Vísir Sunnudagsblað - 27.08.1939, Síða 4

Vísir Sunnudagsblað - 27.08.1939, Síða 4
4 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ ÞORSTSINN siiss Dauðinn býr í fjöllunum. Alpafjöllin hækka eftir því sem vestar dregur og ná liá- marki sinu í Monte Blanc tind- inum i Savoy-ölpunum innan landamæra Frakklands. En þótt einkennilegt sé, er Mont Blanc ekki æðsta takmark hins æfða fjallgöngumanns, lieldur eru það tindarnir sem liggja austan við Savoyalpanna, svokallaðir Wallisaralpar. Það er miklu meiri frægð og miklu meiri á- hættu bundið, að klífa þá, held- ur en Mont Blanc, þótt hæstur sé. Framar öllu er Matterliorn hið fyrirheitna land kletta- göngumannsins, en sennilega liafa fleiri menn hrapað þar til bana, en á nokkru öðru fjalli jarðarinnar. Matterhorn er einna sérkennilegasti, fegursti og hrikalegasti tindur Alpafjall- anna, og það skal því engan undra, þótt fylgdarmennirnir fylgi þeirri reglu að fara í kirkju og biðjast þar fyrir, áður en þeir fara upp á fjallið. Bernaralpar. En þrátt fyrir að Wallisar- alparnir séu hæstir og hrikaleg- astir svissnesku Alpafjallanna standa Bernaralparnir þeim lítið að baki, og sumum þykir þeir jafnvel ennþá stórbrotnari og tröllslegri. Að standa og liorfa mót „Ungfrúnni“, fegursta fjalh Bernaralpanna, og sjá hvernig skriðjökulsfossarnir steypast með stuttu millibili niður af þúsund metra háum hömrum niður í dalboln, er i einu orði sagt: óumræðilega stórfenglegt. Snjórinn þyrlast eins og úða- mökkur til allra átta í hrapinu, en svo er þunginn mikill þegar niður kemur, að dynkirnir og drunurnar bergmála í fjöllun- um alt i kring. Að horfa á þessi gnæfandi, en þó fallandi skrið- jökulsbákn, nærri fjögur þús- und metra fyrir ofan grænan og gróðurríkan dalbotninn er eitt af því tignarlegasta og stór- feldasta, sem eg hefi séð um dagana. Þannig er landið fjölbreytt i fegux-ð sinni og fult af djúpum en fögrurn andstæðum. Það er sama hvert litið ex% maður sér altaf eitthvað nýtt, eitthvað sér- lcennilegt og fagurt. Maðurverð- ur þess vegna aldrei leiður á fegurð landsins, því hún er aldrei einhæf eða fábreytt. J0SEFS9ON: LAHI) OG ÞJÓÐ Húnar, sem bygðu hús sín úti í vötnunum. Hér i þessu einkennilega landi andstæðnanna lifir dugleg og kjarkmikil þjóð — þjóð sem að vísu er eins full af andstæðum og landið sjálft, en sem hinsveg- ar hefir liáð sameiginlega bar- átlu fyrir sjálfstæði sínu og fi'elsi, og sem hefir því lært að standa saman sem einn maður gegn öllum óliollum áhrifum og alliá kúgun. Fyrstu spor, sem rakin verða til íbúa í Sviss aftan úr forn- eskju, ná aftur í steinöldina fyrri eða lil hins svokallaða paláolithiska tímabils. Hafa á nokkurum stöðurn fundist rninjar frá þessum tímum, sem hefir leitt það í ljós, að þá hafi húið langhöfða mannflokkur í landinu, en sem hefir hlandast slutthöfðum á steinöldinni síð- ari. Betur vita menn um ílxúa lcopar-, hrons- og járn-aldarinn- ar, hina svokölluðu vatnabúa, sem bygðu hús sin á trjám og staurum er þeir ráku niður í