Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.2002, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.2002, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 2. MARS 2002 „Þið eigið hlýju og hjartans varma. þið eruð tilfinningaríkt fólk og söngelskt. Og söngelskir menn eru oftast góðir menn.“ Þórarinn Björnsson. Á SÍÐASTA ári var eitt hundr- aðasta ártíð ítalska tónsnill- ingsins Giuseppes Verdis. Hefur þessara tímamóta verið minnst víða um heim, ekki síst á Ítalíu þar sem hið forna hringleikahús í Ver- óna var lagt undir hátíða- höldin og sumar af þekktustu óperum hans sýndar dag eftir dag í júlí og ágúst. Reyndar hóf- ust hátíðahöldin 29. júní með flutningi sálu- messu tónskáldsins. Mörgum mun kunnugt að Verdi var einn áhrifamesti og afkastamesti tónsnillingur nítjándu aldarinnar og hafa þeim þætti í lífs- starfi hans verið gerð skil í mörgum frábærum erlendum bókum sem fjalla um ævi og störf þessa merka listamanns. En minna fer fyrir þeim þætti í lífi hans, sem varðar óvenjulegan þjóðfélagsþroska hans, sem ættjarðarvinar og mannvinar og er þá ekki verið að vanmeta list- ræn störf hans sem eru einn af hornsteinum evr- ópskrar menningar. Fyrstu æviár Guiseppe Verdi fæddist í litlu þorpi, Le Ron- cole, í héraðinu Piacenza á Norður-Ítalíu hinn 10. október árið 1813, sonur bláfátækra hjóna, Carlo og Luigíu Verdi. Þó að foreldrar hans væru hvorugt söng- hneigt kom tónlistarhneigð sonar þeirra snemma í ljós. Skemmtilegustu stundir hans voru á sunnudögum þegar hann gat hlustað á orgelið í sóknarkirkjunni. Sjö ára gamall var hann orðinn kirkjuþjónn og segir sagan að dag nokkurn hafi hann orðið svo frá sér numinn af leik organistans að hann gleymdi að færa prest- inum vatnið. Presturinn varð svo reiður að hann hrinti Verdi litla niður altarisþrepin. Þegar hann kom heim marinn og grátandi spurðu foreldrar hans hvað amaði að honum. Hann svaraði að- eins: „Leyfið mér að hefja tónlistarnám.“ Nokkru síðar keyptu foreldrar hans handa honum gamla spínettu (fornt hljóðfæri skylt hapsikordi). Organisti þorpsins, Baistrocchi að nafni, varð fyrsti leiðbeinandi hans. Dag nokk- urn, þegar hann gat ekki slegið ákveðinn streng á spínettunni, varð hann svo reiður að hann sló hljóðfærið og skemmdi. Hljóðfærasmiður frá Busseto, sem er nærliggjandi bær, var fenginn til þess að gera við hljóðfærið. Að viðgerð lokinni vildi hann ekki þiggja laun fyrir vinnu sína held- ur límdi bréfmiða innan á spínettuna með eft- irfarandi orðum: „Ég Stephen Cavaletti, hef gert við þetta hljóðfæri en vegna þess að ég hef séð hve ákafur hinn ungi Giuseppe Verdi er að læra á það gef ég honum allan viðgerðarkostnað. Áhugi hans er næg greiðsla fyrir mína vinnu.“ Þegar Giuseppe hafði lært allt, sem Baist- rocchi gat kennt honum, sendu foreldrar hans hann til Busseto til frekara náms. Í Busseto kynntist Verdi manni, Antonio Bar- ezzi, sem átti eftir að verða mikill velgerðarmað- ur hans. Barezzi var góðhjartaður og efnaður heildsali sem Carlo Verdi hafði viðskipti við en hann rak litla verslun í Le Roncole. Giuseppe hafði oft heimsótt vöruhús Barezzi í erindum föður síns. Barezzi geðjaðist vel að hinum unga manni því að þeir voru báðir miklir tónlistarunn- endur. Barezzi lék á flautu og klarínettu og var formaður tónlistarfélagsins. Það var þess vegna með mikilli gleði sem Giuseppe litli þáði boð um námsvist í vöruhúsi „herra Antonio“. Hann átti ekki aðeins að hjálpa Barezzi við verslunarstörf- in heldur einnig endurrita og undirbúa viðfangs- efni fyrir tónlistarfélagið. Í staðinn fékk hann fæði og húsnæði hjá velgerðarmanni sínum og auk þess kennara í latínu og tónfræði. Í stuttu máli varð Guiseppe mjög náinn vinur fjölskyldu Barezzi og elskhugi Margherita dótt- ur hans. Þau tvö léku dúetta á nýja píanóið sem Barezzi hafði keypt handa þeim. Saman lifðu þau í heimi tónlistarinnar og dreymdi um hjóna- band sem átti eftir að veita Verdi mikla ham- ingju og mikla sorg. Enn þá var samt of snemmt að gera áform um hjónaband þeirra því að Verdi var enn þá unglingur og tónlistarmenntun hans nýhafin. Góðgerðarfélag í Busseto veitti honum þrjú hundruð líra styrk á ári og við hann bætti