Vísir Sunnudagsblað - 12.09.1943, Blaðsíða 1
mmm
1943
Sunnudaginn 5. september
34. blad
Skálkurínn frá Segovíu.-
Eftir Þórhall Þorgilsson
Sögur af lífsglöðum æfin-
týramönnum, þorpurum,
bragðarefum og flækingum,
sem láta hverjum degi nægja
sína þjáningu, án nokkurs æðra
markmiðs í lífinu, sögur urn
svall og auðnuleysi, eru vel
þegin dægrastytting meðal suð-
rænna þjóða. Og skáldin liafa
ekki látið þær vanta. Þau hafa
haft opin augun fyrir því, að
um leið og slíkar frásagnir eru
til skenuntunar og gamans,
snerta þær oft viðkvæmustu
punktana í fari þessara þjóða
og siðgæði þeirra yfirleitt.
Á fyrri öldum spreyttu hinir
beztu spænsku rithöfundar sig
á þvi að draga upp sem gróm-
tækasta mynd af eirðarlausu
flakki og æfintýraleit hins rót-
lausa glæframanns. Þeir sýndu,
hvernig gott upplag og góðar
gáfur fóru forgörðum í því
spilta andrúmslofti, sem þjóð-
in átti við að búa, hvernig
istöðulitlar sálir flæktust i neti
liinnar almennu siðpillingar og
livernig líf þeirra varð svo allt
óslitin röð af ósigrum, sem
endaði í dýpstu niðurlægingu,
áður en þeihi skildist, hvers
þeir höfðu farið á mis.
Þessar skálkasögur mynda
sérstaka grein innan spænskra
hókmennta á 16. og 17. öld.
Nokkurar þeirra hlutu miklar
vinsældir utan lands og innan
og hafa fyrir löngu verið tekn-
ar í tölu sigildra rita. Eina rit-
aði Cervantes, og Quevedo aðra
þ. e. þau tvö höfuðskáld, sem
ásamt Lope de Vega mynduðu
hina drottnandi þrenningu í
heimi spænskra bókmennta á
gullaldartímunum. Ritsmíð sína
kallaði Quevedo „Söguna af
iDon Pablos frá Segovíu“, eða
„æfisögu þorpara, flalíkara og
bragðarefs þess, sem kallaður
var Don Pablos.“
Francisco de Quevedo y
Villegas (1580—1645) var ein-
hver lærðasti maður samtiðar
sinnar. Nafn hans var frægt
langt út fyrir endimörk Spánar.
Fræðimaðurinn Lipsius kallaði
hann „magnum decus Hispa-
norum“ — sóma spænsku þjóð-
arinnar. Lope de Vega jós lofs-
yrðum yfir lceppinaut sinn.
Quevedo reyndi flestar greinir
bókmenntanna og var allsstað-
ar sigursæll. Hann orkti ljóð,
sem þjóð lians lærði og munu
seint gleymast, liann samdi
sögurit á liátíðlega fáguðu
máli, hann skrifaði heimspeki-
'rit og trúfræðibækur, hugvekj-
ur, innblásnar einlægri trúar-
hrifningu, eins og væru þær
sagðar fyrir af hinum sælu
kirkjufeðrum, eða stærðfræði-
lega nákvæmar röksemdaleiðsl-
ur; en fyrst og fremst var hann
liöfundur að skopritum og á-
deilum af ýmsu tagi, þar sem
hinn sterkasti þáttur lundarfars
lians fékk notið sín í fyllstum
mæli: gamansemi, ertni og
livasst, beinskeytt háð, jafnhliða
duldri beiskju og lífsleiða. Þessi
rit Quevedos eru fjöldamörg,
og hafði hann þó ritstörfin í
hjáverkum, eins og fleiri met-
orðagj arnir sam tiðarmenn hans,
sem vörðu tíma sínum aðallega
i afskipti af opinberum málum,
skemmtanir, íþróttir og hernað.
Quevedo varð fyrst einkaritari
voldugra höfðingja, var sjálfur
af virðulegri aðalsætt, og komst
því fljótt í metorð og efni. Siðar
varð liann sendiherra i ýmsum
smáríkjum á Ítalíu, en féll svo
í ónáð hjá konungi og lenti að
lökum i fangelsi. Hinn ofstopa-
fulli stóraðall við spænsku
hirðina hataði hann og óttaðist
jafnframt. Quevedo var bar-
dagafús maður og gekk ekki á
snið við þau tækifæri, sem
honum buðust til að sýna víg-
fimi sína, hvort heldur var með
sverði eða liinu skrifaða orði.
Meinyrtar háðvísur hans eða á-
deilur gengu frá manni til
manns og misstu sjaldan marlcs.
