Tíminn - 06.12.1969, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.12.1969, Blaðsíða 4
16 TIMINN LAUGARDAGUB 6. deseanber 196» Á KÖiDUM KIAKA JAMES OLIVER CURWOOD n rökkurs. Augu ungu stúlkunnar voru nú enn dekkri en áður, og úr þeim mátti lesa vonleysi og kvíða. Hún sagði: — Ég er alltaf ihrifin af tjöld- um og gömlum gangstígum og ann frjálsu og óháðu lífi í skauti nátt- úrunnar. Ég dáist að Belimdu Mul- rooney, sem þér sögðuð mér frá í kvöld. Ég hata og fyrirlít borg- ir, járnbrautir og bila, og allt, sem flyzt með þeim, og mér þyk- ir fyrir því, áð þessir hlutir skuli flytjast til Alaska. Og ég hata líka þennan mann — þennan — John Graham. Hann hrökk við, er hanm heyrði orð henmar. — Viljið þér ekki segja mér, hvað hanm gerir með styrk pen- inga sinna. Rödd hennar var hörð og köld, og Alan tók eftir því, að hönd hennar var kreppt um handriðið. — Hann heiu* eyðilagt alla veiði í mörgum ám og vötnum Alaska, og það tjón verður aldrei baett, ungfrú Standish. En það er þó ekki það versta. Ég held, að ég segi ekki of mikið, þótt ég full- yrði, að hmn hafi drepið fjölda kvenna og bama með því að upp- ræta fiskinn í veiðivötnum, sem íbúarnir lifðu af. Ég veit þetta með vissu, því að ég hef séð fólk- ið deyja. Honurni fannst húm hallast ofur- lítið að sér sem snöggvast. — Er þetta allt og sumt? Hann hló kaldranalega. —; Til er fólk, sem finnst þetta meira en nóg, ungfrú Standish. Hamn lætur greipar sépa um allan Al- askaskagann, og umboðsmenn hans eru á hverju strái. Ef menn eins og John Graham fá að fara sínu fram í tiu ár, eyðileggja þeir svo mikið, að það er ekki hægt að bæta upp með tvö hundruð ára viðreismarstarfi. Hún lyfti höfði og horfði á fjallatindana, sem ennþá mátti greina í rökkurmóðumni. Húm var náföl. — Mér þykir vænt um, að þér skyldúð segja mér frá Belindu Mulrooney, sagði hún. —Það hef- ur hjálpað mér til að skilja margt, og það hefur gefið mér hugrekki. Hún gat barizt, var það ekki? Hún gat barizt eins og karl- maður? — Já, og dró ekki af sér. — Og hún átti enga peninga. Hún fleygði siðasta dollaranum sér til hamingju í Yukom-fljótið, sögðuð þér? — Já, það var við Dawson. Þá átti hún ebki eyri eftir til þess að seðja hungur sitt, þótt líf henn ar hefði legið við. Hún lyfti hendinni, og hann sá glampa á einbauginn á fingri hemnar. Hún dró hann hægt af sér. — Þá er bezt, að ég geri það líka mér til hamingju — til ham- ingju fyrir Mary Standish. Hún hló lágt og kastaði hringnum í sjóinn. Svo leit hún á hann ofurlítið afsakandi, vegna þess sem hún hafði gert. — Þetta er enginm leikur af minni hálfu, sagði hún. — Mér er þetta full alvara. Mér finnst ég mega til að gera þetta. Ég verð að eiga eitthvað hérna á sjávarbotninum á leiðinni til Skagway, alveg eins og Belinda vabð að láta doltarann sinn liggja á botni Yukon-fljótsins. Hún rétti honum höndina, sem hringurinn hafði verið á, og hún lá andartak heit og seiðmögnúð í lófa hans. — Þakka yður fyrir þetta ógleymamlega kvöld, Aian Holt Ég mun aldrei gleyma því. Nú er kominn kvöldverðartími. Ég verð að bjóða yður góða mótt. Hann fylgdi henni með augun- um, unz hún hvarf inn um dyrn- ar. Um leið og hann smeri við álei'ðis til káetu sinnar, rakst hann nær því á