Vísir Sunnudagsblað - 10.04.1937, Síða 1

Vísir Sunnudagsblað - 10.04.1937, Síða 1
1937 Sunnudaginn ÍO. apríl. 15. blad Framtíð U ngvepj alands Ungverjalánd fyrir og eftir lieimsstyrjöldina. Öflug barátta er háð í Ungverjalandi til þess að fá fram- gengt kröfum um endurskoðun friðarsamninganna. Múss- ólíni styður kröfur Ungverja. Einn af kunnustu blaðá- mönnum Bandaríkjanna, sem •dvalist liefir í Evrópu um langt skeið, og að undanförnu kynt sér ástand og horfur i Ung- 'verjalandi, segir í einni grein sinni, að kröfumar um „rétt- læti fyrir Ungverjaland“ verði æ liáværari og stjórnmálamenn álfunnar ræði nú mikið sín á milli framtið Ungverjalands. Benito Mussolini sagði eigi alls fyrir löngu, að varanleg, friðsamleg lausn á vandamál- um Mið-Evrópu-ríkjanna geti ekki átt sér stað, nema sint sé sanngjörnum kröfum þeirra 4.000.000 Ungverja, sem urðu þegnar annara ríkja upp úr heimsstyr j öldinni. Barátta Ungverja fyrir að fá þvi framgengt, að sanngjörnum kröfum þeirra verði sint, hefir skapað stjórnmálamönnum álf- unnar mikinn vanda, í fyrsta lagi vegna þess, að eitt stórveld- anna — Ítalía — styður kröfur þeirra, og í öðru lagi vegna þess, að ef til þess kæmi, að kröfum Ungverja væri sint yrði land tekið af öðrum rikjum, að- allega Rúmeníu og Tékkóslóv- akiu, en það mundi vafalítið hafa þær afleiðingar, að Rúm- enar og Tékkóslóvakar gripi til vopna. í höfuðatriðum virðist nú svo ástatt, að ítalir, sem hafa látið stjórnmálalegra áhrifa sinna gæta mikið i Austurríki og Ungverjalandi og eru nú nokk- urskonar bandamenn Þjóð- verja, halda því fram, að varan- lcgur friður í þessum hluta álf- unnar hljóti að byggjast á þvi, að friðarsamningarnir verði endurskoðaðir. Hinsvegar hafa Litla bandalagsrikin, Rúmenía, Tékkóslovakia og Jugoslavia, lýst yfir því, að þau muni ekki láta af hendi einn ferhyrnings- centimetra af þvi landi, sem þau fengu, er lieimsstyrjöldinni lauk. Það voru mikil landflæmi, sem Ungverjar mistu við gerð Trianon-friðarsamninganna. Engin af þeim þjóðum, sem Bandamenn áttu í höggi við, var auðmýkt eins og Ungverjar. Þeir mistu tvo þriðju liluta lands síns og þrjá fimtu hluta ibúanna. Næstum því 20 mil- jónir manna bjuggu i Ungverja- landi 1914, en 1920 um 8 mil- jónir. Nárannaríkin fengu sneiðar af Ungverjalandi, Ausl- urríki, Tékkoslovakia, Rúmenia og Júgoslavia. Því var haldið fram, að þessar þjóðir hefði fengið landsvæði, þar sem aðrar þjóðir en Ungverjar bjuggu. Og því verður ekki neitað, að mil- jónir Króata, Austurríkis- manna, Serba, Slóvaka og Rúmena, komust þannig undir stjórn sinna eigin landa. En með ])ví er að eins hálfur sannleik- urinn sagður, því að um leið voru miljónir Ungverja sviftir föðurlandi sínu. Og þeir lúta enn þann dag í dag erlendum stjórnum. Mussolini telur þá vera um 4.000.000, ungverslcir undirróðurmenn segja 3.500.- 000, en óliætt mun að fullyrða, að þeir sé a. m. k. alt að því 3.000.000 talsins. Talið er, að í Tékkóslóvakiu séu 750.000 Ungverjar, í Rúm- eniu 1.750.000 og i Júgóslaviu tæpl. 500.000. Og það, sem eykur vandann, er það, að mikill fjöldi þeirra á ekki heima i hér- uðum, sem liggja að Ungverja- landi. Þannig eru Ungverjar fjölmennir i mörgum borgum í vesturliluta Rúmeniu og í miðri Rúmeniu búa nokkur hundruð þúsund Ungverjar. Það virðist því» ógerlegt, að sinna kröfum þeirra Ungverja, sem heimta, að þeir fái öll þau landsvæði ná- grannaríkjanna, þar sem Ung- verjar búa, því að með þvi yrði fleiri annara þjóða mönnum ó- réttur ger, en þeim Ungverjum, sem nú eru sviftir föðurlandi sinu. En ýmsir Ungverjar, sem ki'efjast réttlætis fyrir Ung- verjaland, gera elcki svo miklar kröfur. Það verður eigi sagt, að Ung- verjar slcari fram úr nágranna- þóðum sínuin, en þeir eru vel gefin þjóð. Þeir geta með fullum rétti verið stoltir af sögu sinni og menningu.- Keisaradæmið Austurríki og Ungverjaland var mikið veldi og Ungverjar sýndu við ótal tækifæri liversu milcið er i þá spunnið. Þeir eru þjóð- ræknir menn og hermenn góðir. Ungverjar liafa ef til vill ald- rei staðið eins sameinaðir og nú. Þeir krcfjast réttlætis fyrir Ungverjaland. Þeir segjast vera staðráðnir i, að vinna áfram að þvi, að kröfum þeirra verði sint, og láta engan bilbug á sér finna. Og á því er enginn vafi, að þeir eiga stuðning Itala vísan, og sá stuðningur er þeim mikils virði eins og stendur. Svo kann að vísu að fara, að ítalir fá í mörg önnur horn að lita og þeir geti ekki stutt Ung- verja svo sem þeir vilja, eða höfuðleiðtogi þeirra, Benito Mussolini, en meðan vegur hans og vald erfjafnmikið og nú verð- ur eigi of litið úr þvi gert, hversu mikilvægur sluðningur Ungverjum er að því, að hann fylgir ]>eim að málum.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.