Morgunblaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR
2 B LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÚRSLIT
KÖRFUKNATTLEIKUR
Tindastóll – Hamar 102:96
Sauðárkrókur, úrvalsdeild karla, Inter-
sport-deildin, föstudaginn 6. des. 2002.
Gangur leiksins: 5:3, 9:10, 11:14, 18:18,
24:20, 30:21, 36:23, 39:29, 47:33, 52:44,
59:44, 63:49, 71:51, 76:59, 81:63, 81:68,
86:72, 94:83, 98:92, 99:96, 102:96
Stig Tindastóls: Maurich Charter 18, Clift-
on Cook 18, Kristinn Friðriksson 15, Axel
Kárason 10, Michail Antropov 10, Óli Barð-
dal 9, Sigurður G. Sigurðsson 8, Helgi Rafn
Viggósson 8, Gunnar Þór Andrésson 3,
Einar Örn Aðalsteinsson 3.
Fráköst: 33 í vörn – 14 í sókn.
Stig Hamars: Svavar Birgisson 30, Robert
O’Kelly 28, Lárus Jónsson 16, Svavar Páll
Pálsson 11, Pétur Ingvarsson 6, Marvin
Valdimarss. 3, Hallgrímur Brynjólfss. 2.
Fráköst: 23 í vörn – 12 í sókn.
Villur: Tindastóll 29 – Hamar 23.
Dómarar: Sigmundur M. Herbertsson og
Erlingur S. Erlingsson.
Snæfell – Valur 90:78
Íþróttamiðstöðin Stykkishólmi:
Gangur leiksins: 7:7, 17:11, 22:14, 23:18,
29:20, 35:20, 37:27, 42:27, 45:30, 45:33,
50:35, 54:47, 61:54, 67:57, 69:63, 69:65,
78:71, 78:76, 85:76, 85:78, 90:78.
Stig Snæfells: Clifton Bush 31, Helgi R.
Guðmundsson 19, Jón Ólafur Jónsson 14,
Lýður Vignisson 11, Georgi Bujukliev 9,
Sigurbjörn Þórðarson 4, Andrés Már
Hreiðarsson 2.
Fráköst: 26 í vörn – 12 í sókn.
Stig Vals: Laverne Smith 24, Bjarki Gúst-
afsson 20, Ægir Jónsson 13, Hinrik Gunn-
arsson 9, Ragnar Steinsson 6, Gylfi Geirs-
son 6.
Fráköst: 25 í vörn – 11 í sókn.
Villur: Snæfell 16 – Valur 18.
Dómarar: Kristinn Óskarsson og Björgvin
Rúnarsson, komust vel frá leiknum.
Áhorfendur: 188
Grindavík – Njarðvík 88:70
Íþróttamiðstöðin Grindavík:
Gangur leiksins: 6:5, 21:9, 34:20, 38:28,
46:33, 48:35, 52:43, 62:47, 66:51, 77:57,
82:63, 88:70.
Stig Grindavíkur: Darrel Lewis 34, Helgi
Jónas Guðfinnsson 17, Jóhann Ólafsson 9,
Guðlaugur Eyjólfsson 8, Guðmundur
Bragason 8, Páll Axel Vilbergsson 6, Bjarni
Magnússon 3, Pétur R. Guðmundsson 3.
Fráköst: 24 í vörn – 14 í sókn.
Stig Njarðvíkur: Páll Kristinsson 27, G. J.
Hunter 12, Ólafur Ingason 9, Friðrik Stef-
ánsson 8, Sigurður Einarsson 6, Ragnar
Ragnarsson 4, Halldór Karlsson 3, Þor-
steinn Húnfjörð 1.
Fráköst: 26 í vörn – 18 í sókn.
Villur: Grindavík 24 – Njarðvík 22.
Dómarar: Kristinn Albertsson og Einar
Skarphéðinsson.
Áhorfendur: Um 200.
ÍR – Keflavík 81:78
Seljaskóli:
Gangur leiksins: 0:2, 7:4, 11:11, 15:20,
24:20, 24:22, 27:31, 30:30, 42:36, 42:39,
46:39, 53:46, 58:56, 60:56, 65:56, 69:70,
71:70, 75:75, 78:75, 78:78, 81:78.
Stig ÍR: Eugene Christopher 40, Eiríkur
Önundarson 17, Ómar Örn Sævarsson 9,
Hreggviður Magnússon 6, Ólafur J. Sig-
urðsson 6, Fannar F. Helgason 2, Benedikt
Pálsson 1.
