Morgunblaðið - 22.11.2003, Side 4

Morgunblaðið - 22.11.2003, Side 4
Myndirnar í rammanum hér til hliðar tengjast allar ann- arri mynd í rammanum. Getið þið fundið út úr því hvaða myndir eiga saman? Svar: Myndir 1 og 6. Myndir 2 og 7. Myndir 3 og 8. Myndir 4 og 10. Myndir 5 og 9. BÖRN 4 B LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Strákurinn á myndinni þarf að raða svörtu myndunum þannig sam- an að þær myndi bókstaf. Getið þið hjálpað honum að finna út úr því hvaða bókstafur það er? Ef þið lendið í vandræðum getið þið teiknað myndirnar upp á annað blað og klippt þær út þannig að þið getið prófað að raða þeim saman. Svar: Bókstafurinn er E Teiknið eftir númerunum og litið Til að verða góður í teikningu þarf maður fyrst og fremst að vera duglegur að æfa sig. Þið getið byrjað á því að þjálfa ykk- ur í að teikna karla af öllum stærðum og gerðum eins og sýnt er á leiðbeiningarmyndunum hér að ofan. Vissuð þið að galdraorðin „Hókus pókus fílírókus“ hafa verið notuð í mörg hundruð ár og að það má rekja þau til latínu eða öllu heldur platínu. Þegar galdrakarlar og -kerlingar segja þessi frægu orð eru þau nefnilega að herma eftir prestum kaþólsku kirkjunnar sem segja „Hoc est corpus verum dei“ en það þýðir „Þetta er hinn sanni líkami Guðs“. Hókus pókus Svona farið þið að því að teikna fisk með eitt auga án þess að lyfta blýantinum frá blaðinu. Brjótið upp á blaðið og teiknið aug- að á mörkum blaðrandanna. Teiknið síðan línu yfir brotið og alla leið yfir á framhlið blaðsins eins og þið sjáið gert á myndinni. Sléttið síðan aftur úr blaðinu og teiknið afganginn af fisk- inum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.