Pressan - 29.03.1990, Blaðsíða 20

Pressan - 29.03.1990, Blaðsíða 20
20 Fimmtudagur 29. mars 1990 bridge Ég á alltaf bágt með að leyna brosi þegar ég mæti andstæðing- um sem spila flókin kallkerfi og þeir byrja að útlista þau. Aðferðin sýnist svo skotheld á kerfiskortinu. En fylgjendurnir villast iðulega í blindgötur sem við, einfaldari sálirnar, hreinlega vitum vart af: — „Þú settir hjarta- tvist og ég tók það fyrir laufkall!" — „En ég var bara að frávísa hjart- anu!" Hliðarköll eru þarfaþing, ef við notum þau í hófi. ♦ KD2 ¥ 10874 ♦ Á62 4» KG2 4 Á98653 ♦ G104 V 653 ¥ Á2 ♦ 83 ♦ KDG104 4*96 4. 743 ♦ 7 V KDG9 ♦ 975 4» ÁD1085 Suður verður sagnhafi í 4-hjört- um eftir að austur hefur sagt í tígli og stutt spaðameldingu vesturs. Út kom tígul-8, gefið í blindum og austur fékk slaginn á tíuna. Hann hélt áfram með tígulkóng á ás. Sagnhafi reyndi nú spaðakóng og vestur átti á ás. Hann reyndi að koma félaga sínum inn með því að skipta í lauf en suður vann, losaði sig við tígul ofan í spaðadrottn- ingu og gaf loks slag á trompás. Mikilvægi tígulkóngs fór gjör- samlega framhjá vestri, það var jú ljóst að austur átti blokkina. Með laufinnkomu hefði hann spilað GOSA í öðrum slag, kóngurinn benti því á hærri lit. Eftir sagnir var spaðinn úr dæminu svo allt benti á hjartað. . . trompið. Harla óvenjuleg skeytasending, ,en áhrifamikil. . . ef vestur hefði bara skilið boðin! skák Skákþing íNew York 1857 Árið 1857 var efnt til skákþings í New York, fyrsta skákþings sem haldið var í Bandaríkjunum. Einn helsti hvatamaður þess og frum- kvöðull var ungur maður, Willard Fiske, er þá var ritari skákfélags- ins í New York. Fiske hafði mikinn áhuga á skák, en hann stundaði norræn fræði einnig af kappi og það varð til þess að hann kom síðar til ís- lands og reyndist íslenskri skák- hreyfingu haukur í horni og raun- ar íslendingum öllum, ekki síst Grímseyingum sem hafa í þakkar- skyni gert afmælisdag hans að há- tíðisdegi sínum. Það var Willard Fiske sem gaf út fyrsta íslenska skáktímaritið í UPPNÁMI um aldamótin 1900—1901. Hans verð- ur getið nánar síðar í þáttunum. En víkjum aftur að skákþinginu. Mjög var til þessa fyrsta móts vandað og reynt að fá alla fremstu skákmenn í Bandaríkjunum til að taka þátt. Fyrirmynda um skipu- lagningu var leitað til skákþings- ins í London 1851, þannig að mót- ið var röð af einvígjum og sigur- vegararnir í hverri lotu leiddu saman hesta sína í þeirri næstu. Tveir menn voru taldir líklegast- ir til sigurs: Paul Morphy sem var tæplega tvítugur og lítt reyndur, en miklar sögur fóru af, og þýskur maður, Louis Paulsen, nokkru eldri en Morphy. Hann var nýflutt- ur til Bandaríkjanna og hafði getið sér gott orð sem skákmaður, ekki síst fór miklum sögum af því hve snjall hann væri í blindskák. Tafl- mennskan á þinginu sýndi að ekki var ofsögum sagt af ágæti þeirra, þeir unnu báðir auðvelda sigra í hverri lotunni af annarri og þegar að því kom að þeir skyldu eigast við í lokalotunni hafði hvor