Fráköst: 23 í vörn – 7 í sókn.
Stig Keflavíkur: Damon S. Johnson 23,
Sverrir Þór Sverrisson 17, Kevin Grand-
berg 16, Falur Harðarson 8, Magnús Gunn-
arsson 7, Davíð Þór Jónsson 5, Gunnar Ein-
arsson 2.
Fráköst: 22 í vörn – 18 í sókn.
Dómarar: Leifur S. Garðarsson og Georg
Andersen voru slakir.
Villur: ÍR 19 – Keflavík 17.
Áhorfendur: 115.
KR 9 7 2 810:700 14
Grindavík 9 7 2 814:709 14
Keflavík 9 6 3 897:730 12
ÍR 9 6 3 788:779 12
Njarðvík 9 6 3 723:716 12
Haukar 8 5 3 680:640 10
Tindastóll 9 5 4 790:794 10
Snæfell 9 3 6 702:715 6
Breiðablik 9 3 6 811:840 6
Hamar 9 3 6 839:935 6
Skallagrímur 8 1 7 597:708 2
Valur 9 1 8 660:845 2
1. deild karla
Fjölnir – Reynir S. ................................79:91
Ármann/Þróttur – Stjarnan .................80:76
Reynir S. 7 6 1 627:518 12
Þór Þorl. 7 5 2 561:501 10
Ármann/Þróttur 7 5 2 625:581 10
KFÍ 6 5 1 519:491 10
Fjölnir 7 3 4 598:631 6
Selfoss/Laugd. 6 2 4 448:478 4
Stjarnan 6 1 5 437:461 2
ÍS 7 1 6 492:543 2
Höttur 5 1 4 307:410 2
NBA-deildin
Leikir í fyrrinótt:
Atlanta – Milwaukee .............................98:80
Golden State – Minnesota ..................98:114
HANDKNATTLEIKUR
Valur – ÍBV 28:15
Hlíðarendi, 1. deild karla, Esso-deildin,
föstudagur 6. desember 2002.
Gangur leiksins: 0:2, 2:4, 5:5, 6:6, 9:6, 12:8,
18:8, 20:10, 22:11, 23:12, 25:14, 28:15.
Mörk Vals: Bjarki Sigurðsson 8, Hjalti
Pálmason 7, Freyr Brynjarsson 4, Snorri
Steinn Guðjónsson 3, Markús Máni Mik-
aelsson 2/1, Davíð Höskuldsson 1, Ásbjörn
Stefánsson 1, Sigurður Eggertsson 1,
Þröstur Helgason 1.
Varin skot: Pálmar Pétursson 21 (þar af 2
sem fóru aftur til mótherja).
Mörk ÍBV: Sigurður Stefánsson 4, Mikael
Lauridsen 3, Kári Kristjánsson 2, Robert
Bognar 2, Sigurður Bragason 2, Sigþór
Friðriksson 1, Davíð Þór Óskarsson 1/1.
Varin skot: Viktor Gigov 11/1.
Utan vallar: Valur 6 mín., ÍBV 6 mín.
Dómarar: Anton Pálsson og Jónas Elías-
son, góðir.
Valur 15 11 3 1 406:312 25
Haukar 14 10 1 3 404:323 21
ÍR 14 10 0 4 411:370 20
KA 14 8 3 3 382:355 19
HK 14 9 1 4 395:372 19
Þór Akureyri 14 9 0 5 394:358 18
FH 14 7 2 5 366:353 16
Grótta KR 14 7 1 6 360:320 15
Fram 14 6 2 6 355:353 14
Stjarnan 14 5 1 8 363:393 11
Afturelding 14 3 2 9 326:361 8
ÍBV 15 3 2 10 339:440 8
Víkingur 14 1 2 11 359:436 4
Selfoss 14 0 0 14 341:455 0
EM kvenna
A-riðill:
Rúmenía – Austurríki ...........................27:21
Júgóslavía – Svíþjóð..............................31:28
B-riðill:
Frakkland – Holland.............................25:24
Úkraína – Danmörk ..............................23:27
C-riðill:
Rússland – Þýskaland...........................25:22
Noregur – Spánn...................................25:25
D-riðill:
Tékkland – Slóvenía..............................25:20
Ungverjaland – Hvíta-Rússland..........34:23
BLAK
1. deild kvenna
Nato – Þróttur N. .....................................0:3
(23:25, 11:25, 15:25)
Þróttur fór í efsta sætið með sigrinum.