Barezzi upphæð frá sjálfum sér til þess að Verdi kæmist til Mílanó til þess að þreyta inntökupróf við tónlistarháskólann. Það er skemmst frá því að segja að hann féll á prófinu. Margt hefur ver- ið ritað um neitun forráðamanna skólans um skólavist fyrir Verdi og flestir komist að þeirri niðurstöðu að hún hafi verið réttmæt. Hann hefði sótt um skólavist sem nemandi í tónsmíð- um en hann viðurkenndi sjálfur mörgum árum síðar að verkefni þau sem hann afhenti dóm- endum hefðu verið miður góð. Auðvitað sannar þetta ekki að dómendum hafi mistekist að koma auga á afburðamanninn þegar hann stóð augliti til auglitis við þá sem ætla má að faðir hans, Cavaletti, Barezzi og fleiri hafi verið búnir að koma auga á, heldur sýnir þetta ljóslega rauða þráðinn í skaphöfn meistarans, að kenna aldrei öðrum um ófarir sínar eða að láta aðra verða fyr- ir óþægindum sín vegna. Prófdómendur hældu þó hæfileikum hans og ráðlögðu honum að leita sér einkakennslu. Fyrir valinu varð tónskáldið Vincenco Lavigna. Þetta varð þó Verdi til góðs þrátt fyrir þau miklu vonbrigði sem þetta olli honum. Lavigna var nefnilega meðlimur hinnar frægu La Scala óperu og það var þess vegna sem Verdi komst í náin kynni við óperutónlistina. Þannig atvikaðist að fall Verdis við tónlistarhá- skólann varð fyrsta skrefið á framabraut hans og sannaðst nú sem oft áður að fall er fararheill. Verdi var fæddur óperusmiður og í þann farveg hafði hin vísa forsjón nú beint honum. Í tvö ár stundaði hann nám hjá Lavigna en að þeim tíma loknum hóf hann lífsstarf sitt. Að sjálfsögðu var sú kennsla sem Verdi hlaut hjá Lavigna miklu dýrari en ef hann hefði náð inntökuprófi við tónlistarháskólann. En aftur bjargaði Barezzi tónlistarferli Verdis þegar hann lýsti því yfir að ungi maðurinn gæti lifað og stundað nám hjá besta einkakennara í Mílanó á sinn kostnað. Lavigna var góður tónlistarmaður, meðalmaður sem tónskáld og mjög strangur uppalandi. Hann fór yfir verk Palestrinas, Corellis, Haydns, Mozarts og Beethovens með nemanda sínum. Að ráði Lavignas keypti Barezzi áskrift- arkort að La Scala fyrir Verdi og leigði handa honum píanó. Verdi lagði mjög hart að sér við námið og vann í allt að 14 klukkustundir á dag. Að lokum borgaði Verdi Barezzi hverja líru og þakklætið til velgerðarmanns síns entist honum alla ævi. Starfsævi Alls samdi Verdi 26 óperur á starfsævi sinni auk sálumessu og nokkurra smærri tónverka. Þessi afköst eru með ólíkindum, ekki síst vegna þess að allar eru þær frábær listaverk og sumar óperur Verdis eru meðal vinsælustu ópera allra tíma. Það sem einkennir óperur hans er smekk- lega valinn söguþráður sem er lagður til grund- vallar vel sömdum söngtexta og tónlist í öllum sínum fjölbreytileika er samin við. Með öllum þáttum óperunnar hafði Verdi ítök og þegar fjöl- breytt efnisval ópera hans er haft í huga er hægt að segja að hann hafi haft áhuga á manninum í öllum hans fjölbreytileika og varla sé til sú manngerð eða ástand að ekki sé það að finna í einhverri ópera hans. Sá djúpi skilningur, sem meistarinn hefur á sálarlífi þeirra einstaklinga sem hann skapar, er ótrúlegur og hlýtur að verða mönnum uppspretta á skilningi mannsins á sjálfum sér um alla framtíð. Grundvöllur alls þessa er ást meistarans á manninum, ekki síst þeim hópi sem minnimáttar er. Þessi eiginleiki Verdis varð til þess að landi hans, skáldið Gabriele d’Annunzio lét þau orð falla, að hann hefði „elskað og haft samúð með öllum mönnum“. Að sjálfsögðu er ekki hægt að lýsa tónlist af neinu skynsamlegu viti í orðum. Á hana verður að hlusta og það sem einkennir tónlist Verdis er að því oftar sem hlustað er á hana því fegurri og áhrifaríkari verður hún. Og með aðstoð textans, sem Verdi valdi mjög gaumgæfilega og er sér- stakt listaverk, er hægt fyrir lærða sem leika í tónlist að skynja kjarnann í list hans og njóta þeirra mannbætandi áhrifa sem hún, eins og öll göfug list, hefur. En með því að minnst var á að góður söguþráður hefði mikla þýðingu fyrir óp- erur og skilning á þeirri tónlist, sem um hann fjallar, verður ekki komst hjá að gera grein fyrir hvað átt er við og til þess notaður söguþráður óperunnar Aidu, sem er ein af