Vísir Sunnudagsblað - 27.08.1939, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 27.08.1939, Blaðsíða 3
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 3 Túskildingurinn S m á. s a g a ZOG OG GERALDINE. Þessi mynd af Zog, fyrrve'randi konungi í Albaníu og Geraldine drottningu var tekin 1938, er þau voru gefin saman með „pomp og pragt" í Tirana, höfuðborg Albaníu, en þar ráða nú ítalir öllu, eftir að Zog var ne'yddur til þess að flýja land. — Móðir Gerald- ine er fædd í New York. Þetla er smásaga um tvíeyr- ing — nýsleginn og gljáandi. Hvernig hann var til kominn vissi hann ekki. Hann mundi fyrst eftir sér i vasa gæða- manns nokkurs, sem Þórður hét. Og þegar Þórður gelck hratt eða hljóp hentist tvíeyringurinn til og frá í vasanum. Stundum stakk Þórður hendinni í vasann og tók utan um tvieyringinn, en slepti honum svo aftur. En einu sinni tók Þórður hann upp úr vasanum. „Hæ, hæ!“ sagði tvieyringur- inn. „Þetta er þó tilbreyting. Hvert fer eg nú?“ En gæðamaðurinn liann Þórður hafði mætt dálitlum hnoklca, sem hann þelcti. „Hérna, Tommi, kauptu þér gotti-gott, en eyddu nú ekki öll- um peningunum í sömu búð- inni“. Hann hafði svo gaman af að gera að gamni sínu hann Þórð- ur. — „En hvað Tomrna er heitt á hendinni“, sagði tvíeyringurinn. En Tommi krepti lika hnefann utan um hann, til þess að vera viss um að missa hann ekki. Tommi fór að hlaupa, fram hjá húsum, trjám og símastaur- um, þangað til hann kom að búðardyrum — grænmáluðum. Tvíeyringurinn sá það, þvi að Tommi nam staðar fyrir utan búðina og horfði á tvíeyringinn. Það var sem hann hikaði andar- tak, en svo fór hann rakleiðis inn. Tommi lagði tvieyringinn á glerkassa og tvieyringurinn liorfði gegnum glerið og sá brjóstsykurskúlur og súkku- laði, innvafið i rauðan og blá- an og gullinn pappír. En tvíeyr- ingurinn gerði sér ljóst, að nú mundu leiðir lians og Tomma skilja. Og svo fór sem hann hugði. Tommi keypti sér hrjóst- sykurskúlu, en tvíeyringnum var hent i kassa, þar sem voru margir aðrir tvíeyringar, tíeyr- ingar og tuttugu og fimm eyr- ingar. Það voru mörg hólf i kassanum og i hólfinu, sem tví- eyringurinn var i, voru aðeins tvíeyringar. Þeir höfðu viða farið sumir, enda farnir að láta á sjá, en tvíeyringurinn nýslegni hafði gaman af að kynnast þeim. En kynnin voru ekki löng. Þeir voru að koma og fara, koma og fara. Og nú var hann tekinn líka, en þá tókst svo slysale'ga til, að búðarmað- urinn misti hann á gólfið, og tvíeyringurinn valt út i liorn. „Hana nú“, hvað skyldi eg nú verða að dúsa lengi hérna?" sagði hann við sjálfan sig. Jæja, liann lá þarna nokk- ura daga, og honum dauðleidd- ist. En svo var það morgun nokkurn, er búðargólfið var sópað, að hann lenti í ruslinu og var lient út í snjóskafl. Það var nú mjúk og hrein livíla, se'm hann liafði fengið þar. En ekki stóð sú dýrðin lengi. Það fór að rigna og skafl- inn varð minni og minni og hvarf seinast alveg, og litli tví- eyringurinn lá i -aurnum á göt- unni og var alveg búinn að missa gljáann. „Æ, ef nú eitthvað gæti orðið til að gleðja mig“, sagði tvíeyr- ingurinn, og í því heyrði hann létt fótatak, og svo sá liann blá, skær augu og rósrauðar kinnar. Það var lítil telpa, sem hafði komið auga á hann. Hún hét Dísa og hún var brosandi út undir eyru. Hún tók tvíeyring- inn upp og geymdi hann i lófa sínum og hljóp við fót he'im, trallandi og syngjandi, þvi að þetta var lítil stúlka, sem altaf lá vel á. „Hvað skyldi hún nú gera við mig?