Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.2002, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.2002, Qupperneq 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 15. JÚNÍ 2002 3 E ITT af því fyrsta sem ég man eftir úr sveitaheimum voru lýsingar á fjármörkum. Mér var sagt frá því hvernig kindur voru markaðar til að það þekktist hvaðan þær væru. Mér fannst þetta skynsamlegt enda gat ég horft á heila hjörð án þess að vita hvaða kind var hvers. Þess vegna voru réttir, var mér sagt. Þar væri dregið í dilka eftir mörkum og þar þyrftu menn að vera fjárglöggir og þekkja mörkin í sveitinni. Það var ekki fyrr en löngu síðar að ég fór að sjá tengsl milli þessara flokkunarfræða og þeirrar náttúru Íslendinga að draga alla í dilka. Í Reykjavík voru menn annaðhvort Aust- urbæingar eða Vesturbæingar. Vestur- bæingar gengu svo langt að flokka sig niður eftir því hvort þeir bjuggu nærri Tjörninni eða fjarri. Hafnfirðingar flokka sig í inn- fædda og aðflutta. Sumir aðfluttir eru meira að segja aðfluttir andskotar. Valsarar þola ekki KR-inga sem þola illa Fram-ara. Íslandssagan segir frá því að þegar upp úr landnámi gátu Eyfirðingar og Skagfirðingar ekki verið í sama þingi. Okkur þykir það sjálfsagt í dag. Mér finnst hins vegar auð- sætt að svo hafi verið vegna þess að Trölla- skagi liggur í milli og er illfær enn þann dag í dag. Ólsarar þola ekki Sandara. Í öllum sveit- um er togstreita milli þéttbýlis og dreifbýlis. Ekki má blanda Skíðdælingum við Svarf- dælinga og Svarfdælingum við Dalvíkinga. Þó er vegalengdin þar á milli minni en milli íbúa efsta hluta Breiðholts og neðsta hlutans. Útlendingar sem hingað komu voru stund- um sannfærðir um að Íslendingar væru and- lega nokkrir tugir milljóna miðað við flokk- unarfræðin. Svona flokkunarfræði eru vitaskuld ekkert sérstök. Þannig þola kaþólskir Norður-Írar ekki mótmælandi Norður-Íra. Svartir Bandaríkjamenn eru ekki beinlínis með dá- læti á hvítum og lágþýskir hafa horn í síðu háþýskra. Þessi flokkunarfræði eru í sjálfu sér ekki vandamál fyrr en þeim er beitt í neikvæðum stíl. Margir muna kvikmyndina Lenny sem fjallaði um Lenny Bruce, bandarískan háð- fugl, sem var eitraður og tók einmitt á orðum sem flokkuðu Bandaríkjamenn niður í hópa. Atriðið sem er einna eftirminnilegast er þeg- ar hann hallar sér yfir borð á veitingastað og notar orðið nigger um þeldökkan mann sem þar situr. Bernard Shaw skrifaði leikritið Pygmalion um það sama, en það er betur þekkt sem My Fair Lady. Hann fullyrðir í inngangi að í Bretlandi sé talandi fólks meðal annars tæki til að flokka það og þar með kúga. Flokkunin er vitaskuld notuð sem glens líka. Þannig eru til Hafnarfjarðarbrandarar hér á landi, sem endurspegla Árósabrandara í Danmörku, Frísabrandara í Þýskalandi og Írabrandara í Bretlandi. Þá eru menn steyptir í mót út frá þessari flokkunarfræði. Ljóskur eru annaðhvort yf- irvaxnar kynbombur eða afarheimskar og rauðhært kvenfólk er þá hinir verstu vargar viðureignar. Maður gerir sér mynd af fólki út frá rödd þess. Þannig hljóta dimmraddaðir menn að vera svolítið karlmannlegir en mjóróma að vera rindilslegir. Nokkuð sem á ekki við um Mike Tyson. Ég var einhvern tíma, barn að aldri, með móður minni í miðbænum. Þar mættum við hópi manna og hún benti mér á að þarna fóru helstu raddir útvarpsins. Þá var einungis ein útvarpsstöð í landinu. Það var helst Guðmundur Jónsson söngvari sem stóð undir nafni. Eða stóð undir röddinni væri líklega nákvæmara. Flokkunarfræðin er þannig kannski notuð sem glens en einnig til að setja fólk í réttan stað. Fullorðið fólk á ekki að tala eins og krakkar. Það að kalla mann homma er alla jafna ekki sagt í hrósi og meira að segja þekki ég góðan mann sem kallar menn komma þegar hann virkilega vill skamma þá. Júði er ekki hrósyrði og það að kalla mann talíbana er það tæplega heldur. Ekki nú um stundir í það minnsta. Til að sporna við neikvæðum flokkunar- orðum varð til svonefnd pólitísk réttsýni. Í henni var bannað að nota lituð hugtök og mörg samfélög fóru að nota önnur minna lit- uð orð. Bandaríkjamenn gengu líklega lengst fram í þessu og fóru að tala um að hvítir menn væru kákasískir sem truflaði þýðendur bíómynda óskaplega. Óðu Kákasíumenn uppi í þeim um hríð. Þá voru þeldökkir af afrísk- amerískum uppruna en indíánar af inn- fæddum-amerískum uppruna. Samar máttu ekki heyra á það minnst að vera kallaðir Lappar, svo nú þarf að endurþýða bækurnar um Andra litla ef einhver man eftir þeim. Þá mega Inúítar