Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 4
Í KOSNINGUNUM nú er í fyrsta sinn kosið eftir nýjum kosningalögum, sem samþykkt voru á Alþingi árið 2000. Samkvæmt lögunum fækkar kjördæmunum úr átta í sex. Breytingin er til samræmis við þá breytingu, sem gerð var á stjórnarskránni árið 1999, að kjördæmin skyldu verða fæst sex en flest sjö. Markmið nýs kosningakerfis Stjórnarskrárbreytingin byggðist á tillögum nefndar allra flokka, sem hóf störf 1997 og setti sér eftirtalin markmið: — Að gera kosningakerfið einfalt og auð- skiljanlegt. — Að draga úr misvægi atkvæða þannig að hlutfall kjósenda að baki hverju þingsæti þar sem munurinn er mestur milli kjördæma verði sem næst 1:1,5 til 1:1,8. — Að þingsætafjöldi í hverju kjördæmi verði sem jafnastur. — Að áfram verði jöfnuður á milli stjórn- málasamtaka á landsvísu til að fjöldi þingsæta hvers flokks sé í sem bestu hlutfalli við kjós- endatöluna. — Að þingmenn verði áfram 63. Auk þessara meginmarkmiða lagði nefndin þær forsendur til grundvallar starfi sínu að kjördæmin hefðu svipaðan fjölda þingsæta, þ.e. 5 til 10 í hverju kjördæmi, og að úthlutun þeirra byggðist á svonefndri d’Hondt-reglu sem út- skýrð er hér á eftir. Þá gekk hún jafnframt út frá því að misvægi milli atkvæða kjósenda í ein- stökum kjördæmum mætti alls ekki verða meira en 1:2. Til að framangreindum markmiðum yrði náð á þessum forsendum varð það niðurstaða nefndarinnar að skipta þyrfti landinu í 6 til 7 kjördæmi (3 til 4 kjördæmi á landsbyggðinni og 3 á höfuðborgarsvæðinu) með áþekkum fjölda þingsæta í hverju þeirra. Fyrir því færði nefnd- in eftirtaldar röksemdir: 1. Kosningakerfið verði einfaldara en ella vegna þess að ekki þurfi að beita flóknum að- ferðum við úthlutun þingsæta svo sem nú er. 2. Ef fjöldi kjördæmissæta er nokkurn veg- inn sá sami í hverju kjördæmi þurfi ekki nema 9 jöfnunarsæti í heild til þess að tryggja nokk- urn veginn algeran jöfnuð milli stjórnmála- samtaka miðað við kjörfylgi þeirra á landinu öllu. Ef kjördæmin yrðu fleiri með færri þing- sætum eða eitt þeirra miklum mun fámennara en hin þyrfti að fjölga jöfnunarsætum og/eða taka upp flóknari úthlutunarreglur en d’Hondt- regluna til að tryggja þennan jöfnuð milli stjórnmálasamtaka. 3. Sé miðað við hlutfall kjósenda verði nokk- urn veginn jafnauðvelt eða jafnerfitt fyrir framboðslista að ná kjördæmissæti hvar sem er á landinu. 4. Síðast en ekki síst verði þingmannahópar kjördæmanna tiltölulega jafnir að stærð en það ætti að tryggja jafnræði á milli þeirra. Ný kjördæmaskipting Eftir nokkur skoðanaskipti varð hin end- anlega niðurstaða á Alþingi sú að sameina gamla Vesturlandskjördæmið, Vestfjarða- kjördæmið og Norðurlandskjördæmi vestra að Siglufirði undanskildum í eitt kjördæmi, Norð- vesturkjördæmi. Norðurlandskjördæmi eystra auk Siglufjarðar sameinaðist Austurlands- kjördæmi að Sveitarfélaginu Hornafirði frá- töldu og til varð Norðausturkjördæmi. Sveitar- félagið Hornafjörður og Suðurnesin sameinuðust gamla Suðurlandskjördæmi og til varð Suðurkjördæmi. Gamla Reykjanes- kjördæmið að Suðurnesjunum og nokkrum húsum í Blesugróf frátöldum verður