Pressan - 14.12.1989, Blaðsíða 6

Pressan - 14.12.1989, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 14. des. 1989 LÍFSBÓK LAUFEYJAR — Saga baráttukonunnar Laufeyjar Jakobsdóttur. Laufey Jakobsdóttir á sér merka sögu. Hún ólst upp við erfiðar aðstæður og kröpp kjör eins og margir aðrir íslendingar á hennar aldri. Hún lét þó aldrei bug- ast og hefur alla tíð verið mikil baráttukona fyrir hugsjónum sínum. Hún hefur tekið virkan þátt í kvenréttindabaráttunni og þá ekki síður í baráttunni í þágu lítil- magnans í þjóðfélaginu. Um árabil var Laufey mikil hjálparhella fjölmargra unglinga i Reykjavik, þeirra er sóttu hið svokallaða Hallærisplan og í miðborgina. I bókinni segir Laufey á hispurslausan og opinskáan hátt frá skuggahliðum þessa þáttar mannlífsins í Reykjavík. Þótt sú frásögn sé ófögur mun hún ekki láta neinn ósnortinn og vafa- laust opna augu margra fyrir þeim aðstæðum er margir unglingar búa við eða skapa sér sjálfir. LÍFSBÓK LAUFEYJAR er fyrsta bók Ragnheiðar Davíðsdóttur sem löngu er kunn fyrir störf sín i íslenskum fjölmiðlum. Ragnheiður starfaði áður sem lög- reglukona í Reykjavík og þekkir því af eigin raun margt af því sem Laufey segir frá í bókinni. LÍFSBÓK LAUFEYJAR er 185 blaðsíður auk 16 síðna myndaarkar. Bókin er prentunnin í Prentstofu G. Benediktssonar en kápuhönnun annaðist Auglýs- ingadeild Frjáls framtaks hf. FRJÁLST FRAMTAK VIÐ BLÁA VOGA Eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur. Ingibjörg Sigurðardóttir er án efa ein af vinsælustu skáldkonum landsins. Nú fá aðdáendur hennar enn eina spennandi ástarsögu frá hennar hendi. Bókin fjall- ar um frábæra fórnfýsi, heitar ástir, vonir og þrár ungu elskendanna Ásrúnar Ijós- móður og Frosta kennara. BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR FYRSTU ÁRIN MÍN — Dagbók barnsins. Þetta er ný, falleg litprentuð bók, sem varðveitir minningar um barnið f rá fæð- ingu og næstu árin. Blá fyrir drengi. Bleik fyrir stúlkur. Bók, sem veitir foreldrum og börnum ómetanlega skemmtun og geymir dýr- mætar minningan H venær tók ég fy rstu tönnina? Fyrstu orðin. Skemmtilegustu leikfélagarnir. Fyrsta ferðalagið. Svona teiknaði ég. Fyrsta barnaboðið. Vísurnar, sem ég lærði. Fyrstu jólin. Hárlokkur og allar myndimar sem líma má inn í bók- ina. Þetta er bók, sem verður örugglega skoðuð aftur og aftur. SETBERG ÞEIR SETTU SVIP Á ÖLDINA — íslenskir athafnamenn III. Ritstjóri: Gils Guðmundsson. Bókaflokkur þessi hefur hlotið mjög góðar viðtökur hjá lesendum, enda eru hér á ferðinni vandaðar, skemmtilegar og fjölskrúðugar frásagnir af mönnum og málefnum fyrr á öldinni. Athafnamennirnir sem hér segir frá eru: Alexander Jóhannesson, August Flygenring, Baldur Eyþórsson, Björn Kristjánsson, Geir G. Zoéga, Gunnar Ólafs- son, Haraldur Böðvarsson, Hákon Bjarnason, Jón Gunnarsson, Loftur Bjarna- son, Magnús Th. S. Blöndal, Marsellius Bernharðsson, Ragnar Ólafsson, Vil- hjálmur Þór, Þorsteinn Jónsson, Þorsteinn Guðmundsson og Þorvarður Þor- varðarson. Flestir voru þessir menn þjóðkunnir á sinni tið, og nöfn sumra eru enn alþekkt, en önnur lá_ta ekki eins kunnuglega i eyrum. En allir eiga þeir sameiginlegt að hafa látið til sih taka á