Vísir Sunnudagsblað - 10.04.1937, Page 3
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ
3
J
QíÆnámuk 'Rílsja.
KANÍNUPLÁGAN í ÁSTRALÍU.
Ivanínuplága er mikil í Ástralíu sem kunnugt er. Fyrir
þremur aldarfjórðúngum flutti maður nokkur 24 kanínur til
Ástralíu. Var þeim slept og juku þær kyn sitt svo óðfluga, að
]iær urðu liin mesta plága, og er nú talið, að þær valdi árlega
tjóni, sem neniur einum miljarð króna. Er með ýmsu móti
reynt að útrýma þeim. Á myndinni sést, cr bændur reka kan-
ínur af ekrum sínum. Er ein aðferðin sú, að reka kaninurnar
út í vatn, þar sem þær drukkna í hundraða og þúsundatali.
Fjöldi manna hefir atvinnu við kaninudráp og er kanínu-
skrokkunum hlaðið í stafla, helt yfir bensíni, og kveilct í. En
þrátt fyrir alt, sem gert er til að útrýma þeim verður litið á-
gengt í þessari baráttu, vegna þess hve fljótt þeim fjölgar á
ný. —
Norman B. Deuel. einn af
fréttarilurum United Press í
Rússlandi, segir í fréttapistli
frá Moskva, að samkvæmt
áreiðanlcgum ágiskunum liafi
gullvinsla í rússneskum löndum
árið 1936 numið 285 miljónum
dollara og er þá verð gullúnz-
unnar miðað við 35 dollara.
Fyrirhugað er, segir liann, að
aulca gullvinsluna mjög á yfir-
standandi ári, eða að unnið
verði gull úr jörð fyrir um 400
miljónir dollara.
Nýtísku tæki eru nú notuð
við gúllvinsluna og er viða farið
að vinna aftur í gullnámum,
sem hætt var að vinna í, en víða
hefir fundist gull i jörð á únd-
anförnum þremur árum, enda
vinna fjölda margir verkfræð-
ingar að því að rannsaka skil-
3rrði til gullvinslu á ýmsum stöð-
um, þar sem gull hefir fundist
í jörðu.
Á undanförnum þremur ár-
um, segir Deuel, liefir gullvinsla
aukist svo mjög í rússneskum
löndum, að hún fer nú fram úr
gullvinslu í Norður-Aiheríku
(Bandarikjunum og Canada).
Ennfremur hefir hann það eftir
rússneskum embætti smönnum,
að á vfirstandandi ári muni
verða unnið meira gull úr jörðu
í rússneskum löndum en í
mesta gullvinslulandi lieims,
Suður-Afríku. Verð þess gulls,
sem unnið var úr jörð í Suður-
Afríku 1935 nam dollurum
377.090.000 og standist áætlan-
ir Rússa og þeir vinni gull úr
jörð á yfirstandandi ári fyrir
400 miljónir dollara eru þeir
komnir fram úr Suður-Afríku-
mönnum á þessu sviði.
Deuel telur líklegt, eftir að
hafa kynt sér alt þessu viðvikj-
andi sem best, að Rússar kunni
að ná þessu marlci.
Hann vitnar í A. Serebrovsky,
forseta gullvinsluráðsins, er
segir, að í gullnámunum í Vest-
ur-Sibiríu hafi verið unnið fjór-
um sinnum meira gull 1936 en
1933, í Austur-Sibiríu 3y2 sinn-
um meira og í Lena, Ivrasnov-
aísk, Iýasakhistan og Oral-
námunum þrisvar sinnum
meira 1936 en 1933.
A nýja gullsvæðinu norður í
Colima, segir Sebrovsky var
framleitt meira gull árið sem
leiö en framleitt var mest í Al-
aska, þegar gullvinsla var þar
mest stunduð.
Erlendir námuverkfræðingar
sem dvalist hafa á gullnámu-
svæðum Rússa, segja, að sumar
námurnar sé svo gullauðugar,
að ótrúlegt sé. í einni námunni
voru framleidd 8.000 kg. gulls
á einu ári.
Að gullvinslu vinna i Rúss-
landi 700.000 verkamenn undir
stjórn 12.000 verkfræðinga og
annara sérfræðinga. Þótt ein-
kennilégt kunni að virðast eru
allar gullnámur landsins eklci
þjóðnýttar og vinna menn í
tugþúsundatali að gullvinslu
upp á eigin spýtur og í þessari
grein að minsta kosti kemur
„einstaklingsframtakið“ enn
mjög við sögu í Rússlandi.
Helstu gullnáinur Rússa eru:
Blagodatnoie-námurnar í Bash-
kiria, Beresovsk og Kacbkar-
námurnar i Úral. Aldirnámurn-
ar í Volgahéruðunum, Minnus-
insk og Podlunni Goletznám-
urnar í Vestur-Sibiríu, Zmeino-
gorsknámurnar í Altai, Djelam-
bet, Djetigara, Malkain og Step-
niaknámurnar í Kazakstan,
Balai, Darussun, Kliuchi og
Dmitrovski námurnar i Trans-
baikalia og Visoclialski Goletz
námurnar o. m. fl.
Fram til 1934 var gullvinslan
ekki komin á það fullkomn-
unarstig, sem nú er með aðstoð
erlendra og innlendra sérfræð-
inga, en nú hefir sem fyr segir
verið aflað nýtísku tækja og
auk þess eru gullvinslumenn-
irnir verðlaunaðir fyrir dugnað,
en meðan allir fengu sama
kaup, livort sem þeir unnu vel
eða slælega, gekk illa, sem við
mátti búast. ,
I frímínútunum.
Kennarinn (sér stóran strák
vera að lumbra á öðrum
minni): Tarna er Ijótt að sjá og
ber vitni um slæmt innræti.
Hvað heldurðu að úr þér verði,
drengur, ef þú liegðar þér
svona við þá, sem eru minni
máttar ?
Strákurinn: Ætli það endi
ekki með því, að eg verði barna-
kennari?
VORSÝNING Á CIIARLOTTENBORG.
Tvö af málverkunum: Málverk Ilarald Slott Möller af Kristjáni konungi og „Móðir með börn
sín“ eftir Svend Lindhart.