Suðvest- urkjördæmi. Gamla Reykjavíkurkjördæminu er skipt í tvennt og áðurnefnd hús í Blesugróf, þar sem um 10 manns búa, færast til suður- kjördæmisins. Skiptingin á Reykjavík- urkjördæmi er ekki sú sama frá kosningum til kosninga, heldur má færa kjördæmamörkin til, með það að markmiði að sem jafnastur fjöldi sé í báðum kjördæmum. Þingmannafjöldi og atkvæðavægi Landsbyggðarkjördæmin þrjú hafa öll tíu þingmenn, þ.e. níu kjördæmakjörna og einn jöfnunarmann. Kjördæmin þrjú á suðvest- urhorninu hafa öll ellefu þingmenn, níu kjör- dæmakjörna og tvo til jöfnunar. Mannfjöldi í kjördæmunum er talsvert mis- munandi. Norðvesturkjördæmið er fámennast, með 21.625 kjósendur m.v. mannfjöldatölur 1. desember síðastliðinn. Næst kemur Norðaust- urkjördæmið með 27.164 kjósendur, þá Suður- kjördæmið með 28.777 kjósendur, Reykjavík- urkjördæmin með ríflega 42.000 kjósendur hvort og loks Suðvesturkjördæmið með rúm- lega 48.000 kjósendur. Þetta þýðir að á bak við hvern þingmann í Norðvesturkjördæmi eru 2.162,5 kjósendur, en í Suðvesturkjördæminu eru þeir 4.366,3. Af töl- unum má sjá að talsvert langt er í að fullum jöfnuði atkvæðisréttar sé náð. Í 31. grein breyttrar stjórnarskrár stendur hins vegar: „Ef kjósendur á kjörskrá að baki hverju þingsæti, að meðtöldum jöfnunarsæt- um, eru eftir alþingiskosningar helmingi færri í einu kjördæmi en einhverju öðru kjördæmi skal landskjörstjórn breyta fjölda þingsæta í kjördæmum í því skyni að draga úr þeim mun.“ Þetta þýðir í raun að miðað við líklega mann- fjöldaþróun verður eftir kosningar ástæða til að færa eitt kjördæmissæti frá NV-kjördæmi og yfir í SV-kjördæmi, enda er hlutfall at- kvæðavægis milli kjördæmanna nú 1:2,01. Úthlutun kjördæmisþingsæta Með nýju kosningalögunum er horfið aftur til svonefndrar d’Hondt-reglu við útreikninga á úrslitum kosninga og úthlutun þingsæta. D’Hondt-reglan er sú reikniregla sem lengst hefð er fyrir hér á landi; hún var notuð frá 1959 til 1987 við úthlutun kjördæmissæta og ávallt við úthlutun jöfnunarsæta. Á kosningavef dómsmálaráðuneytisins kemur fram að d’Hondt-reglan þyki einfaldari og auðskildari en regla stærstu leifa, sem var notuð frá 1987 til 1999. D’Hondt-reglan er orðuð þannig í 107. grein kosningalaga: „Til þess að finna hve margir frambjóðendur hafa náð kosningu í kjördæmi af hverjum lista skal fara þannig að: 1. Deila skal í atkvæðatölur listanna með töl- unum 1, 2, 3, 4 o.s.frv. Útkomutölur eru skráðar fyrir hvern lista. 2. Fyrsta kjördæmissæti fær sá listi sem hæsta útkomutölu hefur. Sú tala er síðan felld niður. Annað kjördæmissæti fær sá listi sem nú hefur hæsta útkomutölu. Þessu skal fram hald- ið uns úthlutað hefur verið jafnmörgum kjör- dæmissætum og kjósa á.