Vísir Sunnudagsblað - 26.02.1939, Page 6

Vísir Sunnudagsblað - 26.02.1939, Page 6
6 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ ÖRLÖG MILJÓNAMÆRINGA. Frh. af bls 3. hvað liafði Rockefeller gamla ekki tekist að sölsa undir sig! Hvorki meira né minna en öll- um stærstu olíulindum Am- riku, járnbrautum, skipafélög- um og bönkum. Hann var af- burðamaður á sviði fjármál- anna — á því lék enginn vafi. En sonurinn hefði ef til vill orðið föðurnum jafnsnjall ef hann hefði mátt starfa á svip- uðu tímabili og faðir hans. En tímarnir breyttust og viðhorfið til fjármála sem og til lífsins í heild breyttist líka. Faðirinn starfaði á tímabili er einstakling- urinn féklc að njóta sín, svo að segja án nokkurra takmarka, en starfsvið sonarins lenti hins- vegar á tímabili er einstaklingn- um var haldið í skefjum og framtakssemi hans fékk ekki að njóta sín vegna verkfalla og vegna samtaka hópsins gegn framtaki hans. Það var þýðing- arlaust fyrir soninn að nota sömu aðferð og faðirinn hafði notað —- þá, að berja í borðið, ef hann vildi framkvæma eitt- hvað. Það var líka þýðingar- laust að beita keppinauta sína miskunnarlausri hörku, og fé- fletta þá inn að skyrtunni eins og faðir hans liafði gert. Tím- arnir voru bi'eyttir, skilyrðin voru önnur, og .1. D. Rockefeller varð að haga sér samkvæmt því. Og hann gerði það. í stað þess að berja í borðið, fór hann samningaleiðina. Árið 1911 var samin ný löggjöf í Bandarikj- unum sem varð mjög örlagarík fyrir auðhringina amerísku, og það varð til þess, að Rockefell- ers-auðnum var skift í marga staði — mörg hlutafélög — en á bak við tjöldin var honum stjórnað áfram af feðgunum einum. Þegar þessi lög gengu í gildi, féll gamla manninum all- ur ketill í eld og afhenti synin- um því nær öll fjárforráð í hendur. Hann dó árið 1937 og mátti þá kallast fátæklingur, því við andlátið voru eigur hans ekki metnar nema á 25 miljónir dollara, en áður höfðu eigur hans numið hálfum öðrum mil- jarð dollara. Það eru ef til vill mestar eignir sem einn maður hefir átt á þessari jörð. En orsökin til þess að Rocke- feller gamli var orðinn svo fá- tækur, var ekki sú, að hann hefði verið féflettur undir fjár- forystu sonar síns, heldur var það af því, að eignunum var búið að skifta í marga hluta, til að losna við gífurlegar skalta- greiðslur sem annars hefðu fall- ið á liina miklu eign. Rockefeller yngri gætir sín líka, að verða ekki ríkur um of. Hann gifti sig 1901 og á með konu sinni 5 sonu, sem hver fyrir sig eiga a. m. k. eins mikl- ar eignir og faðirinn. Hann gaf þeim þessar eignir jafnóðum og þeir fæddust, og amerísk stjórn- arvöld gátu eklcert við þvi sagt. Rockefeller hefir líka sett sér það markmið, að starfa fyrir fjölskyldu sína, viðhalda auðn- um henni til handa, og að því hefir hann unnið til þessa dags með óbifandi þoli, árvekni, samviskusemi — en ávalt í skugganum. Að eins þar gat liann verið sjálfum sér sam- kvæmur. Ef við lítum yfir æfi þessa einstaka auðkýfings — það af henni sem af er — þá getum við ekki annað en dáðst að hin- um óbifandi styrkleika, að láta aldrei bilbug á sér finna, að standa af sér öll bankahrun, allar kreppur, viðskiftaörðug- leika og alla þá stórsjói sem herjað liafa síðustu árin á við- skifta- og framkvæmdalíf allra landa og þjóða. En hver veit nema að auð- sæld Rockefellers vngra slafi ekki einmitt fjrst og fremst af því, að hann tranar sér aldrei fram, lieldur lifir og starfar á- valt i kyrþey — starfar þar sem lítið her á Iionum, en hann lúnsvegar hefir útsýn til allra átta. Það eru hlunnindi þeirra er standa í skugganum og þau hluunindi hefir J. D. Roekcfell- er kunnað að hagnýta sér til hins ítrasta. Það var skugginn sem skapaði farsæld Iians í líf- inu. Man hann daga og man liann nætuiy minning ein liann vaka lætur: sá liann röðuls geislaglætur gylla fjalla tindaval. Drotnar húm við rindarætur, rökkrið hylur lindasal. Hátt er gras við lióla fætur, liimin brosir, storðin grætur — — jicssar fornu friðarnætur földu í skauti lilarauð: skýin, veröld skarlatsrauð, skuggar neðra, jörðin auð. Þá liann festi á dúkinn dauða dýpsta líf hins mikla fljóts. Djúpt í botni dalsins gnauða dísarbrjóstin ölduróts. Einmitt þessir þrungnu litir, þessir neistar, guðdóms gneistar, gæddir mátt sem vindaþytir — — hans var óskin æðsta og mesta aftur þá á lín að festa. Hér hafði andans hag'a hönd, heila veröld lagt í bönd. Þeim, sem leita þung er ganga, þúsund vegi kaus hann ranga. Sá hann daga líða langa, lífsins braut er runnin fljótt. Línur reit liann, liti skóf hann, leir úr iðrum jarðar gróf hann, vakti hann dreyminn, dag og nótt. Listamaður ljóss og skugga, lili sína kann að brugga. Ein er samt á ægi dugga ofurmennis lítil skel. Öldufaldar fleyi rugga, fyrir neðan bíður hel. Litir hlandast, eldar brenna, bindur snildin vegi tvenna. Litir fljóta, litir renna, —- — lífið gistir dúksins vend. Einn varð dropi lits í ljóði, lífið alt er skærast glóði; náðargjöf af guði send. Jón Dan. Fyrirhyggja. Einn af stórbönkunum í New York hefir ]>ann sið, að geyma í mánuð alt bréfarusl, sem fleygt er i pappírskörfur bank- ans, ef ske kynni að með liefði slæðst í ógáti verðmætt skjal eða annað, sem betra er að hafa en missa. Eftir mánaðartíma þykir líklegt, að komið mundi í ljós, ef eitthvað hefði glatast, er sennilegt mætli þykja, að þessa leiðina hefði farið. BÚLGARSKA KONUNGSFJÖL SKYLDAN. Það stendur ekki mikill siyr um Boris Búlgaríukonung. Hann er maður hæglátur og litið fyrir að láta bera á sér, en þéttur fyrir og fer sínu fram, þegar illa liorfir vegna ósam- komulags stjórnmálaflokkanna. Þelta er seinasta myndin, sem tekin hefir verið af búlgörsku konungsfjölskyldunni. Drottn- ingin, Giovanna, er dóttir Victors Emmanuels ítalíukonungs, og er hún fríðleikskona mikil og allmiklu yngri en Boris. Börn þeirra eru Marie Luisa ki ónprinsessa og Simeon erfða- prins. —

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.