Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.2002, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.2002, Page 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 15. JÚNÍ 2002 Þ AÐ MÁ vera lærdómsríkt fyrir okkur Íslendinga að grannskoða þróun rússneskrar myndlistar frá akademisma til framúr- stefnu, kemur þá ýmislegt markvert í ljós. Helst, að upphaf hennar markaðist af innhverfri sýn og miklum þjóðlyndum hvörfum, burt frá hefðbundnum myndefnum úr fortíð til nútímans, umfram allt rússnesks veruleika, sögu og hvunndags. Og þótt sam- skipti við umheiminn yrðu stöðugt meiri og rússneskir listamenn kæmust í fremstu röð um framúrstefnuleg viðhorf í vestrinu, yrðu jafn- vel brautryðjendur í sumum geirum núlista, skar list þeirra sig jafnaðarlega úr fyrir sér- kenni sín. Hafði ennfremur víðtæk áhrif á list vestursins þannig að slá má föstu að um mjög heilbrigða og gifturíka víxlverkun var að ræða. Tilfinningin fyrir ættjörðinni, hinu víðáttu- mikla Rússlandi, skín í gegn, jafnt í verkum myndlistarmanna, rithöfunda, skálda og tón- listarmanna, fósturmoldin alltaf nærri, inn- byrðis styrktu þeir og efldu hver annan. List- rýnirinn Stassoff fann þannig samsvörun með rússneskum bókmenntum og myndlist, líkti til að mynda Repin við rithöfundinn Gogol, og sjálfur var málarinn náinn vinur Tolstojs og heimsótti hann iðulega á setur hans, Jasnaja Popljana. Þá var þessi upptendrun á nýjum sannindum allt um kring gegnumlýsandi í þeim frómu tilmælum Repins eftir að hafa móttekið stóru gullmedalíu akademísins, að fá að verja hálfu styrktartímabili sínu innan- lands, en reglurnar kváðu á um að því skyldi varið utanlands. Og enn einu sinni var gerð undantekning hvað þennan frábæra nemanda snerti, sem segir okkur að þar í bæ var mönn- um ekki alls varnað. Einnig að þessi fyrirmæli um að nota styrktartímabilið á erlendri grund, báru í sér þau ótvíræðu tilmæli að styrkþegi víkkaði sjóndeildarhringinn, auðgaði mennt- unargrunn sinn. Repin hafði orðið fyrir hugljómun er hann sá tötrum klædda dráttarkarla, búrlakka, draga vatnsbát í nágrenni glæsibygginga og háaðals- ins við Neva-fljótið í St. Pétursborg, og hinn yfirgengilegi stéttarmunur birtist honum skýrar en í nokkurn annan tíma. Þótt hafði hann á barnsaldri upplifað grófar misþyrm- ingar á ánauðugum bændum á æskuslóðum við Dóná í Úkraínu og hafði ríka samúð með þeim, enda sjálfur kominn af leiguliðum. Hin mynd- ríka sýn af dráttarkörlum að draga fljótabáta, einkum á bökkum Volgu, altók hann um árabil og eitt nafnkenndasta málverk rússneskrar listasögu frá þessum afdrifaríku árum er hið mikla verk, Dráttarkarlar á Volgubökkum, gert á árunum 1870-73, í eigu rússneska lista- safnsins í St. Pétursborg. Smærri útgáfa frá 1879 er á sýningunni í LÍ, en telst veigaminni, þótt hún standi fyrir sínu. Seinna, eða 1880-81, lagði Repin með verkinu Zaporoger kósakk- arnir skrifa bréf til Soldánsins, grunn að rúss- neska sögumálverkinu. Repin fór fyrst til Ítalíu á skólastyrknum, en féll ekki við andrúmið þar og hélt því til Par- ísar þar sem hann dvaldi um þriggja ára skeið (1873-76). Bæði eðlilegt og táknrænt varðandi fyrri menntunargrunn, að honum gekk í fyrstu afar illa að melta nýja strauma í franskri myndlist, til að mynda eins og þeir birtust í málverkum Monets, Pissarros og Renoirs, fannst þeir yfirmáta hráir og vera að fiska eftir HIN NÝJA SÝN III Um helgina lýkur hinni einstæðu sýningu frá Tretjakov-safninu í Moskvu á Listasafni Íslands. Hefur með þróun rússneska málverksins frá seinni hluta 19. aldar fram til 1930 að gera. BRAGI ÁSGEIRSSON heldur áfram að fjalla um vettvanginn í þessu lokaskrifi sínu. Dráttarkarlar á vaði, 1879, olía á léreft, 62x97 sm. Tretjakov-safnið í Moskvu. Myndefnið var lengi áleitið í list Repins. Málverkið Dráttarkarlar á Volgu, málað á árunum 1870–73, 131x281 sm, boðaði tímamót um ný og framsækin viðhorf í rússneskri list og fæð- ingu gagnrýna (lýðræðislega) raunsæisins, olía á léreft. Rússneska listasafnið í St. Pétursborg.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.