Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.2002, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.2002, Side 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 15. JÚNÍ 2002 9 fólksins í úthverfunum handan við fjöllin sem afmarka miðborgina. Sá sem gengur um miðbæinn verður því ekkert var við alla byggð- ina, og allir staðir og viðburðir eru í þægilegri göngufjarlægð. Þegar listahátíðin stendur yfir verður þessi miðbær fullur af lífi,“ segir Berg- ljót. – Nú hefur Björgvinjarhátíðin náð þeim áfanga að hafa starfað samfellt í hálfa öld. Verður þessum tímamótum fagnað á einhvern hátt? „Við höldum í raun upp á afmælið tvö ár í röð. Hátíðin í ár er sú fimmtugasta en næsta ár verður haldið upp á fimmtíu ára afmælið.“ Þegar blaðamaður skýtur inn þeirri spurn- ingu hvort eitthvað stórt verði þá á döfinni, segist Bergljót ekki líta þannig á hlutina. „Við erum ekkert mjög upptekin af því að gera „stóra“ hluti, heldur leggjum við áherslu á að gera góða hluti. Við viljum síður skipuleggja hátíðina undir einhverjum hátíðarformerkjum. Þá er alltaf ákveðin hætta á að maður týnist í sjálfshóli og nostalgíu, og fari fyrir vikið að horfa á heiminn í gegnum eigin nafla. Þá verða hlutirnir mjög fljótt rangir og legg ég því tals- verða áherslu á að horft sé fram á veginn á þessum tímamótum. Við fengum talsvert inn af viðbótarfjármagni í ár, og höfum við notað það í þá vinnu sem ég hef lagt áherslu á undanfarin tvö ár við að byggja upp infrastrúktúr (innra skipulag) hátíðarinnar og tryggja þannig að hún geti haldið áfram að vaxa og leitað sér nýrra hluta til að takast á við. Menningarhátíð á borð við þessa má alls ekki verða einfaldlega rekin áfram af gömlum vana, og það er mitt markmið að þegar ég fer héðan verði til staðar sterk stofnun, með góðri stjórn og starfsliði sem kann sitt fag.“ Heimurinn utan við nánasta umhverfi Aðspurð um helstu viðburði hátíðarinnar í ár segist Bergljót ekki benda á einhvern einn við- burð eða listamann umfram annan. „Þegar ég fæ þessa spurningu líki ég því oft við það að foreldri sé beðið um að segja hvaða barn því þyki best. Það get ég ekki því ég legg sálu mína ansi mikið í alla þá viðburði sem eru á hátíð- inni, hvort sem þeir eru stórir eða smáir í snið- um. Það sem ég er þó kannski ánægðust með hvað mitt framlag varðar, er sú leikhúsdagskrá sem við gátum boðið upp á í ár, því ég hef verið að vinna að því um mjög langt skeið að ná góð- um samskiptum við þá leikhópa sem hingað komu, þ.e. Ex Machina frá Kanada undir stjórn Roberts Lepage, leikhóp Peters Brook frá París og En Complicité-hópinn frá London. Þetta er fólk sem ég hef verið í samskiptum við í allt að því fimm ár, og er það í raun tilviljun að þeirkoma öll á sama tíma nú. Sama er að segja um aðrar sviðsuppfærslur sem sýndar eru hátíðartjaldinu við tjörnina hér í bænum. – Hvernig myndir þú lýsa vinnubrögðum þínum og áherslu við skiplagningu hátíðanna? „Ég get aldrei byrjað almennilega fyrr en ég er búin að finna ákveðið grunnþema eða grunneinkenni til að vinna út frá. Það sem síð- an einkennir þær hátíðir sem ég hef skipulagt er að þær eru allar mjög ólíkar. Þær hafa allar ákveðin