Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 2
BÖRN 2 C LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Teiknið risaeðlur MENN hafa oft fengið mik- ilvægar upplýsingar um út- dauðar plöntur og dýr við rannsóknir á steingervingum. Steingervingar eru leifar dauðra plantna og dýra sem hafa varðveist í jarðlögum í þúsundir og jafnvel milljónir ára. Steingervingar finnast helst af dýrum og plöntum sem lifðu í vatni en steingerv- ingar myndast þegar lög af leir og vatni leggjast ofan á leifar dýra eða plantna og pressa þær saman þannig að þær verða að steini. Í fyrstu hafa því allir stein- gervingar legið djúpt ofan í jörðinni en sumir þeirra hafa síðan færst upp á yfirborðið á löngum tíma vegna hreyfinga í jarðskorpunni. Steingervingarnir koma síð- an í ljós þegar regn og vindar hafa pússað bergið utan af þeim. Afsteypur af sporum Stundum varðveitast allar útlínur dýra og plantna í stein- gervingum en oftast varðveit- ast þó bara bein þeirra og aðr- ir harðgerir líkamshlutar. Það eru þó líka til steingerv- ingar sem eru ekki líkamsleifar heldur fótspor eða annars konar för eftir dýr. Þessir steingervingar myndast þegar förin grafast í jarðlögin eða þegar leifar dýra rotna eftir að þær hafa grafist í jarðlögin. Við þetta myndast hola í set- laginu og þegar hún fyllist af steinefnum myndast afsteypa af sporinu eða farinu eftir líf- veruna. Steingerv- ingar Grameðlan, sem lifði í Norður Ameríku fyrir um 70 millj- ónum ára, var stærst allra risaeðlna. Hún var líka stærsta rándýr sem vitað er til að hafi nokkru sinni lifað á þurru landi. Ráneðlur voru yfirleitt með stórar og sterkar klær sem þær notuðu til að hremma bráðina en grameðlan var með svo smáa framfætur að ekki er talið að hún hafi getað haft nokkurt gagn af þeim. Grameðlan er líka talin hafa verið svo svifasein að hún hafi ekki getað veitt stór og hraust dýr heldur hafi hún þurft að lifa á smádýrum, veikburða dýrum og hræjum annarra risaeðlna. Grameðlan Þótt maður sjái oft myndir af steinaldarmönnum með risaeðl- um þá hafa menn og risaeðlur aldrei verið uppi á sama tíma. Risaeðlumynd 1. Búið til hringa úr bandi til að nota sem snörur. 2. Klippið risaeðlurnar á myndinni út og teiknið eftir þeim á harðan pappa. At- hugið að fyrir hverja risaeðlu þurfið þið einn búk (A) og tvo fætur (B). 3. Litið risaeðluna og setjið hana saman þannig að hún standi á gólfi. 4. Reynið nú að veiða risaeðluna með því að kasta bandhringjunum um hálsinn á henni. Fjör að föndra Veiðið risaeðlur Sigurði Erni Þorsteinssyni, átta ára, finnst mjög gaman að teikna risaeðlur. Risaeðlumynd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.