Vísir Sunnudagsblað - 27.06.1943, Síða 3

Vísir Sunnudagsblað - 27.06.1943, Síða 3
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ 3 einn þriðji í borgunum, hafa skráð sig í kirkju eða tilheyr- andi einhverjum félagsskap trúmanna? Þetta er víst hægt að sýna svart á livítu svo að ekki verði móti mælt. Á dögum keisarastjórnarinnar 1914 voru 90 milljónir manna skráðir til- heyrandi kirkju Rússlands, en sjálfsagt ekki allir af þörf og hjartans sannfæringu, en nú eru 60 milljónir manna skráðir i kirkju og trúarfélög í Rúss- landi, gg það áreiðanlega af þörf og fullri sannfæringu, því svo hefir oft á móti blásið i seinni tíð, að ekki mundu menn gera slíkl utan við sig í ein- hverju liugsunarleysi. Prófessor Mathews segir, að mönnum kunni að þykja það ó- trúleg fullyrðing að kirkja Rússlands sé nú þróttmeira samfélag kristinna manna, en nokkru sinni áður siðast liðin þúsund ár. En þessu verði hann samt að halda fram, ef kalla megi sterka kristilega trúar- sannfæringu bæði hinnar eldri og yngri kynslóðar, vaxandi skilning á sjálfu gildi trúarinn- ar í daglegu lífi manna og að- gengilegri og skynsamlegri túlkun á trúarlífinu bæði fyrir viðskiptin og sambúð manna, — sterkan og heilbrigðan krist- indóm. Slíkur vöxtur bafi verið í trúarlífi manna í Rússlandi undanfarið, þrátt fyrir sleitu- lausa andstöðu og ofsóknir. Heimildirnar fyrir þessum vexti kirkjulífsins í Rússlandi eru ekki gripnar úr lausu Iofli. í landinu er til öflugt félaga- samband, sem liefir barist fyrir útrýmingu guðstrúar og krist- indóms. Hefir það kallað sig samband guðleysingja og náð til allrar þjóðarinnar. Forseti þess lieitir Emelyan Yaroslavsky. Hann slaðhæfði þegar á árinu 1939, að samkvæmt síðustu skýrslum þá, væru tveir þriðju hlutar af öllum byggðabúum landsins og einn þirðji í borg- unum yfirlýstir fylgjendur kristindómsins. Öll trúarfélög og kirkjuleg slarfsemi í Rússlandi verður að vera skrásett, og liefir stjórnin falið sérstakri riefnd eftirlit með þessu. í október ár hvert verða öll trúarfélög að senda þessari ncfnd skýrslu. Stjórn- inni er þvi vðl kunnugt um, hvað gerist á þessu sviði og um framgang hinna ýmsu kirkju- deilda og trúarfélaga. Hún við- urkennir, að játendur kristn- innar í landinu séu nú 60 mill- jónir. Þetta er að visu 30 mill- jónum færra en 1914, en það er þá líka allt annar kristindómup að mörgu leyti, Forseti guðleysingjasam- bandsins, Emelyan Yaroslavsky, hefir sagt þrennt, sem er mjög eftirtektarvert, segir prófessor Mathews. í fyrsta .lagi: að í landinu séu hú að minnsta kosti ein milljón leikmanna, sem séu eins konar kjarni og foi-ystulið í kristilegri starf- semi. Þetta eru menn, sem tek- ið hafa á sig ábyrgð fyrir ýms trúarfélög og samtök gagnvart ríkinu. 22. ágúst 1941 sýna skýrslur hins opinbera, að þá eru skrásett 30.000 slík félög í landinu. f öðru lagi sagði Yaroslavsky þetta: „Látið ekki blekkjast af þeirri ímyndun að trúmálin séu hugðarefni aðeins hinnar öldr- uðu sveitar.“ Honum er fylli- lega Ijóst, að guðleysingja- lireyfingunni liefir misheppn- ast að ávinna æskulýð þjóðar- innar. Prófessor Mathews seg- ir, að foi'setanum liafi ekki þótt neitt gleðiefni að þurfa að rétta þennan blómsveig viðurkenn- ingar að lcristninni í landinu. Hann hafi því sagt sumt af þessu til þess að egna félaga sína til frekari aðgerða, og benda þeim á, live hættulegur keppinautur hin kristilega hreyfing væri orðin i framfara- félags- líknar- og menningar- málum. Þar á meðal megi nefna barnaleikvelli, læknishjálp og fleira. Ef bera skal saman kirkju Rússlands nú og áður, ber þess að gæta, að 1917 voru 85% þjóðarinnar livorki læsir eða skrifandi menn. Nú er ekki meira en 15% þjóðarinnar ó- lesandi. Það gefur því að skilja, að kirkjunnar menn í Rússlandi eru öðruvísi upplýstir nú en áður, þar sem 85 af hundraði eru nú læsir, en ekki aðeins 15, eins og áður var. f fyrsta sinni i sögu Rússlands er þvi hægt að segja, að biblian sé þjóðinni opin bók. Að vísu er enn bann- að að prenta hana í sjálfu land- inu, en hún er flutt inn í stór- um stil og lesin af slíkri áfergju af fjölda manna, að hún er bók- staflega slitin upp til agna, eins og einn kunnugur maður hefir orðað það, segir prófessor Mathews. Þá hefir kirkjunnar vegur i Rússlandi orðið meiri með vaxandi upplýsing og vaxandi áhuga hennar á samstarfi við stjórnarvöldin í hinum ýmsu framfaramálum þjóðarinnar. Þetta hefir orðið enn auðveld- ara þar sem kommúnisminn á nú engan þátt i seinni tíð i skipulagningu viðskiptalífsins í Rússlandi. Fyrrverandi sendi- herra, fTpseph E, Davis, hefir sagt í bók sinni „Mission to Moscow“, að „stjórnskipulag Rússlands sé nú orðið kerfi af rikissósíalisma, starfrækt sam- kvæmt kapitalistiskum grund- vallarreglum og lineigist stöð- ugt og stanzlaust til hægri.