Vísir - 23.02.1981, Blaðsíða 4

Vísir - 23.02.1981, Blaðsíða 4
Qompton Neyðarlýsing Einkaumboð Móaflöt 12 — 210 Garðabæ Sími 40875 VÍSIR Mánudagur 23. febrúar 1981. FH-stúlkurnar stlga striðdans eftir sigurinn gegn Fram enda tslandsmeistaratitillinn nú loksins svo gott sem þeirra. Visismynd Þráinn. TITILLINN LOKSINS TEKINN FRÁ FRAM? ( Tökum í umboðssölu allar gerðir af skíðavörum fyrir börn og fullorðna. Seljum einnig hin heimsþekktu skíði, DYNASTAR og ATOMIC. Ef þú vilt kaupa eða selja, komdu þá til okkar. UMBOÐSSALA MEÐ SKÍfíA VÖRUR OGIILJÓMFLUTNINGSTÆKI II GRENSÁSVEGI50 108 REYKJAVÍK SÍMI: 31290 FH-stúlkurnar tryggðu sér svo gott sem íslandsmeistaratitilinn i handknattleik kvenna á laugar- daginn er þær sigruðu Fram með 12 mörkum gegn 10 i spennandi leik. FH á eftir 3 leiki i 1. deildinni gegn Vikingi, Þór og Haukum, og nægir sigur i einum þeirra tii að hljóta titilinn. Framstúlkurnar, sem hafa unnið öll mót i meistaraflokki kvenna i handknattleik siðustu 3 árin og orðið Islandsmeistarar innanhús s.l. 5 ár i röð, voru lak- ara liðið i leiknum á laugaraag- inn. FH-stúlkurnar, en nú eru 20 ár siðan FH vann siðast íslands- mót kvenna innanhúss- og voru miklu ákveðnari og léku betur, þótt oft hafi þær gert betur i 1. deildinni i vetur en i þetta sinn. Þær voru yfir i hálfleik 7:6 en Fram náði að jafna 9:9. FH komst i 11:10 og Margret Theódórsdóttir sá siðan um að innsigla sigurinn fyrir með FH marki úr hraðaupp- hlaupi á siðustu minutu leiksins. Haukar og KR léku einnig um helgina og lauk þeim leik með sigri Hauka 13:7 og er mikil spenna á botninum i deildinni hjá kvenfólkinu eftir þau úrslit... —klp- Jsiensku" iiðln hðrð I Blkarnum 1. deildln I kðrfuknattlelk: Hörkubarátta á lokasprettinum Lið þeirra Asgeirs Sigurvins- sonar og Arnórs Guðjohnsen Standard Liege og Lokeren, stefna bæði að þvi að komast i undanúrslit Bikarkeppninnar i belgisku knattspyrnunni. Um helgina voru leiknir fyrri leikirnir Í8liða úrslitunum, og lék Standard á útivelli gegn Ant- werpen. Asgeir Sigurvinsson var ekki með, hann var i leikbanni tók Ut fyrri leik sinn af tveimur — en það kom ekki að sök, Standard vann góðan sigur 3:1. Lokeren lék á útivelli gegn Bev- eren og náði jafntefli 2:2. Arrtór lék með siðustu 20 minúturnar og stóð sig þokkalega. Naumt hjá Ármanni Armenningar heimsóttu Akureyri um helgina og léku þar tvo leiki i 2. deild Islandsmótsins i handknattleik karla. 1 fyrri leikn- um sem var gegn KA töpuöu Ar- menningar naumlega 15:14 en i þeim siðari, sem var við Þór, sigruðu þeir aftur á móti naum- lega, eða 23:22... —klp— Spennan er nú I hámarki.bæöi á toppi og botni 1. deildarinnar i körfuknattleik eftir leiki helgar- innar. Þrir leikir fóru fram um helgina, og voru Þórsarar frá Akureyri þátttakendur i tveimur þeirra. Þeir mættu Keflvikingum i Keflavfk á laugardag og töpuðu þá með 92 stigum gegn 105 eftir hetjulega baráttu og i gær máttu þeir þola annan ósigur, þá gegn UMFG 66:89. Bandariski leikmaðurinn hjá Þór, Gary Szwarts lék ekki meö i gær gegn Grindvikingunum, hann fór af landi brott á laugardags- kvöld eftir leikinn gegn IBK og kemur ekki aftur. Framarar héldu til Borgarness um helgina, þar sem þeir mættu heimamönnum, og unnu Fram- arar auðveldan sigur 91:66. Aöeins tveimur leikjum er ólok- ið i 1. deildinni, Fram mætir Grindavik i Njarðvikum og Kefl- vikingamir leika i Borgarnesi. Sennilegustu úrslit þessara leikja eru aö Fram og Keflavik sigri, og verði Urslit þannig, þá eru Fram- arar komnir i Úrvalsdeildina en aukaleik þarf á milli UMFG og Borgarness um fall i 2. deild. Þaö er þvi ljóst að hart verður barist. Grindvikingarnir hafa veriði mikillisókn að undanförnu og takist þeim að sigra Fram, þá bjarga þeir sér sennilega frá falli, og tryggja Keflvikingum um leiö aukaleik við Fram um sætið I Cr- valsdeildinni. En staðan i 1. deild er þannig i dag. Fram........ 15 13 2 1395:1158 26 Keflavlk ... 15 12 3 1279:1186 24 Þór.........16 5 11 1271:1426 10 UMFG........15 4 11 1222:1271 8 UMFS .......15 4 11 1212:1280 8

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.