Morgunblaðið - 20.11.2002, Síða 3
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002 B 3
Shtaniuk
vill burt
frá Stoke
ENSKIR fjölmiðlar skýrðu
frá því í gær að Seregei
Shtaniuk, hvít-rússneski
miðvörðurinn hjá Stoke
City, hefði óskað formlega
eftir því að verða seldur frá
félaginu. Shtaniuk á eftir
hálft annað ár af samningi
sínum við Stoke en Guðjón
Þórðarson fékk hann til fé-
lagsins fyrir tæplega hálfu
öðru ári og hann leikur
stórt hlutverk í varnarleik
liðsins.
Shtaniuk er sagður ósátt-
ur við þau laun sem stjórn
Stoke hefur boðið honum í
nýjum samningi. Að sögn
umboðsmanns hans í Eng-
landi, Billy Jennings, fengi
Stoke aðeins helminginn af
kaupverði Hvít-Rússans því
rússneskir umboðsmenn
hans eiga hinn helminginn í
samningi hans. Jennings
segir að boð Stoke hafi ver-
ið langt undir þeim launum
sem leikmaður á borð við
Shtaniuk eigi að fá og því
hafi ekki verið um annað að
ræða fyrir hann en að óska
eftir sölu.
Lið Ademar Leon er í toppsætispænsku 1. deildarinnar ásamt
Ciudad Real og Barcelona. Öll hafa
þau unnið níu leiki en tapað einum.
Tapleikur Ademar var á móti Rúnari
Sigtryggssyni og félögum hans í
Ciudad Real. Ademar Leon sló
Wacker Thun frá Sviss út í 32-liða
úrslitunum en Spánverjarnir unnu
samanlagt, 62:47.
Fimm „útlendingar“ eru í herbúð-
um Ademar Leon sem allt eru lands-
liðsmenn. Þetta eru markvörðurinn
Kasper Hvidt, sem á 42 landsleiki að
baki fyrir Dani, Norðmennirnir
Stian Vatne, sem leikið hefur 66
landsleiki, og Kristian Kjelling, sem
spilað hefur 28 landsleiki, Denis
Krivochlykov, sem hefur leikið 125
landsleiki fyrir Rússa, og Petar
Metlicic en hann á að baki 70 lands-
leiki fyrir Króatíu.
Fjórir spænskir landsliðsmenn
leika að auki með Ademar Leon svo
ljóst er að Haukar mæta mjög sterk-
um andstæðingum. Ademar Leon
varð í þriðja sæti í spænsku deildinni
á síðustu leiktíð eftir að hafa orðið
meistari árið áður.
„Ég er ánægður með mótherjana.
Það lá fyrir að við myndum dragast á
móti sterku liði og ég tel góðan kost
að glíma við spænskt lið. Við fengum
smjörþefinn í fyrra þegar við mætt-
um Barcelona hversu sterk bestu lið-
in á Spáni eru svo ég geri ráð fyrir
því að það verði á brattann að sækja
fyrir mína menn en að sjálfsögðu
ætlum við að reyna eftir fremsta
megni að standa uppi í hárinu á þess-
um köllum,“ sagði Viggó Sigurðsson,
þjálfari Hauka, í samtali við Morg-
unblaðið í gær.
Aðspurður um styrkleikamun á
Ademar Leon og Barcelona segir
Viggó: „Líklega er ekki mikill munur
á liði Ademar Leon og Barcelona en
Börsungarnir hafa söguna með sér
og eru reyndari í að standa í svona
slag. Ég er alveg sannfærður um að
heimavöllur liðsins er mikil gryfja.
Handboltaáhuginn er mikill á Spáni
og það verður bara gaman að fá að
takast á við alvörulið. Við göngum í
þetta verkefni af fullum krafti og
fullir tilhlökkunar,“ sagði Viggó.