ýmsum sviðum þjóðlífsins, og lagt sitt af mörkum til mót- unar íslensks nútímaþjóðfélags. Allir settu þeir svip á öldina og islensk atvinnu- saga verður ekki skrifuð nema þeirra sé getið. IÐUIMN GRALLARASPÓAR OG GOTT FÖLK Eftir Guðjón Sveinsson. I bókinni eru sex stuttar sögur um lífið í sveitinni og þau mörgu ævintýri sem börn á aldrinum 10—14 ára upplifa þar. Ótrúlegustu uppátækjum er lýst og er ekki að efa að þeir sem dvalið hafa i sveit kannast við margt í frásögninni. Þetta er rammíslensk bók um börn uppalin í sveit, og börn sem þar eru til sumardvalar. Guðjón Sveinsson er löngu þekktur af fyrri bókum fyrir lýsingar sinar á lífinu, þar sem glettni, stríðni og alvara fara saman. Pétur Behrens hefur myndskreytt bók- ina. BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR BRAGSKÓGAR Ný Ijóðabók eftir Sveinbjörn Beinteinsson. Út er komin hjá Hörpuútgáfunni ný Ijóðabók eftir Sveinbjörn Beinteinsson. Bókin heitir Bragskógar. í henni eru Ijóð sem tengjast landi og gróðri, skógrækt og landvernd. Einnig Ijóð sem vísa nokkuð út fyrir hversdagslegan vettvang, sum þeirra byggð á draumum. Bragskógar er 48 bls. Prentuð i Prentverki Akraness hf. HÖRPUÚTGÁFAN Geirmundur Valtýsson í SYNGJANDI SVEIFLU Hver er vinsælasti tónlistarmaöur landsins? Marga má sjálfsagt nefna til sögunnar en þegar danspoppið er annars vegar fara fáir í fötin hans Geirmundar Val- týssonar. Geiri hefur ekki einungis sýnt frábæra þrautseigju og góðan árangur með þátttöku sinni í Evrópusöngva- keppninni heldur stýrir hann jafnframt einní alvinsælustu danshljómsveit lands- ins. Á plötunni i syngjandi sveiflu fáum við að kynnast Geirmundi og hljómsveit hans þar sem dægursveiflan fær að njóta sín eins og hún gerist best. SKÍFAN HEIMA ER BEST HLH-flokkurinn sendir nú .frá sér sina fyrstu hljómplötu um nokkurt skeið. Hún hefur hlotið nafnið Heima er best. Eitt lag plötunnar, i útvarpinu heyrði ég lag, hefur þegar slegið í gegn í útvarpi. Það ber vönduðum vinnubrögðum þremenning- anna Halla, Ladda og Björgvins Helga gott vitni. Og eins og fyrri daginn eru glens og gaman aðalsmerki HLH-flokksins. SKÍFAN ALDREIHEFIJR HVGÓLFIIR r Texti Lífsspegils er í senn blæbrigðaríkur, skáldlegur, myndrænn og ástríðufullur. Þessi athyglisverða bók um Ingóif Guðbrandsson er á þriðja hundrað síður og prýða hana um áttatíu ljósmyndir. Lífsspegili er einslæð bók, nýtt og spennandi t ilbrigði við forin minningabóka — annað og meira en venjuleg ævisaga. VAKÁ nrn?F3ÉTiHTI síðumúla29 i ■ I * j.WT.1 a ■ ■ ■ SÍMI6-88-300 * ILífsspegli Ingólfs Guðbrandssonar birtist ný og skýr mynd af jijóðkunnum manni sem hefur bæði verið umræddur og umdeildur. Hann hefur ótrauður farið eigin leiðir og margoft komið landsmönnum á óvart- en |)ó aldrei eins og í þessari bók. Ingólfur ræðir í Lífsspegli af fyllstu hreinskilni um líf sitt og einkamál, trú, ást og tilfinningar. Hann varpar einnig nýju ljósi á margvísleg störf sín og samferðafólk. Ingólfur segir í formála bókarinnar að hann greini hér frá sannleika sem ekki sé öllum ljós, skoðunum sem eru kjarni lífsreynslu hans og lífsviðhorfi sem fæstvið leitina að hreinum tóni.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.