Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.2002, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.2002, Page 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 15. JÚNÍ 2002 5 grunnfærum skyndihrifum. Fyrir honum voru þeir Meissonier, Bastien Lepage og Millet hin- ir sönnu meistarar, en er tímar liðu fór hann að skilja hvað fyrir áhrifamálurunum vakti og það voru málverk þeirra Courbet og Manet sem helst opnuðu augu hans. Á stundum málaði hann í anda Manets, a la Manet, eins og hann orðaði það sjálfur og lýsandi dæmi á sýning- unni í LÍ er myndin af Nadehzu dóttur hans máluð svo seint sem aldamótaárið. Er heim kom var Repin útnefndur meðlimur Akademíunnar í St. Pétursborg og prófessor frá 1893-1907, þar af yfirprófessor við málun- ardeild 1894-97 og rektor 1898-99. Mikil yf- irsýn og víðtæk þekking hefur án minnsta vafa haft ómæld áhrif á nemendur hans og þarmeð listþróunina í Rússlandi. Lengstum var Repin vakandi fyrir ferskum hræringum í málaralist og beðið var eftir hverju nýju verki eftir hann með mikilli eft- irvæntingu og orðræðan mikil kringum þau. Hinn mikli málari sem öll rússneska þjóðin leit upp til fylgdi ekki Stassoff í baráttu hans gegn módernistunum, sem höfðu fylkt sér um tíma- ritið Mir iskusstva, sem boðaði ný og róttæk viðhorf í myndlist. Þvert á móti taldi hann það skyldu sína að styðja við bakið á nýjum við- horfum meðal hinna ungu. Hann fagnaði febr- úarbyltingunni, málaði nokkrar stríðsmyndir og portrett af Kerenski, en eftir að bolsévikk- arnir náðu völdum kaus hann að dvelja í útlegð á setri sínu í Kuokkola, á Karelska nesinu í Finnlandi, sem seinna hlaut nafnið Repino. Var alla tíð í nánu sambandi við starfsbræður sína í Helsingfors og snéri aldrei aftur til heimalandsins, tortryggði nýju valdhafana en var hrifinn af skrifum Lunatscharskij, hug- leiddi jafnvel á tímabili að fara til Rússlands og mála hann, en hætti við er hann fékk veður af því hvernig hin fögru fyrirheit voru svikin og mannréttindi fótum troðin. Svo langt gekk tor- tryggni hans, að er hann fékk sendar heilla- óskir og með þeim körfu með ávöxtum frá listáhugamönnum í heimalandinu, óttaðist hann að þeir væru eitraðir og sendi á rann- sóknarstofu í Viborg. Ilja Repin, fremstur raunsæismálara rúss- nesku þjóðarinnar um sína daga, lifði allt sam- anlagt tímabil hinna miklu hræringa í rúss- neskri list. Frá kími hinna miklu hvarfa á nítjándu öld, allt þar til frjáls hugsun var gerð útlæg í landinu og mönnum gert skylt að mála eftir valdboði flokksins, sem skeði á dánarári hans, 1930. Mér þótti rétt að rekja í fáum dráttum sögu þessa mikla málara og áhrifavalds sem má telja styrkustu kjölfestuna í þeirri merkilegu þróun sem rússnesk myndlist gekkst undir allt þetta tímaskeið. Ævi hans spegilmynd rúss- neskrar málaralistar meðan hún fékk að þróast og dafna í takt við þjóðarsálina og heimslistina um leið. Veit að fáir þekkja til hans hér á landi, nema kannski nafnið og ein- staka lykilverk. Var sjálfur svo lánsamur í upphafi námsferils míns í Kaupmannahöfn að rekast á ævisögu hans á útimarkaði, festi mér og las. Hins vegar þekkja öllu fleiri þróunina sem hann átti svo ríkan þátt í að koma af stað, þeim mun betur er fram í sótti og hún varð að heimssögulegu ævintýri og áhugasamir geta að hluta meðtekið á sýningunni í Listasafni Ís- lands þótt í hnotskurn sé. Sýningarskráin/ bókin svo skilvirk og upplýsandi um tímabilið og alla listamennina að farsælast er að vísa til hennar varðandi framhaldið. Hún ber jafn- framt í sér svo mikinn fróðleik að hún er ómiss- andi hverjum þeim sem áhuga hefur á þróun heimslistarinnar. Tretjakov safnið í Moskvu er tvímælalaust eitt gleggsta dæmið um safn byggt upp af metnaði og skilningi á þjóðlegum