þess spilaði hún með kínverska landsliðinu 1997–1999. Hún hefur dvalið hér á landi frá því í byrjun ágúst en fékk ekki leikheim- ild til að spila með Stjörnunni á lokakafla Íslandsmótsins. „Það er góður liðsstyrkur í þessari stúlku. Hún leikur á miðjunni og ætti að nýtast okkur vel,“ sagði Ásbjörn Sveinbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar, við Morg- unblaðið. Kínverji í Stjörnuna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.