grunnviðmið en um leið mjög ólíkan karakter. Við mótun hátíðarinnar í ár gekk ég t.d. út frá grunnþemanu „identitet“ eða sjálfs- mynd. Þemað hverfist þó ekki um sjálfsmynd- ina í augljósari skilningi þess orðs, þar sem fólk skilgreinir sig út frá því t.d. að vera kona, frá Íslandi, í tilteknu starfi. Heldur er sjónum beint að spurningum um hvað það er sem gerir okkur raunverulega að því sem við erum. Hér eru það uppvöxtur, samskiptin við fjölskyldu okkar, umhverfi, fortíð og óteljandi aðrir þætt- ir sem eiga þátt í að móta okkur. Það eru allir þessir þættir sem gera það að verkum að engar tvær manneskjur eru eins. Annað sem ég hef beint mjög sjónum að al- veg frá því að ég kom hingað, eru spurningar um hvað gerist þegar ólík menningarsvæði mætast. Spurningin beinist ekki eingöngu að því hvað mun gerast, heldur hvað hefur gerst á því sviði. Hvar sjáum við merki slíkra árekstra eða slíkrar blöndunar? Og hversu meðvituð er- um við um þau menningarsvæði, þær skoðanir og lífsviðhorf sem hafa mótað okkar umhverfi.“ Þessar spurningar segist Bergljót hafa haft að leiðarljósi þegar kom að því að skilgreina „sjálfmynd“ listahátíðarinnar sem hún stýrir. „Nú heitir hátíðin á ensku Bergen Internatio- nal festival, en flestar listahátíðir sem vilja láta til sín taka á alþjóðlegum vettvangi hafa sett orðið „international“ inn í enskan titil sinn. Eitt af því fyrsta sem ég gerði þegar ég kom hingað var að setja fram spurninguna, hvað þýðir þetta hugtak, fyrir hvað stendur það? Ég komst mjög fljótt að því að hugatakið á ekki að vísa til stjarna sem búa á fimm stjörnu hótelum og fljúga milli Tókýó, Parísar, Berlínar og New York. Það er fremur yfirborðslegur skilningur á hugtakinu, og þegar nánar er að gáð má sjá að margar listahátíðir takmarka sjónarsvið sitt við eigið heimasvæði og nágrannalönd sín, þ.e.a.s. það sem er þekkt. Þetta þótti mér ekki nógu gott, því heim- urinn felur jú talvert fleira í sér en okkar nán- asta umhverfi. Þannig hef ég leitað eftir sam- starfi við fólk sem er í tengslum við listafólk um heim allan. Þannig hef ég t.d. átt í sam- skiptum við persneska konu sem býr í París en ferðast í nokkra mánuði á ári um Mið-Asíu þar sem hún leitar að góðu tónlistarfólki. Þessi kona hefur skapað fjölmörgum tónlistarmönn- um, sem hún hefur jafnvel fundið í afskekkt- ustu dölum og þorpum, farveg inn í listalífið í Evrópu. Hingað á hátíðina hef ég, svo dæmi séu nefnd, fengið listamenn frá Indlandi, Kína, Víetnam, löndum Sovétríkjanna fyrrverandi, Afganistan, Íran, Taívan og Japan. Þá koma hingað reglulega listamenn frá Afríku og Suð- ur-Ameríku. Þannig hef ég lagt áherslu á að sýna að heimurinn er talsvert stærri en við hugsum um í okkar daglega lífi,“ segir Berg- ljót. Mikilvægt að leita vaxtarsprota Hvernig myndirðu segja að hlutfallið væri á hátíðinni milli þekktra og óþekktra lista- manna? „Eins og fram kom áðan leita ég ekki að þeim listamönnum sem hingað koma einungis með því að lesa menningarumfjöllun stóru dag- blaðanna eða sækja erlendar listahátíðir til að reyna að mynda tengsl við þá listamenn sem þar eru fyrir. Þvert á móti tel ég það vera hlut- verk listahátíða að