Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.2002, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.2002, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 15. JÚNÍ 2002 M ÁLVERKASAFN Tryggva Ólafssonar, öðru nafni Tryggva- safn, var formlega vígt í septembermán- uði í fyrra, að við- stöddum fjölda gesta úr Fjarðabyggð og víðar af landinu, m.a. Birni Bjarnasyni fyrr- verandi menntamálaráðherra sem gaf safninu málverkið Kronos í tilefni af opnuninni fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Tryggvasafn hefur aðsetur í gamla kaupfélagshúsinu á Hafn- arbraut 2 í Neskaupstað og hefur þar sýning- araðstöðu á tveimur hæðum. Með opnun sum- arsýningarinnar í báðum sölum safnsins kl. 14 í dag, hefst regluleg starfsemi Tryggvasafns, þar sem staðið verður fyrir myndlistarsýn- ingum og sýningum á verkum eftir Tryggva Ólafsson í eigu safnsins. Blaðamaður Morgunblaðsins heimsótti Neskaupstað í vikunni og hitti þar fyrir Tryggva Ólafsson og Magna Kristjánsson en hinn síðarnefndi hefur átt veg og vanda af uppbyggingu þessarar nýju menningarstofn- unar í hjarta bæjarins. Tryggvi Ólafsson er fæddur og uppalinn í Neskaupstað og hefur haldið sterkum tengslum við bæinn frá því að hann flutti til Danmerkur til náms og starfa. Hugmyndin um að byggja upp safn um málarann á þess- um æskuslóðum hans kviknaði hjá Magna Kristjánssyni skipstjóra og æskuvini Tryggva. Sá hefur jafnframt unnið ötullega að því að koma safninu á fót, eftir að listmál- arinn lagði blessun sína yfir hugmyndina. „Við Tryggvi höfum þekkst frá því við vorum börn, en hann er tveimur árum eldri en ég og bjuggum við í nágrenni hvor við annan. Það var þó fyrst og fremst eftir að við urðum eldri, að vinátta okkar styrktist. Tryggvi hef- ur haldið miklum tengslum við bæinn, hefur unnið nokkuð af verkum fyrir stofnanir og fyrirtæki hér og á fjölda vina og kunningja í bænum. Hugmyndin um að setja á fót mið- stöð um Tryggva og list hans hér í Neskaup- stað er því sprottin út frá þessum nánu tengslum sem hann hefur við þetta um- hverfi,“ segir Magni. „Ævintýrið hófst um jólin fyrir hálfu öðru ári að ég skrifaði Tryggva langt og mikið bréf þar sem ég viðraði hugmyndina við hann. Hann hringdi í mig nokkrum dögum síðar og samþykkti hugmyndina. Þannig hefur upp- byggingarvinnan undanfarið eitt og hálfa árið farið fram í nánu samráði við Tryggva, og hefur það mikið gildi að geta hafið svona vinnu meðan listamannsins nýtur við, því ég horfi ekki síst til framtíðar hvað uppbyggingu þessa safns varðar. Reyndar var það ætlunin að það tæki mun lengri tíma að leggja þann grunn að safninu sem hér er kominn, og hafði ég í raun sex til tíu ár í huga. Mig hefði hins vegar aldrei órað fyrir því að hægt yrði að hefja starfsemina svo snemma sem raun ber vitni,“ segir Magni. Mikið gerst á stuttum tíma Málverkasafn Tryggva Ólafssonar telur nú á níunda tug olíumálverka, auk fjölda grafík- verka og myndlýsinga, og spannar safneignin allan listferil Tryggva, allt frá æskuverkum til nýrra verka. „Safnið byggist að mestu leyti á myndum í minni eigu, sem ég hef lagt til safnsins, en ég hef safnað verkum eftir Tryggva um rúmlega þrjátíu ára skeið, og verkum sem Tryggvi hefur gefið safninu á undanförnu ári. Í fyrra gaf hann um þrjátíu verk og við komuna hingað nú gaukaði hann að okkur nokkrum til