Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.2002, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.2002, Page 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 15. JÚNÍ 2002 L ISTAHÁTÍÐIN í Bergen dregur ár- lega að sér um 30 til 35 þúsund gesti með fjölbreyttu framboði sínu á sviðslistum og tónleikum sem endurspegla margt af því áhuga- verðasta sem er að gerast í alþjóð- legu og norsku listalífi. Hátíðin var fyrst haldin árið 1953, og byggði í áherslum sínum á þeim máttarstólpum norskr- ar listasögu sem átt höfðu aðsetur í Bergen eða tengdust bænum með einhverjum hætti. Tón- skáldið Edvard Grieg ber þar hæst, en hann bjó og starfaði í Bergen flest sín ár. Grieg hafði margháttuð tengsl við hið alþjóðlega svið lista og árið 1898 efndi hann til listavöku sem síðar varð ráðamönnum í Bergen hvatning til að efna til samfelldrar listahátíðar. Sú velgengni og sá metnaður sem einkenndi Listahátíðina í Bergen á fyrstu árum hennar, skapaði bæði bænum og hátíðinni virðingar- vert orðspor. Frá því að Bergljót Jónsdóttir tók við starfi stjórnanda Listahátíðarinnar í Bergen haustið 1994 þykir hátíðin hafa tekið breytingum í þá átt að verða lifandi og framsækinn vettvangur alþjóðlegra samtímalista. Hátíðin stóð á göml- um merg en þegar Bergljót tók við starfinu hafði ríkt nokkuð óróleikatímabil í stjórnun hennar. Með þeirri framsæknu listrænu stefnu sem Bergljót lagði upp með ávann hún hátíð- inni þá virðingu sem hún áður hafði og á síð- ustu árum hafa innlendir jafnt sem erlendir fjölmiðlar farið lofsamlegum orðum um hátíð- ina. Norska dagblaðið Bergens Tidende útnefndi Bergljótu t.d. nafn ársins í norsku menningar- lífi árið 1998 og þegar fjögurra ára starfssamn- ingi hennar lauk um þetta leyti sóttist stjórn hátíðarinnar mjög eftir því að ráða Bergljótu áfram til starfa. Listahátíðin í ár, sem stóð frá 22. maí til 2. júní, var sú fjölsóttasta sem haldin hefur verið í Bergen og má því ætla að Björgvinjarhátíðin sé alltaf að stækka. Óhætt er að segja að dag- skráin hafi verið glæsileg, en hún skartaði fjöl- breyttri dagskrá nær 200 listviðburða sem spönnuðu allt frá götuskemmtunum til leiksýn- inga og tónleika alþjóðlegra listamanna sem hvað hæst ber í hinu skapandi listaumhverfi samtímans. Framboðið á leiksýningum var einkar glæsi- legt, en þar komu fram leikhópar undir stjórn einna virtustu og framsæknustu leikstjóra samtímans, þeirra Peter Brook, Robert Le- page og Simon McBurney, að ógleymdum fjöl- listasýningumVictoriu Chaplin og Jean Babt- iste Thierrée og la tribu iOta. Þá er ótalin hin metnaðarfulla tónlistardagskrá hátíðarinnar sem tók til bæði norskra og alþjóðlegra lista- manna. Efnt var til umfangsmikillar opnun- arhátíðar á götum og torgum Bergen, sem tug- ir þúsunda gesta tóku þátt í. Í þokkabót skein sólin á hátíðargesti á opnunardaginn, en í regnbænum Bergen er slík veðursæld einkar gleðileg. Traust bú en vannýttir möguleikar Bergljót Jónsdóttir er önnum kafin þegar blaðamaður kemur á hennar fund og er að ljúka við að funda með stjórnendum Barbican- listamiðstöðvarinnar í Lundúnum um fyrir- hugað samstarfsverkefni á næsta ári. Miðstöð listahátíðarinnar er við eitt af megintorgunum í Bergen, Vågsallmenningen, sem er við höfn- ina í hjarta bæjarins. Hátíðin hefur skrifstofu- aðstöðu á jarðhæð og efri hæð stórrar bygg- ingar sem Norski bankinn hefur yfir að ráða, og leigir hátíðinni á vægu verði. Í stóru anddyri sama húsi er upplýsingamiðstöð fyrir ferða- menn, en þar hefur listhátíðin jafnframt að- stöðu fyrir miðasölu og upplýsingamiðlun. Í gömlu og glæsilegu húsi við torgið hefur hátíð- in jafnframt komið upp nokkurs konar