um sig unnið níu sinnum en gert eina skák jafntefli, hvorugur hafði tap- að skák. Þeir báru því langt af öðr- um keppendum. Og í úrslitalot- unni kom svo í ljós að Morphy bar af Paulsen, hann var.n fimm skák- ir, tapaði einni, en tvær urðu jafn- tefli. Þessar tölur sýna yfirburði Morphys ljóslega, en þar við bæt- ist að hann tefldi hratt en Paulsen þurfti mikinn umhugsunartíma. Skákstíll þeirra var einnig ólíkur, Paulsen var traustur varnarmaður, Morphy meiri sóknarmaður þótt hann væri einnig seigur í vörn. Paulsen fluttist síðar aftur til Evrópu og átti þar langan feril sem skákmaöur. Hann var í hópi fremstu skákmanna heims fram eftir nítjándu öld, traustur og djúp- ur. Við hann er kennt eitt afbrigði í Sikileyjarleik. Lítum á frægustu skákina frá þessu móti: Paulsen — Morphy 8. nóvember 1857 1 e4 e5 2 Rf3 Rc6 3 Rc3 Rf6 4 Bb5 Bc5 5 0-0 0-0 6 Rxe5 He8 7 Rxc6 dc6 8 Bc4 b5 9 Be2 Rxe4 10 Rxe4 Hxe4 11 Bf3 He6 12 c3 Dd3 13 b4 Bb6 14 a4 ba4 15 Dxa4 Bd7 16 Ha2 Hae8 Paulsen hefði betur leikið 16 Da6 og á þá betra tafl. Af sömu ástæðu var betra fyrir Morphy að leika 15 — Bb7 í stað Bd7. En þá hefðum við misst af fléttunni sem gefur skákinni varanlegt gildi. Paulsen ætlaði líklega að hrekja drottninguna á brott með 17 Dc2, leika þar d4 með góðri stöðu. En nú strandar það: 17 Dc2 Dxfl+ 18 Kxfl Hel mát. Fhulsen valdar því hrókinn, en þá kemur skot úr ann- arri átt. 17 Da6 Dxf3!l 18 gf3 Hg6+ 19 Khl Bh3 20 Hdl Bg2+ 21 Kgl Bxf3+ 22 Kfl Bg2+ 23 Kgl Bh3+ 24 Khl Bxf2 Hér gat svartur mátað í 4. leik: 24 - Hg2! 25 Dd3! (Dxb6 Hxh2!) 25 - Hxf2 + ! 26 Kgl Hg2+ 27 Kf(h)l Hgl mát. 25 Dfl Bxfl 26 Hxfl He2 27 Hal Hh6 28 d4 Be3! og Paulsen gafst upp (29 Bxe3 Hhxh2+ 30 Kgl Heg2 mát). GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON krossgátan 'iSR£lN/R Fu'oTu fi K0FI TutfGU- M'AL II TJÓMie MARK BRA K ÍK'ITS FiHUI AFMÆmi 1l &ÍFT BlH S HR/f-OOUi ftklT M.M n HRc Tfft- K>T m HAG,rl/W SKEHS K'ftMAR OOOI 80/NS ISANI- írn-eiR SKVH KOHU. SLbei 'ftHÆGO- A N L'ftlR JAKAHH MHKIfi FYRR PftTftL MfíHJR HY/FÐ —c £y Hl THuFlhH S/lHDLHh i SToHCr ftTLOG' U-r/ft K'fti SU. I LF-IT RlSSlfi. 2t) HLU.TUM y FlHS BR0.N VHOI iiii ATHYGLI S OMtr/N FLAS SPhuHft HfiA-OI HFILL GRFJNft LOGrHAR ‘IL'AT SKRAF GjfilHD 21 MJO-ki BftRiÐ 13 svækja n J OfiC F-LLÍGAR I? ftUKAST VARO- AHDI GALAU, S IjMiHg I DSLuÐU T06AK )to ARJH/V BAfiOAGI ANSA KosruR SAM- ST/tOlR H/ÍTTft mm MlKLiR FuGL w 1 2 3 4 5 17 18 19 20 21 7 8 9 10 11 12 Verdlaunakrossgáta nr. 79 Skilafrestur er til 7. apríl og aö þessu sinni heitir verölaunabókin Eins og gengur og eru þetta endurminningar Sigurðar Thorodd- sen verkfræöings. Mál og menning qefur bókin út. Utanáskriftin er PRESSAN — krossgáta nr. 79, Armúla 36, 108 Reykjavík. Verölaunahafi 77. krossgótu er Dóra Bergþórsdóttir, Goðheim- um 4, 104 Reykjavík. Hún fær senda bókina Grímsá drottning laxveiðiánna eftir Björn Blöndal og Guömund Guöjónsson. 1 Skjaldborg gefur bókina út.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.