efna til nýrra verkefna eða styðja listmenn í því sem þeir eru að reyna að gera, og leita uppi listamenn og vaxtarsprota sem aðrir hafa ekki komið auga á. Þannig finnst mér það ekki vera okkar hlutverk að taka við fyrirfram tilbúnum pökkum, heldur að fara út að leita. En um leið og maður tekur þá ákvörðun að það skuli vera hlutverk hátíðar- innar að stuðla að nýsköpun hefur maður gert mjög miklar kröfur bæði til sjálfs sín og allra þeirra sem með manni vinna. Það felst nefni- lega gríðarlega vinna í því að reka slíka menn- ingarstarfsemi. Auðvitað nýtum við okkar kraft í að panta verk eða flytja inn listamenn sem hafa sannað sig og eru meðal þeirra merk- ustu á sínu sviði að okkar mati, en það verður líka að leita að vaxtarsprotunum og gefa þeim færi á að vinna sem ekki hafa enn til þess fjár- hagslegt bolmagn.“ Bergljót nefnir sem dæmi fundinn sem hún átti fyrr um daginn með yfirmanni Barbican- listamiðstöðvarinnar í London og fleiri aðila. „Við hyggjumst styðja ungan leikstjóra til að vinna með tækni sem hann hefur þróað í svið- setningu barnasýninga. Þar vinnur hann eink- um með gömlu ævintýrin og miðlar þeim á einkar frjóan hátt til barnanna. Það að styðja þennan listamann er liður í viðleitni samstafs- aðilanna við að efla metnaðarfullar listsýning- ar fyrir börn, sem er ávallt mikil þörf á. En ákvörðunin er aðeins fyrsta skrefið. Það sem tekur við er að gera fjárhagsáætlun, og leita fjármagns í verkefnið. Semja um framkvæmd og samstarfsaðila, o.s.frv. Með þessum hætti er maður farinn að geta tekið ábyrgð og stuðl- að að því að góðir hlutir verði til. Í slíku starfi er ákaflega mikilvægt að vera í góðum tengslum við aðila á borð við stjórnendur Barbican-miðstöðvarinnar, sem hafa bæði reynsluna á þessu sviði og þann listræna metn- að sem til þarf. Í þessu tilfelli munu tvær aðrar stofnanir koma að samstarfinu, m.a. frá Dan- mörku og eykur það jafnframt möguleikana á að miðla viðburðinum til fleiri landa.“ „Nær helmingur þess fjármagns sem við höfum yfir að ráða kemur frá hinu opinbera, og slíkum fjárveitingum fylgir ákveðin ábyrgð að mínu mati. Þegar svo stór hluti af rekstrarfé hátíðarinnar kemur úr vasa almennings finnst mér mikilvægt að því sé varið til þess að örva listalífið og stuðla að því að þar verði til eitt- hvað nýtt,“ bætir Bergljót við. Hvaða stefnu hafið þið tekið í stuðningi við innlenda, þ.e. norska, listamenn? „Það hlutfall ræðst mjög af því þema sem unnið er með í hvert sinn og hvernig listamenn- irnir falla inn í karakter hátíðarinnar. Við leit- umst auðvitað við að leita uppi hæfileikafólk í norsku listalífi eins og utan Noregs. En eitt af því sem ég breytti þegar ég kom hingað voru þær föstu „áskriftir“ sem ákveðnar listastofn- anir eða hópar voru í gagnvart hátíðinni. Ég reyni frekar að leggja áherslu á það sem er áhugavert hverju sinni, þó svo að ákveðnar stofnanir s.s. hin sterka og rótgróna Fílharm- óníusveit Bergen og hæfileikahópar sem hér starfa leggi jafnan eitthvað til hátíðarinnar. En hin svokölluðu áskriftarkort eru vani sem er hvorki hátíðinni né norsku listalífi til hags- bóta.