viðbótar. Hér er um að ræða olíuverk og tvær seríur með frummynd- um, annars vegar úr barnabókinni Stórt og smátt eftir Tryggva sjálfan, og hins vegar úr Bósa sögu og Herrauðs sem Tryggvi Ólafsson myndskreytti og Sverrir Tómasson bjó til prentunar árið 1996. Þá hefur Tryggvi gefið safninu um 170 grafíkmyndir sem verða hér til sölu. Auk þessara verka hefur safnið keypt nokkuð af myndum, jafnframt því sem bæj- arstjórn Fjarðarbyggðar hefur skuldbundið sig til að kaupa verk til safnsins fyrir ákveðna upphæð á ári. Þá hefur safnið hlotið um tíu verk að gjöf frá stofnunum og einkaaðilum. Allt þetta hefur gerst á rúmu ári og erum við því bjartsýn um framhaldið,“ segir Magni. Mörg verkanna sem safnið á eftir Tryggva Ólafsson eru veigamikil verk í listferli hans. Þar kennir jafnframt ýmissa grasa, og er þar m.a. að finna myndir sem Tryggvi málaði á unglingsaldri. „Á sumarsýninguna höfum við valið aðrar myndir en þær sem sýndar voru við vígslu safnsins í fyrra,“ segir Magni. „Er hér um að ræða tugi verka frá ýmsum tíma- bilum, m.a. nýju verkin sem Tryggvi gaf safn- inu nú í sumar. Þá sýnum við ýmis æskuverk og eldri verk í salnum á efri hæðinni. Sýn- ingin mun standa fram í ágúst, en að henni lokinni verður opnuð í öðrum salnum sýning á verkum eftir Daða Guðbjörnsson, en í hinum verða sýnd verk úr safneigninni. Hugmyndin er að halda úti starfsemi allt árið með þessum hætti,“ segir Magni. Byggt til framtíðar Þegar Magni Kristjánsson er spurður nán- ar um það hvernig rekstri málverkasafns Tryggva Ólafssonar er háttað, segir hann að vonandi sé hér aðeins um að ræða upphafið að því sem koma skal. „Eins og stendur hefur þetta mestmegnis verið byggt upp í krafti áhuga og hugmynda um þá listmiðstöð sem safnið gæti orðið ef fleiri aðilar kæmu að upp- byggingunni,“ segir Magni, en sjálfur hefur hann lagt safninu til húsnæðið í gamla kaup- félagshúsinu, sem er í hans eigu. „Við form- lega vígslu safnsins í fyrra studdi bæjar- stjórnin hér að uppbyggingu safneignarinnar með því að skuldbinda sig til að kaupa verk eftir Tryggva fyrir 500.000 krónur á ári næstu fimm árin. Ríkið veitti safninu stofn- styrk, auk þess sem Björn Bjarnason fyrrver- andi menntamálaráðherra færði safninu mál- verkið Kronos eftir Tryggva Ólafssson að gjöf við vígsluna í fyrra. Fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar hér í bænum hafa sýnt safninu velvilja með gjöfum og samstarfi ýmiss kon- ar, en engu að síður liggur það nú fyrir hjá okkur að sanna gildi safnsins og sýna fram á að hér er byggt til framtíðar. Rekstrarformið er því ekki komið í alveg fastan farveg, en hugmyndin er sú að gera þetta að sjálfseign- arstofnun, og fá utanaðkomandi aðila til þátt- töku. Undanfarið hefur mestur tími okkar sem unnið höfum að þessu farið í að koma safninu á fót. Næsta skrefið er síðan að sanna gildi safnsins og fullvinna stofnskrá þar sem markmið, framtíðarstefna og hlutverk safnins er skilgreint í ljósi þess svigrúms sem safnið mun hafa fyrir sína starfsemi. Við vonumst því til að stjórnvöld og einkaaðilar eigi eftir að bregðast vel við því frumkvæði sem við höfum vonandi náð að sýna.