vinsælustu og að mati sérfróðra manna ein af glæsilegustu óp- erum Verdis frá listrænu sjónarmiði, en Aida er hátíðarópera sem var pöntuð til frumsýningar í Kaíró í tilefni af vígslu Súesskurðarins. Atburðirnir í Aidu fara fram í Egyptalandi á tímum faraóanna en eru samt sem áður ekki sér- lega egypskir. Þeir fjalla almennt um hinn al- genga og tíða árekstur milli skyldurækni og ást- ar sem svo auðveldlega skýtur upp kollinum á tímum styrjalda og neyðarástands. Egyptaland er í neyð þegar sagan byrjar. Eþíópíuher ræðst á landið og hinn ungi Radames er skipaður til þess að stjórna egypska hernum. Hann tekur þessari skipun með hrifningu vegna þess að hún gefur honum annars vegar tækifæri til þess að þjóna föðurlandi sínu með heiðri og hins vegar sem stríðshetju til þess að ganga í augu stúlk- unnar, sem hann elskar, Aidu, konungsdóttur og þræls, en henni er haldið fanginni við egypsku hirðina. Ást Aidu er gagnkvæm en egypska kon- ungsdóttirin Amneris er einnig ástfangin af hon- um og með blessun hennar og örvæntingu Aidu fer hann í stríð. Aida veit nefnilega það, sem enginn annar veit enn þá, að Radames muni berjast gegn föður hennar, Amonasro, konungi Eþíópíu. En Amneris hefur grun um tilfinningar Aidu til Radamesdar og fær hana til þess að koma upp um sig með því að segja henni að hann hafi fallið í orrustu við Eþíópíumenn. Við þessa frétt verð- ur Aida frávita af sorg en sorgin breytist skyndi- lega í gleði þegar Amneris segir henni að Radames sé lifandi. Og hann er ekki aðeins lif- andi heldur hefur hann gjörsigrað her Eþíóp- íumanna og honum, hinum stolta her hans, stríðsföngum og herfangi er fagnað af konungi Egyptalands með sigurgöngu. Meðal fanganna er Amonasro, sem Aida kemst að raun um sér til skelfingar, en enginn annar þekkir hann og hon- um tekst að koma í veg fyrir að Aida komi upp um hann. Að sigurlaunum biður Radames um að föngum verði gefið frelsi og er orðið við því fyrir alla nema Amonasro. Honum er haldið í gíslingu vegna þess að grunur leikur á að hann sé valda- mikil persóna. Auk þess gefur Egyptalandskonungur Rad- amesi dóttur sína Amneris, en þessi heiðursgjöf veldur Radamesi miklu hugarangri og Aidu ör- væntingu. Í þreifandi myrkri nætur ætla Radames og Aida að hittast til þess að reyna að bjarga sér úr þessari klípu. En Amonasro, sem hefur komist á snoðir um samband þeirra, hefur hug á að not- færa sér ást þeirra til þess að ná markmiðum sínum. Hann læðist á eftir dóttur sinni á áfanga- stað þeirra á bökkum Nílar í nágrenni musteris, þar sem Amneris er nýgengin inn til þess að búa sig undir helgiathöfn brúðkaupsins með Rada- mesi. Þar biður hann Aidu að reyna að fá Rada- mes til þess að ljóstra upp samsöfnun egypska hersins, því að her Eþíópíumann hefur enn þá einu sinni hafið árás og Radamesi hefur aftur verið falið að stjórna vörninni. Aida er tvístíg- andi milli ástar á Radamesi og föðurlandsástar og hin síðarnefnda sigrar fyrir fortölur Amonas- ros. Þegar Radames kemur og upplýsir að hann ætli aftur á vígvöllinn og að hann ætli sér, ef hann sigrar, að biðja konung Egyptalands um hönd Aidu, svarar hún með því að vísa til reiði Amneris og hefndar og með því að benda á að eini möguleiki þeirra sé að flýja til Etíópíu þar sem vel verði tekið á móti Radamesi og þar sem þau geti lifað hamingjusömu lífi saman. Þegar Radames hikar fullyrðir hún að sjálfsögðu að hann elski hana ekki. Þá lætur hann undan og þegar Aida spyr hann hvaða leið þau skuli fara MEISTARINN FR Skemmtilegustu stundir Verdis voru á sunnudögum, þegar hann gat hlustað á orgelið í sóknarkirkjunni. Sjö ára gamall var hann orðinn kirkjuþjónn og segir sagan að dag nokkurn hafi hann orðið svo frá sér numinn af leik organistans að hann gleymdi að færa prestinum vatnið. Presturinn varð svo reiður að hann hrinti Verdi litla niður altarisþrepin. Þegar hann kom heim marinn og grátandi spurðu foreldrar hans hvað amaði að honum. Hann svaraði aðeins „leyfið mér að hefja tónlistarnám“. Sinfóníuhljómsveit Íslands, kórar og einsöngva E F T I R V I L H J Á L M G . S K Ú L A S O N GIUSEPPE VERDI (1813–1901) Giuseppe Verdi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.