Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.2001, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.2001, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 18. ÁGÚST 2001 A NDREW Wawn kom í fyrsta skipti til Íslands árið 1978. Það var úrhellisrign- ing og hann leitaði skjóls í Þjóðminjasafninu. Þar rak hann augun í myndir af Bretum sem heimsótt höfðu Ísland árið 1789. Á myndunum stóð nafnið John Thomas Stanley. Wawn fannst það skemmtileg tilviljun að hann hafði í æsku búið við Stanleyroad í Liverpool og síðar verið í góðum viðskiptum við krána á Stanley Hotel. Þegar Wawn fór að grennslast fyrir um þetta á heimaslóðum komst hann að því að það var einn og sami maðurinn á bak við nöfnin á myndinni, götunni og kránni. Stuttu síðar kom Wawn aftur til Íslands og rambaði inn í fornbókabúð Braga Kristjónssonar á Vesturgötunni. Þar fann hann gamla útgáfu af Víga-Glúms sögu og í henni nafnspjald með nafni Johns Thomasar Stanley. „Þetta voru skemmtilegar tilviljanir og áhugi minn var vakinn á þessum manni og öðr- um Bretum sem heimsóttu Ísland á fyrri öld- um,“ segir Wawn. „Mér þótti ekki síst áhuga- vert hvaða augum þeir litu Ísland og hina fornnorrænu menningu. Stanley hafði komið til Íslands í hópi nýútskrifaðra háskólanema sem höfðu mikinn áhuga á jarðfræði. Hann hefur þó greinilega einnig kynnt sér bók- menntir þjóðarinnar. Íslenskar fornbókmennt- ir áttu eftir að hafa mikil áhrif á menningu Breta á nítjándu öld og heimsóknum til Íslands átti eftir að fjölga mjög í kjölfarið.“ Ólæknandi baktería Stanley þessi átti enn eftir að skjóta upp kollinum. Wawn komst að því löngu síðar, þeg- ar hann var kominn á kaf í rannsóknir á menn- ingarlegum samskiptum Íslendinga og Breta á nítjándu öld, að lærisveinn Stanleys var kunn- ugur íslenska fræðimanninum Þorleifi Repp sem bjó og starfaði um tíma á Bretlandi og Wawn ritaði um ágæta bók, The Anglo Man. Þorleifur Repp, Philology and Nineteenth- Century Britain (Studia Islandica, 49. hefti, 1991). Wawn segir að Stanley hafi átt nokkurn þátt í því að hann steypti sér út í rannsóknir á íslenskum fornbókmenntum. Það sé þó bakt- ería sem fræðimenn á hans sviði kannist við. „Hún sækir kannski ekki á marga en þeir sem smitast eru ólæknandi. Menn komast fljótt að því að enskar miðaldabókmenntir jafn- ast ekkert á við þær íslensku.“ Krafinn um aukagetu Wawn las enskar miðaldabókmenntir við há- skólann í Birmingham og varði doktorsritgerð um enska fjórtándu aldar skáldið Geoffrey Chaucer. Árið 1972 var hann ráðinn í lektors- stöðu í enskum miðaldabókmenntum við há- skólann í Keele. „Í breskum háskólum hangir oft eitthvað annað á spýtunni þegar maður er ráðinn til starfa á tilteknu sérsviði. Áður en langt um leið var ég því krafinn um aukagetu. Ég hafði lært hrafl í forníslensku í háskólanum í Birming- ham. Þar hafði þýskukennari boðið upp á auka- tíma í forníslensku í hádegishléum. Við íensku miðaldabókmenntunum sáum Íslendingasög- urnar alltaf í hillingum og sóttum því þessa há- degistíma. Ég bjó að þeim þegar kom að því að sýna fram á aukagetuna og ákvað að bjóða upp á námskeið í Íslendinga sögunum. Ég var full- ur áhuga en var aldrei nema hálfri blaðsíðu á undan nemendunum í námsefninu. Síðan hef ég orðið æ áhugasamari um íslenskar fornbók- menntir og fornnorræna menningu og nú er svo komið að rannsóknir mínar eru fyrst og fremst á því sviði þótt ég sé enn mestmegnis að kenna enskar miðaldabókmenntir, nú í háskól- anum í Leeds.