Vísir Sunnudagsblað - 26.02.1939, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 26.02.1939, Blaðsíða 2
2 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ FROSTHÖRIÍUR OG ISALÖG I BANDARÍKJUNUM. I frosthörkum leggur vötnin miklu milli Bandaríkjanna og Kanada og verður þá oft að nola ísbrjóta til þess að ryðja farþega- og fiskiskipum braut gegn um ísinn, meðan vötnin er að leggja. Hér er mynd af hafnarbát í Chicago, sem farið liafði fiskibát til aðstoðar, og er að draga hann til hafnar. gamalla kvenna, sem gengu meðfram veginum. — Það er verst fyrir þær gömlu og ljótu, tók stúlkan aft- ur til máls. — Við hinar vngri og laglegri getum venjulega fengið bílstjórana til að leyfa okkur að fljóta með. Eru stúlk- urnar fallegar í þínu landi? Þú er „extranjero“ — útlendingur — er það ekki? bætti hún við, eins og eg talaði svo vel spænsku, að það væri vafasamt hvort eg væri erlendur. — Eg er frá London. —- Ne-ei, London! Það er langt í burtu. Það er aldrei matvælaskortur i London, það er eg viss um. Eg sagði henni þá frá ástand- inu í London á stríðsárunum. Eg sagði lienni líka frá því, hvernig Þjóðverjarnir í stór- borgunum fóru út í sveitirnar1) þegar að svarf í stríðinu — og keyplu þar matvæli af bændun- um fyrir liærra verð. Og svo þegar þeir komu aftur stóðu lögregluþjónar með brodd- lijálma á járnbrautarstöðvun- um og leituðu á öllum og ef þeir fundu eitthvað af vistum, þá tóku þeir það af fólkinu, því að það var óheimilt að kaupa beint frá bændum fyrir hærra en ákveðið verð. — Já, sagði hún, — Það sama er hér uppi á teningnum. Eg sagði þér víst ekki frá því, að varðmenn munu bíða fyrir utan Barcelona og leita í bíln- um. Ef þeir finna birgðirnar munu þeir leggja löghald á þær. -— Þeir segja að þeir gefi sjúkra- húsunum alt saman . . . . ! En þeir munu ekki leita lijá okkur, því að þú ert útlendingur, svo að eg mun sleppa enn einu sinni. Þeir liafa „gripið“ mig einu sinni, en eg hefi farið þessa ferð óteljandi sinnum. Við sleppum. — Vertu ekki of viss um að það nægi að eg er útlendingur. Ef þeir leita á annað borð, þá leita þeir vandlega. Hún andvarpaði. Svo spurði liún spurningarinnar sem allir á Spáni spyrja menn fyr eða síðar: —- Heldur þú að stríðið standi lengi enn þá? —- Já, svaraði eg. — Eg hugsa að það muni standa all-lengi enn þá. — Það lield eg ekki, svaraði hún. — Það getur ekki staðið 1) Faðir Delmers var kenn- ari í Þýskalandi. S. D. fæddist þar og ólst upp. Hann var í Berlín öll stríðsárin. öllu lengur, úr því að við verð- um næstum að svelta. Og eng- inn eldiviður til þess að liita upp húsin í vetrarkuldunum. Enda eru herforingjarnir á sömu skoðun og eg. — Hvaða lierforingjar? — I vikunni sem leið fór eg til Lerida til þess að fá garð- ávexti og baunir. Eins og þú veist eru ágætir garðávextir þar, rétt bak við viglínurnar. — Já, eg veit það. Skotgraf- irnar liggja bókstaflega um kál- garðana. —- Nú, nú, nokkurir herfor- ingjar leyfðu mér að sitja í bílnum sinum og eg spurði þá, hvenær stríðið yrði búið. Þeir sögðu að það yrði mjög bráð- lega búið. Eftir því sem við nálguðumst Barcelona, ókum við fram á fleiri, sem verið höfðu að afla vista. Heilar sveitir þeirra voru þarna á gangi eða á reiðhjólum með poka á bakinu eða ferða- tösku í liendinni. Þegar við komum til varð- mannanna voru þeir svo önn- um kafnir við að rannsaka balcpoka öldungs eins, að 'þeir gáfu sig ekkert að okkur. I myrkri. Barcelona var í svartamyrkri. Sporvagnarnir stóðu kyrrir á götunum, rafmagnsstraumur- inn hafði verið rofinn. Þeir sem liöfðu sæti, sátu í þeim. Þeir sem höfðu staðið, sátu á gang- stéttunum og biðu þess að vagninn færi aftur á stað. Ljósin Iiöfðu verið slökt vegna loftárásarliættu. Það tekur altaf einn til tvo tíma að gefa merkið um að alt sé í lagi, eftir að flugvélarnar eru farn- ar og þann tíma stöðvast alt líf, ef svo má að orði kveða. Þetta ótrúlega seinvirlca skipulag hefir sína kosti fyrir uppreist- armenn, þeir geta sparað sprengjurnar. Eftir fyrirsögn stúlkunnar ólc eg niður að höfninni og þótt myrkt væri, gat eg séð að við vorum við langhætlulegasta hluta hennar. Þar fór hún út úr bílnum. — Eg bý hér i grendinni, sagði hún, er eg rétti lienni körfuna og töskurnar. — Salud, camarad, og er hún hafði sagt þetta, hvarf hún út í myrkrið. Þegar eg kom til gistihússins, komst eg að því, að eg hafði asnast til þess að gleyma að kaupa sápu. Eg gat því ekki fengið neinn fataþvott, þvi að hann verður að greiðast í sápu. Ritskoðun. Mér fanst svo mikið um sam- lalið við stúlkuna, að eg tók upp ritvélina mína og ritaði það niður, í því augnamiði að senda það til Lundúna. En ritskoðunarmönnum leist ekki á það. Þeir vildu ekki hleypa einni einustu línu áleiðis — strikuðu með rauðu yfir hverja síðu. Það var þó einkennilegt. Því að þeir höfðu hleypt framhjá samskonar skrifi leikritahöf- undar eins — og lýsti hann þó enn átakanlegar, live matvæla- skorturinn væri mikill á Spáni. Og þá voru þær ekki dóna- legar „propaganda-linurnar“, þegar eg segi að stríðið muni standa lengi enn þá. Þvi að eins og allir vita, þá er dr. Negrin altaf að stagast á því, að stjórn- in geti ekki unnið stríð nema það dragist á langinn. Eg ætla enn að segja örfá orð um matvælamálið á Spáni. Það er í rauninni ekki eins mik- ill vistaskortur, eins og skortur á tækjum til dreifingar. Það er nóg til að borða á Spáni, þótt auðvitað væri hægt að torga meiru, sérstaklega af mjólk lianda börnunum. En það, sem mestur skortur er á, er tæki til dreifingar á því sem fyrir er. Þegar fólk biður mig um að gefa fé til þess að senda bíl með matvæli handa Spánverj- um, þá vona eg altaf að mínir skildingar fari til þess að greiða fyrir hluta vörubílslns. Þeir eru nefnilega það sem hin hungruðu börn Spánar þarfnast mest! Vörubílar og bensín. Næsta grein: Til Sudeta- landsins. Landkönnuður (við svert- ingjadrotningu): Má eg bjóða yður arminn? Surtla: Þakka yður ástsam- lega! En nú stendur svo á — þvi miður — að eg er alveg ný- búin að borða.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.