“ – Hvernig telur þú að listræn stefna hátíð- arinnar skili sér fjárhagslega? Er erfiðara að reka hátíð sem forðast að fara troðnar slóðir en efna til öruggra listviðburða? „Já, það er tvímælalaust erfiðara og leggur aðstandendum mikla ábyrgð á herðar eins og ég minntist á áðan. Sá ávinningur sem hlýst af listrænni stefnu sem leggur áherslu á nýsköp- un og framsækni, verður hins vegar ekki metin á beinan hátt. Þeir viðburðir sem við efnum til skila sér kannski ekki í neinum skyndigróða, en fjölbreytt og metnaðarfull dagskrá tryggir það hins vegar að Listhátíðin í Bergen heldur áfram að lifa og vaxa listrænt séð. Þannig felst í þessari stefnu ákveðin listræn fjárfesting sem er nauðsynleg til að hátíðin fái þrifist. Annar þáttur sem við höfum lagt mikla áherslu á og ég tel vera mjög mikilvægan eru markviss tengsl okkar við skólastarf. Í starfs- liði hátíðarinnar er manneskja sem sér um fræslustarf og tengsl við skólakerfið og al- menning, þ.e. fólk á öllum aldri. Á opnunarhá- tíðinni sem fór fram hér á torgum og götum bæjarins tóku um þúsund börn þátt í tónlistar- flutningi og var sá þáttur í umsjá fræðslufull- trúa hátíðarinnar. Þetta er þáttur sem ég hef unnið mjög mark- visst að frá því að ég kom hingað, þ.e. að opna hátíðina, gera hana sýnilega á götum bæjarins og auka aðgengi almennings að listviðburðun- um eins og hægt er, t.d. með því að hafa ólíkt verð á miðum og bjóða fólki upp á þann kost að ná sér í ódýra miða á ákveðnum tíma dags. En fræðsluþátturinn er nokkuð sem við höf- um áhuga á að þróa frekar og hyggjumst við koma á fót nokkurs konar listamiðstöð hér í húsinu sem yrði starfrækt allt árið og væri op- in bæði almenningi og skólabörnum. Það er svo gríðarlega mikil þekking sem býr í stofnun á borð við þessa og ætlum við að reyna að gera þessa þekkingu virka og aðgengilega almenn- ingi allt árið.“ Bergljót er nú spurð að lokum hversu lengi hún búist við að gegna því krefjandi starfi að halda utan um Listahátíðina í Bergen. „Eftir að sá fjögurra ára samningur sem ég gerði í upphafi rann út árið 1999, gerði ég ann- an samning til sex ára, en honum get ég sagt upp frá og með næsta ári, þ.e. eftir fjögur ár. Þannig ræð ég hvort ég hætti á næsta ári, eða árið 2005. Ég hef ekki ákveðið hvað ég mun gera í því. Eftir að fyrri samningurinn rann út fannst mér ég eiga of mikið óunnið við að byggja hér upp frjóa og lifandi hátíð sem er í stakk búin til að halda áfram að vaxa. Ég von- ast til að geta uppfyllt þau markmið, en annað veit ég ekki,“ segir Bergljót Jónsdóttir stjórn- andi Listahátíðarinnar í Bergen að lokum. UR HÁTÍÐINNI LIFANDI heida@mbl.is Morgunblaðið/Heiða Jóhannsdóttir listahátíðinni vinalegt og fagurt umhverfi. Morgunblaðið/Heiða Jóhannsdóttir ra listina sýnilega og aðgengilega almenningi. Hér má gsallmenningen í hjarta bæjarins. Ljósmynd/Listahátíðin í Bergen tónleikauppfærslan Noise of Time. Þar flutti Brodsky- mvinnu við leikhópinn En Complicité og leikstjórann káldsins samhliða tónlistarflutningnum. Ljósmynd/Listahátíðin í Bergen Leikhópur Peter Brook flutti magnað leikrit, Le Costume eftir suður-afríska leikskáldið Can Themba, á Listahátíðinni í Bergen.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.