vötnunum. Á 300 stöðum hafa nxinjar þessara manna fundist á vatixsbökkum víðsvegar um Sviss, og liafa þeir gefið all- ljósa hugmynd unx lifnaðar- háttu og atvinnuvegi þeiri*a. Um 800 f. Kr. hvei-fa jxessi vatna- liús og nxenn flytja upp á þur- lendið með íbúðir sínar. Þá koma Iveltar að vestan inn í landið og setjast þar að, en á síðustu öld fyrir Krist, byrja þeir loks að fá kynni af Róm- verjunx. Þessir Keltar sem bygðu Sviss voru nefndir Hel- vetiar og dró landið, Helvetia, nafn af þeim. Þeir voru menn- ingai'þjóð að nxörgu leyti, lifðu i víggirtum borgum og þorpum, Ixygðu vegi og brýr, fei*ðuðust og versluðu, voru skrifandi og auk þess iðnaðarþjóð nokkur, einkurn voru þeir góðir leir- kera-, gull- og koþar-smiðir. Stjórnai'farslega voru þeir sundraðir og áttu í innbyrðis skærum, voru lélegir þegnar en góðir hermenn, og feldu sig btur við rán og ferðalög en ak- uryrkju og húskap. Kynblöndun og andstæður í lyndiseinkunn. Hálfri öld fyrir fæðingu Krists brutust Rónxvei-jar inn í landið og lögðu ]xað undir sig. Frá þeinx tínxa blönduðust Rómvei’jar Keltum, en síðar einnig Germanir, er þeir lögðu landið undir sig á tímabilinu frá 250—450 e. Kr. Á 10. öld brutust loks Ungverjar inn i Sviss, og með þeim bættist nýr þjóðflokkur inn í landið, sem raunar festi þar ekki rætur öðruvísi en í kynblöndun. En blöndun þessara mörgu og ólíku kynflokka, ásamt háfjallalands- Jaginu hefir mótað eðli og lynd- iseinkunn Svisslendingsins. Hann ersamansettur af andstæð- um, ef til vill dýpri og nxeiri andstæðum en nokkur önnur þjóð álfumiar. I fari hans eru keltneskir draumói’ar ognorræn æfintýraþrá, eldur og blóðhiti ítalans og fjör og lífsgleði Frakkans. Hann felur í sér austrænt kæruleysi, stjórnareðli Rómverjans og frelsisþi’á Ger- manans. í blóði hans berst áköf útþrá en jafnframt djúp heim- þrá og rík ættjai’ðai’ást. En þrátt fyrir alt þetta andstæðu- djúp, er þó einlæg innri eining, ef dýpra er horft, og það eining sem hvorki hin mismunandi trúai’brögð, tungumál eða kyn- flokkar nxegna að sundra. Lýðræðið er bjai’gið, sem þeir byggja á. Hinn hrjóstrugi jax-ðvegur fjallanna hefir gert Svisslend- inginn að iðjusömum, dugleg- um og sparneytnum veruleika- manni. „Þá jörð, senx maður yrkir gegnum líkamlegt strit og sveita síns andlitis, elskar mað- ur, segir Hamsun. Þetta gerir Svisslendingui’inn og þess vegna er ætthagaást lians fræg. Hvert senx hann fer og livar sem liann dvelur, þá gleymir hann aldi’ei hinum fögru heimkynnum sín- iim og hann langar altaf lieinx. Ilrikaleiki og stórfengleiki Alp- anna vekur frelsisþrá hans og þroskar einstaklingseðlið. Hér uppi í afdölum fjallana heldur lxann við æfagömluni siðvenj- um. málvenju, klæðaburði og lyndiseinkunn forfeðra sinna. Þessar venjur eru næstum eins YFIR TUNNURNAR. — George Dockstader lék ýnxsar listir á mótorhjóli í Los Angeles, ók í loftinu yfir tunnustafla o.s.frv. Þykir ]>að mikil skemtun í Bandaríkjunum, að horfa á slíkt.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.