Viggó segir það plús að eiga fyrri
leikinn ytra og hann segir að næsta
skref sé að útvega myndbönd og
betri upplýsingar um liðið.
Haukar
heppnir með
mótherja
BIKARMEISTARAR Hauka duttu enn og aftur í lukkupottinn þegar
dregið var í 16-liða úrslit í Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik í
höfuðstöðvum evrópska handknattleikssambandsins í Vín í gær.
Haukar drógust á móti Ademar Leon frá Spáni og leika fyrri leikinn
ytra 7. eða 8. desember og heimaleikinn viku síðar.
FREDRIK Ljungberg leikmaður
Arsenal var í fyrrakvöld útnefndur
knattspyrnumaður ársins í Svíþjóð
og hlaut hann gullknöttinn svokall-
aða. Ljungberg var valinn í lið ársins
sem besti miðvallarleikmaðurinn,
Henrik Larsson, Celtic, var kjörinn
besti sóknarmaðurinn, Andreas Is-
aksson, Djurgården, besti mark-
vörðurinn og Johan Mjällby, Celtic,
besti varnarmaðurinn.
FABIO Capello, þjálfari Roma,
sagði eftir viðureignina við Inter
sem fór 2:2 að ef dómgæslan yrði
áfram eins og í þeim leik myndi hann
yfirgefa landið. „Við leggjum gífur-
lega hart að okkur alla vikuna við að
búa okkur undir leik og fáum síðan
hræðilega meðferð eins og þessa hjá
dómurunum,“ sagði Capello.
ÞJÁLFARINN sagði að lið Roma
hefði verið svikið um tvær vítaspyrn-
ur og auk þess hefði annað marka
Inter verið rangstöðumark.
ARGENTÍNUMAÐURINN Pablo
Aimar missir af næstu sex leikjum
Valencia en kappinn varð fyrir
meiðslum í leik sinna manna á móti
Osasuna um helgina. Aimar, sem er
lykilmaður í liði Spánarmeistaranna,
missir af fjórum deildarleikjum og
tveimur leikjum í Meistaradeildinni
á móti Ajax og Arsenal.
LEE Bowyer miðvallarleikmaður
hjá Leeds er í enskum fjölmiðlum í
gær orðaður við lið Manchester City.
Bowyer hefur ekki viljað skrifa und-
ir nýjan samning við Leeds og segir
Daily Mail frá því að leikmaðurinn
fari til Manchester City þegar fé-
lagaskiptamarkaðurinn verði opnað-
ur í janúar.
BOSNÍUMAÐURINN Hasan Sal-
ihamidzic sem leikur með Bayern
München meiddist illa á hné í leik á
móti Wolfsburg. Í ljós kom að lið-
band rifnaði í hné. Salihamidzic varð
fyrir samskonar meiðslum fyrir 15
mánuðum og þá var hann frá í fjóra
mánuði.
NICOLAS Anelka hefur afþakkað
að taka sæti í franska landsliðinu eft-
ir að einn leikmanna þess boðaði for-
föll en Anelka var ekki í upphafleg-
um landsliðshóp liðsins. Anelka sem
leikur með Manchester City í ensku
úrvalsdeildinni þarf nú að taka út
leikbann gegn Middlesbrough á úti-
velli af þessum sökum en franska
knattspyrnusambandið óskaði eftir
því að leikmaðurinn léki ekki með liði
sínu um næstu helgi.
REGLUR evrópska knattspyrnu-
sambandsins, UEFA, kveða á um að
landslið geti krafist þess að menn
verði úrskurðaðir í leikbann neiti
þeir að mæta í landsleiki þegar þeir
eru boðaðir í leiki.
HICHAM El Guerrouj og Paula
Radcliffe hafa verið útnefnd frjáls-
íþróttakarl og frjálsíþróttakona árs-
ins hjá Alþjóða frjálsíþróttasam-
bandinu. El Guerrouj var mjög
sigursæll á árinu en missti naumlega
af sigri í stigakeppni Alþjóðafrjáls-
íþróttasambandsins. Radcliffe setti
Evrópumet í 10.000 metra hlaupi og
náði besta tíma frá upphafi í mara-
þonhlaupi, 2.17,18 klst.
