Vísir Sunnudagsblað - 26.02.1939, Síða 5
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ
5
enn þá ein sýning eftir og eg
verð að flýta mér. Þér slculuð
svo semja við Lavertaine og yð-
ur í hag eftir bestu getu.“
„Þér — þér myndið yður —
vitlausar skoðanir um mig,‘‘
stamaði Percy.
„Eg hefi myndað mér alveg
háfréttar skoðanir um yður,
mylord,“ sagði Jacqueline á-
kveðin. „Og.nú komið þér sam-
stundis með mér yfir í verslun-
arliöllina.“
Þau voru fátöluð á leiðinni
til baka. Percy stalst til að
horfa á förunaut sinn og haníl
komst ekki lijá að jála fyrir
sjálfum sér, að þetta væri dá-
samlegasti kvenmaðurinn sem
hann liefði nokkuru sinni séð,
og honum fanst liann liafa
hagað sér eins og asni.
Það var fátt um kveðjur.
Jacqueline rétti honum hendina
og livarf svo inn i starfsstúlkna-
deildina, en Percy gekk í þung-
um þönkum upp stigann. Hann
varð að bíða drykldanga stund
eftir monsieur Laverlaine, og
liann gilti það einu, því að sú
ákvörðun sem liann ákvað að
taka, var sú veigamesta sem
hann hafði tekið á sinni á-
hyggjulausu æfi.
Lavertaine kom inn, grá-
liærður, en alúðlegur og sprikl-
andi af fjöri. Percy féll i stafi.
Hann hafði aldrei getað hugsað
sér kaupmenn öðruvísi en sem
uppþornuð ræksni með saman-
bitnar, skrælnaðar varir og
einglyrni á maganum. Orða-
forðinn þeirra var peningar,
samningar og kreppa — þá var
alt þeirra upptalið. Með Laver-
taine gat liann talað um lieima
og geima, um væntanlegar Der-
byveðreiðar og um tenniskapp-
leilcina í Wimbledon.
„Jæja þáf sagði Frakklend-
íngurinn loks, „ætli það sé ekki
best að Ijúka snöggvast við
verslunarerindin. Það er rétt að
skrifa aðalatriðin niður.“ Hann
hringdi. Inn kom stúlka með
pappírsblokk í hendinni. Percy
hrökk í kút. Það var Jacque-
line.
„Eg hefi nú talað við Mr.
Middleton sjálfan um öll aðal-
atriðin,“ hélt Lavertaine áfram.
Mestallar vörur, sem við kaup-
um frá Englandi, fáum við frá
honum, en í stað þess kaupir
hann tískuklæðnað einungis
frá okkur. Það eina sem við
eigum eftir að koma okkur
saman um er lágmarksfjárhæð.
Eg fyrir mitt leyti sætti mig við
lágmarksinnkaup frá yðar
hálfu fyrir 10.000 sterlings-
pund.“
Percy vissi að þetta var mjög
liagstætt fyrir tengdaföður sinn
tilvonandi. Hann hefði meira
að segja gengið að 15.000 sterl-
ingspunda innkaupum. Percy
gat þessvegna verið mjög
ánægður með þessi málalok.
Ilann leit á ljósa, silkimjúka
hárið hennar Jacqueline.
„Nei,“ sagði liann. Við verð-
um að bjóða yður betri trygg-
ingu. Við ábyrgjumst yður
20.000 pund.“
„En,“ mótmælti Lavertaine,
„það er altaf hátt--------“
„Hvaða vitleysa.“ Um leið
deplaði Percy augunum framan
f stúlkuna og hrosti, en hún
roðnaði. „Middleton þolir það
vel. Og liví skylduð þér leggja
út í áhættu? Segjum við lieldur
í öryggisskyni 25.000 sterlings-
pund.“
Frakklendingurinn starði á
Percy. „En — þér verðið að
hugsa eitthvað um hag tengda-
föðúr yðar tilvonandi.“
„Fyrst og fremst verð eg að
hugsa um minn eigin hag. Og
eg liefi sagt það, að Middleton
ábyrgist yður 25.000 pund. Ef
honum mislíkar þetta, þá má
hann vísa mér á dyr.“
„Á því mun heldur ekki
standa,“ hélt Frakklendingurinn
áfram.
„Eg þori ekki að treysta iá
það,“ svaraði Percy, „eg býst
alveg eins við að honum finnist
það tilvinnandi að hafa lávarð
í fjölskyldunni. Verið þér svo
góðar ungfrú,“ sagði hann við
Jaqueline „og skrifið þér að
Middleton sé skuldbundinn til
að láta. vöruna af hendi með
framleiðsluverði, en hann verði
liinsvegar að kaupa tiskuldæðn-
að héðan fyrir tvöfalt útsölu-
verð. Ilananú!“ andvarpaði
liann, eins og fargi væri létt af
brjósti lians. „Má eg annars
ekki blanda mér einn cocktail,“
hætti liann við og sneri sér að
vinborðinu.
„Heyrið þér mér,“ lieyrði
liann rödd Frakklendingsins á
hak við sig. „Ilafið þér felt svo
djúpan ástarhug til Jacqueline
á þessum stutta tíma?“
Percy brá eins og honum væri
gefinn löðrungur.
„Hún hefir sagt mér alt,“
liélt Lavertaine áfram. „Þér
takið ákvarðanir með hraðlest-
arhraða.
„Já, með hopsa, hopsa, hums-
hraða,“ sagði Jacqueline.
„Og í öllu hraðfátinu liafið
þér ekki komist að þvi,“ bætti
Lavertanine við, „að Jacqueline
er dóttir mín. Það var hún sem
stjórnaði tískusýningunum i
dag.“
Percy misti coctailglasið sitt
niður — liann var svo undrandi.
„Og liver vogar sér svo að
segja, að eg sé ekki duglegur í
verslunarviðskiftum! Eða hver
hefir unnið væntanlegum
tengdapahba sínum betur í hag
en einmitt eg?“
Faðir (við son sinn ungan,
sem farið hefh- að liorfa á
knattleilc): — Jæja, væni minn!
Þótti þér gaman á kappleilcn-
um?
Snáðinn: Ekki fyrr en nærri
þvi seinast. Þá duttu tveir!
•
— Þú ætlast þó væntanlega
elcki til þess, að eg trúi svona
þvættingi?
—- Nei. En eg ætlast til að þú
látir söguna berast og lcallir
hana heilagan sannleika!
— Það væri lítill vegur!
•
— Ilvað sögðust þér heita,
maður minn?
—- Oxenstjerne!
— Já, nú man eg það. Ann-
ingja maðurinn -—- eg vorlcenni
yður! Það er svei mér spaug-
laust að losna við þessi uppnefni
þegar búið er að lclína þeim á
mann!
— Þegar slitnað hefir nú upp
úr öllu með ykkur Elsu -—- er
það þá ekki óþægilegt fyrir þig,
að hafa nafnið hennar flúrað á
handlegginn ?
— Læt eg að vera! Það eru
fleiri Elsur til í heiminum en
liún ein!
•
Dómarinn: Er þetta yðar
fulla nafn?
Ákærði: Eg lieiti alt af það
sama, herra dómari — hvort
sem eg er fullur eða ófullur!
HEIMUR BARNANNA.
Á lieimssýningunni i New York verður sérstök sýning, sem börnunum er sérstaklega ætluð. í þess-
um „heimi barnanna“ verður margt að sjá og þar koma fram börn af öllum þjóðum. Myndin er af
Grover A. Whalen ríkisstjóra og nokkurum barnanna, sem þarna verða, og eru þau í þjóðbún-
ingum.