Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.2002, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.2002, Síða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 15. JÚNÍ 2002 13 HIN ÁRLEGA sumarsýning Konunglegu bresku listakademí- unnar, Royal Academy of Arts, hófst í byrjun júnímánaðar í Lundúnum. Sýningin býr að mati gagnrýnanda breska dagblaðs- ins Daily Telegraph yfir mörg- um áhugaverðum munum. Að öðrum listamönnum ólöst- uðum segir hann verk Allens Jones hafa gengið í endurnýjun lífdaga. En Jones er hvað þekkt- astur fyrir gínum líka skúlptúra sína þar sem hvelfdur barmur, grannt mitti og langir leggir eru í fyrirrúmi við sköpun hins full- komna kvenmanns. Verk Jones, og sú túlkun á stöðu kvenna sem í þeim felast, falla að mati Daily Telegraph nú ekki eingöngu að popplistinni sem þau áður til- heyrðu, heldur hafa vinsældir lýtalækninga, klónun og fegurð- arþráhyggja okkar ýtt þeim fram á sjónarsviðið á nýjan leik. Auk Jones vekur blaðið einnig athygli á fjölda annarra lista- manna sem verk eiga á sýning- unni s.s. Richard Deacon, Gary Hume og Daan Van Golden sem sýnir skuggamynd af hvítum fuglum á bláum grunnfleti. Reb- ecca Warren nýtir sér þá skúlp- túr franska 19. aldar listamanns- ins Degas af 14 ára dansara við leirskúlptúr sinn af stúlku í þykkbotna skóm með tagl. Í gagnrýni blaðsins segir enn fremur að listakademían hafi á undanförnum árum náð að hrista af sér slenið og að tengsl hennar við nútímalistir séu nú öllu meiri en þau hafi verið um áratugaskeið. Heildaráhrif sum- arsýningarinnar að þessu sinni séu líka þau að þetta sé sýning fyrir fullorðna – lifandi og fjöl- breytileg, þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Tónlist fyrir liti LITIR geta skapað vissa stemmningu og því má tengja ákveðna liti vissum eiginleikum. Þannig er fjólublár gjarnan tengdur konungum, riddaraskap og jafnvel dauða, á meðan rautt er litur vínsins, en líka hug- rekkis og jafnvel töfra. Litir búa þá jafnvel yfir dýpt sem hið mannlega auga nær ekki að greina og voru það þessir sér- stöku eiginleikar frumlitanna sem urðu þess valdandi að breska tónskáldið Arthur Bliss (1891–1975) hóf að semja lita- sinfóníu sína – A Colour Symphony. Litasinfónía Bliss var upp- haflega samin samkvæmt pönt- un fyrir breska tónlistarhátíð, þó hugmyndin hafi áður kviknað hjá tónskáldinu þegar hann blaðaði í bók um skjaldarmerki og táknræna merkingu litanna. Er verkið var hins vegar loks frumflutt árið 1922 féll það hins vegar í grýttan jarðveg og þótti gamaldags í samanburði við tón- smíðar Edwards Elgars. Sinfónía Bliss hefur nú verið endurútgefin hjá Naxos og eiga e.t.v. margir eftir að kannast við hana sem tónlistina úr mynd eft- ir sögu H.G. Wells, Innrásin frá Mars. Sumarsýning listaka- demíunnar ERLENT Tveir skúlptúra Allen Jones KARLAKÓRINN Þrestir í Hafnarfirði fagnar 90 ára afmæli sínu á þessu ári, en kórinn er elsti karlakór landsins. Auk hefðbundins tón- leikahalds og ferðalaga á landsbyggðina standa Þrestir fyrir Norrænu karlakóramóti í Kaplakrika í Hafnarfirði í dag kl. 16. Þrír norrænir karlakórar verða gestir móts- ins, Orphei Drängar eða Þjónar Orfeifs frá Uppsölum í Svíþjóð, Jakobstads Saangarbröder frá Jakobstad í Finnlandi og Sandnessjöen Mannskor frá Norður-Noregi. Íslensku kór- arnir sem syngja á mótinu auk Þrasta eru Karlakór Reykjavíkur, Karlakórinn Fóst- bræður, Stefnir í Mosfellsbæ, Lóuþrælar