Vísir Sunnudagsblað - 27.08.1939, Side 2

Vísir Sunnudagsblað - 27.08.1939, Side 2
2 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ ÞEGAR HITLER KOM TIL MEMEL horfðu menn e'kld þungbúnir og sorgbitnir á, heldur var fögnuður manna svo mikill, aö lögreglan átti fult í fangi meS aS lialda fólkinu í skefjum. daglega. En þaS munu vera skáldaýkjur lians eða þá jafn- ingja Shakespeares, sem J. J. segir að alþýðuskáldgáfan eða þjóðsálarskáldgáfan jafnist við. Sigurður var svo viti borinn maður, að hann skikli hvert mál í fljótu bragði, sanngjarn og varfærinn í orðum, en vits- munir hans og varfærni sátu svo að segja á skörungsskapn- um þannig, að eigandi þeirra sigldi of mjög milli skersins og bárunnar. Sigurður bjó við örðugleika bónda sem berst í bökkum lengstum og Icomst á þing þá fyrst, er hann var kominn á fallanda fót og þá um leið í ráð- herrastól, á vandræðatíma. Það var liaft eftir skrifstofu- stjóranum í deild Sigurðar ráð- herra, að Iiann furðaði sig á, hve þessi aldraði bóndi væri fljótur og glöggur að átta sig á málefnunum þar. En hvað sem um það má segja fór um Sig- urð á þeim misserum, sem hann var ráðherra, þvi líkt sem fer uin skógarvið sem rifinn er upp með rótum og fluttur í nýjan jarðveg. Hann litverpist og ber eigi harr sitt. Sigurður var vinsæll í sveit sinni — ]>ó oddviti væri mjög lengi. En sú staða er fám til vinsælda. Hann lagði jafnan tvær hjálparhendur fram, við hvern sem var, ef hann gat leyst vandræði mannsins, var gest- risinn og glaðlyndur, hvort sem andviðrum mætli eða sólskini í heiði og lét sér ant um að manna sveit sína, að þvi leyti sem í hans valdi stóð. Jón í Múla. Eg sá hann fyrst í krókbekk Neskirkju og var Jón þá bóndi á Stóru-Reykjum. Eg gekk í kirkjuna í seinna lagi og var bún skipuð, þegar mig bar að dyrum — átti um langan veg að sækja. Eg þóttist vita hver maðurinn var. „Hann kendu allir ósénn“, segir Njáluhöfund- ur um Skarpliéðinn — fölleitur og skarpleitur, dökkur á hár og allur var maðurinn skörulegur, svo að af bar. Björn Jónsson sagði um Jón Gauta látinn — eg man laukrétt orðalagið — „að gáfu- og gæfulegt yfirbragð, hefði gert forsetann auðkendan í hóp alþýðumanna.“ Það hið sama mátti með sanni segja um Jón í Múla. Björn sagði og um þann Jón, „að verið hefði manna fljótastur að átta sig á viðfangsefnunum“. Og þó voru þeir engir vinir. Pétur Zopboniasson segir — ef eg man rétt — í ritgerð í Eimreið, þar sem liann ræðir um mótþróa Jóns gegn áfengis- löggjöf, „að hann muni hafa verið mælskastur allra alþing- ismanna á sinni tíð, þegar hann beitti sér“, og er þá mikið sagt, því að á þeim árum var Hannes Hafstein fær í flestan sjó og margir aðrir. Jón í Múla talaði oftast stuttar ræður á þingum, nema þegar hann sótti til sektar og útlegðar frá ráð- hérradómi Björns Jónssonar og er sú ræða mikilsháttar, þung á bárunni og þó kurteis. Annars fer eg eigi lengra út í þingmenskuhæfileika Jóns, skortir til þess flest gögn. Nokkuru síðar en eg siá Jón í kirkjunni, heimsótti eg hann að Reykjum. Þá sat hann við að draga vefjaþráð í höfuld og rétti dóttir hans lionum þráðinn. Jón var vefari, eins og þá var titt um alþýðumenn. Síðan hélst kynning okkar meðan tími og rúm leyfðu. Eg tek undir það sem Björn Jónsson sagði um Jón í Múla. Við töluðum lielst um skáld- skap og var hann afarfljótur að átta sig á þeim efnum, enda var hann skáldmæltur svo sem liann átti kyn til — sonur Jóns Hin- rikssonar á Helluvaði, sem orti alla ævi, sér til hugarhægðar, og var fleygivakur gáfumaður. Jón í Múla lét sér annara um að gleðjast yfir kostum skáldskap- ar, en gremjast yfir göllum. Jón gerði kvæði á unglings- aldri, en lagði þá list niður, taldi sig skorta frumleik og andagift. Eg ætla að hann liafi hvorugt skort. En hann sá það rétt: aö það kostar ævilanga elju og hagfeldar kringumstæð- ur, að ná marki í þeim efnum. Og hann var svo stórlátur, að eigi vildi hann bjóða skáld- gyðjunni vinstri hendina né þann viðurgerning sem fæst í „hálfum kleif og í höllu keri.“ Jón hvatli mig fyrstur manna til ]>ess að svamla í blekbyttu og er honum að þakka eða þá að kenna, hve mörgum aurum eg hefi sóað í ritföng um dag- ana. Eg þurfti og livatningar við, því að þá voru „sundin lok- uð“ og eyjarnar hláu ósýnileg- ar, þar sem eg dragnaði um sandinn með djöfúl efans á hæl- unum, — þess efa: hvort eg væri borinn til andlegra óðala eða húsgangs og svívirðingar. Frli. (3Zðeíns þar - Hver fær kannað hugans heima? Hver fær skýrt þau duldu rök, sem vísa fugh vængjatök vegalausa himingeima? Hví er engum unt að gleyma æsku sinnar fyrstu bygð? Hví er okkar ást og trygð altaf tengd við litla bæinn? — inst i dal eða yst við sæinn. — Okkar heima aðeins þar. Aðeins þar. Skrautlýst borg með háum höllum hugann töfrar skamma stund. Okkar sanna eðli og lund er svo nátengt þöglum fjöllum, Þráin vakir inst hjá öllum. — Manstu ei dalsins djúpa frið, döggvott gras og lækjarnið? Ef að huga helsi þrengir, hjartans dýpstu, leyndu strengir -—■ finna ómgrunn aðeins þar. Aðeins þar. i I Hverjum, sem að aldur elur útlægur frá bernskustorð, heima, — þetta eina orð undurmáttka, töfra felur. Hvar sem mögur dalsins dvelur dregur munann lilíðarskaut, hamrabrelckur, hóll og laut. Djúpt úr grænu grasi hann teigar gróðri þrungnar ilmsins veigar. — Ilms er fann hann aðeins þar. Aðeins þar. Þegar næturþögnin hljóða þreyttum veitir svefnsins gjöf, vængjum draums um heiði og höf hugur vitjar bernskuslóða. Og er dauðans myrka móða máir hinstu drauma skil, sér hann yfir húmsins hyl: Björt í glugga Ijósin loga í litlum hæ við skygða voga. — Hann átti heima aðeins þar. Aðeins þar. L. G.

x

Vísir Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.