Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.2002, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.2002, Síða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 15. JÚNÍ 2002 VON er á framhaldi á æviminn- ingum breska rithöfundarins Martins Amis hinn 17. júlí næstkomandi. Um er að ræða bókina Koba and the Dread: Laughter and the Twenty Million (Koba og óttinn: Hlátur og millj- ónirnar tuttugu) og mun þar vera um lauslega skilgreindar ævi- minningar að ræða, en einn um- sagnaraðila segir bókina unna í nokkurs konar ritgerðarformi. Martin Amis er einn frægasti samtímahöfundur Breta og hefur hann sent frá sér fjölda skáld- sagna. Meðal þeirra þekktustu eru Dead Babies, Success, Money og The Information. Árið 2000 kom út ævisagan Experience, þar sem Martin Amis fjallar m.a. um æskuár sín og tengslin við föður sinn, rithöfundinn Kingsley Am- is. Í Koba and the Dread fjallar Amis enn um föður sinn, og lýsir þar tengslum hans við komm- únistahreyfinguna á fjórða ára- tug síðustu aldar. Í því samhengi fer Amis inn á viðhorf þess hóps vestrænna menntamanna sem faðir hans var fulltrúi fyrir og ræðir þá „blindu“ sem einkenndi skilning þeirra á stjórnarháttum Stalíns. Að því er fram kemur í tímariti bandarískra útgefenda mun þetta umfjöllunarefni vera mjög áberandi í bókinni, en í titli hennar er vísað til gælunafns Stalíns. Ljósmyndun og brautryðj- endur úr röðum kvenna Nýlega kom út ljósmyndabók í ritstjórn Martins W. Sandlers sem fjallar í máli og myndum um brautryðjendur meðal kvenna á sviði ljósmyndunar í Bandaríkj- unum. Bókin ber yfirskriftina Against the Odds: Women Pion- eers in the First Hundred Years of Photography (Á móti straumn- um: Konur sem frumkvöðlar á sviði ljósmyndunar á fyrstu hundrað árum tækninnar). Bókin skiptist í átta kafla og er þar fjallað um brautryðjendur meðal kvenna á sviði ljósmynd- unar, út frá ólíkum greinum sem þróuðust innan fagsins á öldinni. Þar á meðal er portrett-, lands- lags- og blaðaljósmyndun. Í texta bókarinnar er fjallað um feril og mikilvægi ljósmyndaranna, og þá erfiðleika sem flestar máttu glíma við vegna kynferðis síns. Meðal þeirra sem fjallað er um í bókinni eru Dorothea Lange, sem vann heimildarbálk á tímum kreppunnar miklu, Berenice Abbott, sem fræg er fyrir myndir teknar í New York, og Margaret Bourke White, sem hafði mikil áhrif á sviði blaðaljósmyndunar með störfum sínum fyrir tímarit- ið Life. Þá er fjallað um ljósmynd- ara sem eru lítt þekktir í dag, s.s. portrettljósmyndarann Cather- ine Barnes Ward og Frances Benjamin Johnston, sem myndaði daglegt líf Bandaríkjamanna af afrískum uppruna í kringum aldamótin 1900. Í bókinni er einn- ig fjallað um ljósmyndara sem fallnir eru í gleymskunnar dá, s.s. Elizabeth Ellen Roberts, sem tók landslagsmyndir á sléttunum í Norður-Dakóta. Ritstjóri bókarinnar, Martin W. Sandler, hefur tvisvar hlotið til- nefningu til Pulizer-verðlauna fyrir bækur sínar um ljósmynd- ara og ljósmyndun. Meðal verka hans er bókin American Image: Photographing 150 Years in the Life of a Nation, sem út kom árið 1989. ERLENDAR BÆKUR Amis og Stalíntíminn Martin Amis ISumarið er komið og með því koma sumartónlist-arhátíðirnar sem haldnar eru um allt land. Um þessa helgi eru Mývatnssveitin og Hveragerði í sviðsljósinu; Bláa kirkjan á Seyðisfirði hefur tón- leikaröð sína í komandi viku; Skálholt í lok mán- aðarins, og svo Reykholt, og Kirkjubæjarklaustur. Sumartónleikar á Akureyri eru líka orðnir fastur viðburður. Vafalaust eru sumartónleikahátíðirnar á landsbyggðinni orðnar enn fleiri. IISumartónleikaraðirnar á landsbyggðinni hafasjálfsagt flestar höfðað hvað mest til Íslendinga, sem hefur þótt það gott að geta sameinað sumarfrí og menningarupplifun af þessu tagi. Þó færist það í vöxt að ferðamenn sæki þessar hátíðir. IIIAustfirðingar voru fyrstir til að bjóða upp áSumaróperu á Íslandi. Í nokkur ár hefur Óp- erusmiðja Austurlands