úr Húnaþingi og Karlakór Keflavíkur. Þjónar Orfeifs eru taldir meðal bestu karla- kóra í heimi, og hafa fjölmargar hljóðritanir með söng þeirra hljómað á öldum ljósvakans, bæði á Íslandi og erlendis. Kórinn var stofn- aður í Uppsölum árið 1853 og á áratugnum fyr- ir þarsíðustu aldamót var hann strax farinn að fara í langar söngferðir til að leyfa öðrum þjóð- um að njóta listar sinnar. Kórinn hefur verið heppinn með stjórnendur og á síðustu öld stjórnuðu tveir kórstjórar honum í nærfellt alla öldina, eða í sjötíu og sjö ár. Þetta voru þeir Hugo Alfvén tónskáld sem stjórnaði Þjónum Orfeifs frá 1910–1937 og Eric Ericson sem stjórnaði honum frá 1951–1991. Með báðum þessum afburða stjórnendum átti kórinn mikið blómaskeið, og enn í dag er talað um Ericson- hljóminn sem einn besta kórhljóm sem um get- ur meðal kóra. Stjórnandi kórsins í dag er Ro- bert Sund, sem hefur ekki síður en fyrirrenn- arar hans eflt kórinn og fundið honum ný og spennandi viðfangsefni. Sund var ráðinn kór- stjóri í tíð Ericsons og gegndu þeir báðir starfi kórstjóra og listrænna stjórnenda Þjóna Or- feifs frá árinu 1986 og til 1991 þegar Ericson lét af störfum. Robert Sund var útnefndur kór- stjóri ársins í Svíþjóð árið 1993 og er eftir- sóttur gestastjórnandi, kórstjórnarkennari og dómari í alþjóðlegum kórakeppnum. Það verður að teljast einstakur viðburður að fá karlakórinn Þjóna Orfeifs hingað í heim- sókn, en auk þess að taka þátt í kóramótinu í Kaplakrika, þar sem 90 ára afmæli Þrasta verður fagnað, heldur kórinn tvenna sjálfstæða tónleika í Hallgrímskirkju, þeir seinni verða þar í dag kl. 16. Eftir tónleikana fara Orfeifs- þjónar beint í Kaplakrika og syngja þar á kóra- mótinu. Jakobstads Saangarbröder er hópur áhuga- manna um karlakórssöng. Hópurinn æfir með- al annars hefðbundinn kvartettsöng og tekur sjálfan sig hæfilega alvarlega, og segjist vera besti sænskumælandi kór í Finnlandi, enda finnist enginn annar slíkur! Sandnessjöen Mannskor var stofnaður árið 1905 og er því nær 100 ára. Kórinn hefur haldið reglulega tónleika, gaf út geisladisk með söng sínum í haust og hefur hefur með sölu hans fjármagnað að stórum hluta ferðina til Íslands. Karlakórinn Þrestir og Menningarmála- nefnd Hafnarfjarðar efndu í vetur til kórverka- keppni í tilefni af afmæli kórsins og verða úrslit kunngjörð á karlakóramótinu í Kaplakrika í dag. Á þriðja tug kórverka bárust í keppnina. Jón Kristinn Cortes söngstjóri Þrasta segir að dagskráin á kóramótinu í dag verði spenn- andi og fjölbreytt „Við hefjum dagskrána með lúðrablæstri. Þá syngja Þrestir sitt fyrsta lag frá 1912, Sveinar kátir syngið. Formaður Þrasta flytur ávarp og það verður svo fyrsta embættisverk Lúðvíks Geirssonar nýs bæj- arstjóra í Hafnarfirði að afhenda verðlaun í kórverkakeppninni, og Þrestir syngja annað lag af efnisskránni frá 1912, Brosandi land.“ Eftir það syngja kórarnir hver af öðrum, og sameinast einnig í samsöng norrænna karla- kórslaga. Þjónar Orfeifs gestir Þrasta Karlakórinn Þrestir fagnar níutíu ára afmæli sínu á kóramóti í Hafnarfirði. LEIKFÉLAG Kópavogs mun stíga á svið Þjóð- leikhússins annað kvöld með sýningu sína á æv- intýrum Grimms-bræðra, er kölluð er því ein- falda nafni Grimm. Sýningin var í vor valin athygliverðasta áhugaleiksýning ársins af Þjóð- leikhúsinu, úr hópi tólf sýninga. Leikstjóri Grimm er Ágústa Skúladóttir. „Leiksýningin er byggð á sex Grimms-ævin- týrum,“ segir Hörður Sigurðarson, formaður Leikfélags Kópavogs, í samtali við Morgunblað- ið. „Hún var unnin í spunavinnu, eða svokölluðu „deviced theater“, aðferð sem Ágústa leikstjóri hefur sérhæft sig í. Í henni felst mikið hópefli, allir hafa eitthvað til málanna að leggja. Í raun er það því hópurinn allur sem að sýningunni stendur sem skapar hana.