Rossland. Hvorug- ur þeirra heilsaði eða kinkaði kolli, en þeir horfðust þegjandi og hvasst í augu. Alan fann, að hann hafði djúpa amdúð á þess- um manni. Hann var umboðsmað- ur Grahams og þar af leiðandi svarinn óvinur hans, og samband hans við Mary Sitandish, sem hann skildi hvorki upp mé niður í, vakti honum ósjálfráða reiði. En þegar Alan var kominn í klefa sinn, fannst honum hann skilja að ein- hverju leyti ástæðurnar fyrir fram komu Rosslands. Hanm var ekki hnýsinn. Hann hafði lifað allt of mikið í einveru til þess að vera lagið að skynja hugsanir og framkomu annarra. Heilabrot hans um þetta stöfuðu aðeins af því, að hann hafði dreg- izt ion í þessi mál og fannst hálf- vegis, að þau vaeru bæði að leika með sig með þessum leyndardómi, sem hvildi yfir sambandi þeirra. Hamn varðaði heldur ekkerf um Rossland annað en það, að hann langaði til að þurrka hann út af yfirborði jarðarinnar eins og aðra umboðsmenn Grahams. Hann hafði heldur aldrei spurt Mary um eimkamál hennar, en hann dáðist að sjálfístjóm hennar í viðureign- inmi við Rossland og fann, að húm hatfði með rósemi simni forð- að honum frá því að taka alvar- lega í lurginm á Rossland, og ef til vill fleygja homum fyrir iborð. Við kvöldverðanborðið sat Alan þögull og hugsandi, og Mary leit varla á hann. Honum fannst hún varla veita því athygli, er hann stóð upp og gekk út. Hann fór að leita að Stampade garnila Smith og fann hamn stundu seinna vera að gefa föngnum birni braúð á neðra þilfarinu. Dýrið tilheyrði Thlinkit-Indíánunum sjö, sem voru á skipinu. Alan tók eftir því, að Indíámastúlkurnar tvær horfðu 'forvitnar á hann og hvísluðust á. Þær voru mjög snotrar, með stór svört augu og spékoppa í kinn- unum. Einn Indíáninn leit alls ekki á hann, em sat hreytfingar- laus með krosslagða fætur á þil- farinu og sneri sér undan. Alan gekk nú með Stampade inn í reybsalinn, og þeir töluðu saman af miklum áhuga um Endi- cott-fjöllin og fyrirætlanir Alams. Eftir alllangan tíma skrapp Alan til klefa síns eftir landabréfi og Ijósmyndum til að sýna Stampade. Hann skoðaði þetta af mikilli kost gæfni og hvarf í huga til gömlu áranna og baráttunnar í himu ó- numda landi. Þeir voru svo upp- taknir af þessu, að Alan gleymdi Mary og öllu öðru á skipinu, en hvarf í huga til fjallana sinna. Það var liðið að miðnætti, er Al- an smeri til klefa sfns. Honum var létt í skapi. Lífs- gleðin ólgaði í honum, og hann dró að sér hressandi sjávarloftið í löngum og djúpum sogum. Hon- um fannst, að hann hefði nú að lokum fundið félaga, sem hann hefði lengi þráð, þar sem Stam- pade Smith var. Hann leit upp til stjarnanna og brosti við þeim, og hann var fullur þakklætis, vegna þess að hann var fæddur nógu snemma til þess að geta ver- ið landmemi. Handa næstu fcynslóð yrði efckent óbyggt land til að nema. Honum fannst allt gott. Hann átti mikið verk að vinna, sem tók hug hans allan, og hann lét hug- ann reika fram um ókomna daga. Allt í einu mundi hann eftir Maxy Standish og því, sem hún hafði sagt við hann í rökkrinu um kvöld ið. Undarlegt, ef það var í raun og veru meining hennar, að hún ynni tjöldum, gamlum stígum og óræktúðu landi, en hataði borgir, járnbrautir og bfLa, og vildi ekki að' Alaska eignaðist þetta. Hann