Pressan - 27.01.1994, Blaðsíða 2

Pressan - 27.01.1994, Blaðsíða 2
T FYRST&FREMST SPURNINGIN Dagsljós dofnar llar líkur eru á að Dagsljós verði ekki á dagskrá Sjónvarps nema til vors. Mikið var lagt í þetta útspil, sem átti eðlilega að stela horfun frá 19:19. Dagbókarkönnun Félagsvísindastofhunar í haust varð ekki til að auka mönn- um bjartsýni um að þetta væri rétti tíminn fyrir þátt eins og Dagsljós. Sér í lagi þegar horfunin mælist litlu meiri en á sápurnar sem voru á þessum sama tíma... EF 1no MÆTTUM RÁOA .. yrði helsta stefnumál beggja lista til borgarstjórnarkosninga ad frítt yrði í gufubað og nudd. Hugsið ykkur muninn! ... léti umhverfismálaráðherra ekki staðar numið við að flytja embætti veidimálastjóra til Akureyrar. Mjög eðlilegt er að umhverfisráðuneytið verði flutt nær umbjóðendum sínum; fuglum, fiskum, grösum og gróðri, og verði sett niður á Hveravöllum. Sá sem æmtir getur étið það sem úti frýs. ... fylgdu bíóstjórar fordæmi Regnbogans og létu íslenska staðgengla taka að sér að færa anda bíó- myndanna inn í íslenskan veruleika. Þad væri svo gaman að sjá þrjá myndarlega karlmenn skylmast í íslensku vetrarveðri á bílaplaninu við Sögubíó svo hægt væri að skynja Skytturnar þrjár betur; Hjalta Úrsus og félaga í mótorhjólalöggubúningi með knallettubyssur í bófahasar í hléi á Demolition Man... Möguleikarnir eru óþrjótandi. ... léti Davíð Oddsson kanna hvaða lögum ráðherrar hans hafa verið að smygla í gegnum Alþingi á stjórnartímabilinu sem honum sjálfum er alls ókunnugt um. Kannski eru krataráðherrarnir bara að fylgja nýjum lögum um stöðuveitingar, kannski er búið að stytta kjörtímabil forsætisráðherra, hver veit? „Nei, ég sótti um framleiðslu- styrk fyrir myndina Píslar- sögu, sem ég hafði fengið undirbúningsstyrk að fyrir fjórum árum upp á 5 milljón- ir. Verkið er tilbúið til töku og ég gat sýnt fram á að ég hefði fengið vilyröi frá erlendum fjármögnunaraðilum, en ég var ekki einu sinni kallaður tyrir úthlutunarnefnd. Ég tel að ég hafi verið með gott handrit en mér sýnist að í út- hlutunarnefnd núna hafi ekki valist margt fólk sem ber skynbragð á handrit. Ég yrði ekki hissa þó að í þessu tilviki hafi menn ekki horft einungis á handritið heldur persónuna Hrafn Gunnlaugsson. Ég treysti ekki Árna kerlingar- tuskunni Þórarinssyni, hann er svo forpokaður að smekkur hans frá því hann gerði Skila- boð til Söndru hefur varla breyst meira en listamanns- gervið sem hann hefur komið sér upp utan á sér.“ Hrafn Gunnlaugsson fékk engan styrk við úthlutun úr Kvikmynda- sjóði að þessu sinni. Gleymdirðu að sækja um styrk til Kvikmynda- sjóðs? Hann kemur aftur og attur og attur... Amal og íhaldið Eflaust muna margir eftir þeirri yíirlýs- ingu Friðriks Páls Ágústssonar í haust að hann væri hættur að stunda dáleiðslu hér á landi, aðallega vegna þess hversu lítil virðing faginu væri sýnd og hversu illa fjölmiðlar fjölluðu um greinina. Þetta sagðist hann gera þótt hann vissi að margir vildu notfæra sér þjónustuna, en hann gæti bara ekki unað þessum kring- umstæðum. Við vitum ekki hvað hefur gerst í millitíðinni, en á dögunum sáum við ekki betur en Friðrik Páll væri aftur farinn að praktísera og aug- lýsti þjónustu sína í DV. Þar var fólki boðið að læra að hætta að reykja á tveggja kvölda námskeiði og nota sama tíma (tvisvar sinnum tvo klukkutíma) til að „ná stjórn á mataræðinu“. Kannski hafa kring- umstæðurnar breyst, en kannski hafa hátíðirnar og og áramótaheit- in aukið eftirspumina svo mikið að eitthvað varð undan að láta. Hvernig sem því er farið hljóta reykingamenn og átvögl að vænta þess að fólk sýni faginu þá tillits- semi og virðingu sem það á skil- ið... Útgönguleið handa Heimi Frétt þess efnis að séra Jónas Gísla- son, vígslubiskup í Skálholtsstifti, hafi beðist lausnar frá og með 1. júní næstkomandi hefur orðið mönn- um tilefni til spekúlasjóna. Ein hug- myndin gengur út á að þarna sé komin kjörin útgönguleið fýrir útvarpsprest- inn séra Heimi Steinsson. Það ætti ekki að þurfa að fara mörgum orðum um það að ekki hefur farið vel um Heimi í útvarpsstjórastólnum