verðmætum og andlegum auði. Skilningi eins djúpviturs kaupmanns á mikilvægi þessara grunnþátta um mótun og ris öflugs menningarsamfélags á umbrotasömum tímum. Hér skipti öllu að leggja hönd að metnaðarfullri þróun, undir- staðan réttleg fundin. March Chagall: Gluggi í sumarhúsi, Zaoishe skammt frá Vitebsk, fæðingarherbergi listamanns- ins, 1915, olía og gvass á léreft. Það er líkast sem þetta afburða vel málaða málverk tjái and- rými og höfuðforsendur tilverunnar í sínu rússneska raunsæi. Trjetakov-safnið í Leningrad. Alexander M. Rodtsjenko: Samsetning 86 (66). Þéttleiki og þyngd, rúmfræðileg einföld- un, 1919. Olía á léreft, 122x73. EF einhver hugtök eru nauðsynleg til að skilja mannlífið og stýra því eru það sið- ferðileg hugtök, hugtök á borð við gott og illt, rétt og rangt, grimmd, illsku, dreng- skap og umburðarlyndi svo einhver séu nefnd. Ef við værum svipt skilningi á þess- um hugtökum hyrfi ekki einvörðungu inn- sýn í tiltekinn hluta veruleikans eins og ef við glötuðum skilningi á hugtakinu atóm heldur glataði mannfólkið einni mikilvæg- ustu uppistöðu í því að vera mennskt. Sé þetta rétt til getið hafa siðferðishugtök sér- staka stöðu, eru mikilvægari en flest ef ekki öll önnur hugtök sem við ráðum yfir. Þau eru mikilvæg vegna þess að með þeim gerum við okkur skiljanleg hvert við annað og þau eru einn innviðurinn í skilningi á okkur sjálfum. Það þarf því engan að undra að skilningur á siðferðilegum hugtökum hefur verið eitt mikilvægasta viðfangsefni heimspeki frá tímum Sókratesar og fram á okkar daga. En að segja hvert er mikilvægi siðferði- legra hugtaka er ekki að segja neitt um þau, aðeins benda á hvert hlutverk þeirra er í vitsmunum mannfólksins. En það eru margvíslegar spurningar sem þarf að svara um siðferðileg hugtök til að koma sér upp greinargerð fyrir hlutverki þeirra. Ein spurning sem menn hafa velt nokkuð fyrir sér er hvernig á að afmarka siðferðileg hugtök frá öðrum, hvar er markalínan á milli þeirra og annarra tegunda hugtaka sem við beitum um veruleikann og mann- lífið. Dæmigerðasta viðfangsefni siðferðis- hugtaka er samskipti okkar við annað fólk sem við getum bæði skaðað og ekki skaðað, stuðlað að heill þess og ekki gert það. Sum- ir vilja draga skarpa línu við þetta viðfangs- efni og segja að siðferði snúist ekki um ann- að en venzl okkar við annað fólk. En mér virðist svo ekki vera heldur séu tengsl okk- ar við okkur sjálf seld undir siðferðileg sjónarmið hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Af þessu virðist mér eðlilegt að draga þá ályktun að enga skýra markalínu sé hægt að draga á milli siðferðilegra hug- taka og annarra hugtaka. Siðferðileg hug- tök koma við sögu miklu víðar en okkur grunar í fyrstu og sennilega rista þau dýpra en menn órar fyrir á þessari stundu. En hvert er merkingarinnihald siðferð- ishugtaka? Á hverju hvílir siðferðið ef nokkru? Þetta eru aðrar dæmigerðar spurningar sem heimspekingar hafa spurt um siðferðið. Logi Gunnarsson er íslenzkur heimspek- ingur sem gaf út á síðasta ári merkilega bók um inntak og stöðu siðferðisins. Hann glímir við ofangreindar spurningar og margar aðrar og fer vandlega yfir rök- færslur annarra um viðfangsefni sín og set- ur fram sínar eigin. Þessi bók sætir nokkr- um tíðindum því hún er snjöll, á köflum mjög skarpleg og röksemdirnar sem höf- undur reifar eru frumlegar. Þetta mat er ekki miðað við þá siðfræði sem gefin hefur verið út á íslenzku heldur siðfræði eins og hún er iðkuð alþjóðlega þessi árin. Bókin er markvert framlag til siðfræði á ensku og þýzku, hún er hárbeitt gagnrýni á sumar vinsælar siðfræðikenningar í nútímanum og höfundur setur fram mjög vel hugsaða eigin kenningu um siðferðið. Bók Loga er skipt í fjóra hluta og í sex- tán