“ Verðmæti lista og menningar – Telur þú að uppbygging Tryggvasafns hér í bænum muni hafa mikið gildi fyrir byggðarlagið? „Tryggvi er tvímælalaust mjög merkur myndlistarmaður og hefur safn um hann ótví- rætt gildi. Það að setja það hérna niður í Nes- kaupstað er jafnframt nokkuð sem á eftir að styrkja menningarlíf og ferðamennsku hér á svæðinu. Safnið eitt og sér gæti laðað fólk að, ekki aðeins til að heimsækja bæinn heldur einnig til að setjast hér að. Það að hlúa að listum er nokkuð sem auðgar mannlífið og bætir. Þá má búast við að nærvera safns um Tryggva og samskiptin við listamanninn sem þessi starfsemi hefur gefið t.d. grunnskóla- börnum kost á, muni örva áhuga og skilning fólks hér á svæðinu á listum. Það er varla hægt að meta verðmæti lista og menningar þegar til framtíðar er litið, og er það nokkuð sem við hér á landsbyggðinni þurfum e.t.v. að melta dálítið. Það að byggja upp safn á borð við þetta felur ekki í sér peningasóun þó svo að erfitt sé að sjá beinan gróða af því. Það viðhorf virðist engu að síður vera dálítið ríkjandi hjá mörgum. Ég held að blómlegt menningarlíf hljóti að skila atvinnulífi í bæn- um beinum ávinningi. Og síðan erum við svo heppin að eiga hann Tryggva. Hann er okkar Van Gogh og finnst okkur vel þess virði að undirstrika tengsl hans við byggðarlagið.“ Magni bendir jafnframt á að starfsemi safnsins eigi ekki eingöngu að snúast um safneign og sýningarhald, heldur söfnun í víð- tæku samhengi. „Við höfum hug á að eignast og halda skrá yfir sem flest er tengist lífi og störfum Tryggva og væri eftirsóknarvert að geta komið á fót nokkurs konar listamiðstöð í því samhengi. Hann hefur t.d. sjálfur varð- veitt gríðarlegt magn af skissum, vinnuteikn- ingum og minnisbókum sem við höfum mik- inn áhuga á að eignast, auk þess sem söfnun á heimildum um listamanninn er þegar hafin á okkar vegum, m.a. í samvinnu við Helga Guð- mundsson rithöfund sem hefur verið að safna efni í viðtalsbók um Tryggva. Þetta eru þætt- ir sem munu hafa mikið gildi þegar til fram- tíðar er litið jafnframt því sem safn af þessu tagi gæti nýst bæði listfræðingum og almenn- ingi sem hefði áhuga á að fá dýpri innsýn í list og vinnubrögð Tryggva. Þá er kaupfélags- húsið gríðarlega stórt og væri því vel hægt að koma fyrir einhvers konar tengdri starfsemi í húsinu, er varðar menningu og sögu stað- arins. Möguleikarnir eru því miklir og mun- um við tvímælalaust vinna að því að láta drauminn rætast,“ segir Magni Kristjánsson að lokum. GRUNNUR AÐ TRYGGVA- SAFNI Morgunblaðið/Heiða Jóhannsdóttir Málverkasafn Tryggva Ólafssonar hefur yfir tveimur stórum sýningarsölum að ráða. Myndin er tekin á þriðju hæð gamla kaupfélagshússins, þar sem unnið var að uppsetningu sumarsýningar. Sumarsýning Málverkasafns Tryggva Ólafssonar verður opnuð í gamla kaupfélagshúsinu í Neskaupstað í dag. HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR heimsótti þetta nýja safn sem verið hefur í uppbyggingu undanfarin misseri og ræddi við aðstandendur þess. heida@mbl.is Morgunblaðið/Heiða Jóhannsdóttir Vinirnir Magni Kristjánsson safnstjóri og Tryggvi Ólafsson listmálari utan við gamla Kaupfélags- húsið við Hafnarbraut í Neskaupstað. Þar hefur verið lagður grunnur að Tryggvasafni. Morgunblaðið/Heiða Jóhannsdóttir Þegar komið er í Neskaupstað má víða sjá verk eftir Tryggva Ólafsson. Þessa veggmynd vann Tryggvi nýlega fyrir hótel staðarins, og setur byggingin, sem áður hýsti sláturverkun, óneitanlega svip á bæinn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.