ÍR vann Keflavík sanngjarnt, 81:78,þar sem lokamínúturnar voru raf-
magnaðar. Það var ekki síst fyrir
glæsilega spretti
Eugene Christopher
að ÍR náði að brjóta
niður baráttuanda
gestanna. Breiðhylt-
ingar byrjuðu leikinn af krafti en eftir
fyrstu mínúturnar fóru gestirnir úr
Keflavík að bíta frá sér. Vörn þeirra
varð snöggtum betri eins og hittnin
en þá tók Eugene Christopher til
sinna ráða. Hvað eftir annað var vörn
Keflvíkinga rjúkandi rúst eftir glæsi-
leg tilþrif hans, sem ekki bara skiluðu
28 stigum fyrir hlé heldur kveikti það
neista í félögum hans svo úr varð bál.
Eftir hlé voru ÍR-ingar ekki eins
öruggir með sig, eflaust bráð aðeins
af þeim í leikhléinu, og gestirnir söx-
uðu á forskotið en ekkert meira en
það. Sem betur fer fyrir Breiðhylt-
inga því þeim voru nokkuð mislagðar
hendur þótt baráttan væri til staðar.
Svo fór að Keflavík komst yfir, 70:69,
þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir
en tókst ekki að fylgja því eftir. ÍR
náði aftur forystu en Damon jafnaði,
78:78, með þriggja stiga skoti þegar
35 sekúndur voru til leiksloka. Ólafur
J. Sigurðsson svaraði með þriggja
stiga körfu 15 sekúndum fyrir leiks-
lok sem kom ÍR í 81:78 og Keflvík-
ingar reyndu þriggja stiga skot á síð-
ustu sekúndu en brást bogalistin.
Eggert Garðarsson þjálfari ÍR var
að vonum kátur eftir leikinn. „Vörnin
virkaði vel, við pressuðum eins og við
gerðum á móti KR og það virtist
koma þeim nokkuð í opna skjöldu og
þá var um að gera að notfæra sér það.
Við vissum að Keflvíkingar myndu
spila eins og venjulega, byggja á
þriggja stiga skotum, en þeir eru bara
með einn stóran mann í dag og við
nýttum okkur það því við erum með
stóra unga stráka svo að við höfðum
hæðina með okkur,“ sagði Eggert eft-
ir leikinn hvergi banginn. „Við unnum
þennan leik á góðri einbeitingu og það
hefur verið stígandi í síðustu leikjum.
Við erum með mikið af ungum
strákum og mikilvægt að fá reynslu
en þegar við förum að hafa trú á því
sem við erum að gera getum við unnið
hvaða lið sem er.“ Sem fyrr segir átti
Eugene stórleik. Eiríkur Önundarson
var lengi í gang en tók loks við sér og
Ómar Örn Sævarsson barðist allt
hvað af tók.
„Við komum ekki nógu vel
stemmdir í þennan leik þó að við viss-
um að hann yrði erfiður og vorum allt-
af að bíða eftir góða kaflanum okkar
eins og gerist í hverjum leik nema nú
kom ekkert svoleiðis,“ sagði Keflvík-
ingurinn Falur Harðarson eftir leik-
inn.
„Menn verða að gíra sig upp í alla
leiki, sama við hvern það er. Við hitt-
um mjög illa og megum ekki við því.
Við vissum alveg í hvernig leik við
vorum að fara og það kom okkur ekk-
ert á óvart, vissum hvernig vörn þeir
myndu spila og æfðum fyrir það.
Hinsvegar voru æfingarnar í vikunni
slakar og maður spilar eins og maður
æfir.“ Varla nokkur leikmaður náði að
sýna sínar bestur hliðar og óhætt er
að taka undir orð Fals – þeir biðu.
Grindavík vann auðveldlega
Þegar nágrannar mætast er alltaffjör, þetta kvöld var undantekn-
ing því heimamenn í Grindavík voru
einfaldlega klassa
fyrir ofan gestina í
Njarðvík og sigruðu
með 88 stigum gegn
70. Heimamenn áttu
fínan leik í fyrsta leikhluta með Darr-
el Lewis í fararbroddi. Gestirnir úr
Njarðvík réðu ekkert við hann sem
var allt í öllu hjá heimamönnum í leik-
hlutanum og skoraði hvorki fleiri né
færri en 21 stig í honum. Staðan var
eftir fyrsta leikhluta 34:20 og í öðrum
leikhluta hikstuðu heimamenn örlítið
auk þess sem gestirnir fóru að bíta að-
eins frá sér. Munurinn hélst þó svip-
aður og í hálfleik höfðu heimamenn
svipað forskot, þ.e. 48:35. Gestirnir
komu ákveðnir til seinni hálfleiks en
náðu lítið að klóra í bakkann og um
miðjan þriðja leikhluta var ljóst að
björninn var unninn og heimamenn
bættu hægt og rólega við forskotið en
gestirnir gáfust þó aldrei upp og
börðust til síðustu sekúndu í leiknum.