“ sagði tvíeyringurinn. En litla stúllcan átti heima í litlu, hvitmáluðu húsi með blá- málaðri útidyraliurð, og hún fór rakleiðis inn, og upp á loft, og gekk þar að kommóðu, e'n á henni var dálitill gris, og það var sá minsti grís, sem tvíeyr- ingurinn hafði séð um sina daga, enda var hann, ef svo mætti segja, enn á bernsku- skeiði. „Hérna ætla eg að setja þig, tvíeyringur litli,“ sagði Dísa. „Sjáðu, það er rifa i bakinu á grísnum og niður um hana áttu að fara“. Og ekki hafði hún fyrr slept orðinu en hún lét tvíeyringinn detta niður í grísinn. En þar voru þá margir tvíe’yringar fyr- ir, og líka tíeyringar, og margir aðrir frændur, og meðal þeirra einn krónupeningur, sem fann mjög til sin, en liann varð nú að sætta sig við að vera þarna innan um hina, því að þarna voru engin liólf. Hinir tvíeyr- ingarnir buðu nýslegna tvieyr- inginn velkominn og báðu liann að segja sér hvað á daga hans liefði drifið, en það þarf ekki að endurtaka, því að það vitum við. Og allir hinir tvíe'yringarnir sögðu litla tvieyringnum ævi- sögu sína, og það þótti lionum gaman, en best þótti honum að hafa eignast svona marga vini, og eiga það vist, að verða ekki að skilja við þá strax aftur. A. Th. endursamdi úr e'nsku. Löglega afsökuð. Geðstirður piparsveinn kem- ur heim til sín og þykist sjá þess glögg merki, að lælckað hafi í brennivínsflösku, sem stendur á borðinu. Verður undir eins ösku-vondur og hrópar á ráðskonuna. Ráðskonan (kemur hlaup- andi, strýkur framan úr sér með svuntuhorninu): Hver ó- sköpin ganga á! Eg varð svo skelfilega hrædd — hélt að eitt- hvað voðalegt liefði komið fyr- ir! Piparsveinninn (æfur): Það liefir það líka — sjái þér bara (veifar flöskunni). I morgun var hún upp i axlir — og nú er hún svona! Ilver andskotinn liefir komist í flöskuna og þambað svona miskunnarlaust? Ráðskonan (hrædd): Ekki eg — ekki eg — það rnegi þér ekki írnynda yður -— — Piparsveinninn: Það skjddi þó ekki lukka til! Kannske eg þefi út úr yður rétt sem snöggv- ast! Ráðskonan: Já það megi þér gera. Eg liefi eklci drukkið einn pennadropa úr þessari óláns- flösku. — Eg náði ekki úr henni tappanum, hvernig sem eg reyndi! Hraðar hendur. Fjölskylda nokkur i Kansas tók sér fyrir hendur i fyrra að setja met í því, að breyta hveiti- korni í kex. — Farið var með kvörn og bökunartæki út á alc- urinn, svo að ekki skyldi þurfa að te’fja sig á því, að fara með kornið heim og „matreiða“ það þar. Byrjað var á því, að losa kornið úr þreskivélinni. Þar næst var það malað, þá var deg- ið hnoðað, skift í smá-kökur (kex) og loks bakað. — Og alt verkið tók einungis 12% mín- útu! Þetta stendur í amerísku blaði, svo að það hlýtur að vera satt!

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.