“ Furðulegast af öllu þessu er þó ef til vill það, hversu Babt- iska kirkjan færist nú í aukana í Rússlandi. Aðallega er hún innflutt á 19 öldinni frá Þýzka- landi. Stjórnarvöld Rússlands ofsóttu þessa kirkjudeild grimmilega, sérstaklega á versta ofsóknartímabilinu 1929—1933. Nú er félagatala hennar yfir fimm milljónir. Einna bezt verður henni ágengt meðal æskumanna, sem fengið hafa uppeldi sitt lijá guðleys- ingjahreyfingunni og liafa til lieyrt kommúnistum. Fjöldi slíkra æskumanna ganga henni nú á hönd. Dr. George P. Fe- dotov, sem áður var prófessor í sögu við liáskólann í Petrograd, fór frá Rússlandi 1925, kenndi seinna við rússneska stofnun í París, en er nú í heimsókn við Yale háskólann, liefir sagt þetta um Babtistana í Rússlandi: „Kraftur þessara nýju post- ula er kraftur fagnaðarerindis- ins sjálfs. Þeir'flytja einfalt og frumstætt fagnaðarerindi um krossfestan og upprisinn Krist, synd og endurlausn, þeim lýð, sem aldrei hefir heyrt neitt um þetta áður. Áhangendur þeirra eru aðallega ungir kommúnist- ar, sem farnir eru að kenna andlegs hungurs og þorsta.Bapt- istunum verður vel ágengtvegna þess að þeir hafa fundið lykil- inn að þörf fólksins, og þessi þörf fólksins er Kristur.“ Það er með þessar staðreynd- ir fyrir augum, segir prófessor Mathews, að Lunacliarsky, sem er í þjónustu uppeldismála rússngsku stjórnarinnar, liefir nýlega sagt þessi eftirtektar- verðu orð: „Eg sé nú, að það er með trúarlíf manna eins og naglann, því þyngri högg, sem hann fær, þeim mun fastar og dýpra stendur hann.“ „Iívað ætlar Stalin og stjórn Iians að gera gagnvart jiessari óumflýjanlegu staðreynd, að eftir 25 ára látlaust banatilræði við kristindóminn, er meira en helmingur þjóðar hans kristn- ari en nokkuru sinni áður, og þar á meðal mikill fjöldi æsku- manna.“ Þannig spyr prófesspr Mathews, og heldur svo áfram að lýsa í stuttum dráttum þró- un þessara mála i Rússlandi. Hann segir: „Eftir byltinguna 1917 var fyrst gerð öflug tiiraun til að gpprpeta JcristindópT,}pp j lancþ inu með því að skera á rætur hans. Biskupar og prestar voru skotnir svo hundruðum skipti. Enginn prestur gat háft kosn- ingarrétt. Kirkjur voru eyði- lagðar í þúsundatali, eða breytt í kvikmyndahús, hesthús eða lilöður, eða einhver önnur geymsluhús. Guðfræðiskólar voru bannaðir og öll kristni- fræðsla unglinga innan 18 ára aldurs og allir námshópar stærri en fjögra manna, er slík- an tilgang höfðu. Þá var og bannað að prenta og gefa út biblíupa. Messur voru aldrei bannaðar, en æskulýðslireyfing kommúnistanna og guðleys- ingjalire'yfingin héldu uppi látlausum áróðri fyrir kenning- um sínum, gáfu út guðlastandi rit, bækur og bæklinga svo milljónum skipti, og settu upp þess konar auglýsingar livar- vetna til þess að lítilsvirða og í’ífa niður alla guðstrú ... Þeg- ar þessi aðferð gafst ekki nægi- lega vel, eða alls ekki, þá var önnur reynd meiraseigdrepandi. Enginn sem játaði kristna trú, gat fengið atvinnu, sem stjórn- að var af hinu opinbera, og á þeim tíma var þetta sama sem að gcta alls ekki fengið neina atvinnu. Á margan annan hátt var ok hinna trúuðu gert þungt. Og loks bálaði upp grimmileg ofsókn er geisaði á árunum 1928—1933.“ „Það er fyrst 1936, er Stalins „þjóðræðilega“ stjórnskipulag fæðist, að kommúnisminn gefst upp og eftirlætur völdin sóci- alisma, sem með kapitalistislc- um aðferðum reynir að eftir- líkja stóriðnað og framleiðslu Amerikumanna. Þetta nýja stjórnskipulag gerði veg trú- málanna meiri og kjör þeirra betri. Hin þýðingarmikla 124 grein stjórnarskrárinnar er á þessa leið: „Til þess að tryggja þegnum þjóðfélagsins fullkom- ið samvizkufrelsi, skal kirkja U. S. S. R. vera fráskilin rikinu sjálfu og skólinn fráskilinn kirkjunni. Sérhver maður skal njóta fullkomins trúfrelsis og einnig frjálsræðis. til andtrúar- legs áróðurs.“ Sá slæmi munur er þó gerður á liíutaðeigandi málspörtum, að kirkjunnar menn fá aðeins trú- frelsi, en ekki frjálsar liendur til áróðurs, en það fá hinir, sem berjast gegn kirkjunni. En nú er það sarn't að hin miklu straumhvörf taka að gerast. Híð herskáa guðleysingjasam- band, sem árið 1933 taldi yfir fimm milljónir félagsmanna, hrynur niður í eina til tvgjr, milljónir á fjórum árum. Á sánið tíma sem þessu kostnað-

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.