kafla. Í fyrsta hlutanum er greindur vandi siðferðisins. Sérstaklega er bent á þær spurningar sem vakna við skynsem- ishyggju sem leitast við að svara þeim spurningum sem efasemdarmaður um sið- ferðið setur fram. Slík skynsemishyggja endar í því að reyna að finna sameiginlegan grundvöll með efasemdarmanninum sem leiðir til þess að leita verður út fyrir sið- ferðið sjálft og finna undirstöðu þess í nátt- úrulegum staðreyndum um manninn og mannfélagið. En um leið notar þessi skyn- semishyggja formlega hugmynd um skyn- semina og leitast við að sýna fram á að efa- semdarmaðurinn geti ekki verið skynsamur í þessum skilningi nema hann styðjist við tiltekin siðferðileg sjónarmið. Vandinn við þessa skynsemishyggju er sá að það virðist ekki vera mögulegt að skýra alla innviði siðferðishugtaka með því sem er utan siðferðisins. Logi teflir fram sið- ferðilegri verundarhyggju ef má nefna kenningu hans því nafni en hún gengur út á að skýra hvernig sumir hlutar siðferðisins eru þess eðlis að þá er ekki hægt að smætta í náttúrulegar staðreyndir óháðar siðferð- inu. Annar hluti bókarinnar gengur út á að greina vanda tveggja skynsemishyggju- kenninga sem ættaðar eru frá bandaríska heimspekingnum Gauthier og þýzka heim- spekingnum Habermas og hafna þeim. Í þriðja hlutanum eru settar fram röksemdir fyrir verundarhyggju Loga sjálfs. Í fjórða hlutanum er verundarhyggjan fáguð frek- ar og því hafnað að hún þurfi að styðjast við algild verðmæti eða reglur heldur sé hún sérhyggja í þeim skilningi að það sem skyn- samlegt sé eða óskynsamlegt að gera ráðist ævinlega af aðstæðum hverju sinni. Mér finnst forvitnilegast að skoða þær röksemdir sem Logi beitir gegn skynsem- ishyggjunni um sjálfsskilning. Sjálfskiln- ingi má skipta í tvennt. Annars vegar er það mengi langana, þráa og þarfa sem hver og einn hefur. Hins vegar er um að ræða hvers konar manneskja hver og einn vill vera eða telur sig eiga að vera. Skynsemis hyggjan sem ættuð er frá Gauthier lítur svo á að fyrri hluti sjálfsskilningsins sem ég nefndi sé forsenda hins síðari, hver ég er sé forsenda þess hver ég vil vera eða tel mig eiga að vera. Logi bendir á að við sumar kringumstæður sé venzlunum á milli þessa tvenns þveröfugt farið, það síðara sé for- senda þess fyrra. Eðlilegur sjálfsskilningur sé byggður á mati á því hver ég vil vera eða tel að ég ætti að vera. Rökræðan gengur síðan út á að sýna fram á af hverju skyn- semishyggjan ræður ekki við þennan möguleika. Mér virðist Logi fara afar fim- lega með þetta efni. Ég þykist vita að bókin eigi eftir að fá gagnrýni af ýmsu tagi enda er það svo að heimspeki nærist af engu nema rökræðum og gagnrýni. Logi hefur leitast við að svara sem flestum þeim röksemdum sem settar hafa verið fram gegn kenningu á borð við hans eigin eða þeim sem honum hefur sjálf- um dottið í hug. Mér virðist sjálfum að það sem sagt er í lokin um að það sem sé skyn- samlegt og rétt ráðist ævinlega af aðstæð- um sé á endanum ekki fyllilega sannfær- andi. Auðvitað er það þannig að hver ákvörðun er tekin í tilteknum aðstæðum og styðst við tiltekið mat á þeim en það úti- lokar ekki að til séu og hægt að beita algild- um reglum. Það er svo flókin saga að greina hvernig slíkar reglur gætu litið út og hvernig þær tengjast aðstæðum. En nóg um það. Þetta er bók sem áhugamenn um sið- fræði hljóta að lesa. Hún er ekki auðveld af- lestrar en hún ljær manni fjöldamargt ef maður gefur henni tíma. Í henni er að finna vandaðar rökræður og skýra hugsun. SIÐFRÆÐI EINS OG HÚN GERIST BEZT BÆKUR Fræðirit Beyond Habermas and Gauthier. Eftir Loga Gunnarsson. Cambridge University Press, Cambridge. 2000. 286 bls. MAKING MORAL SENSE Guðmundur Heiðar Frímannsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.