sam- skiptamiðstöð, öðru nafni klúbbi, þar sem lista- menn sem fram koma á hátíðinni, aðstandend- ur hennar og velunnarar auk fjölmiðlafólks kemur saman, slappar af, ræðir saman og myndar tengsl. Bergljót hefur skrifstofu í fallegu herbergi með útsýni yfir höfnina í Bergen og meðan við ræðum saman fer fram útiskemmtun þar sem heiðursrithöfundur hátíðarinnar, Jan Erik Vold, ræðir um bókmenntir og menningu við aðra rithöfunda. Bergljót flýtir sér að fara yfir póstinn sinn og sinna nauðsynlegum símtölum, til þess að geta rætt við blaðamann í friði um stund. Blaðamaður lætur þá fyrstu spurninguna flakka, og spyr hvort Bergljót sé búin að vera alveg á haus síðustu vikur vegna hátíðarinnar. „Í raun hef ég verið á haus síðustu sjö árin, eða frá því að ég kom hingað,“ segir Bergljót þá og brosir. – Nú gerðist þú stjórnandi þessarar hátíðar fyrir sjö árum, og stjórnaðir fyrstu hátíðinni vorið 1995. Hvernig myndirðu lýsa því búi sem þú tókst við þá? „Búið sem ég tók við var fjárhagslega mjög traust, með varasjóð sem við búum enn að. Fjárveitingar til hátíðarinnar voru á þessum tíma 17 milljónir norskar krónur og störfuðu fimm manns á hennar vegum allt árið. Dagskrá hátíðarinnar hafði verið með ákaflega hefð- bundnu sniði síðustu árin áður en ég tók við. Áratuginn áður en ég kom höfðu sex stjórn- endur verið á tíu árum sem allir voru ráðnir til fjögurra ára, en ýmislegt kom uppá á þessum tíma. Sumir höfðu hreinlega ekki enst út árið, aðrir höfðu farið fram úr fjárhagslegu svig- rúmi, og fengu því sumir þessara stjórnenda hreinlega það verkefni að byggja hátíðina upp fjárhagslega milli ára. Þetta þýddi að ekkert svigrúm var til að taka listrænar áhættur. Þannig tók ég í raun við mjög hefðbundinni listhátíð sem hafði margt til að bera, en um leið hafði hátíðin og bærinn sem slíkur marga möguleika sem höfðu að mínu mati verið illa nýttir.“ – Nú þykir Listahátíðin hafa tekið miklum breytingum til hins betra. Rætt er um sterkari alþjóðlega skírskotun á hátíðinni, auk þess sem listræn stefnumótun einkennist af framsækni og listrænu sjálfstæði. Hvert var þitt fyrsta verk við að móta hátíðinni þessa listrænu stefnu? „Ég byrjaði einfaldlega á að horfa til þess fjármagns sem hátíðin hefur úr að spila á hverju ári. Maður getur ætlað sér alls kyns hluti, en maður verður að hafa peninga til þess að hægt sé að framkvæma þá. Ég var því mjög upptekin af því í upphafi að styrkja fjárhags- grundvöll hátíðarinnar og fá meira fé frá hinu opinbera til þess að hægt væri að taka listræn- ar áhættur og skapaði grunvöll til að efla sam- bönd og framtíðarmöguleika. Okkur hefur tek- ist nokkuð vel upp á þessu sviði, því ráðstöfun- arfé hátíðarinnar hefur tvöfaldast á þeim sjö árum sem ég hef verið hér. Þannig erum við komin úr því að hafa 17 milljónir til að spila úr á ári, í rúmar 35 milljónir norskar krónur. Þetta hefur gefið okkur mikið svigrúm, en ennþá vantar okkur meira fjármagn, og er nauðsynlegt að vinna stöðugt að þeim þætti í rekstri hátíðarinnar. Auk hins opinbera fjár- magns sem við hljótum er stuðningur atvinnu- lífsins mjög mikilvægur og erum við svo heppin að fyrirtæki sem starfa hér í bænum hafa mik- inn skilning á þeim ávinningi sem hlýst af því að Listahátíðin hér fái þrifist.