“ Þetta þýðir að ef tekin er niðurstaða úr ný- legri skoðanakönnun og gert ráð fyrir að t.d. Sjálfstæðisflokkurinn fái 35% í einstöku kjör- dæmi, Samfylkingin 32%, Framsóknarflokkur 15%, Vinstri grænir 10% og Frjálslyndir 8%, fær Sjálfstæðisflokkurinn fyrsta manninn, Samfylkingin annan manninn og svo Sjálfstæð- isflokkurinn þann þriðja, af því að fylgi hans deilt með tveimur er meira en fylgi Framsókn- arflokksins. Samfylkingin fengi þann fjórða, af því að helmingurinn af fylgi hennar væri sömu- leiðis meira en Framsóknar. Svo fengi Fram- sókn þann fimmta, Sjálfstæðisflokkurinn þann sjötta af því að fylgi hans deilt með þremur væri meira en fylgi VG, og þannig koll af kolli. Úthlutun jöfnunarþingsæta Jöfnunarþingsætum, sem eru samtals níu, er útdeilt í því skyni að jafna þingsætum milli flokka „þannig að hver samtök fái þing- mannatölu í sem fyllstu samræmi við heildar- atkvæðatölu sína“ eins og segir í stjórn- arskránni. „Þau stjórnmálasamtök koma þó ein til álita við úthlutun jöfnunarsæta sem hlotið hafa minnst fimm af hundraði af gildum at- kvæðum á landinu öllu.“ Þetta þýðir að jafnvel þótt framboð fái engan mann kjördæmakjörinn getur það átt rétt á jöfnunarþingsæti ef það hefur fengið meira en 5% fylgi á landsvísu. Um úthlutun jöfnunarsætanna gilda talsvert flóknar reglur, sem kynna má sér á kosn- ingavef dómsmálaráðuneytisins, en heildarnið- urstaðan á að verða sú að fjöldi þingsæta flokk- anna sé sem næst í réttu hlutfalli við fylgi þeirra á landsvísu. Þetta þýðir að eftir því sem úrslit berast úr einstökum kjördæmum á kosn- inganótt getur úthlutun jöfnunarsæta tekið talsverðum breytingum til og frá, þar til end- anleg úrslit liggja fyrir. Í fyrsta sinn kosið eftir nýju kerfi Í kosningunum nú er í fyrsta skipti kosið eftir nýjum kosningalögum, í sex kjördæmum í stað átta áður. Hér eru þau sjónarmið, sem liggja að baki nýja kosningakerfinu, rakin og útfærsla þess skýrð.  Heimildir: Kosningavefur dómsmálaráðuneytisins, stjórn- arskráin, kosningalög, greinargerð með frumvarpi til stjórn- skipunarlaga. Kosningar til Alþingis 10. maí 2003  34  34      *  (    0  *         5 5  5                             67    67   67   37   37   67    897    8:7    ! "! #$$$   ! "! %&&' 7.  &  &   2  $   +6        <        !" +&    &  &  >&&   )+  &  >&2  ( &  #  +#     (  +  #  # &   (  &  2   3 # )+ +-  &   -  3   $ #     2 @AB@CDE DEBFCDG DHB@CDI DGBJCE IB@CI DIBDCK DIBFCA DB@CD JGBECDH GHBFC@G GBICI DKBDCJ DB@CI JEBIC@I @GBFCDA ABHCI DFB@CH J@BGC@I @DBFCDH KBICI @DBACDI DBICI KBJCG JDBGCDA @JBFCDF EBHCG DFBICE IB@CI KBDC@ GFBHCDA @ABKC@I DKB@CK DHBJCK GEBHC@I @KBKCDH DEBHCDI DJB@CA IBKCI GFBHC@I @GBDCDG DFBHCF DABECF IBDCI GFBHCDF @JBHCDA DFBHCF GABDC@D @DBFCDK DKBDCA DHBKCK KBIC@ J@BJCDF DHBKCDA DEBGCE JBHCI DFB@CE J@BHC@I @AB@CDF D@BHCA @BHCI DHBGCK GFBAC@J @HBACDA DHB@CF GBJCI DKBICDI JDBJC@J @EB@CDF DJB@CE IB@CI DKBICF GABHC@G @EBDCDE DHBACF DBDCI DABKCDI GKB@C@@ @HBGCDA DIBHCK @BICI DABDCDI EBFCH J@BAC@H @JBFCDA FBDCH IBJCI DEBGCDD JBKC@ G@BAC@I DKBFCD@ @@BICDJ @B@CI @@BFCDJ GBGCI GHBJC@D @JBFCDA DABHCDI @BHCD DFBACDD GEBAC@G DFBHCDJ DDBACK DABGCDI ABGCJ HBHCG $ $$ $/ $0 &  /# $& /# /? / $ ?   $&  ?$ ?0 0 0/ 01 0 1$ 10  C  # C  # C  # C  # C  # C  # C  # C  # C  # C  # C  # C  # C  # C  # C  # C  # C  # C  # C  # C  # C  #  C  # GEBKC@K DEBFCDG DHBHCDI DJBJCF EBGCH  C  # GABDC@H @GBGCDH DDBJCA DJBGCF JBFCG AB@CJ +-  &   -  3  $ #     2 JIBAC@K DEBJCD@ JB@C@ @KBECDA FBDCK  #  +#     (  +  #  # &   (  &  2   3 # )+

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.