SKATTAYFIRVÖLD í Hollandi
hafa stefnt forráðamönnum knatt-
spyrnuliðsins Ajax vegna skattsvika
og fara yfirvöld fram á um 420 millj.
ísl. í sektargreiðslu. Að mati skatta-
yfirvalda var ekki rétt staðið að upp-
gjöri félagsins árið 1997 er liðið
keypti Michael Laudrup og Shota
Arveladze. Leikmennirnir sjálfir
eru hinsvegar með sín mál á hreinu
og verða ekki sektaðir.
Í KVÖLD verður Andreas Herzog
fyrsti landsliðsmaður Austurríkis til
þess að leika 100 landsleiki er liðið
mætir Norðmönnum í vináttulands-
leik. Herzog verður með í keppn-
istreyju númerið 100 á bakinu í
leiknum af því tilefni. Þess má geta
að Herzog þykir mikið prúðmenni á
vellinum og hefur aldrei fengið rautt
spjald í 99 landsleikjum sínum til
þessa.
FÓLK
n
-
n
m
s
H.
f-
-
t-
n.
-
á
t
a
-
r
-
r
r-
k
r
a-
u
a
t
r
Í
a
ði
á.
r
-
k-
n
ð
ti
n
k.
r
bara að varnarleiknum en spá ekkert í
sóknarleikinn og það var ekki sett upp
með að skora sem flest stig,“ bætti
Gunnar við en Keflvíkingar hafa átt til að
missa móðinn.
ÍR-ingar sterkari
ÍR-ingar lögðu Hamar með tuttugustiga mun, 107:87, er liðin mættust í
gærkvöldi og löguðu Breiðhyltingar
stigaskor sitt verulega í
leiknum en liðið hafði að-
eins gert 80,8 stig að
meðaltali í leik þar til í
gærkvöldi að það komst
yfir 100 stiga múrinn.
Gestirnir úr Hveragerði höfðu tveggja
stiga forystu eftir fyrsta leikhluta, 21:19
og allt var í járnum fram í miðjan annan
leikhluta. Þá náðu ÍR-ingar mjög góðum
kafla, gerðu 20 stig gegn sjö stigum
Hamars og kom það mörgum á óvart að
gestirnir skyldu ekki taka leikhlé á þess-
um kafla, þó ekki væri nema til að reyna
að trufla þá siglingu sem heimamenn
voru komnir á. Staðan 56:45 í leikhléi.
Þeir héldu uppteknum hætti eftir hlé,
gerðu þá 13 stig gegn 4 gestanna, sem
fannst þá nóg komið og skoruðu 11 stig
gegn tveimru ÍR stigum. Þá tóku heima-
menn leikhlé, sem var skynsamlegt og
réðu ráðum sínum. Það gekk eftir og
undirtökin voru ÍR-inga það sem eftir
var og á lokakaflanum, sem var hálfgerð
vitleysa, gerðu þeir 23 stig gegn 10 stig-
um Hamars.
ÍR-ingar léku ágætlega á köflum.
Eugene Christopher reyndi dálítið mikið
á eigin spýtur, Hreggviður átti fínan leik,
Fannar einnig og Eiríkur þegar leið á
leikinn. Hjá Hamri voru O’Kelley og
Svavar Birgisson mest áberandi. Helsti
vandi Hamars var þó að leikmenn lentu
snemma í villuvandræðum.