Heimamenn unnu því mikilvægan
sigur í toppbaráttunni og ljóst að
gestirnir hyggja á hefndir í bikarleik
liðanna síðar í mánuðinum eftir auð-
veldan sigur heimamanna, 88:70.
„Þetta var ekki auðveldur sigur því
við þurftum virkilega að hafa fyrir
honum. Við byrjuðum sterkt, náðum
ágætis forskoti en þeir komu til baka
og komust undir 10 stiga múrinn.
Skotnýting beggja liða var slök í
leiknum. Við höfðum þetta þó og það
er fyrir mestu enda fjögurra stiga
leikur í toppbaráttunni“, sagði Frið-
rik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindvík-
inga, að leik loknum.
Hjá heimamönnum áttu þeir Darr-
el Lewis og Helgi Jónas Guðfinnsson
fínan leik. Hjá gestunum var Páll
Kristinsson allt í öllu og átti frábæran
leik.
Snæfell hafði betur
í nýliðaslagnum
Snæfell sigraði Val með 90 stigumgegn 78 þegar nýliðar deildar-
innar mættust í Stykkishólmi. Í byrj-
un leiks virtust Vals-
menn ætla að selja
sig dýrt, það var
greinilegt að þeir
töldu sig eiga góða
möguleika á að ná í vinning á móti
Snæfelli, sem léku án Hlyns Bærings-
sonar, sem er meiddur, og lyfta sér úr
botnsætinu í deildinni. Það var jafn-
ræði með liðunum fram í miðjan
fyrsta leikhluta en þá náðu heima-
menn smáforskoti, mest fyrir bættan
varnarleik.
Valsmönnum tókst, með því að
leika svæðisvörn stóran hluta af leikn-
um, að halda í við heimamenn. En þó
var eins og Valur væri að gefast upp í
öðrum leikhluta þegar Snæfell skor-
aði 12 stig gegn engu stigi Vals á tæp-
um fimm mínútum. Fór munurinn þá
mest í fimmtán stig. Þetta var sá hluti
leiksins sem Snæfell lagði grunninn
að sigrinum. Á þessum kafla lék Clift-
on Bush mjög vel hjá Snæfelli, tók
m.a. mikið af fráköstum. Snæfell hafði
12 stiga forskot í hálfleik.
Þriðji leikhluti var jafn og
skemmtilegur, þó var kafli sem
heimamenn gerðust værukærir og
héldu að sigurinn væri unninn, en
Valsmenn voru á öðru máli, sérstak-
lega þeir Bjarki Gústafsson og
Laverne Smith, þeir keyrðu upp
hraðann og hófu að minnka forskot
heimamanna. Þegar fjórar mínútur
voru eftir af leiknum var munurinn
kominn í tvö stig og útlit fyrir að Snæ-
fell ætlaði að tapa enn einum leiknum
í fjórða leikhluta. Þegar þarna var
komið tóku Hólmararnir við sér með
Helga Reyni Guðmundsson fremstan
í flokki og skoruðu tólf stig gegn
tveimur stigum Vals. Eftir að hafa
verið að draga heimamenn uppi allan
seinni hálfleikinn var orka Valsmanna
þrotin í lokin.
Í liði Snæfells lék Clifton Bush
mjög vel, skoraði 31 stig og tók 14 frá-
köst. Helgi Reynir Guðmundsson
stjórnaði leik sinna manna vel og
komu fjórar þriggja stiga körfur í síð-
ari hálfleik á mikilvægum augnablik-
um. Lýður Vignisson komst vel frá
sínu og er vonandi fyrir Snæfell að
hann sé að komast í sitt fyrra form.
Jón Ólafur Jónsson átti ágæta inn-
komu í seinni hálfleik. Georgi Buj-
ukliev er að falla betur og betur inn í
leik liðsins og er sterkur í varnar-
leiknum. Hjá Val átti Bjarki Gústafs-
son frábæran leik.