“ Í sýningunni eru átta leikarar ásamt leikstjóra, auk tveggja tónlistar- manna sem að sögn Harðar hafa mikið vægi í sýningunni. „Þeir hafa ásamt leikurum og leik- stjóra verið mjög virkir í æfingaferlinu. Í sýning- unni spila þeir á allskyns hljóðfæri sem ég hef ekki tölu á,“ segir hann. Leikararnir í sýning- unni eru allir áhugaleikarar, sem hafa önnur störf en leiklistina að aðalstarfi. „Í mínum huga er þetta fólk mjög fagmannlegt í öllu sem það gerir, og það á jafnt við um leiklistina,“ segir Hörður. Hann segir að sýningunni hafi verið mjög vel tekið þegar hún var sýnd í vetur, en sýningar fóru fram í Félagsheimili Kópavogs. Segir hann að hún hafi hlotið margar viðurkenningar og verðlaun, fyrir utan að vera valin athyglisverð- asta áhugaleiksýning ársins af Þjóðleikhúsinu. „Á sumardaginn fyrsta hlutum við viðurkenn- ingu frá samtökunum Börn og bækur, sem er Ís- landsdeild IBBY-samtakanna. Hún var fyrir framlag til barnamenningar. Auk þess var sýn- ingin valin af dómnefnd á vegum Bandalags ís- lenskra leikfélaga til þess að fara á alþjóðlega leiklistarhátíð í Svíþjóð í ágúst. Svo erum við á leiðinni til Akureyrar um næstu helgi og munum taka þar þátt í Jónsmessuleikum,“ segir Hörður. Aðspurður hvort sýningin sé barnasýning svarar Hörður að hann vilji ekki kalla hana það. „En þar með er ég ekki að segja að börn hafi ekki gaman af henni,“ heldur hann áfram. „Fullorðnir hafa ekki síður gaman af henni, og þá kannski á öðrum forsendum en börnin. Sýning- unni tekst að brúa öll kynslóðabil.“ Grimm samanstendur af sex sjálf- stæðum leikþáttum sem byggjast á einu ævintýri hver um sig, sem tengj- ast þó allir í sýningunni. Hörður segir að ævintýrin sem valin voru séu mis- þekkt. „Þetta eru ævintýri allt frá Hans og Grétu til minna þekkts æv- intýris sem heitir Herra Kuskan. Textinn er byggður á mjög skemmti- legum þýðingum Þorsteins Thor- arensen, sem veitti okkur góðfúslegt leyfi til að nota textann að vild,“ segir hann. „Við tókum þá ákvörðun um leið og við hófum vinnuna við sýn- inguna að vera ekkert að sótthreinsa eitt eða neitt, með því að taka út at- riði sem gætu verið óhugnanleg, eða ekki alveg pólitískt rétt. Undanfarin ár hafa slíkar tilhneigingar verið áberandi, ekki síst í gömlum ævintýr- um, en við vorum sammála um að það væri ekki það sem við vildum gera. Ævintýrin birtast þarna alveg hrá og ómenguð, ef svo má segja.“ Hörður segir að eftirvænting sé mikil í leikhópnum eftir að stíga á svið Þjóðleikhússins. „Það verður auðvitað að vissu leyti sérkennilegt, því við erum að fara úr mjög litlu rými. Við þurftum nánast að klæðskerasauma sýninguna inn í húsnæðið sem við vorum í, í Kópavogi. Núna komum við á stóra sviðið í Þjóð- leikhúsinu, sem er með þeim stærri á landinu. Það verður breyting, en ekkert óviðráðanlegt,“ segir hann að lokum. Sýningin annað kvöld hefst kl. 8 á stóra sviði Þjóðleikhússins. Ómenguð ævintýri Grimms Úr áhugaleiksýningunni Grimm, sem sýnd verður á fjölum Þjóðleikhússins annað kvöld.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.