En vei þeim mótstöðumanni
hans, sem i bræði sinni greip
þá þáð ráð að skora hann á
bólm! Slikur íþróttamaður var
Quevedo, að Madridbúar töldu
liann ósigrandi i einvígi. Iíorði
lians liafði fundið leiðina að
hjarta mai'gra lu-austra drengja,
og jafnvel einn fi’ægasti skylm-
ingakennari borgarinnar hafði
i'undið kuldann af lionum í
gegnum sig.
Ádeilurit Quevedos skiptast i
tvo flokka. í fyrsta lagi hinar
víðfrægu „sýnir“ eða „draum-
ar“ (Draumur höfuðkúpanna,
Heimurinn bak við tjöldin, Hús
liinna ástsjúku o. s. frv.), þar
sem gagni’ýnin er sárbeittust á
meinbugum félagslífsins og fer
raunar ekki ósjaldan út fyrir
öll áður kunn takmöi’k leyfi-
legrar bersögli. 1 öðru lagi er
það áðurnefnd saga af skálkin-
um frá Segoviu, Don Pablos.
Það er léttara yfir þeirri frá-
sögu en „draumunum“, en höf-
undur deilir þar engu síður á
sarntið sina með allri hennar
viðui’kenndu og óviðurkenndu
spillingu. Sagan er þýðingar-
mikil lieinxild unx borgaralegt
siðfei’ði á Spáni á þeim tímum
einmitt, er vegur þess lands
stóð sem liæst. Af þeim efnisút-
drætti, sem hér fer á eftir, get-
ur greinargóður lesai’i orðið sér
nokkurs áskynja um það, þótt
hann á lxinn bóginn liljóti að
fara á nxis við allt listgildi
frumritsins og hina mótstæði-
legu glettni og tilfyndni höf-
undarins.
—o—
Pablos segir sjálfur frá ....
Hamx fæddist í Segovíu, hinum
forna liöfuðstað gömlu Kastiliu.
Faðir hans var rakari þar í
borginni. Meðan hann afgi’eiddi
viðskiptavini sína, lxafði elzti
sonur hans það hlutvei’k á hendi
að tæma vasa þeirra. En „bless-
aður engillinn" lézt einn góðan
veðurdag af svipuhöggum böð-
ulsins, og faðirinn liefði farið
sömu leiðina, ef hann hefði
ekki staðfastlega þrætt fyrir
brellur sinar og rupl. Svo mátti
ekki gleyma því, að hann átti
góða og hyggna konu, mjög
fagx-a og, að sögn, fjölkunnuga.
Hún náði lxonum oft með
brögðum úr svartholinu og var
þá greiðvikin við ógiftu piltana,
sem áttu að gæta hans.
Sumir fullyrtu, að hún væri
ekki „gömul i kristninni“, aðr-
ii’, að hún væri noi-n. Það eitt
var víst, að í svefnhei’bergi sínu
hafði hún safn af hauskúpum
og öðru beinarusli, og hún svaf
i rúmi, sem hékk á hengingar-
ólum niður úr loftinu. Kvaðst
lxún hafa þetta í kring um sig,
svo að guðrækileg hugsun um
nálægð dauðans viki aldrei frá
hemxi, og einnig væri gott að
þeir kæmu ekki að tómum kof-
unnm, sem kynnu að vilja hafa
hendur i hári hennar.
Foreldrai’nir vildu, hvort um
sig, að Pablos tæki sér það fyrir
hendur, sem þeim hafði sjálf-
um gefizt bezt. „Sonur minn,“
sagði faðirinn, „þetta, að vera
þjófur, er ekki handverk, held-
ur list.“ Og hann hvatti hann
eindi’egið til að leggja út á þá
braut. En Pablos þóttist endi-
lega vilja verða ráðvandur
maður og ganga i skóla, þvi að
„ekkert væri hægt að gera, án
þess að kunna að lesa og skrifa."
Þau féllust loks á þetta, og
Pablos þakkaði guði fyrir að
eiga svo sniðuga foreldra, sem
báru slíka umhyggju fyrir vel-
ferð hans. Nú var keypt staf-
rófskver og Pablos sendur með
það í skólann. Þar stóð hann
sig i fyrstu vel, kom alltaf fyrst-
ur og fór oft í snatt fyrir
„frúna“, þ. e. konu kennarans.
Þetta bakaði honum óvild
skólabræðra sinna. Þeir tóku
upp á þvi að dylgja um bresti
foreldra hans. Einn sagði, að
faðir hans væri köttur, því að
hann væri fenginn til að eyða
rottum i húsum. Og eftir það
nxjálmuðu þeir í hvert sinn og
Pablos bar að. Annar sagði, að
móðir hans væri vændiskona
og flagð. Þá stóðst Pablos elcki
mátið og fleygði steini i höfuð-
ið á stráknum, svo að sprakk