Með sín tuttugu stig, þar af sautján
í seinni hálfleik, var hann á öðrum
hraða en aðrir leikmenn á vellinum og
dró vagninn hjá Val ásamt Laverne
Smith, sem lék ágætlega. Stóru
mennirnir, þeir Hinrik Gunnarsson
og Ægir Jónsson, voru drjúgir í frá-
köstunum. Hinrik var ógnandi í sókn-
inni í fyrri hálfleik en í þeim síðari hélt
Ægir merkinu á lofti. Ragnar Steins-
son og Gylfi Geirsson áttu ágætar
innkomur í leikinn en lítið bar á þjálf-
ara liðsins, honum Bergi Emilssyni.
„Heppnir að vinna
en stigin góð“
Leikur Hamars og Tindastóls byrj-aði heldur illa og eftir að bæði lið
höfðu klúðrað mörgum sóknum með
sendingum annað-
hvort í hendurnar á
mótherja eða útaf og
staðan var 2:0 eftir
tæpar 4 mínútur,
tóku leikmenn beggja liða sig saman í
andlitinu. Gestirnir voru ívið fljótari
að komast í gang og tóku frumkvæðið
í sínar hendur og héldu því að mestu
út leikhlutann.
Heimamenn söfnuðu á sig villum
og Axel sem átt mjög góðan dag var
kominn með þrjár villur undir lok
leikhlutans. Tindastólsmenn náðu þó
undirtökunum og hófu annan leik-
hluta
leikh
kostu
þess
stig.
Í
heim
20 s
börð
asta
Antr
ur en
fjóra
á lag
þega
mun
En
leik
feng
snér
Í l
mjög
og v
Kris
dag
vörn
Hj
lang
Tind
O’Ke
erfið
Láru
Kr
að le
þrem
kem
erum
niður
raun
Þett
leggj
ur þ
leikin
hleyp
ekki
Frið
ÍR hrellir
efstu liðin
ÍR-INGAR halda áfram að hrella efstu lið deildarinnar í körfuknatt-
leik, þeir slógu KR-inga út úr bikarnum í vikunni og í gærkvöldi
lögðu þeir Keflvíkinga og komu þannig í veg fyrir að liðið kæmist í
efsta sæti ásamt KR. Grindvíkingar nýttu sér þetta, lögðu Njarðvík-
inga og komust á toppinn við hlið KR. Snæfell vann Val og á Sauð-
árkróki unnu heimamenn Hvergerðinga.
Ólafur J. Sigurðsson, lei
Stefán
Stefánsson
skrifar
Garðar P.
Vignisson
skrifar
Ríkharður
Hrafnkelsson
skrifar
Björn
Björnsson
skrifar Jóhann til Grindavíkur?
JÓHANN R. Benediktsson, leikmaður Keflvíkinga, mun líklega leika
næstu þrjú árin með Grindvíkingum, en munnlegt samkomulag náð-
ist milli félaganna á dögunum.Eitthvert bakslag virðist þó komið í
málið því að sögn forráðamanna Keflavíkur fékk Jóhann heimild fé-
lagsins til að æfa með Grindavík, en í gær var það leyfi afturkallað
þar sem Keflvíkingar hafa ekkert heyrt frá Grindvíkingum vegna
þessa máls. Jóhanni er því gert að æfa með Keflavík þar til Grindvík-
ingar hafa undirritað þann samning sem tilbúinn er.
HANDKNATTLEIKUR
Laugardagur
Evrópuleikur
Seltjarnarnes: Grótta/KR - Álaborg ...16.30
1. deild karla, Essodeild:
Ásgarður: Stjarnan - Fram .......................17
Akureyri: Þór - Selfoss ..............................16
1. deild kvenna, Essodeild:
KA-heimili: KA/Þór - Víkingur .................16
Sunnudagur
1. deild karla, Essodeild:
Digranes: HK - FH ....................................20
Víkin: Víkingur - ÍR ...................................20
KÖRFUKNATTLEIKUR
Laugardagur
1. deild kvenna:
Ásvellir: Haukar - Keflavík .......................18
DHL-höllin: KR - ÍS ..................................16
Sunnudagur
Úrvalsdeild karla, Intersportdeild:
Borgarnes: Skallagrímur - Haukar .....19.15
BLAK
Laugardagur
1. deild kvenna:
Keflavíkurflugvöllur: Nato - Þróttur N. ..13
1. deild karla:
Hagaskóli: ÍS - HK.....................................14
Ásgarður: Stjarnan - Hamar................16.30
UM HELGINA