yppti öxlum. Líklega skildi hún tilfinningar hans, því að hún var skynsöm, mjög skynsöm. Létt högg á hurðina kom hon- um til að 'Mta af úrinu, sem hann hélt í lófa sér. Klukkan var fimm- tán mínútur yfir tólf, og það var ekki venjulegt, að drepið væii á dyr hans á þeim tíma. Aftur var drepið á dyrnar, ofur- lítið hikandi, fannst honum. Síð- an í þriðja sinn og þá snöggt og ákveðið. Hann stakk úrinu í vas- ann og opnaði dyrnar. Á þröskuldinum fyrk framan hann stóð Mary Standish. Fyrst í stað tók hann aðeins eft ir aúgum hennar. Þau voru stór og starandi, og hræðslan skein úr þeim. Svo veitti hann athygli fölv- anum í andliti hennar um leið og hún gekk inn án þess að bíða eft- ir því að hann segði henni að gera svo vel. Hún lokaði sjálf hurðinni, en hann starði á hana undrandi og ráðvilltur. Svo hall- aði hún sér upp að hurðinni stirð og náföl í framan. — Má ég koma inn? sagði hún. — Nú, þér erað fcomnar ism, stamáði Alan. — Þér eruð sannar- lega komnar iim. VTL KAFLL Já, það var komið fram yfir miðnætti, og Mary Standish var komin inn í klefa hans og hafði lobað á eftir sér hurðinni, án þess að hann hefði boðið henni imn með einu orði. Þegar mesta undrunin var farin af honum, stóð hann þegjandi og rólegur, ea stúlkan horfði stöðugt á hann er laugardagur 6. desember — Nikulásmessa Tungl í hásuðri kl. 10.32 Árdegisháflæði í Rvík kl. 3.46 HEILnSU GÆZi A HITAVEITUBILANIR Hlkynnlst 1 slma 15359 BILANASlMI Rafmagnsveltu Reyk|a vfkur 6 skrlfstofutlma er 18223 Nætur og helgldagavarzla 18230. Skolphrelnsun allan (Marhrlnglnn. Svarað t slma 81617 og 33744. SLÖKKVILIÐIÐ og slúkrablfrelðlr — Siml 11100 SJÚKRABIFREIÐ l Hafnarflrðl slma 51336 SLYSAVARÐSTOFAN l Borgarspltal anum or opln allan tólarhrlnglnn Aðelns móttaka slasaðra Slmi 81212. NÆTURVARZLAN i Stórholtl er op- In fré mánudegl tll fðstudags kl. 21 á kvöldln tll kl 9 * morgn ana. Laugardaga og helgldaga tra kt. 16 á dagtnn tn kl. 10 á morgn ana KVOLD og helgldagavarzla laakna rtetst hvern vlrkan dag kl. 17 og stendur tll Id. 8 að morgnl. um helgar frá kl. 13 á laugardögum. I neyðartllfellum (ef ekkl næst tll heimHlslæknls) er teklð á mötl vltfanabetSmrm á skrlfstofu lækna félaganna I sima 11510 frá kl. 8—17 alla virka daga, nema laug ardaga. LÆKNAVAKT I HAFNARFIRÐI og Garðahreppl. Upplýslngar I lög. regluvarðstofunnl, tfmi 50131 og slökkvlstöðlnnl, slml 51100. KÓPAVOGSAPÓTEK oplð vlrka daga frá kl. 9—19, laugard. frá kl. 9—14 helga daga frá kl. 13—19. BLÓÐBANKINN tekur á mótl blóð gjöfum daglega kl. 2—4. Næturvörzlu Apóteka í Reykju- vík vikuna 6—12 des- annast Holts Apótek og Laugavegs apótek. Næturvörzlu í Keflavík 6. des. og 7. des. annast Arnbjörn Ölafss. Næturvörzlu í Keflavík 8. des. annast Guðjón Klemenzson. FLU GÁÆTLANIR Flugfélag fslands h.f. Millilanda flug: Gullfaxi fór til Ösló og kaup- mamnahafnar kl. 00:00 í morgun. Vélin er væntanleg aftur til Kefla- víkur kl. 19:00 annað kvöld (sunnu dag.) Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akur- eyrar (2 ferðir) tii Vestmannaeyja ísafjarðar, Patreksfjarðar, Egils- staða og Sauðárkróks. Á morgun er áætla® ag fljúga til Abureyrar og Vestmannaeyja. KIRKJAN Dómkirkjan. Messa kl. 11 f. h. Séra Jón Auðuns. Síðdegismessa kl. 5.15 (fjölskyldu- messa). Séra Óskar J. Þorláksson. Barnamessa í samkomusal miðbæj arskólans kl. 11. Séra Óskar J- Þorlákssoin. LanglioltsprestakaU. Barnasamkoma ld. 10.30. Guðs- þjónusta kl. 2. Séra Árelíus Níels- son. Guðsþjónusta í Laugarnes- kirkju kl. 5 s. d. flutt verður kant- ata nr. 61. Nú kemur heiðinna hjálparráð, eftir Jóhanm Sebastian Bach, einsöngvarar Elisabet Erl- ingsdóttir, Magnús Jónsson, Krist- inn Hallsson, hljóðfæraleikarar að stoða, Sigurður Haukur Guðjóns- son. Óskaistumdin er kl. 4, kynning arkvöld er kl. 8.30. Neskirkja. Barnasamikoma kl. 10,30. Guðs- þjónusta kl. 2. Séra Frank M. Hall- dórSsön. Háteigskirkja. Barmaguðsþjónusta kl. 10.30. Séra Amgrímur Jónssom. Messa kl. 2. Séra Jón Þorvarðsson. Laugarneskirk j a- Messa kl. 2. Barnaiguðsþjónusta kl. 10130. Séra Garðar Svavarsson. Hallgrímskirkja. Baimaguðsþjónusta kl. 10.30. Séra Ragnar Fjalar Lárasson. Messa kl. 2 e. h. Séra Ragnar Fjalar Lárus- son- Ásprestakall. Messa í Laugarásbíói kl. 13,30. Barnasámkoma kl. U sama stað. Séra Grímur Grímsson. Grensásprestakall. Guðsþjónusta í Safnaðarheimilinu Mi'ðbæ kl. 11. Barnasamkoma kl. 1,30. Séra Felix Ólafsson. Bústaðaprcstakall. Barnasamkoma í Réttarholtskóla M. 10,30. Guðsþjónusta kl. 2. Séra Ólafur Skúlason. Kópavogskirkja. Barnasamkoma kú. 10,30. Gúffs- þjónusta kl. 2. Gumnar Arnason. Elliheimilið Grund. Messa á vegum félags fyrrv. sókn- arpresta kl. 2 e. h. Séra Jakob Einarsson, fyrrv. prófastur þjónar fyrir altari, Sigurður ðrn Steim- grímssom cand. theol. predilkar. Hafnarfjarðarfcirkja. Messa M. 2. Barnaguðsiþjónusta M. 11. Garðar Þorsteinsson. Kirkjuhvolsprcstakall (Þykkvibær) Messa í Kálfholti á morgun M. 2 e. h. Séra Magnús Runólfssom. Hallgrímskirkja Aðalsafnaiðarfundur Hallgrímssafn aðar verður n. k. súnnudag 7. des., að lokinni guðsiþjónustu í Hall- grímskirkju, er hefst kl. 14,00. Venjuleg aðalsafnaðarfundar- störf. Sóknarnefnd Hallgrímssafm- aðar. FÉLAGSLÍF Kvenfélag Laugarnessóknar. Jólafundurinn veróur haldinn mánudaginn 8. des. kl. 8,30 í fund- arsal kirkjunnar. Kvikmynd, jóla- happdrætti og fil. Fúndur fyrir stúlkur og pilta ver? ur í félagsheimilinu mánudagiit 8. des. kl. 8-30. Opið hús frá M 8. Frank M. HaUdórsson. Skíðafólk. Ármenningar. Fariff verður í Jósetfsdal laugaj daginm 6. M. 2 e. h. frá Umferðí miðstöðinni, Stjórnin. Sólvangur HafnarfirðL Basar á handavinnu vistfólks a elli- og hjúkrunarheimilinu Só! vangi Hafnarfirði verður í anddyi hússims summudaginn 7. des. 196£ frá M. 3—5 síðdegis. Konur í styrktarfélagi vangei inna. Jólafundurinn verður í Lingáf fimmtudaginn U des. n. k. fc 20.30. Dagskrá: Félagsmál í Ingimar Jóhannessum. Jólahuj vekja. Séra Siguróur Haufcur Gu( jónsson. Stjórnim. Lárétt: 1 Drykfcur 5 Snýkjudýr 7 Líta 9 Kveikur 11 Fisfcs 13 Taut 14 Óduglega 16 Röð 17 Stök 19 Tröllkvenma. Krossgáta Nr. 444 Lóðrétt: 1 Líkamshluti 2 Tveir eins 3 Guðs 4 Ur- gangs 6 Fu'glinn 8 Fiska 10 Héraðið 12 Rændi 15 Fæða 18 Persónufornafn. Ráðning á gátii nr. 443. Lárétt: l Blakka 5 Tál 7 LM 9 Tifa 11 Gas 13 Fag 14 ítak 16 LL 17 Bækla 19 Saknar. Lóðrétt: 1 Belgía 2 At 3 Kát 4 Klif 6 Naglar 8 Mat 10 Falla 12 Saba 15 Kæk 18 KN. T

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.