Morgunblaðið/Árni Torfason
hristopher sækir hér að Robert O’Kelley, leikmanni Hamars.
til
ndu
Skúli Unnar
Sveinsson
skrifar
ESSEN, lið Patreks Jóhannssonar
og Guðjóns Vals Sigurðssonar, hafði
ekki heppnina með sér þegar dregið
var í 16-liða úrslitum EHF-keppn-
innar í handknattleik í gær. Ljóst er
að róður þýska liðsins verður þungur
en Essen dróst á móti stórliði Barce-
lona og er það sannkallaður stórleik-
ur í 16-liða úrslitum keppninnar.
Börsungar, sem slógu Hauka út í
EHF-keppninni í fyrra, hafa í gegn-
um árin verið með eitt sterkasta fé-
lagslið í Evrópu og eru sem stendur í
toppsæti spænsku 1. deildarinnar.
Rúnar Sigtryggsson og félagar
hans í spænska liðinu Ciudad Real
þurfa að fara til Úkraínu og glíma
þar við lið Zaporozhye í Evrópu-
keppni bikarhafa en úkraínska liðið
hefur á undanförnum árum átt
ágætu gengi að fagna á Evrópumót-
unum.
Þungur róður hjá Essen
„VIÐ erum mjög sáttir við þessa nið-
urstöðu, þetta er ódýrt og þægilegt
ferðalag,“ sagði Ágúst Jóhannsson,
þjálfari Gróttu/KR um næstu mót-
herja liðsins í Áskorendakeppni Evr-
ópu í handknattleik.
„Ég veit svo sem ekki mikið um
liðið enn sem komið er en mér skilst
að þetta sé sterkt lið sem hefur ekki
gengið mjög vel það sem af er
dönsku deildinni. Það er nýbúið að
skipta um þjálfara vegna slæms
gengis í vetur og liðið ætlar sér
greinilega stóra hluti og er ekki sátt
við að vera í sjötta sæti í deildinni.
Mér líst bærilega á að eiga fyrri
leikinn heima, við verðum bara að
sigra stórt og fara út með gott for-
skot. Við ætlum okkur auðvitað að
halda áfram á þeirri braut sem við
höfum verið á í Evrópukeppninni og
hafa gaman af því sem við erum að
gera,“ sagði Ágúst.
Danska liðið Aalborg verður næsti
andstæðingur Gróttu/KR og eiga
vesturbæingar heimaleikinn á und-
an, 7. eða 8. desember, og útileik-
urinn verður í Danmörku viku síðar.
Aalborg tryggði sér farseðilinn í
16-liða úrslitin með því að slá út
Gracanica frá Bosníu, samanlagt,
62:47, en Danirnir burstuðu Bosníu-
menn í Danmörku um helgina með
fimmtán marka mun, 39:22.
Norðmaðurinn Borge Lund var
atkvæðamestur í þeim leik fyrir Aal-
borg með 7 mörk en hann er aðal-
skytta liðsins. Lund hefur leikið 32
landsleiki fyrir Norðmenn en hann
lék áður með Bodö í Noregi og var
atkvæðamikill í leikjum Bodö á móti
Haukum í EHF-keppninni fyrir
tveimur árum og skoraði til að
mynda 9 mörk á Ásvöllum þegar
Haukar sigruðu Bodö, 27:20.
Lund er einn þriggja Norðmanna í
liði Aalborg. Hinir eru vinstri horna-
maðurinn Håvard Tvedten, sem leik-
ið hefur 30 landsleiki, og skyttan
Trond Forde Eriksen. Þriðji lands-
liðsmaðurinn í liði Aalborg er Bo
Christian Pedersen, 31 árs gamall
línumaður, en hann hefur þrettán
sinnum klæðst dönsku landslið-
streyjunni.
Aalborg hefur ekki gengið sem
skyldi í dönsku úrvalsdeildinni það
sem af er leiktíðinni. Liðið er í sjötta
sæti af 13 liðum með níu stig eftir
átta leiki, hefur unnið fjóra leiki, gert
eitt jafntefli og tapað þremur, þar af
tveimur á heimavelli.
Grótta/KR
til Álaborgar