“ Margar Njálur Á síðasta ári kom út mikið rit eftir Wawn er nefnist The Vikings and the Victorians. Invent- ing the Old North in Nineteenth-Century Britain. Þar fjallar Wawn um áhuga Breta á Ís- landi og íslenskri menningu á nítjándu öld, einkum hversu þekktar norrænar bókmenntir voru á Bretlandi, hvernig þeim var miðlað og hvernig þær voru túlkaðar. Wawn fjallaði um svipað efni í fyrirlestri er hann flutti í Háskóla Íslands í vikunni þar sem hann beindi sjónum að viðtökum Njálu á Bret- landi á nítjándu öld. Hann heldur því fram að það hafi verið til margar Njálur á Bretlandi á þessum tíma, á svipaðan hátt og Jón Karl Helgason hefur haldið því fram í nýlegri bók, er nefnist Höfundar Njálu. Þræðir úr vest- rænni bókmenntasögu, að Njála sé ekki óum- breytanlegur, endanlegur texti á bók heldur lifandi menningarhefð í verkum fjölmargra höfunda. „Undirtitilinn á bókinni minni má skilja á tvo vegu, að Bretar hafi verið að uppgötva forn- norræna menningu á nítjándu öld og/eða að þeir hafi verið að finna hana upp eða skapa hana, móta hana í höndum sér. Menn túlkuðu þessa menningarhefð eins og þeim hentaði best. Það voru því margar Njálssögur á Bret- landi á nítjándu öld og þær voru allar settar saman af Bretum. Boðskapur sagnanna höfð- aði raunar mjög til Breta. Hinn forngríski og latneski menningararfur var orðinn svolítið leiðigjarn í huga sumra. Textafræðilegar og málsögulegar rannsóknir höfðu líka grafið undan þeim stalli sem hinn gríski og latneski arfur hafði verið settur á. Að auki er allt mor- andi af vísunum í fornnorræna hefð í umhverfi okkar. Sjálfur fæddist ég í West Kirby eða Vestur-Kirkjubæ. Og ég bjó til átján ára aldurs í Meols sem er orð af sama stofni og íslenska orðið melur.“ Víkinglegir Viktoríumenn Eins og víðar í Evrópu voru Bretar upp- teknir af uppruna sínum á nítjándu öldinni og að sumra mati lá það beint við að leita hans hér norður frá. „Víkingablóðið var skýringin á því hvað Bretar voru miklir afreksmenn og heimsveldi. Framkvæmdagleðin, frumkvæðið, krafturinn og atorkusemin. Gróðasamur kaupskapur, lagakerfið, fulltrúalýðræðið og kvenréttindi. Bretar röktu alls konar hluti til hins norræna uppruna af miklu stolti.“ Smám saman jókst áhuginn á forníslenskum bókmenntum og norrænni menningu yfirleitt á Bretlandi. Íslendingasögur voru þýddar og þær voru kenndar í skólakerfinu. „Í kjölfarið vaknaði áhugi á að heimsækja sögueyjuna í norðri, og þá á nákvæmlega sömu forsendum og Grikkland og Róm höfðu verið Morgunblaðið/Arnaldur „Það voru því margar Njálssögur á Bretlandi á nítjándu öld og þær voru allar settar saman af Bretum,“ segir Andrew Wawn. VIKTORÍUMENN MEÐ VÍKINGABLÓÐ Andrew Wawn hefur rannsakað viðtökur íslenskra fornbókmennta á Bretlandi á nítjándu öld og komist að því að menn Viktoríutímans töldu sig vera með víkingablóð í æðum. ÞRÖSTUR HELGASON ræddi við Wawn sem segir að áhrifa fornsagnanna hafi gætt í öllu menningarlífi Breta á nítjándu öld og hing- að hafi Bretar fyrst og fremst komið í menningarferðir til þess að kynna sér söguslóðir Íslendingasagnanna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.