undir forystu Keiths Reeds og Ástu Bryndísar Schram sett upp óperur að sumri til með árangri sem vakið hefur mikla og verðskuld- aða athygli. Þar hafa langt komnir söngnemar feng- ið tækifæri til að syngja með atvinnusöngvurum. Þessi athafnasemi, sem margir hafa eflaust talið óhugsandi draum áður en lagt var af stað, hefur fest sig í sessi og eflt sönglíf og músíkmenningu á Aust- fjörðum þannig að eftir er tekið. IVÍ Reykjavík hefur verið hefð fyrir sum-artónleikaröðum, og þar hafa tónleikarað- irnar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar og Sum- arkvöld við orgelið í Hallgrímskirkju verið atkvæðamest hingað til. Í sumar ber svo við að Nor- ræna húsið og kammerhópurinn Camerarctica sameinast um tónleikaröð í Norræna húsinu, þar sem eingöngu verður flutt Norræn tónlist. Tónleik- arnir verða á sunnudögum í júnímánuði og verða klukkutíma langir. Carmeractica hefur með þessari tónleikaröð markað sér ákveðna og skilgreinda sér- stöðu á tónleikamarkaðnum og það er vel. Öll slík markviss nýbreytni hlýtur að vera til þess fallin að laða að jafnt ferðamenn sem Íslendinga. VSumarópera verður starfrækt í fyrsta sinn íReykjavík í sumar. Það er ungt fólk, nýkomið úr söngnámi erlendis, sem að Sumaróperunni stendur, og þar er meiningin að langt komnir söngnemar fái tækifæri til að spreyta sig með atvinnufólki í grein- inni. Að sögn aðstandenda mættu 134 í áheyrn- arpróf fyrir fyrstu uppfærsluna, jafnt atvinnusöngv- arar sem söngnemar. Sá fjöldi segir heilmikið um grundvöllinn fyrir fjölbreyttu músíklífi í borginni. Fyrsta óperan sem sýnd verður er Dido og Aeneas eftir Purcell, og verða sýningar í Borgarleikhúsinu, en Sumaróperan verður starfrækt í samvinnu við Leikfélag Reykjavíkur og fleiri. Sumaróperan mun einnig gangast fyrir sumartónleikaröð þar sem ung- ir söngvarar syngja með þeim reyndari. VIÞað heyrir sögunni til að enga tónlist sé aðheyra á tónleikum á sumrin. Sumarhátíð- irnar á landsbyggðinni hafa eflst og dafnað á liðn- um árum, en nú virðist sem fjörkippur sé einnig að færast í sumartónleikalíf í borginni. NEÐANMÁLS Á ÞESSUM árstíma er indælt að borða léttan, litskrúðugan og sumarlegan mat á sólpall- inum eða úti í garði. Blöð og tímarit eru uppfull af nýstár- legum uppskriftum sem gaman er að prófa og í Morg- unblaðinu er t.d. sérlega frumleg sælkerasíða með fallegum ljósmyndum og ráðleggingum um rétta vínið. Í sjónvarpi, og m.a.s. í útvarpinu, fer hver matreiðsluþátturinn á fætur öðrum í loftið, kannski hefur æðið byrjað með kokkinum klæðlausa, James Oliver, á Stöð tvö og nautnabelgnum Nigellu á RÚV. Íslensk matreiðsluþáttagerð er í mikilli uppsveiflu um þessar mundir. Matarþættir Sigmars B. Hauks- sonar í tilbúinni stúdíóíbúð, þar sem allt átti að vera svo heimilislegt að það varð hallærislegt, eru nú flestum gleymdir. Nú galdra ungir, spaugsamir og upprennandi kokkar fram dýr- indis rétti í sjónvarpinu á mettíma og einnig er farið heim til leikmanna, oftast þjóðþekktra ein- staklinga, og fylgst með matargerð þeirra við glænýjar gaseldavélar í stálburstuðum og leir- flísalögðum eldhúsum víðs vegar um bæinn. Matur er jú ekki bara matur heldur endurspegl- ar hann velmegun kokks og gesta, þjóðfélags- stöðu þeirra og siðmenningu, og kynhlutverk. Grillvertíðin hefur verið meginþema mat- reiðsluþátta og auglýsinga í fjölmiðlum undan- farnar vikur. Helstu grillmeistarar landsins stilla sér upp með sólskinsbros á vör og gefa upp- skriftir og góð ráð um hráefni, krydd og meðlæti. Af einhverjum ástæðum hafa karlar tekið á sig „byrði“ útimatseldarinnar. Þeir setja ábúðar- miklir upp svuntu með skondinni áletrun, munda töngina og ýta einbeittir á ON á gasgrillinu. Dæmigerð orðaskipti á veröndinni: „Réttu mér bjórinn!“ „Já elskan, eftir augnablik. Bara klára að skera grænmetið.“ „Ertu ekki að koma með kjötið?“ „Jú, rétt að setja kartöflurnar í álpapp- írinn, búin að leggja á borðið og þetta er allt að koma.