“ Bergljót segir samskipti við listamenn og stofnanir á alþjóðavettvangi vera annað stórt verkefni, sem hún hefur unnið mjög markvisst að frá því að hún tók við stjórn hátíðarinnar, og sé sú vinna nú fyrst farin að skila sér með áþreifanlegum hætti. „Þegar ég kom hingað hafði ég þegar nokkuð góð sambönd á ýmsum stöðum, einkum í Evrópu og í Japan, en síðan hef ég haldið áfram að þróa þessi tengsl og byggja upp, umfram þau sambönd sem voru hér til staðar. Nú er svo komið að við erum í sí- fellt meiri mæli farin að eiga í samstarfi við er- lendar listastofnanir um að efna til nýrra verk- efna, en slík vinna er gríðarlega mikilvæg. Með þeim hætti getur starfsemi á borð við Listahá- tíðina í Bergen átt þátt í að ýta undir nýsköp- unarverkefni og styðja hæfileikafólk til þess að láta ljós sitt skína. Þetta er þáttur í starfinu sem hefur gengið mjög vel og hjálpar til við að styrkja stöðu hátíðarinnar og eiga þátt í að koma henni „aftur á kortið“ á ný, og gera hana að þeirri virku og virtu menningarhátíð sem hún var hér áður fyrr. Þetta er í raun mjög þakklátt hlutverk, því auðvitað býr maður að þeirri sögu sem hátíðin á, og því sterkur grunnur fyrir hendi til að byggja á.“ Mikilvægt að fá viðbrögð – Nú komst þú inn með mjög ákveðna stefnu sem fól í sér listrænar áhættur og nýjar áherslur. Hvernig hafa viðbrögð bæjarbúa ver- ið við þínum störfum? Þeir munu hafa hreyft miklum mótmælum, þegar þú ákvaðst að taka Bergensönginn svokallaða af dagskrá setning- arathafnarinnar fyrir fjórum árum. „Viðbrögð bæjarbúa hafa verið mjög góð og ég held að það ríki gagnkvæm virðing okkar á milli. Bergenbúar hafa mjög sterkan persónu- leika, fólkið hér í bænum er afskaplega tilfinn- ingaríkt, skapmikið og hefur skoðanir á öllu. Þetta er eitthvað sem ég met mjög mikils, en það versta sem ég veit er þegar fólki er alveg sama um það sem maður er að gera, ég vil að fólk láti sig hlutina varða. Málið sem kom upp árið 1998 var mjög lýsandi fyrir þennan per- sónuleika bæjarbúa, þó svo að mér hafi fundist margir ganga dálítið langt. Það er hins vegar nokkuð fróðlegt að það sem Íslendingar hafa tekið einna helst eftir þessi sjö ár sem ég hef starfað að hátíðinni, er þetta mál. En ég og fólkið í bænum erum góðir vinir. Það veit að ég á það til að gera hluti sem kemur því á óvart og hefur það í viðmóti sínu sýnt að það hefur dálít- ið gaman af því. Ég held að þetta atvik hafi e.t.v. reynt dálítið á þeirra þanþol og mitt, en eftir þetta vita þau að ekki er hægt að fá mig til að skipta um skoðun ef ég er á annað borð búin að ákveða hlutina.“ Talið berst nú að hinum sérstaka anda sem hin fallega og gamla hafnarborg Bergen býr yfir, og segir Bergljót umhverfið gríðarlega mikilvægan hluta af hátíðinni í heild. „Bergen hefur mjög skemmtilegan bæjarkarakter sem gerir það ákaflega ánægjulegt að skipuleggja hátíðir hérna. Í grein um hátíðina, sem breskur blaðamaður skrifaði um daginn, sagði að Berg- en væri í raun hinn fullkomni festivalbær. Það er mjög mikið til í þessu, því þó svo að íbúar Bergen séu um 250 þúsund, býr stór hluti NÝSKÖPUNIN HELDU Listahátíðin í Bergen var haldin í nýliðnum mánuði í fimmtugasta sinn og hefur aldrei verið fjölsóttari. HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR heimsótti hátíð- ina og ræddi við stjórnanda hennar, Íslendinginn Bergljótu Jónsdóttur, sem unnið hefur að því að skapa hátíðinni samtímalega og framsækna ímynd frá því að hún tók þar við stjórnartaumunum fyrir sjö árum. Bergen er gamall hafnarbær sem skapar l Stjórnendur hátíðarinnar leggja mikla áherslu á að ger sjá götulistamenn á torginu Vaag Ljósmynd/Listahátíðin í Bergen „Í raun hef ég verið á haus síðustu sjö árin, eða frá því að ég kom hingað,“ segir Bergljót Jónsdóttir, stjórnandi Listahátíðarinnar í Bergen, en hún þykir hafa styrkt stöðu hátíð- arinnar mjög á alþjóðamælikvarða. Ein af athyglisverðustu sýningum hátíðarinnar í ár var kvartettinn 15. strengjakvartett Shostakovitsj í sam Simon McBurney, sem túlkuðu ævi tóns

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.