og oft gustað hressilega um hann. Eins og fram kemur á öðrum stað í blaðinu ályktaði stjórn starfsmannafélags Ríkis- útvarpsins gegn ákvörðun hans að taka fram fýrir hendurnar á þeim sem raða upp dagskránni. Auk þess virðist Hrafn Gunnlaugsson óþreytandi við að stríða honum með því að endur- sýna stöðugt efni eftir Baldur Her- mannsson. Það sem síðan fullkomnar þá tilhögun að Heimir fari í Skálholt er að ef illa fer fýrir Markúsi Emi An- tonssyni í komandi borgarstjómar- kosningum, þá sé þarna komin ákjós- anleg staða fýrir hann uppi í Efsta- Amal Qase, sem sækist effir öruggu sæti á borgarstjórn- arlista Sjálfstæðisflokksins, hefur orðið tíðrætt um kynþátta- mismunun. Fyrir landsfund Sjálf- stæðisflokksins munaði minnstu að upp úr syði milli hennar og for- ystu Sjálfstæðisflokksins. Hún sótt- ist eftir því að verða aðalfulltrúi á landsfundinum og mun hafa feng- ið uppgefið á skrifstofu flokksins að svo væri. Skömmu áður en hún hélt á landsfundinn var henni hins vegar tilkynnt að það væri einhver vafi á að hún gæti orðið lands- fundarfulltrúi og síðar að það hefði verið einhver misskilningur á ferð- inni. Þegar hún fór að kanna málið skildi hún það þannig að hópur sjálfstæðismanna hefði hótað út- göngu ef hún mætti á fúndinn. Hún leit á það sem örgustu kyn- þáttafordóma og var tilbúin með harðorðar yfirlýsingar í fjölmiðla. Áður en til þess kom var ágrein- ingurinn jafnaður og tilkynnt að um misskilning hefði verið að ræða. Menn í hennar hópi voru þess fullvissir að þessi meinti hóp- ur manna væri fólk í kringum Þor- vald Guðmundsson í Síld og fisk, þar sem nú er rekið barnsfaðernis- mál á milli Amal og Skúla Þor- valdssonar vegna sonarins Skúla Isaaq Skúlasonar, en það mál var ekki til lykta leitt síðast þegar ffétt- ist. Aðrir töldu að hér væri um hreina kynþáttafordóma að ræða, því hún hafði komið ffam í sjón- varpsþætti skömmu áður. Fívað sem því líður var mikill titringur í herbúðum sjálfstæðismanna sem teygði sig á hæstu staði... BÆNDUR OG BÚSTÓLPAR átturinn „Bóndi er bústólpi“ er mjög um- deildur, eins og ffam kom í umræðuþætti á þriðjudagskvöldið. Heill framsóknar- fundur af Suðurlandi mætti á Hótel Sögu til að horfa á í beinni útsendingu frá Hótel Sögu. Eins og ffam kom í þættinum eru ýmsir óánægðir með í hvaða samhengi málflutningur þeirra í myndinni var settur. Einn var þó fjarri góðu gamni eða Kári Þorgrímsson í Garði, sem vék að ákveðnum einstaklingi og rökstuddi mál sitt fýrir ffaman myndavélarnar. Hans þáttur var þó klipptur þannig til að áhorfendur gátu allt eins skilið mál hans sem svo að hann væri að ráðast á tiltekinn mann en ekki að gagnrýna kerfið. Annað atriði í sambandi við „Bóndi er bústólpi“ er innanbúðarmál. Farið var mjög frjálslega með myndskeið úr myndasafni fféttastofu Sjón- varpsins án þess að leitað væri leyfis hjá við- komandi fréttamönnum. Einnig þykir mönn- um skjóta skökku við að Sjónvarpið skuli vera að borga fýrir utanaðkomandi þætti og láti í té myndskeið sem unnin eru innan Sjónvarps án gjalds. Dæmi um slíka notkun var eitt ffægasta myndskeið úr landbúnaðarfféttum seinni tírna, þar sem meira að segja var notast við rödd þá- verandi fréttamanns, Ólínu Þorvarðardóttur, þegar verið var að sturta kjötskrokkum á haug- ana og þeir urðaðir... ARNIFROÐI egar spurningalisti var lagóur fyrir prófkjörsfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins á dögunum vakti frammistaða Árna Sigfússonar nokkra athygli. Spurningarnar voru að mestu um sögu borgarinnar en einnig var spurt um veðurfar. Árni var með veðurfræðina alveg á hreinu; vissi hvað úrkomudagar voru margir á síðasta ári og hversu margar sólskinsstundirnar voru. Þá kom hann með rétt svar, Langastétt, við vitlausri spurningu. Fullyrða menn að spurningunum hafi verið lekið \ til hans og er nafn Sveins Andra Sveinssonar einkum nefnt í því sam- \ bandi. Hvað sem því líður er ekki annað hægt en dást að víðtækri þekkingu Árna... 2 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 27. JANÚAR 1994

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.