“ Löngum stundum standa karlarnir síðan við grillið, oft í misjöfnum veðrum, og snúa kjöt- inu fagmannlega. Matseldin veitir þeim sanna ánægju sem nær hápunkti þegar þeir kjamsa sáttir og sælir á blóðugri steikinni og fitan renn- ur niður hökuna á þeim. Körlum hefur tekist að varðveita eðlislæga gleði frummannsins við að njóta matarins meðan konur eru þrúgaðar af oki óeðlilegrar ímyndar um mat og líkamsþyngd. Matur er konum oft forboðin nautn sem tengist blygðun og sektarkennd líkt og kynlíf á Viktor- íutímanum. Barátta kvenna við „þyngdarlögmálið“ birtist í gegndarlausri og endalausri megrun og níu af hverjum tíu telja sig of þungar. Samkvæmt bandarískum rannsóknum þráir fjöldi kvenna ekkert heitar en að léttast um þrjú til sjö kíló og telur þann árangur eftirsóknarverðari en allt annað í lífinu. Þær eyða háum fjárhæðum í fegr- unaraðgerðir og fitusog, grenningarlyf og lík- amsrækt til þess að uppfylla útlitskröfur sam- tímans. Fyrirmyndirnar leggja sín lóð á vogarskálarnar en meðalþyngd fyrirsætna, leik- kvenna og poppstjarna er um 20% minni nú en fyrir 20 árum. Árlega greinast þúsundir kvenna um heim allan með alvarlega og banvæna átrösk- unarsjúkdóma og þær þjást af sjálfsfyrirlitningu og ranghugmyndum um líkama sinn. Gleðin, nautnin og fegurðin sem einkenna matseld og matarauglýsingar fjölmiðlanna eiga sér skugga- hliðar þjáningar og dauða fyrir margar konur. Brenglað viðhorf þeirra til matar og líkama kristallast í tilsvari fegurðardrottningar Íslands 2002 þegar hún aðspurð sagði að helsti veikleiki hennar væri góður matur. FJÖLMIÐLAR NAUTN MANNSINS, ÞJÁNING KONUNNAR Matur er jú ekki bara matur heldur endurspeglar hann vel- megun kokks og gesta, þjóð- félagsstöðu þeirra og siðmenn- ingu, og kynhlutverk. S T E I N U N N I N G A Ó T TA R S D Ó T T I R HUGVÍSINDI samtímans einkennast af fjölda söguskoðana sem eiga fátt sameiginlegt við fyrstu sýn; en einni þeirra má lýsa svona: Nútíminn hef- ur skapað ferlegan reynsluvef með því að bæla eða útiloka tiltekna „orku“ sem með manninum býr; hvatir sem voru útreknar og einangr- aðar í nafni upplýstrar sálarfræði hafa brotist fram sem „undarleg mót- hverfa mannlegra langana“, sem flækja þrár og morðs, grimmdar og kvalanautnar, drottnunar og nið- urlægingar; óskynsemi fyrri tíma hefur umbreyst í tortímingarmátt jafnframt því sem hin bælda sturlun brýst fram í „brjálaðri samræðu losta og dauða“, – samræðu sem hófst með skrifum de Sades markgreifa á lokaáratugum átjándu aldar en hef- ur tveimur öldum síðar, við lok tutt- ugustu aldar, snúist upp í óráðskennt eintal, afmennskun og ofbeld- isdýrkun, í listum, dægurmenningu og bókmenntum. Matthías V. Sæmundsson kistan.is Hvernig Evrópa varð fasísk Það útheimtir djúpan skilning á framvindu sögunnar að átta sig á því hvernig Evrópa varð fasísk einn góð- an veðurdag. Það getur auðvitað verið hættulegt og jafnvel blekkjandi að alhæfa og búa til hliðstæður. En það verður ekki hjá því komist að gera það, því þetta er ein aðferðin til að lesa og skilja fortíð okkar. Vitað er að fasisminn á rætur sínar að rekja til Ítalíu, hann varð til hér í byrj- un 20. aldar og Mussolini vísaði gjana í Sesar, Ágústus og Napóleon. Slíkar vísanir hafa áhrif á gang sög- unnar, því verður ekki neitað. Auð- vitað er ekki hægt að slita Júlíus Ses- ar úr samhengi. Hann er afsprengi síns tíma, gáfaður, forvitinn, mennt- aður, mun áhugaverðari persóna en Ágústus. Og hann gerði sér ekki grein fyrir því að menn færu að fylgja fordæmi hans. En sesarisminn lifir enn: ein- ræðistilburðirnir, þetta goðumlíka samband milli fjöldans og leiðtog- ans, herveldið, allt býr þetta enn í þeim stofnunum sem nú eru notaðar. Og jafnvel víða í vestrænum sam- félögum. Luciano Canfora Rannsóknaþjónusta Háskóla Íslands rthj.hi.isMorgunblaðið/Ómar Spjallað við bílstjórann. BRJÁLUÐ SAMRÆÐA LISTAR OG DAUÐA

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.