ekki kallast Eskimóar og fleira má nefna. Þar með er búið að staðfesta að þessi orð s.s. eskimói og lappi eru lituð og hjákátleg. Kannski sveitó. Pólitíska réttsýnin gat keyrt um þverbak og bæði bandarískir og breskir háðfuglar skutu hana í kaf innan tíðar. Enda getur þetta orðið erfitt ef passa þarf að nota rétt orð um alla í borgum eins og London eða New York þar sem töluð eru hundruð tungu- mála í skólum borganna. Hér á landi hafa menn ekki orðið eins varir við pólitíska réttsýni. Tunga okkar er vissu- lega lokaðri og fáum skiljanleg. Bókmenntir okkar fara á fáa staði á frummálinu og sama gildir um t.d. kvikmyndir. Engu að síður hafa menn verið að bögglast með pólítíska réttsýni í einstaka atriðum er snerta nýbúa, – sem er einmitt frægasta hugtak réttsýn- innar. Annað er fjölmenning og það þriðja er síbúi. Það er alveg stórmerkilegt að hugtök sem eru búin til fyrir kerfislegar ástæður skuli hafa skotið rótum jafn óskaplega hratt og raun ber vitni. Orðin eru notuð af aðilum sem halda utan um íbúaskrár og fjármuni hins opinbera til að ákvarða réttarstöðu hvað varðar þjónustu en eru orðin jafnsjálfsögð í málinu eins og sjónvarp. Það má kannski segja að það sé ekki vandamál að kerfishugtök séu talmálsorð ef þau bæru ekki jafnsterk merki um flokk- unarhyggju og dilkadrátt og raun ber vitni. Við notum þau eins og girðingar. Annars vegar eru þeir sem berja sér á brjóst og vilja láta líta út eins og við séum fús og frjálsleg í fasi. Hinum megin þeir sem spyrna við fótum og eru óttaslegnir um að hér verði ekkert nema litaðir búddistar og múslimar eftir ein- hver ár. Annars vegar við fjölmenninguna eru þeir sem vilja fá það yfirbragð á íslenskt þjóð- félag að hér séu ekki bara þjóðernissinnar og einangrunarhyggjumenn. Hinum megin eru þeir sem vilja varðveita íslenska menningu og finna hæfilega blöndu af súrmeti og pizz- um. Annars vegar við nýbúana eru þeir sem þjónusta þá og styðja og hinum megin eru þeir sem óttast áhrif þeirra en vilja hafa þá í vinnu. Mér finnst frábært að sjá fjölda svokall- aðra nýbúa hér. Mér finnst meiriháttar að fá mér Kebab, Vindaloo og súrsætan mat. Mér finnst yndislegt að vita til þess að fólk er ekki bara að leita sér andlegrar uppfyllingar í margbrotinni og litríkri flóru kristninnar og undirflokka hennar. Mér finnst gaman að sjá fólk á rölti sem er ekki bara fölt á vanga eða með lit af sólarlömpum og Spánarferðum. Og ég er ekki hræddari við menningarmengun af völdum þessa fólks en af völdum útlends fjölmiðlaefnis og mótormalara í útvarpi. Mér finnst þessi orð vond vísbending um viðhorf okkar og velti því fyrir mér hvort okkur verða þau eins töm í munni eftir ára- tug eða svo og þau eru í dag. FLOKKUNAR- FRÆÐI RABB M A G N Ú S Þ O R K E L S S O N DAVÍÐ STEFÁNSSON BRÚÐARSKÓRNIR Alein sat hún við öskustóna. – Hugurinn var frammi á Melum. Hún var að brydda sér brúðarskóna. – Sumir gera alt í felum. Úr augum hennar skein ást og friður. – Hver verður húsfreyja á Melum? – Hún lauk við skóna og læsti þá niður. – Sumir gera alt í felum. ... Alein grét hún við öskustóna. – Gott á húsfreyjan á Melum. Í eldinum brendi hún brúðarskóna. – Sumir gera alt í felum. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi (1895–1964). Ljóðið er úr fyrstu ljóðabók hans, Svörtum fjöðrum, sem kom út árið 1919. FORSÍÐUMYNDIN er af Tryggva Ólafssyni á bryggjunni í Neskaupstað. Ljósmyndari Heiða Jóhannsdóttir. Listahátíðin í Bergen dregur árlega að sér um 40 þúsund gesti með fjölbreyttri og metnaðarfullri lista- dagskrá. Heiða Jóhannsdóttir heimsótti há- tíðina og ræddi við stjórnanda hennar, Ís- lendinginn Bergljótu Jónsdóttur. Hin nýja sýn Um helgina lýkur hinni einstæðu sýningu frá Tretjakov-safninu í Moskvu á Listasafni Íslands. Hefur með þróun rússneska mál- verksins frá seinni hluta 19. aldar fram til 1930 að gera. Bragi Ásgeirsson heldur áfram að fjalla um vettvanginn. Ísland er land þitt kom fyrst fyrir sjónir almennings í þjóðhá- tíðarblaði Morgunblaðsins árið 1954. Jónas Ragnarsson kynnti sér sögu ljóðsins og lagsins, sem gefið var út fyrir 20 árum. Málverkasafn Tryggva Ólafssonar nefnist nýtt listasafn sem komið hefur verið á fót í Neskaupstað. Þar verður opnuð sumarsýning með verkum eftir Tryggva Ólafsson í dag og ræddi blaða- maður við aðstandendur safnins um framtíðarstarfsemi þess. LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 2 2 . T Ö L U B L A Ð - 7 7 . Á R G A N G U R EFNI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.